Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SLYSA- og bráðamóttaka Landspít- ala – háskólasjúkrahúss (LSH) hefur nokkra sérstöðu í heilbrigðiskerfinu. Henni er aldrei lokað og alltaf verður að sinna sjúklingum sem leita að- stoðar. Á sama tíma og álag á öðrum deildum spítalans minnkar yfir sum- artímann og starfsfólk hans og ann- arra heilbrigðisstofnana fer í frí fjölgar þeim sem þurfa að leita til deildarinnar. Komum á deildina fer sífellt fjölgandi og þar hefur verið mannekla eins og á mörgum öðrum deildum sjúkrahússins. „Sjúklingum hefur fjölgað frá því árin á undan og það er nokkuð sem við bjuggumst við,“ segir Ófeigur Þorgeirsson, yfirlæknir bráða- móttökunnar. „Það má segja að þetta hafi verið heldur meira nú vegna þess hvað veðrið hefur verið gott. Fólk hreyfir sig meira, sem er að sjálfsögðu af hinu góða, og við erum búin að fá mikið af einhvers konar tómstundaslysum, t.d. vegna hjól- reiða, hestamennsku eða línu- skauta.“ Á sama tíma fara starfs- menn deildarinnar í sumarfrí og þurfa þá þeir sem eftir eru og sum- arstarfsmenn að bera byrðarnar. „Fólk hefur tekið mikið af óreglu- legum aukavöktum og oft hefur starfsfólk þurft að vinna mun meira á vöktunum af því að það eru færri á staðnum.“ Ófeigur dregur ekki dul á að þótt álagið hafi verið mikið hafi starfsfólk unnið fórnfúst starf. „Það hefur reynt gríðarlega mikið á mann- skapinn en við höfum alveg ráðið við þetta. Starfsfólk hefur sýnt mikla fórnfýsi og unnið af fagmennsku. Það hefur unnið þrekvirki.“ Davíð Björn Þórisson umsjón- ardeildarlæknir staðfestir að þótt óvenjumikið hafi verið að gera hafi ekki skapast neyðarástand. „Læknar hafa tekið lengri vaktir en við höfum passað að enginn vinni lengur en heimilt er og allir fái tilskildan hvíld- artíma á milli vakta.“ Hafa læknar unnið uppundir 55 klukkustundir á viku en sveiflukennt getur verið hvað hver og einn vinnur á milli vikna. Lágmarkshvíldartími á milli vakta er 11 klukkustundir Í vor höfðu margir áhyggjur af því að of fáir hjúkrunarfræðingar yrðu í sumar við störf vegna leyfa. Ragna Gústafsdóttir, hjúkrunardeild- arstjóri slysa- og bráðadeildarinnar, segir vandamálið vera svipað nú og í fyrra. „Hjúkrunarfræðingarnir hér eru afar góður hópur og allir hafa reynt hvað þeir geta til að þetta gangi upp.“ Ragna segir að tekist hafi að einhverju leyti að létta álag- inu af spítalanum með því að senda sjúklinga á sjúkrahús annars staðar á landinu. Fullsödd á ofbeldi miðbæjarins Að mati Rögnu fer mesti álagstími slysadeildarinnar nú í hönd en al- mennt sé mikið að gera á öllum vökt- um yfir sumartímann. Spurð hvenær flestir sjúklingar leiti til deildarinnar segir hún ákveðna ös skapast á mánudögum. „Þá kemur fólk sem hefur veikst eða meiðst við útiveru um helgarnar og áttar sig síðan á því að það þarf að leita aðstoðar.“ Hún segir hins vegar að síst minna álag fylgi minni hópi fólks sem þyrpist inn á deildina á næturnar um helgar vegna slagsmála. „Þetta eru yfirleitt illviðráðanlegri sjúklingar vegna neyslu á áfengi og fíkniefnum. Það má alveg nefna það að við erum fyrir löngu orðin fullsödd á þessu ofbeldi sem á sér stað í skemmtanalífinu.“ Deildin þarf jafnframt að taka við sjúklingum sem heldur hefðu leitað til deilda eða stofnana sem eru lok- aðar vegna sumarleyfa en að sama skapi er erfiðara að koma sjúklingum frá slysadeild yfir á aðrar deildir. Eykur þetta enn frekar álag á slysa- deildinni. Ragna segir að helsta afleiðingin sem bitni á sjúklingum séu meiri taf- ir. „Þegar það er mikil aðsókn getur biðin orðið allt að þrjár eða fjórar klukkustundir. Auðvitað er samt for- gangsraðað til að tryggja öryggi sjúklinga,“ segir Ragna. Fram- kvæmdir hafa staðið yfir til að end- urbæta húsakost deildarinnar og hef- ur það gert starfsaðstæður erfiðari en farið er að sjá fyrir endann á þeim. „Þá opnast hér skammlegueining fyrir fólk sem þarf tíma til að ná sér en hefur hingað til þurft að liggja á göngum.