Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson,bæjarstjóri og hafnarstjóri í
Grundarfirði, segir í grein hér í
Morgunblaðinu í gær:
Það er ekki auðvelt að hendareiður á því, hvers vegna Morg-
unblaðið gengur svo hart fram í
ásökunum um svindl, brottkast og
þjófnað í sjávarútvegsgreinum, sem
raunin er. Eng-
inn nema rit-
stjórnin sjálf get-
ur svarað þessu.
Þaðan er þó
varla að vænta
nokkurra svara
annarra en
þeirra, sem við
hafa blasað í
Reykjavíkurbréfi
blaðsins síðastlið-
inn sunnudag og
svo aftur á miðopnu í dag, miðviku-
daginn 18. júlí 2007. Hver ætli til-
gangur blaðsins sé?“
Svarið við þessum spurningumhefur komið fram en það skal
endurtekið.
Í fyrsta lagi telur Morgunblaðið
mikilvægt að íslenzkir sjómenn geti
komið skoðunum sínum á framfæri.
Þeir treysta sér ekki til að gera það
nema undir nafnleynd vegna at-
vinnuöryggis og Morgunblaðið axl-
ar þá ábyrgð að birta sjónarmið
þeirra.
Í öðru lagi er alveg ljóst að það er
mikilvægt að komast til botns í því
hvað hæft er í þeim ásökunum sem
lengi hafa verið uppi um að ekki sé
fylgt lögum og reglum kvótakerf-
isins. Hvers vegna er það svona
mikilvægt? Vegna þess að ef það er
ekki gert er augljóst að ráðgjöf
Hafró byggist á röngum for-
sendum. Ef vísindamenn okkar
hafa ekki réttar upplýsingar undir
höndum er framtíð auðlindarinnar í
hafinu í voða og þar með sjómanna
og fiskverkunarfólks.
Um þetta ættu Morgunblaðið ogbæjarstjórinn og hafnarstjór-
inn í Grundarfirði að geta verið
sammála.
STAKSTEINAR
Guðmundur Ingi
Gunnlaugsson
Hvers vegna?
„Öryggisráðs-ballettinn"
VEÐUR
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
:
*$;<
!"
!#
*!
$$; *!
" #
$
#
% & ' &
=2
=! =2
=! =2
" %$ (!) * &+
<2>
62
?
8
, &
$ & $
+ -
!! #$ #
&
!. # #
/
62
?
8
, &
$ & $
+ -
!! #$ #
&
!. # #
/
*
;
0$ + - ! #$
'
&
# &/ 0 /
1- &22 & 3
& & (!
3'45 @4
@*=5A BC
*D./C=5A BC
,5E0D ).C
.
.
/ / /
/
4/ /
/
4/
.
.4
.
.4
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Salvör | 20. júlí 2007
Tilkynning móðgandi
við Pólverja
Annars finnst mér
þessi pólska tilkynning
frá Stangveiðifélagi
Reykjavíkur vera afar
móðgandi fyrir Pól-
verja á Íslandi og einn-
ig þær upplýsingar að í
öllum upplýstum tilvikum hafi verið
um karlmenn frá Póllandi að ræða.
Þetta er eins móðgandi fyrir Pól-
verja á Íslandi eins og ég ásakaði fé-
laga í Stangveiðifélaginu um að
drepa selina í Grafarvogi.
Meira: salvor.blog.is
Vigdís Eva Líndal | 20. júlí 2007
Í sjokki!!
Já, það þarf ekki mikið
til að koma mér úr
jafnvægi, sérstaklega
þegar ég er í smávægi-
legu ójafnvægi fyrir.
Ég rölti niður í bæ áð-
an og fram hjá Hótel
Borg og blasti þar við mér
splunkuný snúningshurð. Þeir eru
búnir að taka gömlu flottu sígildu
viðarhurðina og skipta henni út fyrir
eitthvað gler/harðplasts ógeð. Ég
tók andann á lofti og hvíslaði
"neeeeeeiiiii!!!!".
Meira: vigdiseva.blog.is
Guðmundur Jónas Kristjánsson | 20.
júlí 2007
Á að flækja Íslandi inn
í átök í Palestínu ?
