Morgunblaðið - 21.07.2007, Side 24

Morgunblaðið - 21.07.2007, Side 24
24 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLAND OG KANADA Loftferðasamningurinn milli Ís-lands og Kanada hefur miklaþýðingu og leggur grundvöll að enn frekari samskiptum á milli þessara tveggja þjóða. Það er augljóst að flugsamgöngur verða góðar á milli landanna á næstu árum og ferðir tíðar. Samskiptin á milli Íslendinga og Kanadamanna hafa verið minni á und- anförnum áratugum en tilefni hefði verið til í ljósi nálægðar á milli land- anna. Mikil grózka í samskiptum okk- ar hér á Íslandi og frænda okkar í Ís- lendingabyggðum Kanada hefur hins vegar stuðlað mjög að auknum áhuga á samskiptum við Kanada en lélegar samgöngur hafa torveldað þau sam- skipti. Kanadískt þjóðfélag er að verulegu leyti frábrugðið hinu bandaríska, þótt ætla mætti að bandarískra menning- aráhrifa gæti þar mjög, sem þau gera upp að vissu marki. En sterk og náin tengsl Kanadamanna við bæði Bret- land og Frakkland vega þar á móti. Fullyrða má að kanadískt umhverfi er Íslendingum að skapi. Við eigum sögu okkar vegna auðvelt með að skilja sjónarmið hins frönskumælandi minnihluta í Kanada. Reglulegar samgöngur við Kanada verða til þess að auka mjög ferðir Ís- lendinga þangað og vafalaust verður það að einhverju leyti gagnkvæmt. En jafnframt er ljóst að viðskipti á milli landanna eru að aukast. Íslands- banki og síðar Glitnir hóf að hasla sér völl í viðskiptum við sjávarútvegsfyr- irtæki í Kanada fyrir allmörgum árum og síðustu misseri hefur Landsbanki Íslands lagt grundvöll að stórauknum umsvifum þar. Við eigum líka margvíslegra póli- tískra hagsmuna að gæta með Kan- adamönnum á norðurslóðum. Eftir brottför bandaríska varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli og minnkandi póli- tísk samskipti Íslands og Bandaríkja- manna af þeim sökum má gera ráð fyr- ir að sameiginlegir hagsmunir okkar og Kanadamanna verði til þess að samband og samráð milli ríkjanna aukist. Samskiptin við Vestur-Íslendinga verða auðvitað kjarninn í samskiptum okkar við Kanada hér eftir sem hingað til. Betri samgöngur munu verða til þess að þau samskipti aukast. Íslend- ingar, sem ferðast um slóðir Vestur- Íslendinga koma þaðan allir sem einn í hrifningarvímu og fá nýja sýn á sögu þjóðar okkar og hlutskipti þeirra kyn- slóða sem byggðu þetta land alveg fram yfir aldamótin fyrir hundrað ár- um. Það er hollt fyrir menningu okkar að meira jafnvægi skapist í samskipt- um okkar við þjóðir Norður-Ameríku og að hin bandarísku áhrif verði ekki eins yfirþyrmandi og þau hafa verið. Þegar á allt þetta er litið er ekki ólíklegt að loftferðasamningurinn við Kanada marki meiri þáttaskil en kannski lítur út við fyrstu sýn. Kanada er land tækifæranna. Gera má ráð fyrir að útrásarkynslóðin ís- lenzka verði fljót að átta sig á því og leiti því á vit þeirra tækifæra. REYNSLA AKUREYRINGA Umræður fara nú vaxandi meðalfagfólks um nýja nálgun í mál- efnum þeirra, sem eiga við geðsýki að stríða. Um þessa nýju nálgun eru not- uð mismunandi heiti. Sumir tala um „samfélagsgeðlækningar“, aðrir um „samfélagsþjónustu“, sem hefur auð- vitað mun víðtækari skírskotun en til þeirra, sem eru að takast á við geð- sjúkdóma. Sigmundur Sigfússon, geðlæknir á Akureyri, talar um „svæðisgeðlækningar“ í mjög athygl- isverðu samtali við Morgunblaðið í gær. Þessi orð eru notuð yfir það, sem á ensku er kallað „communitive mental health“ og á norsku „distriktpsyki- atri“. Æskilegt er að samkomulag ná- ist á milli fagfólks um það hvaða orð verði notað. Það er óþægilegt í al- mennum umræðum, ef mismunandi heiti eru notuð. Viðtalið við Sigmund Sigfússon er ekki sízt athyglisvert vegna þess, að svo virðist sem samfélagsgeðlækn- ingar hafi verið stundaðar um skeið á Akureyri á sama tíma og umræður eru um að hefja þær á Reykjavíkur- svæðinu og deilt um hvort það eigi að gera í tengslum við geðdeild Land- spítalans eða óháð þeirri starfsemi, sem þar fer fram. Sigmundur Sigfússon segir í sam- tali við Morgunblaðið í gær: „Í hópi sérfræðinga, sem stunduðu nám með mér við Norræna heilsuhá- skólann í Gautaborg, voru nokkrir svo róttækir, að þegar við heimsótt- um stórt geðsjúkrahús var iðulega spurt: „Hvenær ætlið þið að leggja þessa stofnun niður?