Morgunblaðið - 21.07.2007, Side 30

Morgunblaðið - 21.07.2007, Side 30
30 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ástríður Ingi-björg Jónsdóttir fæddist 10. júlí 1919 á Kaðalsstöðum í Stafholtstungum. Hún lést 13. júlí síð- astliðinn á Landspít- alanum í Fossvogi. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Þor- steinsdóttir frá Húsafelli í Hálsa- sveit, f. 13.5. 1882, d. 14.2. 1934, og Jón Ólafsson bóndi á Kaðalsstöðum, f. 13.5.1867, d. 31.8. 1939. Systir Ástríðar samfeðra var Ólína Ingv- eldur, f. 27.3. 1910, d. 16. desember 2004. Albræður hennar voru Ólaf- ur, f. 24.2. 1918, d. 22.7. 1998, og Þorsteinn, f. 21.8. 1921, d. 20. maí 1992. Fyrri maður Ástríðar var Jón Þorláksson, verkamaður, f. 4.11. 1906, d. 9.6. 1974. Dætur þeirra eru: 1) Ingibjörg Ebba, f. 14.3. 1941, d. 28.9. 1973, maki var Leifur Magnússon, f. 9.10. 1938. Börn ur Jóhannsson, kennari, f. 5.2. 1919, d. 21.9. 1958. Sonur þeirra er Ólafur, f. 13.7. 1958, maki Kristín Stefánsdóttir, f. 24. 2. 1955. Börn þeirra eru: a) Elín Ásta, f. 11.1. 1989, b) Stefán Ólafur, f. 31.3. 1991, c) Jóhann Gísli, f. 15.3. 1997. Ástríður ólst upp hjá foreldrum sínum að Kaðalsstöðum. Veturinn 1938-1939 stundaði hún nám í Hús- mæðraskólanum á Staðarfelli. Ást- ríður bjó félagsbúi á Kaðalsstöðum með báðum bræðrum sínum frá 1939 til 1955 og síðan með Þor- steini til andláts hans árið 1992, en hætti búskap og flutti til Reykjavík- ur sumarið 1993. Árið 1989 keypti hún sumarhúsið Þverárbakka í Kaðalsstaðalandi og dvaldi þar oft fyrstu árin eftir að hún flutti af jörðinni. Ástríður var ein af stofn- endum Kvenfélags Stafholtstungna árið 1939, þá nýlega orðin tvítug, og tók virkan þátt í starfsemi þess auk þess að sinna öðrum fé- lagsstörfum. Útför Ástríðar fer fram frá Reykholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. þeirra eru: a) Þórður Einar, f. 6.7. 1959, b) Arndís, f. 2.5. 1961, maki Skarphéðinn Gunnarsson, f. 1.12. 1964, dóttir þeirra Embla Rún, f. 15.8. 2001. Fyrir átti Skarphéðinn dótt- urina Jóhönnu Maríu, f. 21.2. 1992. Dætur Arndísar og fyrri eig- inmanns, Ólafs Tryggva Egilssonar, f. 10.12. 1958, eru: i) Lilja Huld, f. 16.10. 1979, maki Ómar Pálsson, f. 21.10. 1979, börn Brynjar Óli, f. 9.4. 2004, og óskírð dóttir, f. 6.7. 2007, ii) Svana Björg, f. 19.3. 1983, iii) Íris Telma, f. 8.8. 1990. c) Ingibjörg, f. 23.12.1963. 2) Þorgerður, f. 7.2. 1943, maki Júlíus Óskarsson, f. 13.3. 1948. Synir þeirra eru: a) Ing- þór Guðni, f. 14.3. 1975, maki Hrönn Indriðadóttir, f. 4.6. 1975, dóttir þeirra Dýrleif Una, f. 2.6. 2003, b) Gunnar Örn 6.4. 1978. Seinni maður Ástríðar var Ólaf- Nú þegar leiðir skiljast skyndilega er þakklæti efst í huga eftir tveggja áratuga samfylgd. Þegar ég kynntist tengdamóður minni, Ástu á Kaðals- stöðum, varð mér strax ljóst að þar fór óvenjulega kraftmikil kona sem hafði fjölmörg áhugamál og féll tæp- ast verk úr hendi. Er ég kom í fyrsta sinn að Kað- alsstöðum var Ásta í óðaönn að töfra fram íslensku jólasveinana þrettán og þau Grýlu og Leppalúða. Búið var að sauma á hópinn skinnskó, prjóna föt í prjónavélinni og nokkrir sveinar stóðu fullbúnir uppi á borði, hver með sitt sérkenni. Þótti mér það