Morgunblaðið - 31.07.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 31.07.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2007 17 AUSTURLAND Skátaheitið Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess að gera skyldu mína við guð og ættjörðina, að hjálpa öðrum og að halda skátalögin. Skátar ungir sem aldnir Endurnýjum skátaheitið á Sólrisudegi, kl 8:00 í fyrramálið. Í tilefni þess að 1. ágúst 2007 eru 100 ár liðin frá upphafi skátahreyfingarinnar munu skátar um allan heim endurnýja skátaheitið kl. 8:00 að morgni í sínu landi, við dögun nýrrar aldar í skátastarfi. Þetta getur hver skáti gert hvar sem hann er staddur á þessum tíma. Opið hús verður í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123 í Reykjavík, frá kl. 06:30 og þar verður skátaheitið endurnýjað kl. 08:00 undir stjórn skáta- höfðingja og horft verður á dagskrá frá Brownsea eyju í Englandi. Mývatnssveit | Halldór Snæbjörns- son og Egill Steingrímsson eru starfsmenn Hótel Reynihlíðar, þeir eru hér að gera nýjan rúgbrauðs- pott í Bjarnarflagi fyrir hótelið. Rúgbrauð bakað í Bjarnarflagi með reyktum silungi og smjöri er ómissandi hluti af mývetnskri mat- armenningu bæði fyrir heimafólk og gesti. Af samtali við þá félaga, sem báðir eru langreyndir í rúg- brauðsgerðinni og innfæddir Mý- vetningar, er ljóst að ekki er fjarri lagi að álykta að í sveitinni sé bak- að úr meira en 100 kílóum af rúg- mjöli í viku hverri yfir sumartím- ann. Nýi potturinn, sem þeir félagar eru hér að byggja úr hol- steini frá Léttsteypunni, er bæði víður og breiður og þróaður af ár- hundraða reynslu kynslóðanna. Fjöldi Mývetninga á sér pott í hita- svæði Bjarnarflags og bakar eftir hendinni til heimanota allt árið. Fátt jafnast á við glóðvolgt hvera- brauðið með smjörsneið sem helst er skorin þykkt með ostaskera og lögð á brauðið. Ljósmynd/Birkir Fanndal Gera rúgbrauðs- pott í Flaginu FRANSKIR dagar sem haldnir voru á Fáskrúðsfirði um helgina tókust í alla staði vel. Margir að- komumenn voru á staðnum yfir helgina, enda eru dagarnir notaðir af brottfluttum til að vitja gamalla heimkynna og heimsækja ættingja. Á laugardag var útihátíð í mið- bænum þar sem margt var gert til skemmtunar. Þá var hlaupið minn- ingarhlaup um Berg Hallgrímsson og var góð þátttaka í því, bæði yngri sem eldri hlauparar sprettu úr spori. Farið var að franska grafreitnum þar sem lagður var blómsveigur við krossinn af fulltrúum Fjarðabyggðar og Graf- ilines, auk sendiherra Frakklands á Íslandi. Sóknarpresturinn séra Þórey Guðmundsdóttir flutti ritn- ingarorð. Harmonikkuleikarar voru bæði á dvalarheimilinu Upp- sölum og í félagsheimilinu Skrúð. Hjólreiðakeppnin Tour de Fá- skrúðsfjörður fór fram að venju og var nú hjólað í gegnum jarð- göngin frá Reyðarfirði. Íslands- meistaramót í Pétanque var haldið um kvöldið og síðan var dans- leikur í Skrúð. Allt fór þetta vel fram. Á sunnudag var meðal annars hlaupið svokallað spítalahlaup frá franska spítalanum í Hafnarnesi að gamla grunnstæðinu hans inni á Fáskrúðsfirði, eða um 19 km. Er þetta liður í því að fá húsið flutt á sinn upprunalega stað. Veðrið skartaði sínu fegursta alla dagana. Morgunblaðið/Albert Kemp Hreyfing Hópurinn sem hljóp frá franska spítalum í Hafnarnesi að gamla grunnstæðinu hans inni á Fáskrúðsfirði. Hjólað og hlaupið á frönskum dögum FRANSKIR dagar voru um helgina haldnir í tólfta sinn á Fá- skrúðsfirði. Opnaðar voru sýningar á fimmtudagskvöld og farin svoköll- uð kenderíisganga um bæinn. Formlega voru dagarnir settir á föstudagskvöldið við varðeld og brekkusöng. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Helga Jónsdóttir, ávarpaði gesti, svo og fulltrúa frá vinabænum Gra- velines í Frakklandi sem viðstaddir voru, og bauð hún þá velkomna á hátíðina. Þökkuðu þeir fyrir sig og sungu á frönsku. Mikill fjöldi var saman kominn við varðeldinn og söng fram eftir kvöldi. Í tengslum við franska daga er það orðinn fastur liður að haldnir eru tónleikar í Fáskrúðsfjarðar- kirkju þar sem Bergþór Pálson kemur með góða gesti. Í þetta sinn voru með honum Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Anna Guðný Guðmunds- dóttir. Fluttu þau meðal annars lög við ljóð Páls Ólafssonar. Sungið var bæði á frönsku og íslensku við góð- ar undirtektir viðstaddra, og urðu þau að syngja aukalög í lok tón- leikanna. Hátíðinni lauk á sunnu- dag. Margir lögðu vinnu í undirbún- ing hátíðarinnar til að gera hana sem besta. Framkvæmdastjóri var Berglind Agnarsdóttir. Tónleikar í kirkjunni Morgunblaðið/Albert Kemp Tónlist Sigrún Hjálmtýsdóttir var gestur Bergþórs Pálsssonar ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur á tónleikum í Fáskrúðsfjarðarkirkju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.