Morgunblaðið - 03.09.2007, Síða 9
MichaelOwen
tryggði New-
castle 1:0 sigur
gegn Wigan á
laugardag en
þetta var fyrsta
mark liðsins á
heimavelli í úr-
valsdeildinni frá
því 10. febrúar. Kevin Kilbane leik-
maður Wigan fékk rautt spjald í
upphafi síðari hálfleiks en Owen
skoraði ekki sigurmarkið fyrr en á
87. mínútu. „Við stjórnuðum leikn-
um en áttum í erfiðleikum með að
finna leið að markinu. Markvörður
Wigan varði líka vel og við vorum
óánægðir í hálfleik að hafa ekki
skorað 1-2 mörk,“ sagði Sam All-
ardyce knattspyrnustjóri New-
castle.
Þetta var eins og söguþráður íJames Bond mynd. Það voru
allir undrandi á því hvers vegna
vondi maðurinn gekk ekki frá fórn-
arlambinu, sem varð honum síðan að
falli,“ sagði Lawrie Sanchez knatt-
spyrnustjóri Fulham eftir 3:3-
jafntefli liðsins gegn Tottenham á
laugardaginn. Leikmenn Tottenham
fengu fjölmörg færi til þess að bæta
við mörkum í stöðunni 3:1 en þess í
stað jafnaði Fulham með tveimur
ótrúlegum mörkum. Jöfnunarmark
Diomansy Kamara fer í sögubæk-
urnar en hann tók bakfallsspyrnu á
90. mínútu og fór boltinn í háum
boga yfir James Robinson markvörð
Tottenham
Gareth Southgate andaði léttareftir 2:0-sigur Middlesbrough
gegn nýliðum Birmingham. Knatt-
spyrnustjórinn hefur verið undir
mikilli pressu og áhugi stuðnings-
manna liðsins er í lágmarki.
David Wheater skoraði fyrsta
mark sitt fyrir félagið og enski
landsliðsmaðurinn Stuart Downing
skoraði síðara markið. „Þetta var
eins gott og ég þorði að vona. Leik-
menn liðsins gerðu allt sem lagt var
fyrir þá og ég var sérstaklega
ánægður með að menn bættu í eftir
fyrra markið,“ sagði Southgate.
Steve Bruceknatt-
spyrnustjóri
Birmingham gaf
sínum mönnum
ekki háa einkunn.
„Við vorum
heppnir að tapa
aðeins 2:0. Ég
ætla ekkert að
fara í felur með að við áttum aldrei
möguleika og við fengum duglegt
spark í afturendann að þessu sinni,“
sagði Bruce.
Louis Saha framherji Manchest-er United segir að hann skilji
vel þá gagnrýni sem hann hafi fengið
vegna langrar fjarverunnar – en
Saha lék aðeins 7 leiki á síðustu leik-
tíð vegna meiðsla. „Ég get lítið gert í
þessu. Þegar ég meiðist þá gerist
það í leikjum og ég legg mig alltaf
100% í leikina,“ sagði Saha.
Fólk sport@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 9
íþróttir
Zat Knight kom Aston Villa yfir á 47.
mínútu og fagnaði Martin O’Neill,
knattspyrnustjóri Villa gríðarlega.
„Þetta var frábær dagur. Chelsea er
gríðarlega sterkt lið og ég er mjög
ánægður með hvernig leikmenn liðs-
ins hafa þjappað sér saman eftir
ósigurinn gegn Liverpool í fyrstu
umferðinni. Með þessum sigri sýndu
leikmennnirnir að þeir geta lagt
bestu liðin að velli – sjálfstraustið
ætti því að aukast hjá okkur. Okkar
helsta vopn er hraður leikur og við
sýndum það í þessum leik að við get-
um gert ýmislegt,“ sagði O’Neill en
hann hefur keypt leikmenn fyrir
rúmlega 5 milljarða kr. frá því að
Randy Lerner keypti liðið fyrir ári.
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri
Chelsea, var að sjálfsögðu ekki sátt-
ur við niðurstöðuna. Hann sagði að
liðin sem hefðu ekki verið í hópi fjög-
urra efstu á liðnum árum hefðu
keypt mikið af leikmönnum í sumar.
„Það ætti ekki koma neinum á óvart
ef þessi lið ná góðum úrslitum gegn
þeim liðum sem hafa verið í efstu
sætunum undanfarin ár. Villa er eitt
af þessum liðum sem hafa styrkt sig
verulega og ég get nefnt fleiri slík.