Við þessar svo mjög
krítískar aðstæður í
innanríkismálum Pal-
estínumanna ferðast
utanríkisráðherra Ís-
lands, Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir. Hún
gat í raun ekki valið verri tíma. Í
heimsókn sinni til Palestínu virðist
hún nefnilega algjörlega horfa fram
hjá hinum alvarlega pólitíska klofn-
ingi palentísku þjóðinnar, og þeirri
staðreynd, að fyrst verði að koma á
fót pólitískum stöðugleika á heima-
stjórnarsvæðinu sjálfu, áður en
nokkur von verði til þess að byggja
upp frið milli Palestínumanna og
Ísraela. - Með því að Ingibjörg
ákvað að hitta aðeins fulltrúa Fatah
og aðila þeim tengd, hefur hún í raun
fyrirgert aðkomu sína og Íslands að
einhverju friðarferli
Meira: zumann.blog.is
Kristín Ástgeirsdóttir | 19. júlí 2007
Eins og fiskur í vatni
Það er fróðlegt að fylgj-
ast með ferð Ingibjarg-
ar Sólrúnar og fylgd-
arliðs hennar um löndin
fyrir botni Miðjarð-
arhafs. Enn einu sinni
erum við minnt á að það
eru tvær hliðar á deilum Ísraela og
Palestínumanna, þó að Ísraelsmenn
hafi vissulega valdið og vopnin sín
megin. Íbúar Ísraels hafa liðið mikið
en því miður hafa stjórnvöld þar í
landi reynt að brjóta Palestínumenn
niður í stað þess að semja við þá og
það fyrir löngu. Það hefur allt of lengi
verið alið á hatri og hefndum og und-
anfarið hafa Palestínumenn barist
innbyrðis sem er bæði þeim sjálfum
og nágrönnum þeirra hættulegt. Ég
vona að Ingibjörg Sólrún hafi rétt
fyrir sér í því að Ísraelsmenn séu að
átta sig á því að frekari upplausn í
Palestínu getur leitt til þess að ekki
verði við neinn að semja.
Mér finnst Ingibjörg Sólrún standa
sig afar vel við að túlka og kynna það
sem hún er að upplifa. Hún er eins og
fiskur í vatni, fagleg og manneskjuleg
í senn. Hún er flottur utanrík-
isráðherra og ég er viss um að þessi
ferð á eftir að verða henni að miklu
gagni.
Bloggari sem ég las í dag skrifaði
að utanríkisráðherrann væri að
flakka um heiminn á kostnað skatt-
greiðenda og var á honum að skilja að
þessi ferðalög væru ónauðsynleg.
Hvernig á Ingibjörg Sólrún (sem og
aðrir utanríkisráðherrar) að sinna og
skilja sinn málaflokk ef hún fer ekki á
vettvang og kynnir sér málin? Per-
sónuleg kynni skipta líka miklu máli í
samskiptum ríkja. Það er mjög mik-
ilvægt fyrir alla heimsbyggðina að
friður komist á við botn Miðjarð-
arhafs og þar getur Ísland beitt sér á
alþjóðavettvangi. Höfum við ekki ver-
ið grátbeðin um að hjálpa flóttamönn-
um frá Írak sem eru þúsundum sam-
an í Jórdaníu? Ingibjörg Sólrún er á
leið þangað til að kynna sér málefni
flóttamanna. Ísland er auk þess í
framboði til öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna, hvað sem okkur finnst um
það. Fyrst það var ákveðið er eins
gott að standa almennilega að málum.
Þetta er nöldur í bloggaranum sem á
ekki rétt á sér.
Meira: kristinast.blog.is
BLOG.IS
Ívar Páll Jónsson | 19. júlí 2007
Mæðraskoðun?
Ég bara skil ekki hvað
ófrískar konur eru sí-
fellt að fara í mæðra-
skoðun, eins og þær fái
eitthvað út úr því að
skoða aðrar konur.
Ég hef samt enga
fordóma gagnvart því
Meira: nosejob.blog.is