Morgunblaðið - 31.07.2007, Side 27

Morgunblaðið - 31.07.2007, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2007 27 ✝ Hannes Óli Jó-hannsson fædd- ist á Borgarfirði eystra 3. mars 1927. Hann lést á sjúkra- húsinu á Egils- stöðum 26. júlí. For- eldrar hans voru hjónin Jóhann Helgason, f. 30.12. 1891, d. 10.2. 1972, og Bergrún Árna- dóttir, f. 3.10. 1896, d. 25.6. 1972. Systk- ini Hannesar Óla eru Árni Björgvin, f. 4.7. 1918, d. 1921, Helga Sesselja, f. 29.12. 1919, d. 1982, Árný Ingi- björg, f. 2.1. 1921, Ólöf Þórarna, f. 26.9. 1922, Sigursteinn, f. 3.9. 1924, d. 11.10. 2000, Magnús, f. 6.3. 1926, d. 31.5. 1997, Anna Guðný, f. 31.7. 1928, Jón Þór, f. 11.8. 1930, Þorgeir Stefán, f. 25.3. 1932, d. 13.5. 1992, Ída Borgfjörð, f. 1.6. 1933, d. 7.6. 1966, Gunnar Sigmar, f. 11.6. 1934, d. 1935, Sveinn, f. 20.9. 1935, og Guðmundur, f. 20.9. 1935. Ólason, f. 3.11. 1956. 6) Erling Óli, f. 11.3. 1958, maki Sveinborg Jó- hanna Ingvadóttir, börn þeirra eru Karen Erla og Embla Ýr. Börn Erlings eru Hrafnhildur, Ár- mann Snær og Þorgils Óttar. 7) Sveinbjörg, f. 19.7. 1959, maki Pétur Örn Hjaltason, synir þeirra eru Arnar og Olgeir. 8) Sigríður Þórhalla, f. 7.10. 1960, maki Fridt- jof Johannessen. Dætur hennar eru Þórhildur og Ragnhildur. 9) Árni, f. 23.10. 1962, maki Val- gerður Hreinsdóttir, synir þeirra eru Bjartur Óli, Ýmir Steinn, Ást- vin Aldar og Hreimur Hreinn. 10) Ólöf Björg, f. 10.12. 1964, maki Ingólfur Þórhallsson. Börn henn- ar eru Dagur Skírnir og Dagrún Sóla. 11) Sigurjón Guðni, f. 11.3. 1969, maki Andrea Guðnadóttir, synir þeirra eru Óli Þór og Nói Hrafn. Hannes Óli lauk sínu barna- skólaprófi á Borgarfirði, fór síðan til Akureyrar og varð gagnfræð- ingur þar. Fyrri hluta starfsald- urs síns starfaði Óli sem verk- stjóri og fiskmatsmaður á Borgar- firði. Hann varð síðan stöðvar- stjóri Pósts og síma í 30 ár. Auk þess var hann hreppstjóri til fjölda ára. Útför Hannesar Óla verður gerð frá Bakkagerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Hannes Óli hóf sambúð árið 1951 með Erlu Sigurðar- dóttur, f. á Borgar- firði eystra 7.7. 1932. Foreldrar hennar voru Sigríður Steins- dóttir, f. 14.9. 1914, d. 9.2. 2007, og Sig- urður Guðnason, f. 15.11. 1909, d. 28.12. 1961. Börn Óla og Erlu eru: 1) Þórhildur, f. 8.7. 1952, maki Ágúst Már Grétarsson, börn þeirra eru Sólrún og Hannes Óli, barnabörnin eru tvö. 2) Bergr- ún Gyða, f. 13.8. 1953, maki Jón Hermannsson, dóttir þeirra er Erla Guðfinna, þau eiga eitt barna- barn. 3) Hafsteinn, f. 9.8. 1954, maki Harpa Vilbergsdóttir, börn þeirra eru Kormákur Máni og Bergrún, og þau eiga eitt barna- barn. 4) Jóhanna, f. 26.8. 1955, maki Ólafur Aðalsteinsson, börn þeirra eru Aðalsteinn og Erla, þau eiga eitt barnabarn. 5) Kjartan Elsku pabbi minn. Nú ertu farinn frá okkur, laus úr viðjum veikinda og erfiðleika sem voru þeim samfara. Við systkinin, börnin þín 11, erum þakklát og sátt, en jafnframt sorg- mædd að missa þig frá okkur. En svona er lífið og enginn ræður sínum næturstað. Þess í stað getum við ylj- að okkur við dásamlegar minningar og brosað í laumi að öllu brasinu okk- ar saman. Hver dagur með þér var hvatning um að standa okkur og njóta þess besta sem lífið gaf. Dugnaður, kraft- ur og eldmóður einkenndi þig. Alltaf var líf og fjör og áfram skyldi haldið, sama á hverju gekk. Þú vafðir okkur ást og umhyggju og lést þér ekkert óviðkomandi þegar við vorum annars vegar. Þú fylgdist með hverju skrefi og gladdist óendanlega þegar barna- börnin fæddust hvert af öðru og síð- an barnabarnabörnin. Mamma saknar þín sárt en gleðst jafnframt yfir því að þú hefur fengið hvíldina. Fallegt samband ykkar og ást mun fylgja okkur áfram. Við munum gæta hennar og sjá til þess að líf hennar og líðan verði eins bæri- legt og hægt er. Hafðu þakkir fyrir allt, elsku eng- illinn minn og guð geymi þig. Þín Bergrún Gyða. Elsku pabbi. Hvað síðustu 7 mánuðir eru búnir að vera erfiðir fyrir þig. Þú gast ekki sætt þig við heilsuleysi þitt og að þurfa að eyða dögunum á Sjúkra- húsi á Egilsstöðum. Þú varst alltaf á leiðinni heim á Borgarfjörð til mömmu sem beið eftir