Morgunblaðið - 31.07.2007, Side 44

Morgunblaðið - 31.07.2007, Side 44
ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 212. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Auknar skatttekjur  Tekjur ríkisins af fjármagns- tekjuskatti einstaklinga hafa fjór- faldast á síðustu fjórum árum. Þá voru tekjur ríkisins vegna fjár- magnstekna einstaklinga 34% hærri árið 2006 en árið 2005. Að sögn skattrannsóknastjóra var ekki reiknað með því að fjármagns- tekjuskattur yrði jafn öflugur skatt- stofn og hann er nú. »Forsíða og 8 Útlendir aka of hratt  Lögreglan á Blönduósi hefur stöðvað marga erlenda öku- menn vegna hraðaksturs. Þeim er yfir- leitt ókunnugt um há viðurlög við hraðakstri og verður jafn- vel svo mikið um sektina að þeir bresta í grát. » 2 Íranir heimila eftirlit SÞ  Íranir leyfðu í gær eftirlits- mönnum á vegum Sameinuðu þjóð- anna að heimsækja kjarnakljúf á nýjan leik þar sem þungt vatn er framleitt. Eftirlitsmönnunum hefur verið meinaður aðgangur frá því í apríl sl. Hversdagsgleymska vekur athygli  María Kristín Jónsdóttir, tauga- sálfræðingur, hefur skrifað grein um hversdagsgleymsku sem hefur hlot- ið mikla athygli í Bretlandi, þó að greinin hafi enn hvergi birst á prenti. »8 SKOÐANIR» Ljósv: RÚV: How do you like Icel. Staksteinar: Dýrari peningar Forystugreinar: Miklir möguleikar | Bush og Brown UMRÆÐAN» Hver lokaði dyrunum, Ingibjörg? Álver á Vestfjörðum? Rýmka þarf fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða . $ ):!  -  (  ) ;     /  / / /  / / /  /  / / /  / / / / / / + < &9 !    / / / /  /  6=>>4?@ !AB?>@3;!CD36 <434646=>>4?@ 6E3!<<?F34 3=?!<<?F34 !G3!<<?F34 !5@!!31?43<@ H4C43!<AHB3 !6? B5?4 ;B3;@!5(!@A4>4 Heitast 18 °C | Kaldast 10 °C Norðaustan og norðan 8–15 m/s og talsverð rigning aust- antil. Dregur úr úr- komu vestantil. 10 » Rock Star-stjörn- urnar Toby og Magni koma saman fram á Húkkaraballi á Gauknum annað kvöld. » 36 TÓNLIST» Endurfundir á Gauknum TÓNLIST» Rapparar taka við Dylan-söngvum. » 39 Áhorfendum á Simpsons-myndinni er ráðlagt að sitja sem fastast út kreditlistann til að fá allan pakkann. » 39 KVIKMYNDIR» Sitjið sem fastast KVIKMYNDIR» Spike Lee gerir mynd um svarta herdeild. » 41 TÓNLIST» Steypa er tónlist fyrir forvitna. » 36 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Yfirlýsing frá Reyni Traustasyni 2. Fyrsta Bachelorette-barnið fætt 3. Andlát Kristins Hallssonar 4. Steingr. Ólafsson frstj. á Stöð 2 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is SÆNSKI kvik- myndagerð- armaðurinn Ing- mar Bergman hafði mikinn áhuga á Íslandi og Íslendinga- sögunum og sagði, að sög- urnar hefðu haft mikil áhrif á sig og sínar kvikmyndir. Þetta segir Hrafn Gunnlaugsson, sem kynntist Bergman persónulega. „Hann sagði mér líka frá því að hann hefði skrif- að kvikmyndahandrit upp úr Sjálf- stæðu fólki á sínum tíma, hann hreifst mjög af þeirri bók. En það varð ekkert af kvikmyndun, hann sagði að það hefði dottið upp fyrir því mönnum hefði þótt þetta of stórt, mikið og dýrt á þeim tíma,“ segir Hrafn. „Ég spurði hann ein- hvern tímann hvort hann ætti þetta til og hann sagði að það væri ein- hvers staðar ofan í skúffu. Ég spurði hann ekkert nánar út í það því mér hefur aldrei dottið í hug að kvikmynda þá bók.