Morgunblaðið - 31.07.2007, Síða 1

Morgunblaðið - 31.07.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 207. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is KRINGLUMYNDIN HVAÐ ER LIST Í ALMENNINGSRÝMI? ANDLEG UPPLYFTING EÐA BARA TIL UPPFYLLINGAR? >> 37 ENGIN EITUREFNI, BARA GLEÐIVÍMA JAMBOREE ADRENALÍN >> 18 FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is EKKI leikur vafi á að viðskipti eru að glæðast á milli Íslands og Kanada og starfsemi íslenskra fyrirtækja í Kan- ada fer vaxandi. Glænýr loftferða- samningur er talinn geta stóreflt möguleika á viðskiptum og ferða- mennsku og nýr fríverslunarsamn- ingur EFTA-ríkjanna og Kanada opnar ýmis tækifæri. Haft var í gær eftir Geir H. Haarde forsætisráðherra, sem er í heimsókn í Kanada, að mjög mikil viðskiptatæki- færi væru á austurströnd Kanada. „Íslensk fyrirtæki hafa á undan- förnum árum verið að hasla sér völl í Kanada þótt það hafi kannski farið hljótt,“ segir Hlynur Guðjónsson, við- skiptafulltrúi hjá viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins í New York. Vísar hann m.a. til umsvifa Rúmfata- lagersins sem er nú kominn með ná- lægt 40 verslanir í landinu. Einnig má nefna umfangsmikla starfsemi Eim- skips og dótturfélags þess, Atlas Cold Storage, sem er mjög stór atvinnu- rekandi í Kanada. Þá eru íslenskir bankar farnir að veita fjármálaþjón- ustu í Kanada þar sem bæði Glitnir og Landsbankinn hafa opnað skrif- stofur. Viðskiptin hafa verið að aukast jafnt og þétt síðastliðin 4 til 5 ár. Hlynur telur öruggt að aukin tækifæri séu fyrir hendi í landinu fyr- ir íslenska framleiðendur. Fyrir- spurnir eru þegar farnar að berast um þýðingu fríverslunarsamningsins fyrir kanadísk fyrirtæki. Stóraukinn innflutningur Í gær var greint frá kaupum Geysis Green Energy ehf. á 20% hlutafjár í kanadísku jarðhitafyr- irtæki og fréttir bárust af því að Eim- skip hefði yfirtekið kæli- og frysti- geymslufyrirtæki í Kanada. Og ferðamönnum fjölgar. 2.559 Kan- adamenn fóru um Keflavíkurflugvöll árið 2002 en 4.424 í fyrra. Innflutn- ingur frá Kanada hefur stóraukist. Í fyrra nam hann 12,3 milljörðum kr. samanborið við 1.829 milljónir 2003. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fjörkippur Mikil aukning er í við- skiptum Íslands og Kanada. Tækifær- in verða æ fleiri Íslensk fyrirtæki hasla sér völl í Kanada „ÞAÐ þykir skemmtilegt að hafa synt út í Viðey og marga hefur langað að gera það en ekki haft tækifæri til þess, þannig að ég ákvað að hóa öllum saman og fara í eina góða ferð,“ segir Bene- dikt Hjartarson sundkappi, sem stóð fyrir hópsundi frá Sunda- höfn út í Viðey í gærkvöldi. Hann segir sjósundiðkun hafa auk- ist gífurlega í sumar og er það ekki furða að mati Benedikts, því fáar íþróttir toppi vellíðunartilfinninguna sem fari um líkam- ann allan í marga daga eftir rækilegan sprett í sjónum. Á fjórða tug karla og kvenna tók þátt í sundinu í gær og var það meira en Benedikt vænti, en hann hafði óttast, að veðrið drægi kjarkinn úr mörgum. Mikil stemning myndaðist á sund- inu og þótt getustig hópsins spannaði allan skalann var reynt að halda hópinn og hjálpast að, eins og sjá má á þessari mynd þar sem Ólöf Lára Halldórsdóttir sundkona úr Ægi hjálpar félaga sínum upp á bryggju í Viðey. Vellíðan í marga daga á eftir Tugir manna tóku þátt í hópsundi út í Viðey Morgunblaðið/Ómar Í Hollywood rætast allir draumar. Yfirbragð draumanna hefur þó ver- ið heldur ósnyrtilegra en ákjósan- legt hefði verið und- anfarið vegna mikillar fjölgunar dúfna í borg- inni. En það telst tæpast nógu draum- kennt að senda borgarfulltrúa á veiðar með byssu um öxl til að leysa vandann. Lausn yfirvalda í Kaliforníu er einföld og dýravin- um mjög að skapi, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Getnaðar- vörn verður sett í fuglafóður sem dreift verður á húsþök og nú er spáð að dúfum í Hollywood fækki um helming fyrir árið 2012. Dúfum gefin getnaðarvörn Á SÍÐASTLIÐNUM fjórum árum hafa tekjur ríkisins af fjármagns- tekjuskatti einstaklinga fjórfaldast. Álagning opinberra gjalda á ein- staklinga og þá sem stunda atvinnu- rekstur í eigin nafni vegna tekna ársins 2006 liggur nú fyrir og kem- ur þar fram að tekjur ríkisins vegna fjármagnstekna einstaklinga hækk- uðu um 34% frá árinu á undan. „Þetta endurspeglar hvað hefur verið að gerast í samfélaginu en þegar þessi skattur var lagður á, reiknuðu menn nú ekki með að þetta yrði jafn öflugur skattstofn og hann hefur orðið,“ segir Skúli Egg- ert Þórðarson ríkisskattstjóri. Hann bendir á að rúman þriðjung hækk- unar þeirra tekna sem skattskyldar eru megi rekja til fjármagnstekna. „Þar munar mestu um söluhagnað af hlutabréfum, sem er um 76 millj- arða króna stofn. Arður af hluta- bréfum hefur líka aukist mikið á undanförnum árum en sá skattstofn hefur hækkað um næstum því 40%. Arður af erlendum hlutabréfum hef- ur líka hækkað um 130% og vaxta- tekjur af innstæðum banka um 64%.“ Hærra hlutfall af skattskyldum tekjum en áður Sem hlutfall af skattskyldum tekjum einstaklinga eru fjármagns- tekjur nú orðnar rétt tæplega 20% en voru 9% árið 2003. Að mati Skúla Eggerts má segja að skattafram- kvæmdin hafi tekist vel, bæði hvað varðar tekjur til ríkissjóðs en einnig hvað varðar skil einstaklinga á skattinum til skattyfirvalda. „Það kann að vera skýring að þetta er hófleg skattheimta en auðvitað höf- um við fengið dæmi um að menn séu að koma sér undan að greiða fjármagnstekjuskatt eins og aðra skatta.“ Fjölmargir greiða fjármagns- tekjuskatt en hafa verður í huga að skatturinn er m.a. greiddur af ávöxtunartekjum innstæðna banka- reikninga. Margir greiða því skatt- inn þótt ekki sé alltaf um háar upp- hæðir að ræða. Þriðjungi hærri tekjur rík- isins vegna fjármagnstekna                                       ! " #  $# #       Skatttekjur | 8 Morgunblaðinu í dag fylgir kynningarblaðið Fjallabyggð 2007

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.