Morgunblaðið - 31.07.2007, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 31.07.2007, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á GÓÐRI stund nefnist bæjarhátíð Grundfirðinga sem haldin var í tíunda skiptið um nýliðna helgi. Að vanda var margt um manninn og stemningin góð, enda veður með albesta móti. Gera má ráð fyrir að um tvö til þrjú þúsund gestir hafi lagt leið sína í bæinn og voru öll tjaldsvæði í bænum þéttskipuð, auk þess sem tjaldað var í húsagörðum ættingja. Mikill fjöldi hjólhýsa og húsbíla var einnig áberandi í bænum. Að vanda skreyttu bæjarbúar hús sín og garða með litskrúðugum hætti, en samkvæmt hefð er bænum skipt í fjögur hverfi, þ.e. gult, rautt, grænt og blátt hverfi. Íbúar viðkomandi hverfa höfðu undirbúið skemmti- atriði og tóku einnig þátt í litríkri skrúðgöngu um bæ- inn sem endaði á hafnarsvæðinu þar sem skemmti- atriðin voru flutt gestum til ánægju og yndisauka. Að skemmtidagskrá lokinni var slegið upp bryggjuballi. Morgunblaðið/G.Rúnar Litskrúðug bæjarhátíð í Grundarfirði SENDIHERRA Íslands á Indlandi, dr. Gunnar Pálsson, og ráðuneytis- stjóri sjávarútvegsmála í landbúnað- arráðuneyti Indlands, frú Charus- heela Soni, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um samstarf Íslands og Indlands á sviði sjávarútvegs- mála. Í yfirlýsingunni er lýst vilja til að auka sjávarútvegssamstarf ríkjanna, m.a. á sviði rannsókna, fiskveiði- stjórnunar, fiskeldis, fiskvinnslu og markaðssetningar sjávarafurða. Gert er ráð fyrir að komið verði á beinu samstarfi viðeigandi sjávarút- vegsstofnana á Íslandi og Indlandi og auknu samstarfi vísindamanna og sérfræðinga á sviði sjávarútvegs. Þá kveður viljayfirlýsingin á um að stjórnvöld á Íslandi og Indlandi setji á laggirnar sameiginlegan vinnuhóp til að fjalla um samstarfið, meta ár- angur þess og setja því nánari mark- mið. Þriðja stærsta sjávarútvegsríki heims Indland er þriðja stærsta sjávar- útvegsríki heims ef tekið er mið af heildarafla, en á árinu 2004 nam hann 6,0 milljónum tonna eða um 5% af heildarafla á heimsvísu. Um ellefu milljónir manna starfa í sjávarútvegi á Indlandi og hlutdeild Indlands í heimsviðskiptum með sjávarafurðir nemur um 2,4%. Rækjur eru helsta útflutningsafurð Indlands í sjávarút- vegi, en af öðrum tegundum má nefna smokkfisk, makríl og vatna- karfa. Stærstu markaðir fyrir indversk- ar sjávarafurðir eru ríki Evrópusam- bandsins, Japan, Bandaríkin og Kína, og hefur útflutningur til þess- ara ríkja aukist verulega á undan- förnum árum, bæði að magni og verðmæti. Vannýttar auðlindir „Umtalsverðir vaxtarmöguleikar eru í sjávarútvegi á Indlandi, en greinin bíður þess að tileinka sér nýjustu tækniframfarir, auk þess sem fiskveiðiauðlindir, bæði til lands og sjávar, eru vannýttar. Indversk stjórnvöld hafa lýst því yfir að nú- tímavæðing land- og sjávarnytja sé eitt meginverkefni þeirra á komandi árum. Binda indversk og íslensk stjórnvöld vonir við að viljayfirlýs- ingin ryðji braut fyrir nánara sam- starf ríkjanna um að nýta þau tæki- færi sem frekari