“ | 40 Bergman vildi kvikmynda Sjálfstætt fólk Ingmar Bergman LOGI Ólafsson, fyrrum landsliðs- þjálfari í knatt- spyrnu, var í gær ráðinn þjálf- ari knatt- spyrnuliðs KR eftir að stjórn KR-Sports hafði sagt Teiti Þórð- arsyni upp störf- um síðdegis. Logi er 16. þjálfarinn sem ráðinn er til KR á undanförnum tveimur áratugum og er honum ætlað að stjórna KR út leiktíðina. Vest- urbæjarliðið situr á botni Lands- bankadeildarinnar eftir 11 umferð- ir en liðið er aðeins með 7 stig og hefur einungis náð að landa sigri í einum leik fram til þessa. „Þetta var mjög erfið ákvörðun,“ sagði Jónas Kristinsson, formaður KR- Sports, í gær. Teitur Þórðarson sagði að hann hefði ekki átt von á þessari ákvörð- un á þessum tímapunkti. „Ég átti von á því í vor þegar gengið var af- leitt. Ég hélt að menn myndu kannski láta líða örlítinn tíma áður en svona staða kæmi upp. Ég vona bara að félagið bjargi sér,“ sagði Teitur m.a. í gær. | Íþróttir Logi ráðinn í stað Teits Logi Ólafsson ÞRÁTT fyrir að sumarblíðan hafi verið með eindæmum í ár og Íslendingar löngu orðnir sólbakaðir skyldi eng- inn gleyma því að veðráttan á Íslandi er óútreiknanleg og hin kalda undiralda er sjaldnast langt undan. Þetta mátti Jónas Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fjölva útgáfu, reyna þar sem hann var á ferð um Fjallabak Syðra síðastliðinn laugardag ásamt fríðu föruneyti í hlýju veðri þegar skyndilega byrjaði að snjóa, öllum að óvörum. „Við vorum þarna inni við Strút og vorum að þvæl- ast, það voru búnir að vera smá skúrir en samt sól þannig að maður var bara á stuttbuxum. Ég hugsa að það hafi verið á bilinu 12-15° hiti,“ segir Jónas. „Svo gerist það um miðjan dag að það byrjar allt í einu að snjóa alveg eins og ég veit ekki hvað, þétt og mikil snjó- koma.“ Að sögn Jónasar var snjókoman algjörlega stað- bundin við Mælifellssand og varð til að mynda engin úr- koma, hvorki snjór né rigning, við skálann Strút sem þó er aðeins í um 6 kílómetra fjarlægð. „Ég fór á flakk um svæðið yfir helgina og það varð enginn var við snjó nema þeir sem voru staddir nákvæmlega þarna á mjög litlu svæði,“ segir Jónas, sem varð mjög undrandi yfir þessum veðrasviptingum í sumarfríinu. Ferðamönnum til nokkurs léttis hvarf vetrarham- urinn fljótt þegar júlísólin tók að skína á ný. „Jörðin varð alhvít á tæpum hálftíma, þetta hafa verið svona 3 til 5 millimetrar,“ áætlar Jónas, „en eftir rúman hálf- tíma í viðbót var allt bráðnað og jörðin orðin svört aft- ur. Þetta var asskoti magnað.“ Að sögn Björns Sævars Einarssonar veðurfræðings snjóar reglulega á hálendinu þótt hásumar sé, en þó megi teljast óvenjulegt að það sé með þessum hætti, þ.e. svo snögglega og staðbundið á svæði þar sem ann- ars er töluverður lofthiti. Hann telur líklegast að þarna hafi orðið mikið niðurstreymi úr skúraskýi svo frost- markshæð hafi lækkað og snjórinn ekki náð að bráðna áður en hann náði niður og því hafi orðið nokkurs konar haglél. Kom öllum mjög á óvart Jónas hefur sjálfur farið mikið til fjalla undanfarin 30 ár enda var hann áður björgunarsveitarmaður auk þess sem hann hefur starfað sem leiðsögumaður, landvörður og skálavörður. Hann segist aldrei hafa séð ofankomu með þessum hætti áður á ferðum sínum. „Ég varð eig- inlega bara hálfhissa og það sama má segja um aðra. Þetta kom öllum jafnmikið á óvart sem upplifðu þetta og allt var þetta nú vant ferðafólk sem var þarna.“ Morguninn eftir var aftur orðið vel heitt að sögn Jón- asar og ferðalangar klæddir stuttbuxum og stutt- ermabolum þegar óvænta sjón bar fyrir augu þeirra. „Þá flýgur yfir einkaflugvél sem lendir þarna á sand- inum í blíðu og sólskini,“ segir Jónas, og var þar kom- inn pabbi skálastýrunnar í sunnudagsheimsókn. Snjóaði í 15° hita svo jörðin varð alhvít Skiptast á skin og skúrir að Fjallabaki Ferðafólk á leið um Fjallabak rak upp stór augu þegar fór að snjóa og sumarið vék fyrir vetrarríki í klukkustund Ljósmynd/Ingibjörg Eiríksdóttir Veðrabrigði Svartur sandurinn við Mælifell var hulinn hvítu teppi um stund eftir snjókomuna á laugardaginn. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.