Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 40
Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Árið sem nú er rétt rúmlega hálfnaðhefur vægast sagt verið erilsamthjá Megasi. „Það byrjaði á því aðég skrifaði músík fyrir leikritið fyr- ir norðan (Lífið – notkunarreglur eftir Þor- vald Þorsteinsson sem Leikfélag Akureyrar setti upp) og ég var að því eitthvað fram í febrúar,“ segir Megas sem situr andspænis blaðamanni á kaffihúsi við Austurvöll. „Svo tóku Passíusálmatónleikarnir við sem haldnir voru um páskana. Að því loknu var eiginlega farið beint yfir í þetta verkefni. Miðað við magnið af efni sem kom út úr þeirri vinnu tók ferlið furðulítinn tíma. Það var samt setið mjög rækilega yfir henni og hlustað eftir ein- hverju sem mætti bæta við og svo var bætt við. Í mixinu var svo kannski sleppt öllu saman eins og gengur og gerist. Það þarf að prófa hvað passar og svo þegar kemur að lokadómnum kemur í ljós hvað gengur upp og hvað dettur út til að aðrir hlutir fái að njóta sín.“ Lífsreynsla Hann viðurkennir að hafa ekki þekkt mikið til tónlistar Hjálma áður en samstarf þeirra hófst. „Ég hef sorglega vanrækt að fylgjast með íslenskri músík. Það er svo erfitt að finna út hvaða grúppur eru íslenskar og ég eiginlega gafst upp á því.“ Upptökurnar á Frágangi fóru fram í Hljóðrita og fer Megas mjög fögrum orðum um þær vinnustundir sem hann átti þar með hljóðfæraleikurunum. „Maður skrifar músík og texta við hin ýmsu tækifæri og vinnur úr. Það er síðan alltaf forvitnilegt að sjá hvað gerist þegar maður er með eitthvert efni sem maður heyrir fyrir sér en getur ekki fram- kvæmt einn.“ Eftir dágott spilerí með hljómsveitinni voru þeir komnir með um tuttugu lög. „Þetta var sérstök lífsreynsla. Hjálmarnir eru ansi lunknir og Guðmundur Pétursson er eins og hann er. Það var alveg sama hversu leið- inlegt efni ég kom með þá varð það skemmti- legt þegar búið var að setja músík á bakvið það. Þetta er ekki konsept-albúm eins og ég hef stundum sent frá mér. Hér er allt mögu- legt og platan hangir bara saman á þessum anda sem var í grunnspiluninni,“ útskýrir Megas. „Síðan voru valin út þau lög sem okkur þótti falla best saman og mynduðu sterka heild. Platan er kannski heldur stutt miðað við þær plötur sem ég hef sent frá mér á liðnum árum. Athyglisþol fólks er líka heldur lítið og löng plata, jafnvel þó að hægt sé að slökkva á henni, getur virkað fælandi.“ Svíar Það gætir ýmissa sænskra áhrifa á plöt- unni en auk þess sem tveir hljóðfæraleik- aranna er sænskir, þeir Nisse Törnqvist og Mikael Svensson, hefst platan á sænsku þjóðlagi þar sem Megas syngur á sænsku. „Það kom nú til vegna þess að mig langaði til að láta Svíunum líða svolítið sem þeir væru heima hjá sér. Ég gróf upp þetta þjóðlag í bók fyrir tveimur eða þremur árum sem ég hef aldrei heyrt á plötu og aldrei heyrt nefnt. Þetta er mjög fallegt verk og ég spilaði það fyrir þá og það varð úr að við tókum það upp.“ Megas segist ennfremur alltaf hafa heillast af sænskri trúbadorhefð og orðið fyrir tölu- verðum áhrifum af henni. „Hún liggur langt aftur og síðan kemur Bellman, risi og vernd- ardýrlingur fyrir það sem á eftir kemur. Það sækja allir eitthvað til Bellmans. Ég er mikill Bellman-aðdáandi og þeir eru það líka og eins hrífumst við af sænskum þjóðlögum og öllu mögulegu. Þeir skildu því vel hvað ég var fara. Trommarinn spurði bara hvort lagið væri þunglynt eða glaðlynt og svo trommaði hann eins og hann hefði þekkt lagið frá upp- hafi. Og píanistinn passar mér afskaplega vel því hann er með nokkuð djassaða takta, frá skandinavískum heimilisdjassi, og það heyr- ist í sumum lögunum.“ Lítið breyst Lögin á Frágangi eru flest nýleg úr smiðju Megasar en þó eru nokkur laganna eitthvað eldri. „Ég hef hvorki þróast né þroskast síð- an ég byrjaði að semja tólf ára gamall eða eitthvað svoleiðis. Þannig að ég get sett inn lag frá því ég var kornungur og það tekur enginn eftir því. Það er alveg sama hvar bor- ið er niður; lögin eru alltaf á sama stigi,“ út- skýrir Megas. „Ég var svolítið melódískari þegar ég var yngri eða þegar ég var mjög ungur. Ég var kannski nákvæmari og sam- viskusamari. Hugsanlega skrifaði ég líka fal- legri línur þegar ég var barn að aldri en ég geri í dag. En annars er lítill munur. Þegar hljómsveit er komin á bakvið mig þá verður þetta allt einhvern veginn í líkum stíl. Ég hef sáralítið breyst – nánast ekki neitt. Ég er nokkurn veginn á sama „leveli“ og ég var þegar ég byrjaði.“ „ÉG HEF SÁRALÍTIÐ BREYST“ SAMSTARF MEGASAR OG MEÐLIMA HJÁLMA Á SÉR EKKI ÝKJA LANGA SÖGU EN HEFUR ENGU AÐ SÍÐUR REYNST EINSTAK- LEGA GJÖFULT. UPPHAFIÐ MÁ REKJA TIL SÍÐASTA ÁRS ÞEGAR HJÁLMAR FENGU MEGAS TIL AÐ SYNGJA NOKKRAR LÍNUR YF- IR LAG HANS „SÖGU ÚR SVEITINNI“ SEM HJÁLMAR END- URFLYTJA Á SAFNPLÖTUNNI PÆLDU Í ÞVÍ SEM PÆLANDI ER Í EN ÞAR FLYTJA ÝMSIR INNLENDIR TÓNLISTARMENN LÖG MEGASAR EFTIR EIGIN NEFI. STEFNUMÓTIÐ VIRÐIST HAFA HEPPNAST VEL ÞVÍ SNEMMA Á ÞESSU ÁRI VAR MEGAS MÆTT- UR Í UPPTÖKUVER ÁSAMT GUÐMUNDI KRISTNI JÓNSSYNI, SIGURÐI GUÐMUNDSSYNI, NISSE TÖRNQVIST OG MIKAEL SVENSSON ÚR HJÁLMUM OG GÍTARLEIKARANUM GUÐMUNDI PÉTURSSYNI. HÓFUST ÞÁ UPPTÖKUR Á NOKKRUM LÖGUM OG Á MÁNUDAGINN NÆSTKOMANDI LÍTUR AFRAKSTURINN DAGSINS LJÓS. ÞÁ ER FORMLEGUR ÚTGÁFUDAGUR PLÖT- UNNAR FRÁGANGS EN HÚN GEYMIR TÓLF LÖG EFTIR MEGAS Í FLUTNINGI HANS OG SENUÞJÓFANNA. Morgunblaðið/Eyþór Meistarinn „Ég er nokkurn veginn á sama „leveli“ og ég var þegar ég byrjaði,“ segir Megas. Hann var einn af örfá- um rasistum mann- kynssögunnar sem fór í með- ferð… 44 » reykjavíkreykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.