þróun sjávarútvegsins hefur í för með sér,“ segir í frétt frá utanríkisráðuneyt- inu. Vilja auka samskipti Íslands og Indlands Í HNOTSKURN »Gert er ráð fyrir að komiðverði á beinu samstarfi viðeigandi sjávarútvegsstofn- ana á Íslandi og Indlandi og auknu samstarfi vísinda- manna og sérfræðinga á sviði sjávarútvegs. » Indland er þriðja stærstasjávarútvegsríki heims ef tekið er mið af heildarafla, en á árinu 2004 nam hann 6,0 milljónum tonna. »Umtalsverðir vaxtarmögu-leikar eru í sjávarútvegi á Indlandi, en greinin bíður þess að tileinka sér nýjustu tækni- framfarir. 60) 7)          8) 7)          9) 7)          :  7 )              ! " ""# # "$  ## " # %""               !" !"" " %" " " "" #" #%" & ' " "" #" #%" #" #" #"" " %" #" #%" #" #" #"" " %" " " #%" #" #" #"" " %" " " "             "" !" !"" " "" #" #"" " "  !  !  !  !  !  ! ( ) *)  +,  -   !  !  !  !  !  ! 60)   . /  8)  . /  :0  . /  ;  $ ! ! "! # #" 0 0 # <# (7= ) &>  1,   # , ) )  2 ) 3  4 )' % 5/ .1  1 !$ & ' 2 ?0)  #%% & ' 2 +) # & ' 2 0  1  1  67 6+) (7<# # '#>  1,   $" , 2 )   4 !  $ 5 + ) 1,  %" , )  2 # & '   ,' ## , ) ) 2 ##$ & '    !  !  !  !  !  !  "  "      "   #" ÚR VERINU REYNIR Traustason ritstjóri Mannlífs hefur sent frá sér eftirfar- andi yfirlýsingu í kjölfar yfirlýs- ingu Elvars og Kristins Aðalsteins- sona, sem báðar hafa birst hér í blaðinu: „Vegna yfirlýsinga þeirra Krist- ins og Elvars Aðalsteinssona skal áréttað að þær 3500 milljónir krón- ur sem þeir hurfu með frá Eskifirði eru að langmestu leyti kvótaauður sem Aðalsteinn Jónsson skóp á far- sælli tíð sinni sem aðaleigandi Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Af- komendurnir segja í yfirlýsingum sínum vegna greinar í Mannlífi að umfjöllunin sé byggð á skáldskap eða í versta falli gróusögum. Þessu er vísað til föðurhúsanna. Sú stað- reynd blasir við að þeir Elvar og Kristinn stukku frá borði með kvótaauð en eftir standa baráttu- hjónin Þorsteinn Kristjánsson og Björk Aðalsteinsdóttir sem tóku að sér, ásamt Skeljungi og Trygginga- miðstöðinni, að greiða bræðurna út og berjast nú við að halda forræði fyrirtækisins á Eskifirði. Ítrekað skal að hvergi er hallað á Aðalstein Jónsson í greininni en rakin er saga þeirra sem kusu að hverfa frá föðurarfleifð sinni með fulla vasa fjár. Hvergi er sagt að kvóti Eskju hafi verið seldur en því er lýst að verið er að leita leiða til að rétta við fjárhag fyrirtækisins en núverandi eigendur standa und- ir gjaldinu vegna útgöngu bræðr- anna. Því er ekki haldið fram í greininni að bræðurnir í London hafi aðhafst neitt það sem er ólög- legt en það kann að vera matsatriði hversu siðlegt það er gagnvart íbú- um á Eskifirði og starfsfólki Eskju til lands og sjávar. Mannlíf stendur við úttekt sína.