Deildin verður jafnari í vetur en áður
vegna en við erum alveg rólegir yfir
stöðunni. Það eru aðeins fimm um-
ferðir búnar,“ sagði Portúgalinn.
Sven Göran Eriksson, knatt-
spyrnustjóri Manchester City, bar
sig vel þrátt fyrir 1:0 tap liðsins á úti-
velli gegn Blackburn. Svíinn telur að
lið hans geti látið að sér kveða í efri
hluta deildarinnar. Benni McCarthy
skoraði eina mark leiksins á 13. mín-
útu en þetta var fyrsta mark hans á
leiktíðinni en á þeirri síðustu skoraði
hann 24 mörk. „Framtíðin er björt
hjá þessu félagi. Þessi úrslit breyta
engu um það og ég veit að það býr
mikið í þessu liði. Við erum með
marga mjög góða knattspyrnu-
menn.“ Það vekur athygli að Black-
burn hefur ekki tapað í síðustu 14
leikjum og er Mark Hughes knatt-
spyrnustjóri liðsins ánægður með
gang mála. „Ákefðin og baráttan
kom Man. City í opna skjöldu. Ég
efast um að þeir hafi mætt slíkri
mótspyrnu á þessari leiktíð,“ sagði
Hughes.
Villa kom á óvart
Chelsea tapaði í fyrsta sinn í 18 leikjum „Deildin verður opnari en
áður,“ segir Mourinho Sven Göran er brattur þrátt fyrir tap í Blackburn
Roman Abramovich, eigandi enska
félagsins Chelsea, yfirgaf áhorf-
endastúkuna á Villa Park í gær eft-
ir að Gabriel Agbonlahor skoraði
síðara mark Villa gegn Chelsea á
88. mínútu í 2:0 sigri Birminghaml-
iðsins. Þar með lauk 18 leikja hrinu
Chelsea sem hafði ekki tapað leik á
þessum tíma og er óhætt að segja
að fáir hafi átt von á sigri Villa.
Chelsea hafði ekki tapað leik frá því
í janúar á þessu ári, gegn Liverpool.
AP
Gleði Zat Knight, varnarmaður Aston Villa, fagnar marki gegn Chelsea ásamt Gabriel Agbonlahor en sá síð-
arnefndi skoraði einnig í leiknum. Sigur Villa kom verulega á óvart en Chelsea hafði ekki tapað í 18 leikjum.
STEVE Coppell, knattspyrnustjóri
Reading, sagði að þar á bæ þyrftu
menn að fara í naflaskoðun en liðið
tapað 3:0 á heimavelli gegn West
Ham á laugardaginn. Ívar Ingi-
marsson og Brynjar Björn Gunn-
arsson voru báðir í byrjunarliði
Reading en það var stjórn-
arformaður West Ham, Eggert
Magnússon, sem fagnaði mest í „Ís-
lendingaslagnum“. „Ég var alltaf
órólegur þegar við sóttum í þessum
leik því skyndisóknir West Ham
voru vel útfærðar,“ sagði Coppell.
Craig Bellamy skoraði fyrsta mark
Wenger. Philippe Senderos varn-
armaður Arsenal fékk rautt spjald á
49. mínútu en þrátt fyrir það náðu
leikmenn Portsmouth ekki að nýta
sér liðsmuninn.
Heiðar Helguson var ekki í leik-
mannahópi Bolton sem tapaði 2:1 á
heimavelli gegn Everton. Joleon
Lescott tryggði Everton sigur með
marki á 89. mínútu en Ayegbeni Ya-
kubu kom Everton yfir í sínum
fyrsta leik á 11. mínútu en hann var
áður í herbúðum Middlesbrough.
Nicolas Anelka skoraði mark Bolt-
on á 55. mín.
2:0 en íslenska landsliðsmanninum
var fórnaði í taktískri breytingu hjá
Harry Redknapp knattspyrnu-
stjóra. Cesc Fabregas skoraði eitt
marka Arsenal og hrósaði Arsene
Wenger, knattspyrnustjóri liðsins,
Spánverjanum í leikslok. „Ég lét
gera myndband af þeim færum sem
Fabregas fékk í fyrra og ég held að
fáir trúi því hve mörg færi hann
fékk. Fabregas skoraði mikið þegar
hann var yngri og ég held að hann
eigi eftir að skora mikið af mörkum
í vetur. Cesc er með sömu eiginleika
og Paul Scholes hjá Man Utd,“ sagði
leiksins en Matthew Etherington
bætti við tveimur mörkum. Reading
vann West Ham, 6:0, á Upton Park í
London síðast þegar liðin áttust við
en Alan Curbishley, knatt-
spyrnustjóri West Ham, sagði að lít-
ið væri rætt um fortíðina í her-
búðum liðsins. „Þetta var góður
sigur, sérstaklega þar sem margir
leikmenn eru meiddir,“ sagði Cur-
bishley.