mik- ill heiður þegar mér var treyst fyrir því að teikna andlitið á Grýlu og líma á hana nef. Eftir að Ásta flutti til Reykjavíkur og varð nágranni okkar nutu börnin þess ekki síst að hafa nærri ömmu sem var óþreytandi við að leggja lið á ýmsan hátt, hvort heldur þurfti að töfra fram grímubúning eða brúðu- föt, sinna heimilisstörfum og barna- gæslu eða taka til hendi við garð- eða byggingarvinnu. Heimsóknir til ömmu í sumarbústaðinn á Þverár- bakka eru einnig ógleymanlegar. Þar gafst ungum sem eldri kostur á að sinna skógrækt og garðvinnu, auk þess sem yngri kynslóðin spreytti sig í húsagerðarlist, því amma átti að því er virtist ótæmandi efnivið til kofa- gerðar og nóg af verkfærum. Ásta hafði alla tíð áhuga á að ferðast, bæði innanlands og utan. Ekki var ráðist í lítið í fyrstu utan- landsferðinni sem var fimm vikna ferð sumarið 1970 á Íslendingaslóðir í Kanada ásamt syni og Ólínu, systur sinni, en Ásta hafði ætíð mikil sam- skipti við ættingja sína vestanhafs. Sem dæmi um aðrar ferðir á fjarlæg- ar slóðir má nefna mikla heimsreisu haustið eftir að Ásta flutti til Reykja- víkur og síðar fór hún í ævintýralega ferð til Afríku. Innanlandsferðirnar voru fjölmargar, m.a. með Ólínu og ferðafélögum af Akranesi. Ásta naut þess að hafa tíma til að sinna ýmsum áhugamálum eftir að hún flutti til Reykjavíkur og hún tók virkan þátt í tómstundastarfi eldri borgara, glerskurði, postulínsmálun, vefnaði, hannyrðum og bókbandi, án þess að allt sé upp talið. Þætti henni fjölbreytni og framboð í tómstunda- starfinu ekki nægilegt var hún óþreytandi við að reyna að ná fram úrbótum. Í mörg ár var Ásta gjald- keri húsfélagsins á Dalbrautinni. Ættfræði var mikið áhugamál Ástu og ekki vafðist fyrir henni að nýta sér tölvutæknina og Netið í því skyni að skrá og afla upplýsinga. Tölvan var einnig gjarnan notuð til að leggja kapal. Í fyrravetur varð tengdamóðir mín fyrir því óláni að lærbrotna eftir að hafa skrikað fótur þegar hún stóð upp frá tölvunni. Þótti það tíðindum sæta á spítalanum þegar svo fullorðin kona kvaðst hafa verið í tölvuleik í aðdraganda slyss- ins. Þrátt fyrir að Ásta þyrfti að fara hægar yfir síðasta árið og notast við göngugrind var athafnaþráin söm og áður, prjónavélin var endurnýjuð, hekluð teppi, saumað út og nýjar vatnslitamyndir prýða veggi á Dal- brautinni. Hún fylgdist af áhuga með viðfangsefnum afkomendanna og lagði þeim lið eftir mætti. Með þökk fyrir samfylgdina, Kristín Stefánsdóttir Með örfáum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar Ástríðar Jónsdóttur, eða Ástu á Kað- alstöðum eins og hún var jafnan köll- uð, en hún lést 13. júlí síðastliðinn. Ég kynntist Ástu fyrst árið 1970 þegar ég kom í fyrsta sinn að Kað- alstöðum með dóttur hennar og verð- andi konu minni, henni Gerðu. Ásta bjó þar félagsbúi með bróður sínum Þorsteini, en á Kaðalstöðum II bjó bróðir þeirra Ólafur, sem stundaði trésmíði. Frá upphafi duldist mér ekki að á Kaðalstöðum var búið stórbúi, kannski ekki ef mælt var í fjölda skepna, en ef miðað var við vægi og stöðu þeirra systkina í sveitarfé- laginu fór það ekki milli mála. Þegar Þorsteinn var jarðsettur sagði presturinn m.a., að að honum gengnum væri brotið