“ Kvótapeningar til London „AÐDRAGANDINN er skammur en þetta leggst afar vel í mig, ann- ars hefði ég ekki þegið starfið,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafs- son, sem ráðinn hefur verið frétta- stjóri fréttastofu Stöðvar 2 frá og með morgundeginum. Steingrímur tekur við stöðunni af Sigmundi Erni Rúnarssyni, sem ráðinn hefur verið forstöðumaður fréttasviðs fréttastofu Stöðvar 2. Sigmundur Ernir verður áfram einn af þremur aðallesurum frétta- stofu Stöðvar 2 ásamt Loga Berg- mann Eiðssyni og Eddu Andrés- dóttur. Áfram ritstjóri Íslands í dag Steingrímur mun samhliða fréttastjórastarfinu gegna núver- andi starfi sínu sem ritstjóri Ís- lands í dag þar til ráðið hefur ver- ið í stöðuna. Aðspurður hvort vænta megi einhverra áherslubreytinga með nýjum manni við stjórnvölinn seg- ist Steingrímur lítið vilja tjá sig um það og telur best að tíminn leiði það í ljós. „Það eru alltaf ein- hverjar áherslubreytingar með nýjum mönnum en ég reikna með að fréttastofa Stöðvar 2 verði áfram flaggskip stöðvarinnar. Ég á ekki von á neinum stórkostlegum breytingum,“ segir Steingrímur. Hann tekur þó fram að verið sé að vinna að ákveðnum skipulags- breytingum á fréttastofunni þessa dagana sem lúta m.a. að lengd og staðsetningu Íslands í dag, veðurs og íþróttafrétta innan kvöldfrétta- tíma Stöðvar 2 og kynntar verði á næstunni. Nýr fréttastjóri Stöðvar 2 Steingrímur Sævarr Ólafsson Sigmundur Ernir Rúnarsson „BYGGÐIN hefur verið að færast austur á bóginn og þessir sum- arbústaðaeigendur eru ekki í sömu fjarlægð frá borginni og þeir voru. Þannig að það er sjálfsagt ástæða óánægju þeirra,“ segir Ólafur Bjarnason, aðstoðarsviðsstjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkur- borgar, um gagnrýni Guðmundar S. Johnsen, stjórnarmanns í Græði, félagi landeigenda í Reykjavík, í Morgunblaðinu sl. laugardag. Að mati Ólafs hefur borgin staðið að stækkun jarðvegstippsins á Hólmsheiði með réttum hætti. „Þessi kynning er nú á deiliskipu- lagsstigi og þetta er auglýst kirfi- lega. Þannig að við teljum rétt að öllu farið,“ segir Ólafur. Að hans sögn er afar mikilvægt fyrir borg- ina að reka jarðvegstipp á borð við þann sem staðsettur er á Hólms- heiði og tekur hann fram að vonir standi til að stækkaður tippurinn geti þjónað borginni í allmörg ár. Segir Ólafur staðsetningu tippsins góða þar sem hann sé nálægt helstu uppbyggingarsvæðum borg- arinnar þar sem losa þarf heilmikið jarðvegsefni sem upp kemur úr byggingargrunnum. Aðspurður vísaði Ólafur því á bug að umtalsvert moldrok stafaði af tippnum með þeim afleiðingum að lífríki Langavatns væri stefnt í hættu. „Við reynum auðvitað að halda yfirborði tippsins eins litlu og mögulegt er, m.a. með því að sá í þetta eins hratt og hægt er,“ segir Ólafur. Spurður um gagnrýni Guðmund- ar þess efnis að borgin noti einka- vegi landeigenda undir þungaflutn- inga kannaðist Ólafur ekki við það og tók fram að núverandi vegur myndi eðlilega ekki þola slíkt álag. Sagði hann fyrirhugað á næstu ár- um að leggja nýjan og betri veg norðan frá og upp með Reynisvatni, sem nota ætti til að flytja efni frá Úlfarsárdal í jarðvegstippinn. Nýr vegur mundi að einhverju leyti fara um vegstæði núverandi vegar sem landeigendur lögðu. Segir Reykjavíkurborg hafa staðið rétt að öllu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.