Morgunblaðið - 03.09.2007, Page 12

Morgunblaðið - 03.09.2007, Page 12
12 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Bræður munu berjast á Laug-ardalsvellinum í kvöld þegar Fylkir og Fjölnir mætast í undan- úrslitum bikarkeppninnar í knatt- spyrnu. Víðir Leifsson er í liði Fylkis og hann mætir bróður sín- um Tómasi Leifssyni í liði Fjölnis. Báðir eru þeir uppaldir FH-ingar en faðir þeirra, Leifur Helgason, lék um árabil með FH og var í fyrsta liði félagsins sem spilaði í efstu deild árið 1975. Þess má geta að Leifur var markahæsti leik- maður deildarinnar eftir fyrstu umferðina það ár með eitt mark en allir leikir enduðu þá 0:0 nema hjá FH-ingum, sem unnu sinn leik 1:0.    Fjölnir verður með 15 ára pilt íleikmannahópi sínum á Laug- ardalsvellinum í kvöld. Hann heit- ir Kristinn Freyr Sigurðsson og hefur vakið athygli fyrir frammi- stöðu sína með 2. og 3. flokki Graf- arvogsliðsins í sumar.    GuðlaugJónsdóttir, fyrrum lands- liðskona og ein reyndasta knatt- spyrnukona landsins, tryggði Völsungi mik- ilvægan útisigur á Aftureldingu, 3:2, í fyrri úrslitaleik liðanna um sæti í úrvalsdeildinni sem fram fór í Mosfellsbæ í gær. Liðin mætast aftur á Húsavík á miðvikudaginn.    HK/Víkingur stendur líka velað vígi eftir sigur á Hetti, 4:3, á Egilsstöðum í fyrri leik lið- anna í gær. Liðin mætast aftur í Víkinni á miðvikudaginn. Karen Sturludóttir skoraði tvö marka HK/Víkings og hefur gert 23 mörk fyrir liðið í 1. deildinni í sumar.    Tékkneskifrjáls- íþróttamaðurinn Roman Šebrle sigraði í tug- þraut á HM í Ósaka í Japan. Hann fékk 8.676 stig í keppninni en Maurice Smith frá Ja- maíku varð annar með 8.644 stig og Dmitrí Karpov frá Kasakstan varð þriðji með 8.586 stig. Šebrle, sem er 32 ára, er ólympíumeistari í tugþraut og hann á einnig heims- metið, 9.026 stig. Hann náði for- ustunni í næstsíðustu keppn- isgreininni í Ósaka þegar hann kastaði spjóti 71,18 metra og bætti þar með eigin árangur. Bryan Clay, sem varð heimsmeistari árið 2005, varð að hætta keppni og Tom Pappas, sem vann árið 2003, sömuleiðis. Fólk sport@mbl.is Bernard Lagat skráði nafn sitt í sögubækur heimsmeistaramótsins þar sem hann varð sá fyrsti sem nær að sigra í 1.500 m og 5.000 m hlaupi á HM. Lagat er fæddur í Kenýa en frá árinu 1997 hefur hann búið í Banda- ríkjunum og árið 2004 fékk hann rík- isborgararétt í Bandaríkjunum. Að- eins tveir hlauparar hafa sigrað í þessum greinum á sama stórmóti. Paavo Nurmi frá Finnlandi gerði það árið 1924 á Ólympíuleikum og Hic- ham El Guerrouj frá Marokkó end- urtók leikinn 84 árum síðar. „Það er stórkostlegt að vera sá fyrsti sem nær þessum áfanga, ég vissi að ég gæti náð góðum árangri, en ég lét mig ekki dreyma um tvenn gullverð- laun,“ sagði Lagat. Eliud Kipchoge frá Kenýa varð annar í hlaupinu en hann og Lagat ólust upp á sama „blettinum“ í litlu þorpi í Kenýa. Vlasic í sérflokki Blanka Vlasic frá Króatíu reyndi hvað hún gat til þess að koma einu heimsmeti á blað í Osaka en þrjár til- raunir hennar við 2,10 m í hástökki kvenna dugðu ekki til en Vlasic sigr- aði í keppninni. Vlasic, sem er 23 ára, endaði í fjórða sæti á HM árið 2005 og í 7. sæti á HM í París árið 2003. Heimsmet Stefka Kostadinova frá Búlgaríu stendur því enn en hún fór yfir 2,09 m í Róm árið 1987. Vlašic hefur stokkið hæst yfir 2,07 m en á síðustu 10 árum hefur hún bætt ár- angur sinn jafnt og þétt og árið 2003 fór hún í fyrsta sinn yfir 2 metra. Vlasic hefur sigrað á 12 af síðustu 13 mótum sem hún hefur tekið þátt í utanhúss og áttu flestir von á því að hún myndi sigra í Osaka. „Ég held að mér hafi aldrei liðið betur, ég hafði stefnt að þessu í mörg ár. Það var mikil pressa á mér, allir áttu von á því að ég myndi sigra. Ég þurfti því að standast álagið og halda ró minni á meðan keppnin fór fram,“ sagði Blanca en hún er 1,93 m á hæð. Blanca er skírð í höfuðið á borginni Casablanca en faðir hennar keppti á Miðjarðarhafsleikum í borginni á þeim tíma sem hún kom í heiminn í fyrrum Júgóslavíu. Joško Vlasic, faðir hennar, var einn fremsti tug- þrautarmaður heims á sínum tíma og á hann enn króatíska metið í tug- þraut – sem hann setti árið 1984. Finnar sterkir í spjótinu Jan Zelezný frá Tékklandi á enn heimsmetið í spjótkasti sem hann setti árið 1996. Tero Pitkämäki frá Finnlandi var langt frá því að bæta heimsmetið í gær í úrslitum spjót- kastsins í