blað í sögu sveitarinnar og ákveðnum kafla hennar lokið. Hlutur húsmóðurinnar er þó oft vanmetinn. Oftast var margt í heimili á Kaðalstöðum og alltaf mjög gest- kvæmt. Það var því mikil vinna að halda heimilinu gangandi auk þess sem sinna þurfti skepnum, mjólka kýrnar o.s.frv. Vinnudagur Ástu var því alltaf langur, en aldrei heyrði ég hana kvarta og aldrei var neitt vandamál að bæta við fleirum í mat eða gistingu, alltaf sjálfsagt. Hún var einnig einkar lagin við börn og ung- linga, en fjölmargir hafa verið í sveit á sumrin á Kaðalstöðum, eða dvalið þar um lengri eða skemmri tíma. Ásta var mikil dugnaðarkona, en einnig var alltaf stutt í góða skapið og glettnina. Eftir að hún brá búi fluttist hún í þjónustuíbúð á Dal- braut 20 í Reykjavík og hafði eftir það meiri tíma til að sinna hugðar- efnum sínum. Hún hafði mikla ánægju af hvers kyns handavinnu og voru afköst hennar og augljós list- hneigð á því sviði undraverð. Einnig var hún bókhneigð, hafði áhuga á þjóðlegum fróðleik og ættfræði og þá einkum Húsafellsættinni sinni. Hún hafði einnig mjög gaman af því að ferðast, fór m.a. í heimsreisu og ferð- aðist innanlands fram á síðustu ár. Hinsta kallið kom nokkuð á óvart þó að heilsu Ástu hefði verið farið heldur að hraka, enda árin orðin 88 ára. Ég er þó viss um að svona hefði hún viljað hafa það. Hún hélt reisn sinni til hinstu stundar. Ásta mín, það voru forréttindi að kynnast þér. Ég bar mikla virðingu fyrir dugnaði þínum, mannkostum og þótti vænt um þig, en nú lifa minn- ingarnar eftir. Ég vil að leiðarlokum kveðja þig og óska þér velferðar á þeirri nýju braut sem þú hefur nú lagt út á. Júlíus Óskarsson. Margar góðar stundir átti ég með þér, elsku amma mín, sem ég mun aldrei gleyma. Sérstaklega eru mér minnisstæð kvöldin í sveitinni á Kað- alsstöðum þegar ég var lítill strákur þar sem við spiluðum fram eftir kvöldi. Það var alltaf einhver sérstök ró og hlýja í kringum þig sem var svo gott að vera í nálægð við. Það voru dýrmætar stundir. Síðustu ár hef ég séð að Dýrleif dóttir mín var farin að sækja í sömu hlýju til þín í heimsóknum okkar á Dalbrautina. Þangað var alltaf gott að koma og nú biður Dýrleif um lang- ömmusögur úr sveitinni á hverju kvöldi áður en hún fer að sofa. Ég verð kannski uppiskroppa með sögur nú þegar ég hef þig ekki til að rifja upp gamla tíma en ég verð bara að reyna að skálda í eyðurnar því lang- ömmusögur verða áfram sagðar. Það vantaði heldur ekki dugnaðinn og drifkraftinn í þig, amma mín, alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur. Kaðalsstaðir í Borgarfirði var fjöl- skylduóðalið á mínum uppvaxtarár- um og þangað var alltaf gaman að koma og öllum gestum tekið opnum örmum. Þar lærði ég að sinna bú- skapnum, veiða fisk, njóta náttúr- unnar og margt fleira. Skemmtilegt fyrir borgarstrák og reynsla sem ég mun ávallt búa að. Það er erfitt að kveðja þig, amma mín, og við fjölskyldan munum sakna þín mikið. Þú verður ávallt í hjarta- vasanum okkar. Ingþór, Hrönn og Dýrleif Una. