Morgunblaðið - 31.07.2007, Síða 15

Morgunblaðið - 31.07.2007, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2007 15 MENNING JIHAD: The Musical heitir nýr söngleikur sem verður frum- sýndur á Edin- borgarlistahátíð- inni í næsta mán- uði, The Edin- burgh Fringe Festival. The Guardian telur líklegt að efni söngleiksins verði ekki öllum að skapi, þ.e. heilagt stríð íslams, en höfundar söngleiksins segjast ekki hafa ætlað að ergja neinn með yrk- isefninu. Áhorfendur verða „leiddir um heim hryðjuverka í nafni íslams- trúar með dansi og söng,“ eins og það er orðað í frétt blaðsins. Tilgang- urinn er að létta stemninguna í Bret- landi, nú á tímum hryðjuverkaógnar. Herferð er þegar hafin gegn söng- leiknum og telur ákveðinn hópur mótmælenda ósmekklegt að sýna slíkt verk svo skömmu eftir hryðju- verkatilræði á flugvellinum í Glas- gow í síðasta mánuði. Höfundar verksins segja góðlátlegt grín að heilögu stríði íslams öllum hollt. Jihad-söngleikurinn segir af ógæfusömum bónda í Afganistan sem lendir í klónum á mönnum sem hafa í hyggju að fremja hryðjuverk, í nafni heilags stríðs íslams. Meðal söngva í söngleiknum er „I Wanna Be Like Osama“, eða „Ég vil líkjast Osama“ (bin Laden). Kórinn í sýningunni verður klædd- ur bleikum búrkum klæðum sem strangtrúaðar, múslímskar konur klæðast í ýmsum múslímaríkjum. Þá verða dansarar með eftirlíkingar af sjálfvirkum vopnum í höndunum. Mótmælendur krefjast þess að söng- leikurinn verði bannaður en höfund- urinn, Zoe Samuel, telur verkið höfða til Breta. Eldfimt efni Söngleikur um heilagt stríð íslams Fyrirmynd Osama Bin Laden. ERU ljóð í rusl- póstinum þínum? Ben Myers, menningar- skríbent The Guardian, gerði rusl-ljóðlist (spoetry) að um- talsefni nýlega. Umrædd ljóðlist, sem Myers hefur stundað sjálfur, felst í því að taka ruslpóstinn og smíða úr honum ljóð. Hugmynda- fræðin virðist ekki ósvipuð þeirri sem Eiríkur Örn Nordahl notaði við Blandarabrandara sem klipptir voru úr íslenskum dagblöðum og vefsíð- um. Hann spáir að þetta sé ljóðmál framtíðarinnar, að hluta vélrænt, að hluta mannlegt, og rími þannig við okkar sítengdu tíma. Gott rusl-ljóðskáld þarf ekki bara að vera gott skáld heldur ekki síður að vera góður ritstjóri, sjá fljótt hverju er ofaukið og hvað vantar í vélræna texta tölvusprottins rusl- póstsins. Talið er að fyrsta spamm-ljóðið hafi orðið til í kringum 1999 og mis- jafnt er hvort texti ruslpóstanna er allur notaður eða hvort aðeins titill þeirra sé fenginn að láni sem titill að ljóði. William S. Burroughs er iðu- lega nefndur guðfaðir þessarar ljóð- listar sem hann stundaði þó aldrei sjálfur beint, en hann notaði hins vegar mikið klippitækni við ljóða- gerð sína. Síðan þá hafa örlög nígerískra prinsa í fjárhagskröggum, einmana rússneskra sprunda, auglýsinga um skjótan gróða, stærri líkamshluta og almenna hamingju orðið mörgu rusl- ljóðskáldinu að yrkisefni. Ljóðin í ruslinu Gamaldags ruslpóstur. ÆVISAGA hjónanna Tómasar Sæmundssonar og Sigríðar Þórðardóttur hefur verið gefin út í tilefni af 200 ára fæðing- arafmæli Tómasar. Höfundur bókarinnar er Eggert Ásgeirsson en útlit og hönnun annaðist Dagur Egg- ertsson arkitekt. Í bókinni er m.a. reynt að varpa ljósi á skoðanatengsl þeirra Tómasar og Jóns Sigurðssonar. Um ævi Sigríðar hefur lítið verið fjallað til þessa og það helsta um hana er dregið saman í bókinni. Bókin ber titilinn Tómas Sæmundsson og Sigríður Þórðardóttir. Bókaútgáfa Ævisaga Tómasar og Sigríðar Kápa bókarinnar um hjónin. MARIA Isabel Vargas hefur opnað sýningu á málverkum í neðri sal Start Art listamanna- hússins að Laugavegi 12b. Málverkin eru níu talsins og öll unnin með akrýllitum