Morgunblaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.07.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI            Ljósmyndari: Linda Björk Gísladóttir Nafn myndar: Fagurt útsýni Verðlaun fyrir mynd vikunnar eru: 50 fríar 10 x 15 myndir << 1.verðlaun Kodak EasyShare Z712 IS 2.verðlaun Kodak EasyShare V610 3.verðlaun Samsung Digimax i6 PMP STEYPTUR hefur verið nýr grunnur undir hús nr. 11 við Aðalgötu á Blönduósi. Það sem er sérstakt við það er að húsið er upphaflega byggt árið 1906 eða 1907 og því orðið 100 ára. Fyrir nokkru var húsið híft af sínum gamla grunni og komið fyrir handan götunnar til tíma- bundinnar dvalar. Núna hillir undir það að húsið kom- ist aftur á sinn stað og öðlist aftur sinn fyrri sess í sam- félaginu. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Nýr grunnur undir húsið Grímsey | Dorte Kuula, ritstjóri frá Danmörku, var í heimsókn í Grímsey ásamt eiginmanni sín- um, Henrik Særmark-Thomsen blaðamanni og forstjóra ferðaskrifstofunnar Hannibal og Marco Polo. Dorte ritstýrir helgarferðablaði Jótlands- póstsins. Hún kom einmitt hingað til lands til að kynna fyrir Dönum ferðamöguleika á Norður- landi. Heimsóknina á heimskautsbauginn og fuglalífið sem er með eindæmum blómlegt þessa júlídaga sagðist Dorte hlakka til að að kynna fyrir lesendum sínum. Morgunblaðið/Helga Mattína Ferðamenn Dorte og Henrik við höfnina í Grímsey. Ritstjóri ferða- blaðs heimsækir Grímsey LANDIÐ UM 30 iðkendur listhlaups á skaut- um taka nú þátt í fyrstu æfingabúð- um Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar. Næstu fjórar vikurnar munu iðkendurnir læra íslistir af reyndum innlendum og erlendum þjálfurum, t.a.m. Karen Fletcher, Tristan Cousins og Joy Sutcliffe. Einnig mun Sanna-Maija Wiksten annast kennslu, en hún hefur mikla reynslu af keppni í listhlaupi á skautum t.d. af Norðurlanda-, Evr- ópu- og heimsmeistaramótum. „Þetta eru stærstu æfingabúðir sem listhlaupadeild á Íslandi hefur staðið fyrir,“ sagði Kristín Þöll Þórsdóttir meðlimur í stjórn List- hlaupadeildar Skautafélags Ak- ureyrar. „Þetta er því einstakur viðburður í sögu Listhlaupadeild- arinnar.“ Fyrsti dagur æfingabúðanna fór fram síðastliðinn föstudag, en á hverjum degi er æft frá kl. 9-15. Listhlaupadeild Akureyrar skipu- leggur æfingabúðir Efnilegar Akureyrarstúlkurnar svifu um svellið aftur og bak og áfram Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Æfingin skapar meistarann Stúlkurnar áttu ekki í nokkrum vandræðum með að leika á eftir þjálfaranum. Margt Um 30 þátttakendur eru í æfingabúðunum. Hraði Iðkendurnir sýndu fádæma öryggi og lipurð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.