“ Boðskapurinn var sá, að dreifa þjónustunni út á meðal fólks og fækka plássum á stórum geðspítulum, því að það var augljóst öllum, að þeir voru óhollir fólki, sem var þar mjög lengi.“ Síðan segir Sigmundur: „Ég leysti af í Osló í Noregi sum- arið 1992 og fylgdist með hvernig þeir byggðu upp úthverfaþjónustu. Þar vann ég í hverfamiðstöð, sem þjónaði 100 þúsund manna svæði, og starfaði í velferðarhópi, sem saman- stóð af læknum, sálfræðingum og hjúkrunarfræðingum. Eitt af því, sem gert var, var að fara heim til sjúklinga, sem var nýtt fyrir mér.“ Af samtalinu við Sigmund má ráða að Akureyringar eru komnir mun lengra í að þróa upp þessa þjónustu við geðveikt fólk en gerzt hefur hér á höfuðborgarsvæðinu. Nú þegar þessi þróun er að komast á rekspöl á suðvesturhorninu er aug- ljóst að hægt er að taka mið af þeirri reynslu, sem fengizt hefur á Akureyri í þessum efnum, þar sem þeir Sig- mundur og Brynjólfur Ingvarsson geðlæknar hafa smátt og smátt byggt upp þjónustu á þeim grundvelli, sem þekkt er orðið á Norðurlöndum og í Bretlandi. Það eitt að geðlæknar sæki sjúk- linga heim mundi leysa mikinn vanda. Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is T ugir ríkja hafa óskað eftir því að gera loftferðasamning við Kanada og vekur athygli að Kanada áritar samning við Ís- land næst á eftir Bandaríkj- unum, Bretlandi og Írlandi. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir Ísland, Icelandair og fyrir alla sem hlut eiga að máli,“ segir Eric Stefanson í Winnipeg, en hann beitti sér mjög fyrir áritun samningsins. Eric Stefanson, þingmaður í Manitoba frá 1990 til 2000, er í einstakri stöðu. Sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra, fjár- málaráðherra og aðstoðarforsæt- isráðherra í Manitoba er hann vel tengdur í hópi kanadískra stjórnmálamanna, við- skiptamanna og embættismanna, jafnt í Manitoba sem á landsvísu. Tengsl hans við íslenska ráðamenn eru líka mikil og hafa verið lengi. Þessi sérstaða hafði mikið að segja við afgreiðslu loftferðasamnings Íslands og Kanada, því Eric Stefanson gat setið beggja vegna borðsins, fékk upplýsingar um gang mála frá báðum hliðum og gat mælt með málinu með hagsmuni allra í huga. „Þetta er stór dagur fyrir Ísland og Kanada og sem Vestur-Íslendingur er ég hreykinn af því að hafa getað lagt málinu lið. Ég fyllist sama stolti og þegar Lands- bankinn opnaði bækistöð í Winnipeg. Ég er mjög ánægður með niðurstöðuna og loftferðasamningurinn er frábær fyrir rík- in,“ segir Eric Stefanson í samtali við Morgunblaðið. Winnipeg vill Icelandair Gary Doer hefur verið forsætisráðherra Manitoba síðan 1999. Hann hefur verið í miklum tengslum við fólk af íslenskum ættum og lagt áherslu á að styrkja þau samskipti. Hann fékk t.d. Peter Bjornson, þáverandi kennara á Gimli, til að fara í framboð 2003. Peter endurheimti sæti ný- demókrata á svæðinu og Gary Doer þakk- aði fyrir með því að gera hann að mennta- málaráðherra, starfi sem hann gegnir enn. Loftferðasamningur milli Kanada og Ís- lands hefur verið ræddur á nánast öllum fundum Gary Doers með íslenskum ráða- mönnum, jafnt í Manitoba sem á Íslandi en hann hefur komið tvisvar til landsins, 2001 og 2006, og var Eric Stefanson í fylgdarliði hans í bæði skiptin. Forystumenn í Manitoba hafa lagt áherslu á beint flug milli Íslands og Winnipeg. Helstu rökin hafa verið þau að í Manitoba er fjölmennasta samfélag fólks af íslenskum ættum utan Íslands eða hátt í 100.000 manns. Beint flug myndi auð- velda öll samskipti Íslands og þessa fólks. Í öðru lagi hafa þeir bent á að Winni- peg er í miðju Kanada og flug þaðan til Íslands og áfram til meginlands Evrópu myndi höfða til fólks í næstu fylkjum við Manitoba, Saskatchewan og Ontario auk Norður-Dakota í Bandaríkjunum. Í þriðja