á striga. Þau eru máluð hérlendis en Maria er frá Kólombíu og hef- ur búið á Íslandi í tæpt ár en yfirgefur landið í lok ágúst. Sýningarlok eru á morgun, miðvikudag, þannig að áhuga- samir þurfa að drífa sig sem fyrst ef þeir ætla að ná sýningunni. Öll eru verkin til sölu en opið er í galleríinu á milli kl. 10 og 17. Myndlist Kólumbísk-íslensk akrýlmálverk Maria Isabel Vargas Arbeláez REYNIR Þorgrímsson mynd- listamaður hefur opnað sjálf- stæða sýningu í Tjarnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mynd- irnar á sýningunni eru gerðar í „Reynomatic“-stíl og heitir sýningin „Skartgripir fjallkon- unnar.“ Sýningin stendur til 14. ágúst næstkomandi og er að- gangur ókeypis. Opið er til kl. 19 á kvöldin og eru allar mynd- irnar á sýningunni til sölu. Þetta er tólfta sýning Reynis sem einnig er með sýningu núna í byggðasafninu við Garðskagavita á Reykjanesi. Myndlist Skartgripir fjallkonunnar Reynir Þorgrímsson Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is EINHVER stærsti fljótandi bóka- markaður heims er væntanlegur hingað til lands. Markaðurinn er í skipinu Logos II, sem leggur að landi í Reykjavíkurhöfn 15. ágúst nk. með 200 manns innanborðs og 4.000 bókatitla úr ýmsum flokkum bókmennta. Skipið hefur lagt að bryggjum 79 landa og yfir níu millj- ónir bókaorma hafa heimsótt það á þeim 17 árum sem það hefur verið notað í þessum tilgangi. Áhöfnin er strangkristin og á að veita þeim sem heimsækja skipið þekkingu, hjálp og von. 37 ára verkefni Fjölþjóðleg menning ríkir um borð í skipinu. Sjálfboðaliðar vinna þar í tvö ár en einnig eru þar börn áhafnarmeðlima og kennarar sem kenna þeim á meðan þau sigla um heimsins höf, svo þau missi ekki úr skóla. Tilgangurinn er að breiða út og auka skilning manna á ólíkri menningu þjóða. Verkefnisstjóri Logos II er Færeyingurinn Leivur á Lakjuni. „Þetta hófst fyrir 37 árum og við höfum heimsótt yfir 150 lönd,“ segir Leivur um verkefnið, sem hófst sem eins konar kristniboð, kristnar bækur voru fluttar til landa þar sem engar slíkar var að finna. Auk Logos II er skipið Doulos gert út í sama tilgangi. Á því er 350 manna áhöfn og er það stærsta bókaskip heims. Upphaflega var ætlunin að færa þjóðum heims kristilegt les- efni, þ.e. þeim sem ekki höfðu að- gang að slíkum bókum. „Verkefnið óx og fólk hvaðanæva úr heiminum fór að vinna um borð í skipinu, fyrsta skipinu, sem hét Logos og var keypt 1970,“ segir Leivur. Sjö árum síðar var ákveðið að kaupa annað skip, Doulos. Logos strandaði undan ströndum Chile og var þá Logos II keypt. Skipin eru gerð út sitt af hvorum aðilanum. Þýska góðgerðarstofnunin Gute Bücher für Alle, eða Góðar bækur fyrir alla, gerir út Doulos og Logos II, en breski góðgerðarsjóðurinn Educational Book Exhibits á Logos II. „SÞ fljótandi“ Leivur hóf störf í áhöfn Logos II fyrir þremur árum, þegar skipið var við bryggju í Frakklandi. „Flestir um borð eru ungir og vinna uppi á dekki, í bókabúðinni, í eld- húsinu, vélarrúminu eða við þrif. Þeir sem vilja vinna í skipinu verða að vera orðnir 18 ára,“ segir Leiv- ur. Um 20 börn séu um borð nú, börn skipstjóra, vélstjóra og ann- arra um borð. „Þetta er mjög áhugavert samfélag að búa í. Ferðamálaráðherra Kambódíu kall- aði okkur „Sameinuðu þjóðirnar fljótandi“ þegar við vorum þar. Eini munurinn væri sá að við værum sameinuð,“ segir Leivur og hlær. Skipið leggur að Ægisgarði 15. ágúst og verður opnað almenningi degi síðar. Leivur segir allar líkur á því að áhöfnin taki þátt í Menning- arnótt 18. ágúst nk. Áhafnarmeð- limir munu sýna þjóðdansa á Lækj- artorgi og um borð verða gripir frá ólíkum löndum til sýnis og gestir fræddir um menningu