Morgunblaðið - 01.10.2007, Side 20

Morgunblaðið - 01.10.2007, Side 20
20 MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FJÖLSKYLDUHJÁLP Íslands er að hefja sitt fimmta starfsár og þörfin hefur aldrei meiri við að aðstoða kon- ur, börn og karla í neyð. Við treystum á fyrirtæki og einstaklinga með fjár- magn, fatnað og matvæli. Peningar eru af skornum skammti og því þarf að gæta vel að kaupa þau matvæli sem hagstæðast er að kaupa hverju sinni. Frá upphafi hafa eft- irtaldir aðilar og fyr- irtæki styrkt starfið í formi matvæla o.fl.: Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, Helgi S. Guðmundsson, Frón- kex, Myllan-Brauð, MS, Dreifing, Ömmu- bakstur, Lýsi, Nesbú- egg, Sölufélag garð- yrkjumanna, Bakarameistarinn, Mjólka, Papco, Plast- prent, Emmessís, Góa- Linda, Selecta. Færum við þeim hjartans þakkir fyrir. Mikið væri það yndislegt a geta út- hlutað nýjum fiski, kjúklingum, kjöti og góðu úrvali grænmetis. Þess í stað erum við að úthluta kjötfarsi og hrossabjúgum sem er það ódýrasta sem völ er á en við úthlutum til yfir 100 fjölskyldna á hverjum mið- vikudegi. Það eru um 250 ein- staklingar með börnunum sem hvern miðvikudag treysta á matargjafir hjá Fjölskylduhjálp Íslands. En við sníð- um okkar stakk eftir vexti. Við biðlum til auðmanna þessa lands um að styðja við bak starfsins með fjárframlögum en þeir hinir sömu munu fá ársreikning þar sem fram kemur hvaða matvæli við kaupum og frá hverjum. Þar kemur líka í ljós að hver einasta króna fer til að hjálpa fá- tæku fólki á Íslandi. Allt starf er unnið í sjálfboðastarfi. Það er mjög átak- anlegt hversu margir skjólstæðingar okkar hafa ekki efni á að nota okkar góða heilbrigð- iskerfi. Margir geta ekki leyft sér að nota tann- læknaþjónustu, hvað þá að leysa út lyfin sín eða láta snyrta hár sitt. Hér er nýleg dæmi- saga: Ung fimm barna móðir leitar til okkar sökum mikillar fátækt- ar, hún er öryrki, býr með fimm börnum sín- um í sumarbústað. Þeg- ar hún kom til okkar síðasta miðviku- dag var hún illa haldin því hún hafði ekki haft efni á að leysa út geðlyfin sín í langan tíma og geðeinkennin því komin vel í ljós. Það var mjög sorglegt að horfa upp á þessa ungu konu sem var svo illa haldin að það stakk mann beint í hjartastað. Þessa konu vantaði allt. Við hjálpuðum henni að leysa út geðlyfin sem kostuðu bara 1.200 krónur sem ekki er há upphæð, létum hana hafa peninga fyrir bensíni á bíl- inn svo hún kæmist til okkar aftur eftir tvær vikur því hún þarf að fara um langan veg til að koma til okkar. Þá létum við hana hafa mikið magn af matvælum fyrir hennar stóru fjöl- skyldu og síðast enn ekki síst fékk hún hlýjan fatnað, þykkar og góðar sængur og mörg þykk teppi svo þeim yrði ekki eins kalt í sumarbústaðnum í vetur. Þessi kona hefur ekki getað leyft sér að nýta þjónustu tannlækna hvað þá aðra þjónustu innan okkar góða heilbrigðiskerfis. Kæru auðmenn Íslands, hjálpið okkur við að hjálpa þeim fjölmörgu fátæku fjölskyldum sem til okkar leita. Bankareikningar okkar eru: 101- 26-66090 og 546-26-6609. Kt. 660903-2590. Með fyrirfram þakklæti fyrir stuðninginn. Opið bréf til auðmanna Íslands Ásgerður Jóna Flosadóttir biður auðmenn Íslands að styrkja Fjölskylduhjálpina »Mikið væri það ynd-islegt að geta út- hlutað vikulega nýjum fiski, kjúklingum, kjöti og góðu úrvali grænmet- is í stað þess að úthluta kjörfarsi og bjúgum. Ásgerður Jóna Flosadóttir Höfundur er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Stjórn landssamtakanna Lands- byggðin lifi, LBL, sendi undirritaða sem annan fulltrúa sinn á fund Hela Norden ska leva, HNSL, sem fór fram á Álandseyjum dagana 24. og 25. ágúst sl. Ævintýraleg saga Álandseyja Vegna hernaðarlega mikilvægrar legu sinn- ar í Eystrasalti