“ Til stendur einnig að taka upp nýtt afgreiðslukerfi, að erlendri fyrirmynd, sem mun auka þjónustu við sjúklinga og minnka biðtímann. Sumarveðrið, sumarlokanir og sumarleyfi valda miklu álagi á slysa- og bráðamóttöku LSH Morgunblaðið/ÞÖK Mikið að gera Reynt hefur á starfsfólk slysa- og bráðamóttöku Landspítala háskólasjúkrahúss í Fossvogi í sumar „Starfsfólkið hefur unnið þrekvirki“ Yfirleitt hægist á í þjóðfélaginu á sumrin en Gunnar Páll Baldvinsson komst að því í gær að á sama tíma eykst álagið á slysa- og bráðadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. gunnarpall@mbl.is Í HNOTSKURN »Góða veðrið hefur valdiðþví að margir hafa slasast við tómstundaiðkanir. Alvar- leg slys þó fá. »Þegar starfsmenn fara ísumarleyfi þurfa aðrir að bera byrðarnar. » Aðrar deildir og stofnanirhafa dregið saman seglin. »Aðstaða og skipulag deild-arinnar verða töluvert bætt næstkomandi vetur. ÞEIR virtust á hraðferð, andarungarnir sem áttu leið um bílastæði í höfuðborginni í gær. Eflaust hefur þá verið farið að lengja eftir að svamla í tjörn eða polli undir handleiðslu móður sinnar. Af myndinni að dæma er öndin vanari malbikinu en afkvæmin, enda stillti hún sér fagmannlega upp fyrir ljósmyndara. Unga fólkið fylgdist grannt með hverri hreyfingu og líklega hefur sú hugsun hvarflað að því hvort það væri ekki ljúft að vera áhyggjulaus andarungi sem senn fær að baða út vængjunum og fljúga á vit ævintýranna. Morgunblaðið/Frikki Villtir ungar vekja lukku „ÉG bara skil ekki hverjum dettur í hug að gera svona,“ segir Aðalheið- ur Borgþórsdóttir, forsvarsmaður Listahátíðar ungs fólks á Austur- landi sem nú stendur yfir. Brotist var inn á heimasíðu hátíðarinnar í fyrrakvöld og hún eyðilögð. „Það var farið inn í gagnagrunninn og öllum skipunum eytt eða breytt þannig að það er ekkert efni inni nema myndir.“ Hún segir allt efni vera til en til að gera síðuna starf- hæfa aftur þurfi að setja allt efnið inn á hana upp á nýtt, sem taki mikinn tíma og mikla vinnu. Að- alheiður telur tjónið nálgast eina milljón króna. Síðan einnig eyðilögð í fyrra Að sögn Aðalheiðar ætlar hún að kæra brotið. „Mér var bent á að hringja í efnahagsbrotadeild lög- reglunnar og ég veit ekki alveg hvað gerist í framhaldi af því. Þetta er gríðarlega mikið tjón fyrir okkur en hátíðin stendur nú sem hæst og við erum að vísa í síðuna og þar er auðvitað ekkert að hafa.“ Einnig var brotist inn á síðu LungA síðastliðið haust. Þá þurfti að setja allt efni inn upp á nýtt en tjónið þá var minna en nú þar sem brotið var ekki framið meðan á há- tíðinni sjálfri stóð, að sögn Aðal- heiðar. Hún segir að ekki hafi kom- ist upp um netþrjótana þá en hópurinn að baki hátíðinni hafi ein- faldlega ekki áttað sig á því að gera eitthvað í málunum. „Nú er nátt- úrlega fulllangt gengið ef þetta á að vera stundað reglulega.“ Aðspurð segist hún ekki vita hvort eyðilegging heimasíðunnar hafi mikil áhrif á hátíðina. „Nú er upplýsingastreymið ekki jafngott og þetta hefur þau áhrif að við þurfum að fara í mikla aukavinnu eftir hátíðina því við notum þetta sem samskiptatæki fyrir þetta stóra ungmennaskiptaverkefni sem við erum með. Það þarf að byggja það allt upp upp á nýtt.“ Hún segir jafnframt að í stað þess að leita á síðunni eftir upplýsingum verði fólk nú að hafa beint samband við skipuleggjendurna. Aðalheiður segir líklegt að í framtíðinni muni þau tryggja síð- una svo þau verði ekki fyrir jafn- miklu tjóni og þau hafi orðið fyrir nú. „Við erum ekkert tryggð, við verðum að bera þetta tjón sjálf, eða ég reikna með því. Við eigum eftir að sjá hvað rannsóknin leiðir í ljós.“ Hún segir það ekki vafamál að varnir síðunnar fyrir svona skemmdum verði efldar á næsta ári. Hún segir hýsingaraðilana sjá um öryggismálin en þeir séu jafn- undrandi á þessu og þau, þeir héldu að þeir hefðu tryggt að svona lagað gæti ekki komið fyrir. Heimasíða eyðilögð LungA stendur uppi heimasíðulaus öðru sinni eftir skemmdarverk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.