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; Þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý vorblóm með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, föðulandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta englar Drottins fylgi þér. (Ók. höf.) Hvíl í friði. Þinn Gunnar Örn Júlíusson. Nú þegar Ásta föðursystir mín er farin langar mig að þakka henni fyrir samfylgdina. Hún er án efa ein af þeim manneskjum á lífsleiðinni sem hafa átt þátt í að móta mig og gera mig að þeim einstaklingi sem ég er í dag. Heimili hennar var aðeins stein- snar frá mínu æskuheimili og var ég tíður gestur hjá henni. Alltaf stóð heimilið mér opið og ég gekk þar út og inn eftir behag, hvort sem einhver var heima eða ekki. Ásta gaf sér alltaf tíma til að spjalla við stelpuna, hvort sem var yfir verkunum í eldhúsinu eða þegar hún sat í sjónvarpsherberginu og prjónaði lopapeysur. Ég man eftir að hafa setið hjá henni og skoðað lopa- peysumynstur í möppuvís á meðan hún útlistaði fyrir mér hvernig hún blandaði saman mynstrunum og byggi til sín eigin. Það voru ófáar peysurnar sem hún prjónaði og seldi, en þannig sameinaði hún vinnu og áhuga sinn á hannyrðum. Ásta var al- gjör forkur til vinnu og féll aldrei verk úr hendi svo ég muni til. Hún vann jöfnum höndum utanhúss sem innan og fáir, ef nokkrir, stóðu henni snúning í verkunum, þó var hún kom- in á sextugsaldur þegar ég fer að muna eftir henni. Hún átti það til að vera stjórnsöm, þoldi ekkert gauf, en það voru líka eiginleikar sem gerðu henni kleift að lifa af í lífsins ólgusjó. Í sjálfboðastörfum, fyrir kvenfélagið, ungmennafélagið eða önnur félög í sveitinni, lét hún heldur ekki sitt eftir liggja. Hún var iðulega mætt fyrst og farin síðust, ósérhlífin og rösk. Ég hitti Ástu síðast nú í vor við jarðarför, þá gekk hún með göngu- grind eftir slæmt lærbrot sem hún hafði orðið fyrir árinu áður. Ég var eitthvað að dást að eljunni í henni að vera á ferðinni og hún svaraði glað- beitt: „Auðvitað, það þýðir ekkert annað.“ Þegar ég hugsa til baka þá virðast mér þessi orð hafa verið við- kvæðið hjá Ástu sama hvaða við- fangsefnum hún stóð frammi fyrir. Allt frá unga aldri mátti hún þola meira mótlæti og áföll en almennt gengur og gerist, en hún tókst á við erfiðleikana af einstöku æðruleysi og var ekki fyrir að íþyngja öðrum með voli og væli. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, Fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, Gleddu og blessaðu þá, Sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Minning um góða konu lifir. Björk Ólafsdóttir. Ég kynntist Ástu og hennar fólki sem bjó á Kaðalstöðum á unglings- árum mínum. Gæfa mín var að eign- ast Gerðu dóttur Ástu sem vinkonu og vera tekið sem einni af fjölskyld- unni. Það þótti mér afar vænt um. Mín fyrstu kynni af Ástu voru á sjöunda áratugnum og man ég fyrstu heimsóknirnar á Kaðalstaði með Gerðu eins og það hafi gerst í gær. Þarna bjuggu Ásta, bróðir hennar Steini og Óli sonur Ástu. Þetta var fólkið mitt á Kaðalstöðum. Fyrstu minningarnar eru frá því þegar Ásta, Óli og Gerða komu ríð- andi út á Varmaland þar sem ég kokkaði fyrir smiði sem byggðu við Varmalandsskólann. Þarna átti að kenna mér að sitja hest og var valinn rólegur og góður reiðhestur. Við rið- um heim á Kaðalstaði í sól og dá- semdarveðri og allt gekk vel. Ég gleymi þessu aldrei, þetta var