við mynni Helsingjabotns voru eyjarnar áður fyrr bitbein evrópskra her- velda. Þegar Rússar náðu Finnlandi af Sví- um 1809 fylgdu Álands- eyjar með. Síðan voru eyjarnar lengi hersetn- ar af Rússum. Þegar Bretum og Rússum laust saman í Krím- stríðinu upp úr miðri 19. öld gerðu Bretar flotaárás á eyjarnar. Upp úr því stríði komu menn sér saman um sérstöðu eyjanna og voru þær lýstar frið- arsvæði, og engar her- stöðvar mátti hafa þar. 1917 losnuðu Finnar undan Rússum og urðu sjálfstæð þjóð. Sama ár fór fram þjóð- aratkvæðagreiðsla á Álandseyjum. Kaus yf- irgnæfandi meirihluti eyjarskeggja að sameinast Svíþjóð, enda var og er mikill meirihluti þeirra sænskumæl- andi. Hófst nú deila Svía og Finna um hvort eyjarnar ættu að vera hluti af Svíþjóð eða Finnlandi. Deilunni lauk þegar Þjóðabandalagið kvað upp þann úrskurð 1921, að eyjarnar skyldu vera hluti af Finnlandi en með nokkurt sjálfstæði. Einnig var ítrek- að í úrskurðinum, að engar her- stöðvar mættu vera á eyjunum. Svíar lýstu því yfir, að þeir væru ósammála úrskurðinun, en mundu hlíta honum. Nú má líta svo á, að Álandseyjar séu hérað innan Finnlands, en með eigið þing og fjárlög. Opinbert tungu- mál er sænska. Heildarsamtök byggða á Finnlandi veittu eyjar- skeggjum fjárstuðning, svo að þeir gætu staðið myndarlega að fyrsta fundi sínum í Hela Norden ska leva. Hela Norden-fundurinn Af Norðurlöndunum, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Íslandi, eru Álandseyjar yngstar í samtök- unum Hela Norden ska leva. Fyrsti formaðurinn þar er Mikael Ericksson, ung- ur maður og ákveðinn. Mikael hafði boðið tveimur fulltrúum frá hverjum lands- samtökum áður upptal- inna landa til fundarins. Norðmenn sendu engan fulltrúa, Danir tvo, Finnar og Svíar einn hvor, en frá Íslandi mættu tveir fulltrúar, ég og formaður LBL, Ragnar Stefánsson. Mikael hafði und- irbúið fundinn vel og boðið var upp á meiri til- breytingu en venjulega. Við fengum að skoða fræga seglskútu, Pom- mern, sem lá við hafn- arbakkann. Skútan hef- ur að geyma merkilegar stríðsminjar og er gest- um og gangandi til sýn- is. Það var einstök upp- lifun að ganga um skútuna og skoða mynd- ir af raunverulegum at- burðum á veggjum hennar, sem tengdu okkur beint við söguna og harða lífs- baráttu eyjaskeggja áður fyrr. Einnig var okkur boðið í skoð- unarferð um eyjarnar og í lokin á viðamikinn söngleik með færustu listamönnum frá löndunum kringum Eystrasalt. Markmið tónleikanna var að safna fé til verndunar Eystrasalt- inu, sem er orðið það mengað, að fisk- arnir, sem veiðast þar, eru varhug- arverðir heilsu manna. Tónleikarnir voru einstök upplifun. Hela Norden-fundurinn var hald- inn í sumarbústað Mikaels. Stóð fundurinn yfir á annan dag og var því ein gistinótt í dæminu. Deildi ég þá herbergi með varaformanni sænsku heildarsamtakanna, Hela Sverige ska leva. Þau samtök eru rótin að HNSL. Varaformaðurinn, Inez Abrahamson, er heilsteypt persóna og á sér langa sögu í virku starfi að byggðamálum. Við náðum vel saman. Á fundinum var markvisst tekið á málum HNSL og farið dýpra ofan í saumana á markmiðum og framtíð- arstefnu samtakanna en venjulegt er á styttri fundum, sem haldnir eru t.d. í tengslum við byggðaþing. Á fundum hjá HNSL kemst fólk ekki upp með neitt múður og langlokutal. Skýrt mál og málefnaleg umræða er það eina sem gildir. Yfirleitt eru allir, sem mæta á fundi HNSL, á kafi í málum, sem lúta að framförum á landsbyggðinni. Hjá bæði finnska og sænska fulltrúanum er það fullt starf. Enda hefur Svíum og Finnum gengið betur en öðrum Norðurlandaþjóðum að aðlaga sig nú- tímanum til hagsbóta fyrir lands- byggðina. Merkileg verkefni á vegum Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni, sem er deild í LBL Athygli