hinna ýmsu landa. Einnig er þar kaffihús gest- um til hressingar. Nákvæm dag- skrá mun liggja fyrir þegar nær dregur komu skipsins og Menning- arnótt. Allt í góðri trú En eru íslenskar bækur um borð? „Nei, það verða engar ís- lenskar bækur,“ svarar Leivur. Miðað við verðið á bókunum um borð séu íslenskar bækur of dýrar. Það muni líklega ekki borga sig að selja íslenskar bækur, en þó sé aldrei að vita hvað gerist. Tekjur af bóksölu fara í að greiða niður kostnað við rekstur skipsins, en verkefnið reiðir sig á frjáls framlög einstaklinga og fyrirtækja sem og sjálfboðavinnu. „Þetta er allt gert í góðgerðar- skyni,“ segir Guðríður Inga Ingólfs- dóttir, fulltrúi viðburða á vegum Höfuðborgarstofu. Þó svo kristni- boð sé hluti af starfsemi áhafnar- innar sé ekki verið að troða trúnni upp á neinn. „Okkur líst afar vel á þennan hóp. Þetta er fólk alls staðar að úr heiminum. Þetta er dálítið svipað og hugmyndin um lifandi bókasafn, þar sem þú getur fengið lánað fólk og rætt við það um menningarheim þess,“ segir Guðríður. Höfuðborg- arstofa taki því áhöfninni og verk- efninu fagnandi. Bókaskipið Logos II verður í Reykjavíkurhöfn 15.-29. ágúst Fljótandi bókamarkaður Vaggandi bækur Ung kona skoðar myndir um borð í bókaskipinu Logos II. Ísland verður áttugasta landið sem það heimsækir. Í HNOTSKURN » Sjálfboðaliðar frá yfir 40löndum eru í áhöfn skips- ins. Þeir eru um 200 talsins, flest ungt fólk. Auk þess eru um borð skipstjóri, stýrimenn, vélstjórar og aðrir fagmenn sem sjá um að sigla skipinu. » Allir þeir sem eru yfir 18ára aldri geta sótt um að gerast sjálfboðaliðar á skip- inu. Hægt er að leggja inn um- sókn á www.mvlogos2.org. Frekari upplýsingar um skipin tvö: http://www.mvlogos2.org/ http://mvdoulos.org/ ♦♦♦ Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is LEIKFÉLAGIÐ Sýnir frumsýnir á morgun, mið- vikudag 1. ágúst, klukkan 20, leikverkið Vak- andi manns draumur, spunaverk unnið uppúr þjóðsögum um álfa og huldufólk. Athygli vekur að sýnt er utanhúss, nánar tiltekið við gömlu skotbyrgin í Öskjuhlíð, og er því allra veðra von á leiksviðinu. Sýnir hefur áður sýnt verk á borð Draum á Jónsmessunótt, Stútungasögu og Máf- inn eftir Tsjekhov, öll úti í guðsgrænni nátt- úrunni. Leikið úti í hvaða veðri sem er „En við sýnum í hvaða veðri sem er, og höfum gert í 10 ár,“ segir Hrund Ólafsdóttir, leikstjóri annars hluta verksins. „Reyndar er spáin góð; það verður léttskýjað og sól á miðvikudaginn.“ Leiksýning Sýna er að þessu sinni í tveimur þáttum, en „báðir þættirnir fjalla um samskipti manna og huldufólks,“ að sögn Hrundar. Þáttur hennar byggist á nokkrum útgáfum af þjóðsög- unni Selmatseljan og fjallar um samband stúlku við huldumann. Ungir drengir og huldukonur Hörður Skúli Daníelsson stýrir svo hinum þættinum, glettilegri sögu af samskiptum tveggja drengja við huldukonur. „Samin var sérstök tenging á milli þáttanna,“ útskýrir Hrund. „Helga Ragnarsdóttir, tón- smíðanemi í LHÍ, flytur svo tónlist ásamt leik- urum, en hún leikur á blokkflautu, og svo verða einnig tvær fiðlur, þverflauta og gítar.“ Þess má geta að leikfélagið Sýnir heldur ein- mitt uppá 10 ára afmæli sitt í ár. Miðasala fer fram í síma 847-6921 og kostar miðinn litlar 500 krónur. Auk frumsýningar verða sýningar á Akureyri 4. ágúst kl. 17.30 á Hamarskotstúni, aftur í Reykjavík 6. og 7. ágúst og loks á Fiski- deginum mikla á Hánefsstaðareit á Dalvík. Gest- um er bent á að klæða sig eftir veðri, það er óvíst að hin hefðbundnu leikhúsföt dugi. Samband manna og huldufólks Ljósmynd/Ingimar Björn Davíðsson Steinafólk Af æfingu á sýningu Sýna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.