þér. Þeir voru ekki margir dagarnir sem þú gast dvalist heima í Melgerði eftir að þú veiktist, fórst nokkra dagparta þang- að á rúntinn. Síðan sýndum við djörf- ung og dug, skelltum okkur í helgar- og páskafrí sem var alveg frábært. Ég fór í hjúkkuleik og allt gekk vel, mikið varstu glaður að geta verið heima hjá mömmu og mömmu og sof- ið í rúminu ykkar. Eftir páskafrí fór heilsa þín hratt niður á við og gátum við ekki eytt sumrinu saman heima á Borgarfirði eins og við vorum búin að stefna að. Við erum nú búin að bralla margt saman um ævina, pabbi minn, og á ég ótal skemmtilegar og fallegar minningar um þig. Ég vann hjá þér í sjoppunni þinni og var farin að hjálpa þér á símstöðinni mjög ung. Ég á þér svo margt að þakka, sér- staklega umhyggju og nánast upp- eldi á börnunum mínum, þeim Degi Skírni og Dagrúnu Sólu. Þú varst al- veg frábær afi, kenndir þeim að spila og tefla, fórst í gönguferðir og rúntinn og spjallaðir endalaust við þau. Takk fyrir allt og allt, elsku pabbi. Þín, Ólöf Björg. Ég og afi minn áttum margt sam- eiginlegt. Fyrst má telja nafnið, ég var skírður Hannes Óli í höfuðið á honum og olli það oft skemmtilegum mis- skilningi í Melgerðinu þar sem ég dvaldi oft á sumrin. Þegar amma kallaði úr eldhúsinu, þar sem hún stumraði yfir kleinupottinum, svör- uðum við oft báðir innan úr stofu þar sem við sátum og ræddum hin ýmsu málefni. Yfirleitt þegar ég gisti hjá ömmu og afa átti ég samastað inni í hinu svokallaða langömmuherbergi og þar svaf ég á næturnar. En það var einn tími dagsins sem ég þurfti að sitja úti en afi lagði sig alltaf þar í há- deginu með blaðið yfir augun (yfir- leitt Tímann þar til hann hætti að koma út). Ég leyfði honum þá að vera í friði með glöðu geði enda nóg annað hægt að stússast. Við eyddum oft heilu og hálfu dög- unum saman á símstöðinni þar sem afi sinnti vinnu sinni en ég sniglaðist í kringum hann, honum eflaust til mik- illar truflunar. En ekki lét hann það uppi og umbar litla símstjórann þar sem hann lék sér að póststimplunum og hékk í tölvunni í fleiri klukkutíma í senn. Ég og afi minn áttum margt sam- eiginlegt, og margar fleiri minningar koma upp í hugann. Ég er þó fyrst og fremst stoltur af því að hafa þekkt hann afa minn og fengið að kynnast þessum mikla öðlingi, snillingi og ljúfmenni. Þín verður sárt saknað og minnst með hlýju, enda var hlýja það sem þú varst gerður úr. Hannes Óli Ágústsson. Þegar mamma sagði mér fyrst frá því að þú hefðir orðið skyndilega veikur í desember þá hélt ég ein- hvern veginn að þú myndir bara hrista þetta af þér, eins og þú gerðir alltaf, en því miður var þetta alvar- legra en það. Þú varst svo ótrúlega sterkur og um leið og ég kom inn í herbergi til þín sagðirðu hjúkrunar- konunni að ná í eitthvað nammi til þess að gefa mér. Alltaf sá sami afi sem vildi og gerði allt til þess að gleðja mann. Ég man að ég og Dagur skiptum ykkur ömmu á milli okkar, hann var meiri ömmustrákur og ég meiri afa- stelpa, og mun ég aldrei gleyma þeim stundum sem ég átti með þér. Efst í huga mér er þegar við lögðumst allt- af saman inn í rúm inni í langömmu- herbergi eftir mat, með Rás 1 í út- varpinu í bakgrunni, og sváfum vært saman lítinn blund. Og ég man að það þýddi ekkert að leggja mig við hlið- ina á þér, ég vildi bara liggja á bumb- unni á afa. Þegar ég kom heim til ykkar ömmu í Melgerði fékk ég alltaf góða tilfinningu í hjartað, ég vissi að það biðu mín knús, sögur og góður matur. Og þegar ég heyrði þig raula eitthvað lag vissi ég virkilega að ég var komin heim. Ég mun stanslaust sakna þín afi minn en ég veit að þú situr örugglega sæll og glaður uppi á himnum, raul- andi eitthvað lítið lag og að gleðja alla í kringum þig með nærveru þinni. Ég hef verið og verð alltaf litla afa- stelpan þín. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Dagrún Sóla Óðinsdóttir. Ég hef verið svo lánsamur að hafa þekkt hann afa minn í 30 ár. Hann var alltaf svo góður við okkur krakk- ana og hafði alltaf tíma fyrir okkur, þegar við komum í heimsókn. Hann fór með okkur út um allt og kenndi okkur hitt og þetta. Ég minnist sér- staklega þess þegar ég fékk að hjálpa honum á pósthúsinu, flokka póstinn og þess háttar. Að launum fékk ég að fara með tómar flöskur í kaupfélagið og kaupa kók og Prins póló. Og ef maður var þreyttur þá sagði hann manni að fara og leggjast í bælið hans bósa, eins og hann kallaði það, en það voru gamlir póstpokar sem hann var búinn að leggja undir hillur í pósthúsinu. Svo sofnaði maður út frá pikkinu í ritvélinni og raulinu í honum. Þetta voru ómetanlegir tímar, tímar sem ég gleymi aldrei. Ég vildi óska þess að hún Hrafn- katla mín hefði haft tækifæri til að kynnast þér betur. En ég kem til með að segja henni sögur af því hvað þú varst góður maður. Elsku afi, takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Takk fyrir að kenna mér að keyra, takk fyrir veiðiferðirnar út í höfn. Takk fyrir að vera afi minn. Kormákur Máni Hafsteinsson. Það hefur verið tómlegt að koma til ömmu og afa í Mel síðastliðna mánuði. Ég man þegar ég fékk frétt- ir af því að afi hefði veikst og farið á spítala. Þegar hann kom suður fór ég í heimsókn til hans, hann var mikið veikur en eins og alltaf var hann ákveðinn í að koma heim aftur. Hann hresstist þannig að hann komst í stuttar ferðir í Melgerði. En svo veiktist hann aftur og núna varð ekki aftur snúið, líkaminn gat ekki meira. Síðustu daga hafa minningarnar um afa í Mel reikað um huga minn. Ég gæti setið endalaust og rifjað upp allt sem við höfum brasað saman og það sem hann kenndi mér. Elsku afi, ég mun aldrei gleyma því þegar þú kenndir mér að keyra. Við stálumst niður á „Gummatún“ og þú leyfðir mér að keyra, fyrst var ég svo lítil að ég náði ekki niður en þá fékk ég bara að stýra. Ég man eftir því að í eitthvert skiptið sem við fór- um þá var ég næstum búin að keyra í skurðinn, en þú varst ekkert að stressa þig á því. Allir dagarnir sem ég var með þér á pósthúsinu. Þar lærði ég fyrst á tölvu, ég var orðin svo flink að skrá inn bunkana fyrir þig (ég og þú vitum um hvað ég er að tala). Þegar þetta var ekki alveg rétt hjá mér þá komst þú og hjálpaðir mér að leiðrétta svo þetta færi nú ekki vitlaust þegar við sendum þetta. Þú hafðir alltaf áhuga á bílum, varst alltaf ægilega ánægður með bílana þína og bauðst manni að fá „besta bíl- inn í bænum“ lánaðan ef maður þurfti að fara eitthvað og ef maður vildi það ekki þá varstu bara hneykslaður á því. Ég man eftir því þegar ég kom suður eftir jólafríið, ég kom beint til þín á sjúkrahúsið og það fyrsta sem þú spurðir um var græni kagginn þinn. Núna ertu kominn á góðan stað þar sem þér á eftir að líða vel. Ég mun ylja mér við minningarnar um þig, elsku afi. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gert fyrir mig. Elsku amma og allir hinir, við höf- um misst mikið en eigum nú góðar minningar um afa sem við munum kveðja í hinsta sinn í dag. Erla. Hannes Óli Jóhannsson ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN Þ. HALLSSON óperusöngvari, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði, laugardaginn 28. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Kristinsdóttir, Brynjar V. Dagbjartsson, Sigurður Kristinsson, Anna Bryndís Kristinsdóttir, Vernharður Linnet, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín og amma okkar, STELLA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést föstudaginn 27. júlí á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju, miðviku- daginn 1. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. Linda Karlsdóttir, Haukur Ármann Róbertsson, Matthías Róbertsson. ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR HARALDSSON húsasmíðameistari, lést á Landspítalanum í Fossvogi, sunnudags- kvöldið 29. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Legsteinar og fylgihlutir MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVI BENEDIKTSSON, lést á elliheimilinu Grund, föstudaginn 27. júlí. Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtu- daginn 2. ágúst kl. 13.00. Þórunn Björk Tryggvadóttir, Reynir Þór Ragnarsson, Kjartan Tryggvason, Þórunn Tómasdóttir, Gyða Dröfn Tryggvadóttir, Ástvaldur Traustason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.