vöktu þau tvö verkefni, sem Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni standa að og ég kynnti þarna með nokkru stolti. Ber þar fyrst að nefna unglingaverkefnið, Heimabyggðin mín. Unglingum í efstu bekkjum grunnskólans gefst þar tækifæri til að hugleiða, hvernig heimabyggð þeirra geti orðið að betri stað til að búa á eða að eftirsókn- arverðari stað til að flytjast til. Hitt verkefnið, sem við köllum nýja verkefnið okkar, fjallar um ostafram- leiðslu á heimavelli. Það verkefni vinnum við í samvinnu við Svía og Norðmenn. Bæði þessi verkefni vöktu athygli og umræðu, þykja metnaðarfull og spennandi. Lykillinn að árangri í byggðaþróun samtímans felst í að vinna að verk- efnum, sem byggjast á frumkvæði og áhuga fólksins, sem býr á lands- byggðinni. Á þá strengi er leikið í báðum þessum verkefnum. Í ferðalok má segja, að hlýtt viðmót fulltrúa hinna Norðurlandanna muni ylja mér um hjartaræturnar í fram- tíðinni. Jákvæðir straumar frá Hela Norden ska leva, Norðurlöndin lifi Fríða Vala Ásbjörnsdóttir skrifar um Álandseyjar og Hela Norden-fund » Á fundumhjá HNSL kemst fólk ekki upp með neitt múður og lang- lokutal. Skýrt mál og mál- efnaleg umræða er það eina sem gildir. Fríða Vala Ásbjörnsdóttir Höfundur er verkefnisstjóri og formaður Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni. ✝ Þórður IngiGuðmundsson fæddist í Reykjavík 29. apríl 1991. Hann lést á Barnaspítala Hringsins 22. sept- ember sl. eftir slys sem hann varð fyrir í skólasundi í Sund- laug Kópavogs 26 apríl sl. Foreldrar Þórðar Inga eru Hólmfríður Þórðardóttir og Guðmundur Sig- urjónsson. Hólm- fríður giftist Sigurjóni Kjart- anssyni og ólst Þórður upp hjá þeim. Bræður Þórðar eru Kjartan Logi Sigurjónsson f. 1998, og Egill Gauti Sigurjónsson, f. 2000. Hólmfríður er dóttir Hjördísar Bjartmarsdóttur (látin) og Þórðar Jónassonar. Seinni kona Þórðar er Fanney Lára Ein- arsdóttir. Foreldrar Guðmundar eru Her- dís S. Guðmunds- dóttir og Sigurjón Jóhannesson. For- eldrar Sigurjóns eru Bergljót S. Sveins- dóttir og Kjartan Sigurjónsson. Þórður Ingi var nemandi í Engja- skóla til 2001 og síð- an í Snælandsskóla. Hann æfði knatt- spyrnu, fyrst með Fjölni í Grafarvogi frá 1997-2001 og síðan með HK í Kópavogi frá 2001 til dauðadags. Hann var einn- ig aðstoðarþjálfari yngri flokka HK frá 2006. Útför Þórðar Inga fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 1. okt. kl. 15. Kveðja frá mömmu Takk fyrir að fá að njóta samvista við þig, elsku drengurinn minn, þessi tæp sextán og hálft ár sem við áttum saman. Auðvitað hefði ég viljað hafa þig hérna hjá mér í þessu lífi miklu miklu lengur. Þú varst svo ótrúlega vel af Guði gerður. Afburða námsmaður, góður íþróttamaður, hafðir ríka tónlistar- gáfu enda lærðir þú bæði á þver- flautu og gítar. En fótboltinn átti hug þinn allan þín síðustu ár. Þú varst metnaðarfullur, hafðir ríka réttlætiskennd og varst umfram allt góður strákur. Húmorinn þinn var hárbeittur, svolítið svartur og náðum við mæðginin þar vel saman. Þú gast nú líka verið dálítið þrjóskur og bráður á köflum, sérstaklega ef þitt lið tapaði leik eða þér fannst þú órétti beittur. En þú kunnir líka þá list að geta fyrirgefið. Nokkuð sem ekki öllum er gefið. Ég er þakklát fyrir kvöldið sem við áttum saman. Kvöldið fyrir hið örlagaríka slys. Við horfðum saman á Liverpool-leik og spjölluðum svo fram eftir kvöldi. Við vorum náin og samrýnd mæðgin og það sem ég gaf þér fékk ég margfalt til baka. Ég sakna þín svo óendanlega mik- ið, en vonandi læri ég að lifa lífinu án þín í framtíðinni. Megi Guð varðveita þig elsku drengurinn minn. Ég kveð þig með vögguvísunni sem ég söng alltaf fyrir þig þegar þú varst yngri. Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. (Jóhann Sigurjónsson) Mamma. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku Þórður minn. Þetta var bænin sem þið mamma þín fóruð svo oft með fyrir svefninn þegar þú varst lítill. Ég man hvað var mikil eining á milli þín og mömmu þinnar þegar ég kom inn í líf ykkar, þú þá um þriggja ára gamall. Þú verndaðir hana og hún verndaði þig. Þetta einstaka samband á milli ykkar hélst til síð- asta dags. Þú varst svo mikil hetja í augum yngri bræðra þinna, sem dýrkuðu þig og dáðu. Stóri bróðir sem gat haldið bolta á lofti þúsund sinnum. En þú varst líka hetja í aug- um okkar mömmu þinnar. Hetjan sem var svo góð í að skilja kjarnann frá hisminu. Maður gat alltaf leitað til þín um góð ráð, meira að segja þegar þú varst fimm ára. Stundum fannst manni að þú hugsaðir eins og hundrað ára gamall vitringur. Ég sakna svo nærveru þinnar. Ég veit ekki hvort ég mun nokkurn tím- ann gera eytt síðasta SMS-inu sem þú sendir mér, helgina fyrir slysið og þú í draumaferðinni þinni á Anfield í Liverpool. Liverpool voru þín trúar- brögð. Þú hafðir svo hárbeittan húm- or, djúpa og skýra hugsun. Þú hafðir allt til brunns að bera. Frábær námsmaður og músíkalskur. Fót- boltinn átti hug þinn allan. Þar barð- ist þú um á hæl og hnakka og settir þér háleit markmið, þótt þú værir ekkert að flíka þeim. Þú áttir líka bjarta framtíð fyrir þér á sviði þjálf- unar og varst einstaklega natinn og þolinmóður við yngri strákana í bolt- anum. En 26. apríl sl. breyttist líf okkar allra, þegar þú drukknaðir í Kópa- vogslaug, varst lífgaður við og lást meðvitundarlaus í næstum fimm mánuði, fyrst á gjörgæslunni í Foss- vogi og svo á Barnaspítala Hrings- ins. Í því ástandi sýndir þú okkur í eitt skipti fyrir öll hve mikill baráttu- jaxl þú varst. Þú sýndir okkur mömmu þinni svo oft merki um að þú heyrðir í okkur og skildir hvert orð. En súrefnisskorturinn sem heila- stofninn varð fyrir við slysið var svo mikill að meðvitundin lét á sér standa og að lokum varð langlegan þér að falli. Við erum samt þakklát fyrir þennan tíma sem við fengum með þér og gerum okkur grein fyrir að þú hefðir aldrei getað sætt þig við að vera bundinn við hjólastól og ekki geta stjórnað líkamshreyfingum þín- um þótt þú hefðir komist til meðvit- undar. Þú ert frjáls núna, Þórður. Hlauptu. Haltu á lofti þúsund sinn- um. Þakka þér fyrir að leyfa okkur að kynnast þér, elsku sonur. Pabbi Sigurjón. Aufúsugestur var Þórður Ingi þegar hann kom í heimsókn til afa síns og ömmu á Húsavík allt frá því hann var þar ungabarn með foreldr- um sínum í fyrsta sinn og þar til þess hann kom þar síðsumars 2006. Sum- arið 2007 var för hans ráðgerð norð- ur með föður sínum eins og jafnan en þangað átti hann ekki afturkvæmt er örlög hans voru svo skyndilega og óvænt ráðin. Í síma var þó rætt við Þórð Inga fram undir lokadag og þá tíundaði hann fyrir afa sínum og ömmu hvað á dagana hefði drifið og hafði frá mörgu að segja. Glaður drengur og góður mega gjarnan vera einkunnarorð um hann. Glaðværð hans smitaði út frá sér. Hann var félagslyndur, hógvær, tranaði sér ekki fram, viðkvæmur í lund. Hann var ekki hár í lofti þegar hann í garði ömmu sinnar og afa lék sér með frændsystkinum sínum og fleirum að knetti þar sem reynitré tvö voru marksúlur og ekki skorti marksæknina. Þórður Ingi var snemma fylginn sér í fótboltanum og hafði yndi af leiknum, iðkaði knatt- tækni og hafði næmt auga fyrir sam- leik. Hann var athugull og yfirvegaður, vel að sér og fylgdist grannt með því sem fyrir augu og eyru bar. Við Botnsvatn skammt frá Húsavík fór hann í berjamó á sumrin, lék sér ungur við að veiða hornsíli í Vatninu, veiddi fisk við bryggju, fór í hvala- Þórður Ingi Guðmundsson MINNINGAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.