Hermann Hreiðarsson var í byrj-
unarliði Portsmouth sem tapaði 3:1
á útivelli gegn Arsenal. Hermanni
var skipt út af í leikhléi í stöðunni
West Ham hefndi ófaranna gegn Reading
AP
Hamrar fagna Lee Bowyer, Craig
Bellamy og Hayden Mullins.
RAFAEL Benítez, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, var sérstaklega
ánægður með mark Hollendingsins
Ryan Babels í 6:0 sigri liðsins gegn
Derby. Liverpool tyllti sér á topp
ensku úrvalsdeildarinnar með stór-
sigri gegn nýliðunum og er þetta í
fyrsta sinn í 5 ár sem það gerist.
Liverpool er með 10 stig líkt og Ars-
enal, Everton og Chelsea. Liverpool
hefur ekki sigrað með jafnmiklum
mun á heimavelli frá árinu 1999.
„Auðvitað er ég ánægður með öll
mörkin sem við skoruðum en markið
hjá Babel var sérstaklega fallegt.
Það er gott fyrir liðið að Fernando
Torres heldur áfram að skora en
Xabi Alonso hefði vel getað skorað
þrennu,“ sagði Spánverjinn. „Stuðn-
ingsmenn liðsins hljóta að gleðjast
yfir því að sjá 4 mörk og síðan 6 hjá
þeirra liði í síðustu tveimur heima-
leikjum.“
Englandsmeistaralið Manchester
United fékk nýliða Sunderland í
heimsókn á Old Trafford á laugar-
dag. Ole Gunnar Solskjær, leikmað-
ur Man.Utd, var í aðalhlutverki í
upphafi leiks þar sem 75.000 áhorf-
endur hylltu norska framherjann en
hann ætlar að láta staðar numið í at-
vinnumennskunni vegna meiðsla.
Solskjær lék í 11 ár með Man. Utd.
Franski landsliðsmaðurinn Lois
Saha skoraði eina mark leiksins á
71. mínútu en hann kom inn á í upp-
hafi síðari hálfleiks og var þetta
fyrsti leikur hans á leiktíðinni.
Roy Keane, knattspyrnustjóri
Sunderland, fékk sér rauðvínsglas
eftir leikinn með fyrrum yfirmanni
sínum, Sir Alex Ferguson.
„Ég var ekkert að hugsa um það
að ég væri að mæta með mitt lið á
„gamla“ heimavöllinn. Stuðnings-
menn Man. Utd tóku að venju vel á
móti mér og ég hef alltaf fengið hlýj-
ar kveðjur frá þeim – líka þegar ég
hafði brugðist þeim sem leikmaður
Man. Utd. Ég var ósáttur við úrslit-
in þar sem mér fannst við leggja
okkur fram í leikinn og jafntefli
hefði verið sanngjörn úrslit,“ sagði
Keane.
Ferguson sagði að innkoma Saha
hefði skipt miklu máli fyrir liðið en
Ferguson hefur verið gagnrýndur
fyrir að fá ekki fleiri sterka fram-
herja til liðsins – þar sem Wayne
Rooney er meiddur, Solskjær hætt-
ur og Saha hefur lítið leikið vegna
meiðsla undanfarin misseri. „Lois
Saha breytti miklu í okkar leik. Ég
vildi ekki láta hann byrja inni á en
að loknum fyrri hálfleik fannst mér
við þurfa á honum að halda,“ sagði
Ferguson. Þetta er annar 1:0 sigur
meistaranna á heimavelli í röð en
liðið vann Tottenham með sama í
síðustu umferð. Næsti leikur liðsins
er ekki fyrr en eftir tvær vikur,
gegn Everton, og þá verður Cris-
tiano Ronaldo klár í slaginn eftir
þriggja leikja bann. Ryan Giggs var
ekki með í leiknum á laugardaginn
vegna smávægilegra meiðsla.
Derby sá aldrei til sólar
Liverpool á topp deildarinnar í fyrsta sinn í 5 ár Solskjær hylltur