svo skemmtilegt og fallegt kvöld. Ásta sá svo til þess að ég fór fljótt á bak aft- ur. Ásta var ætíð til staðar á sínum bæ og við stelputrippin komum og fórum hvenær sem var. Gleðin, hláturinn og uppátækin í okkur hafa eflaust smitað út frá sér á bænum. Óli, lítill fallegur strákur sem gaman var að leika við og passa, var uppáhaldið okkar. Ásta var í eldhúsinu, sívinnandi með bros á vör, alveg sama hvað Steini kom með marga í mat eða kaffi, aldrei heyrðist styggðarorð frá Ástu yfir þessari aukavinnu. Þannig var að á Kaðalstöðum var verkstæði og bensínafgreiðsla og komu margir til að nota aðstöðuna og kunnáttu Steina á vélaverkstæðinu. Þarna komu margir skemmtilegir bændur og sérkennilegir einstaklingar og oft var hlegið og flissað í eldhúsinu og sussað á okkur. Það eru svo ótal margar minningar sem ég á frá veru minni á Kaðalstöðum. Ásta tók öku- próf, þá orðin fullorðin kona, og bauð okkur með sér í ökuferð á Mýrarnar á afmælisdegi sínum. Þá voru hlið um allt sem þurfti að opna og loka alveg endalaust og eitt sinn rann bíllinn á eitt hliðið og við hlógum okkur veik- ar, Óli var heldur sár út í okkur að láta svona, en ég get enn heyrt hlátur Ástu þegar þetta gerðist. Eftir þessa skemmtilegu ökuferð bauð hún okkur í dýrindis máltíð á Bifröst og ferðin var afar vel heppn- uð. Ásta var mjög flink handverks- kona og mér fannst hún geta allt og var hún ætíð að prófa eitthvað nýtt. Fallegu handunnu jólakortin frá henni voru alveg einstök, ekkert ein- nota, alveg ekta. Við vinkonurnar vorum liðtækar í sláturgerðinni á haustin og seinna hittumst við og bjuggum til okkar slátur undir dyggri leiðsögn Ástu. Hún var verk- stjórinn í eldhúsinu og verkaskipt- ingin var alveg klár. Þessi minning- arbrot eru bara hraðferð frá fyrstu árum mínum á Kaðalstöðum með minni kæru vinkonu. Ég kveð með þökk fyrir góðar stundir. Orð milli vina Orð milli vina gerir daginn góðan Það gleymist ei en býr í hjarta mér sem lítið fræ. Það lifir Og verður að blómi Og löngu seinna Góðan ávöxt ber. (Gunnar Dal.) Hanna. Ástríður Ingibjörg Jónsdóttir Hrefna Magdalena Stefánsdóttir ✝ Hrefna Magda-lena Stef- ánsdóttir fæddist í Hafnarfirði 14. september 1950. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi miðvikudaginn 23. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Neskirkju 31. maí. hún var jákvæð, alltaf stutt í hláturinn en ákveðin og sterk. Aldrei heyrði ég hana kvarta, ekki einu sinni þegar hún heyrði um sín veikindi, hún hafði frekar áhyggjur af öðrum. Betri móður hef ég ekki vitað um, hún átti tvo yndislega drengi sem hún elskaði meira en allt annað í þessu lífi, einnig tengdadótt- ur sína og barnabörn og er missir þeirra mikill. Votta ég þeim mína dýpstu samúð. Elsku Hrefna mín, ég þakka þér fyrir þær glöðu stundir er við áttum saman, ég á eftir að sakna þín mik- ið. Þín vinkona, Lára. Með þessum fáu orðum langar mig til að kveðja Hrefnu vinkonu mína. Okkar vinátta var mjög sérstök, það kom fyrir að við hittumst ekki í nokkur ár en þegar við hittumst næst var eins og við hefðum verið að tala saman í gær. Þannig var okkar vinátta. Hrefna var mjög mikill karakter,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.