lagi hafa þeir nefnt mikilvægi staðsetningar Winnipeg í vöruflutningum milli Norður-Ameríku og meginlands Evr- ópu í gegnum Ísland. Eric Stefanson tekur undir þessi rök og segir að Gary Doer og Vic Toews, fjárlag- aráðherra Kanada (President of the Treasury Board) sem fer jafnframt með málefni Manitoba í ríkisstjórn Kanada, Að sög mörg tæ flug mill sé alltaf fremst v eða Otta utan Ha ekki á d beri í hu byggja u samlegt landair s og Evró aðurinn sér. Í þv beint flu ada allt tækifær Toron og þaðan ada og t fyrir uta þetta í h landair l ronto se þangað við kana Gunna verði by ríkjanna aðir og l bót og le gera það Aukið fl unarsam auk þess skipti á skipti m byggist „Það er tækifær ara svæ enda oft sjáum þ skiptum það er í öðru.“ Eflir vi Björgólf bankará skipti Ís ist að un semi ísle samband opnaði f en hafði Eimskip starfsem „Viðtö staklega af íslens eru áhri Eftir he sannfær hinn sam íslensku bíði þar Það er hafi þrýst mjög á um áritun loftferða- samningsins auk þess sem þingmenn Manitoba á Kanadaþingi hafi stutt málið dyggilega. Í þessu sambandi má nefna að Eric Stefanson og Vic Toews voru ráð- herrar í sömu ríkisstjórn í Manitoba, sessunautar og miklir mátar. „Við teljum að mikil viðskipti geti tengst beinu flugi til Winnipeg,“ segir Eric og vísar til stöðu borgarinnar gagnvart Mið- og Vestur- Kanada og miðríkjum og norðurríkjum Bandaríkjanna. „Markaðssvæðið er stórt og fjölmennt og möguleikarnir miklir. Auk þess höfum við góð menningarleg og tilfinningaleg tengsl við Ísland og þau myndu aukast með beinu flugi. Það er al- veg ljóst að fólk af íslenskum ættum fyll- ist stolti yfir því að geta flogið með Ice- landair til Íslands og áfram þaðan til Evrópu.“ Til viðbótar þessu bendir Eric Stef- anson á að Winnipeg-flugvöllur sé einn af fáum flugvöllum í Norður-Ameríku sem sé opinn 24 tíma á sólarhring og því noti stór alþjóðaflutningafyrirtæki eins og t.d. UPS og FedEx völlinn. Hann sé tilvalinn vegna vöruflutninga til Evrópu. „Winnipeg hent- ar því vel jafnt til vöruflutninga og fólks- flutninga,“ segir Eric Stefanson. „Yfirvöld flugvallarins styðja beint flug milli Winni- peg og Íslands, ríkisstjórn Manitoba er mjög hliðholl beinu flugi og það er já- kvætt fyrir Icelandair að vita að mark- aðurinn og yfirvöld taka vel á móti félag- inu.“ Fleiri möguleikar Fyrir nokkrum árum flaug Icelandair til Halifax en flugið var takmörkunum háð og þess vegna var því hætt. Það var tekið upp á ný í fyrravor, ekki síst vegna breyttra viðhorfa hjá nýrri ríkisstjórn og velvilja og þrýstings frá Nova Scotia, en utanríkisráðherra Kanada, Peter Mackay, er einmitt frá New Glasgow í fylkinu og starfaði lengi í Halifax. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að félagið hafi alltaf haft augastað á flugi til Toronto og í fyrradag var tilkynnt að Icelandair hæfi beint áætl- unarflug þangað næsta vor. Jafnframt var greint frá því að flugi yrði haldið áfram til Halifax og möguleikar skoðaðir á flugi til Montreal, Winnipeg, Ottawa og St. John’s. Gunnar Már Sigurfinnsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Ice- landair, tók þátt í samningaviðræðunum við Kanadamenn. Hann segir að flugið til Halifax hafi ekki síst verið endurvakið í fyrra vegna þrýstings frá Halifax. Þá hafi heimamönnum verið gerð grein fyrir því að ekki yrði flogið til langframa til Kan- ada nema frelsi fengist til að byggja upp áætlun eins og félagið teldi best til að þjóna markaðnum sem best. Mjög miklir hagsmunir fælust í því að fljúga á fleiri en einn stað og aukið frelsi væri forsenda áframhaldandi flugs. Auknir möguleik ferðasamningi v Nýáritaður loftferðasamn- ingur Íslands og Kanada skiptir miklu máli fyrir bæði ríkin og er líklegur til að efla menningar- og viðskipta- tengsl þeirra. Icelandair hef- ur þegar ákveðið að hefja áætlunarflug til Toronto og möguleikar á flugi til ann- arra borga eru til skoðunar. Auknir möguleikar Icelandair hefur ákveðið að hefja fl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.