Morgunblaðið - 31.07.2007, Side 18

Morgunblaðið - 31.07.2007, Side 18
|þriðjudagur|31. 7. 2007| mbl.is A ð vera skáti snýst um að vera svolítið sjálfstæður og að læra með því að framkvæma hlutina, mest tengt útilífi,“ segir Egill Erlingsson, 17 ára sem verið hefur skáti í 9 ár í Ægisbúum. „Það er allt í lagi að gera mistök, maður lærir mest á þeim. “ Óli Björn Vilhjálmsson, 16 ára segir fé- lagsskapinn líka góðan og að samvinnan sé þar mikilvæg. „Maður getur ekkert setið út í horni og látið aðra gera hlutina fyrir sig. Það er bara þannig að maður verður að vera með.“ „Það er ekki ríkjandi mikil einstaklings- hyggja í skátunum. Þar er mikið sjálf- boðaliðastarf,“ bendir Heiða Kristín Ragn- arsdóttir 16 ára á og Ægisbúi til 7 ára. Það er ekki þetta „Hvað græði ég á því?“- viðhorf.“ – Þið eruð greinileg óhrædd við að hafa ólíkar skoðanir en leitið samt sameiginlegra lausna. Er það ekki oft erfitt? „Jú, þegar það eru margar mismunandi manneskjur í hópnum,“ segir Heiða Kristín. „En það tekst alveg,“ staðhæfir Laufey Haraldsdóttir 15 ára og með 4 ára reynslu. „Ef það eru tveir möguleikar þá fram- kvæmum við bara stundum báða,“ segir Egill diplómatískur. – Hvað finnst ykkur skátarnir hafa gefið ykkur? „Það sem ég hef helst lært er að hugsa út fyrir kassann. Ekki beinlínis að brjóta regl- urnar en að sveigja þær eins og maður get- ur,“ segir Egill og Heiða samsinnir því. „Maður gerir allt mögulegt sem maður myndi ekki gera ef maður væri ekki skáti, eins og að hoppa út í á.“ Laufey segir skátastarfið líka hafa hjálpað mörgum að sigrast á feimni. – Og allt er þetta án vímuefna? „Já, þetta er vímulaus skemmtun,“ segja þau samhljóma. „Það þarf enginn vímuefni. Gleðin er eins og adrenalín.“ Ævintýraferðin til Jamboree Krakkarnir eru nú komnir á alheimsmót skáta í Jamboree í Englandi sem í ár er sér- lega stórt og glæsilegt í tilefni af 100 ára af- mæli skátahreyfingarinnar. Morgunblaðið sló á þráðinn til eins af fréttariturum skátanna á mótinu, Ragnheiðar Ástu Valgeirsdóttur, sem sagði stemmninguna vera æðislega. „Ég ræddi við nokkra Ægisbúa og skáta úr Stróki úr Hveragerði og þau voru sammála um að hér væri geðveikt gaman að vera. Veðrið hefur leikið við okkur og þótt það væri spáð mikilli rigningu á sunnudaginn þá rigndi aðeins um nóttina og svo tók við glampandi sólskin. Hér eru 42.000 manns og alveg ótrúlegt hvað allt gengur vel. Það er ótrúlegt hvað margir mismunandi menningarheimar geta búið hérna í sátt og samlyndi. Það eru allir svo vingjarnlegir hér og hjálpfúsir. Þegar við komum á svæðið í rútunni tók á móti okkur fullt af skátum sem við höfðum aldrei séð og hjálpuðu okkur að afferma rútuna,“ segir Ragnheiður Ásta. „Íslensku skátarnir eru sammála um að dagskráin sé búin að vera rosalega skemmti- leg og vel skipulögð. En mótið er aðeins rétt að byrja og margir dagar eftir til þess að kynnast frábæru fólki og styrkja vinabönd. Eitt er víst, að allir sem eru á mótinu eru sammála um að þetta mót mun búa með manni alla ævi og gera mann að betri og þroskaðri einstaklingi.“ Gleðin er eins og adrenalín Morgunblaðið/ÞÖK Skátar Laufey, Egill, Heiða og Óli Björn eru sjálfstætt samvinnufólk. 420 íslenskir skátar eru nú staddir á alþjóðamóti skáta í Jamboree í Englandi. Unnur H. Jóhannsdóttir fræddist um það hjá nokkrum ferðalöngum hvað er að vera í skáti í dag og heyrði í fréttaritara skáta á mótinu. Ljósmynd/Birgir Örn Björnsson Skemmtilegt Íslensku skátarnir skemmta sér vel á alheimsmótinu enda dagskráin fjöl- breytt og skemmtileg og mörgum að kynnast. daglegtlíf Umhyggja dýraeigenda fyrir dýrum sín- um fer sívaxandi og gera þeir sitt besta til að tryggja lífsgæði þeirra. Hundurinn Stormur fékk m.a. gerviloppu. » 21 gæludýr Ólafur Áki Ragnarsson er kappsfullur maður, sem lætur sér ekki nægja stjórn- sýsluvafstrið, heldur fær líka útrás með því að ganga á hæstu fjöll. » 20 tómstundir KÓNGULÓARMAÐURINN, Bratz-dúkkur og Harry Potter – í stað þessara hetjumynda bernskunnar geta bandarískir krakkar brátt gripið með sér talandi Jes- úsdúkku, skeggjaðan Móses eða kraftalegan Golíat. Frá miðjum ágústmánuði mun Wal-Mart-verslana- keðjan bjóða upp á línu kristinna leikfanga, að því er greint var frá á vefmiðli BBC. Um er að ræða leikfangakarla í hasarhetjuanda. Lín- an nefnist Tales of Glory og er dúkkunum að sögn fram- leiðanda ætlað að taka slaginn við vinsælustu leik- fangadúkkur samtímans. Verulega erfitt þykir að komast inn á leikfangamarkaðinn þar sem krakkar vilja helst það sama og vinir og skólafélagar þeirra eiga nú þegar. Það er því spurning hvort Jesús, sem vitnar í biblíutexta, eða Daníel meðal ljónanna eiga eftir að vekja tilætlaða hrifningu. David Socha, stofnandi fyrirtækisins One2believe sem framleiðir dúkkurnar, er sannfærður um að markaður sé til fyrir þær. „Ef þú ferð inn í leikfangadeild hvaða stórverslunar sem er þá sérðu leikföng og dúkkur sem lofa illsku, eyðileggingu, lygar og svindl.“ Kristnu dúkk- unum er ætlað að senda annan boðskap. „Þær eru byggðar á trúnni og það er ekki bara gaman að leika með þær heldur gefa þær líka góðan andlegan grunn.“ Kristnir kappar í Wal-Mart Hetjur Þeir takast hraustlega á þessir kappar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.