karlaflokki en hann var sá eini sem rauf 90 metra múrinn. Pitkämäki kastaði 90,33 m og ólymp- íumeistarinn Andreas Thorkildsen varð annar með 88,61 m og bronsið fékk Bandaríkjamaðurinn Breaux Greer sem kastaði 85,21 m. AP Í sögubækurnar Bernard Lagat, sem keppir fyrir Bandaríkin, sigraði í 5.000 m hlaupi á HM í frjálsíþróttum í gær og voru það önnur gullverðlaun hans á HM. Hann er sá fyrsti sem sigrar í 1.500 og 5.000 á HM en annar varð Eliud Kipchoge frá Kenýa. Lagat og Kipchoge koma frá sama bænum í Kenýa. Ekkert heimsmet féll Heimsmeistaramótinu í frjáls- íþróttum lauk í gær í Osaka í Japan og vakti það athygli að ekkert heimsmet var sett á mótinu og er þetta aðeins í þriðja sinn sem HM í frjálsum fer fram án þess að heims- met séu bætt. Bandaríkjamenn náðu flestum verðlaunum eða 26 alls og 14 gullverðlaunum. Kenýa varð í öðru sæti á þessu sviði með 5 gullverðlaun og 13 verðlaun alls. Í HNOTSKURN »Catherine Ndereba fráKenýa sigraði í maraþon- hlaupi kvenna. »Bandarísku sveitirnar íkarla- og kvennaflokki höfðu yfirburði í 4x400 m boð- hlaupi »Maryam Yusuf Jamal fráBahrain sigraði í 1.500 m hlaupi kvenna. »46 þjóðir unnu verðlaun áHM, 22 þjóðsöngvar voru spilaðir og 64 þjóðir áttu kepp- endur sem komust í úrslit.  Bernard Lagat skráði nafn sitt í sögubækurnar á HM  Finnar fögnuðu gulli í spjótkasti karla  Bandaríkjamenn sigursælir  Vlasic í sérflokki í hástökkinu BANDARÍSKI spretthlauparinn Tyson Gey er fljótasti maður heims en hann varð þrefaldur heimsmeist- ari á HM í frjálsíþróttum í Osaka í Japan. Gey var ekki eini þrefaldi heimsmeistarinn því Allison Felix frá Bandaríkjunum sigraði í 200 m hlaupi; hún var í báðum boðhlaups- sveitunum sem fengu gull í 4x100 m og 4x400 m. Gey sigraði í 100 m og 200 m hlaupunum og hann var einnig í 4x100 m sveit Bandaríkjanna. „Gullverðlaunin í boðhlaupinu skiptu mig mestu máli því þar var ég að vinna með liðsfélögum mín- um,“ sagði Gey en fáir vissu af styrk hans fyrir heimsmeist- aramótið. Aðeins þrír hafa náð þremur gullverðlaunum á HM, Carl Lewis, Maurice Greene og hinn 25 ára Gey sem setti mótsmet í 200 m hlaupinu – 19,76 sek. Lewis vann þrenn gull- verðlaun 1983 og 1987, en Greene árið 1999. „Ég þarf að styrkja mig mikið til þess að ná heimsmetinu af Michael Johnson í 200 metrunum,“ sagði Gey en metið er 19,32 sek. Afrek Felix er ekki síðra en hún hafði fyrir HM í Osaka aldrei tekið þátt í boðhlaupum á stórmóti. „Ég hef aldrei hlaupið boðhlaup áður á stórmóti og ég var ekki viss við hverju ég átti að búast. Það gekk allt upp og tilfinningin er stórkost- leg,“ sagði Felix. Felix og Gey fengu þrenn gullverðlaun í Osaka Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is ANNA Björg Björnsdóttir, knattspyrnukona úr Fylki og landsliðskona, heldur til Danmerkur að loknu leik- tímabilinu og hyggst finna sér þarlent lið til að leika með. „Ég er lítið búin að skoða lið og ætla bara að gera það þegar ég verð komin út,“ sagði Anna Björg í sam- tali við Morgunblaðið, en hún hefur farið mikinn með Fylki í sumar, skorað níu af tólf mörkum liðsins í ellefu leikjum í úrvalsdeildinni. Ástæða þess að Anna Björg heldur utan er þó ekki sú að hana langi sérstaklega til að skipta um félag heldur er unnusti hennar Christian Christansen, sem sömuleiðis er framherji Fylkis, á leið til Danmerkur þar sem hann mun leika með Hjörring í samnefndum bæ. Liðið er sem stendur í þriðju efstu deild. Christian- sen er að ljúka sínu þriðja tímabili með Fylki en hann kom til Árbæjarliðsins frá AaB í Álaborg í júníbyrjun 2005. „Svo er þarna Fortuna Hjörring sem er mjög gott kvennalið sem Hólmfríður Magnúsdóttir spilaði með og ég gæti vel hugsað mér að spila með því liði, en eins og ég segi þá ætla ég bara að sjá til með þetta,“ sagði Anna Björg, sem hyggur á nám í næringarfræði í Ála- borg. Anna Björg er 26 ára og lék sína fyrstu A-landsleiki, fjóra talsins, fyrr á þessu ári, þrjá þeirra í byrjunarliði Íslands. Fortuna, sem hefur lengi verið eitt sterkasta kvenna- liðið í Danmörku, varð í öðru sæti dönsku úrvalsdeild- arinnar á síðasta ári og er sem stendur í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir, en liðið komst til að mynda í úrslitaleik Evrópukeppn- innar árið 2003. Fylkispar til Danmerkur Anna Björg og Christian Christiansen á leiðinni til Hjörring

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.