Morgunblaðið - 01.10.2007, Side 2
2 MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
knattspyrna
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar
sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
Willum Þór hefur þjálfað mfl. karla
samfellt í áratug eða frá árinu 1997
og á þessum tíma hefur hann landað
þremur Íslandsmeistaratitlum og
einum bikarmeistaratitli. Hann
gerði KR að meisturum 2002 og 2003
en hann tók við Val fyrir leiktíðina
2005. Liðið varð bikarmeistari 2005
og endaði í 3. sæti deildarinnar. Í
fyrra endaði Valur í öðru sæti á eftir
FH og í ár tókst Hlíðarendaliðinu að
velta Fimleikafélaginu úr efsta sæt-
inu. Árangur Vals í ár athygliverður
þegar litið er á þær aðstæður sem
liðið hefur búið við á undirbúnings-
tímabilinu.
Lið án heimilis
Valur er lið sem hefur hvergi átt
heima undanfarin tvö ár en gríðarleg
uppbygging hefur staðið yfir á
heimavelli félagsins, Hlíðarenda.
Leikmenn Vals í öllum flokkum hafa
verið á faraldsfæti um alla Reykja-
víkurborg til þess að æfa við ýmsar
aðstæður og segir þjálfarinn að það
hafi verið mikil áskorun fyrir leik-
menn og forsvarsmenn liðsins að æfa
með þessum hætti.
„Við vorum út um allt að æfa. Þar
má nefna Sporthúsið, Egilshöll,
Hreyfingu, Leiknisvöll og Hlíðar-
enda þegar færi gafst. Við tókum þá
ákvörðun að æfa mikið í Sporthúsinu
á pínulitlum velli með 25 manna hóp.
Það gerðum við til þess að yngri
flokkarnir gætu æft eitthvað á skikk-
anlegum tímum á gervigrasvöllum
annarra félaga. Ég tel að leikmenn
liðsins hafi mætt þessu vandamáli
með opnum hug og við reyndum að
vera jákvæðir og hafa gaman af
þessari áskorun.“ Willum segir að
það verði lítil breyting á undirbún-
ingstímabili Vals fyrir næstu leiktíð.
„Því miður er ekki búið að ljúka við
að byggja upp góða vetraraðstöðu
fyrir knattspyrnumenn og konur í
Val. Að öðru leyti er aðstaða félags-
ins í hæsta gæðaflokki en ég tel að
það þurfi að flýta framkvæmdum við
uppbyggingu á gervigrasvelli við
Hlíðarenda á næstu misserum. Ekki
síst fyrir yngri flokka félagsins sem
eru að glíma við sömu vandamál og
við.“
Leikurinn gegn Cork var slys
Þjálfarinn telur að kveikjan að vel-
gengni liðsins á þessari leiktíð hafi
komið eftir lægð sem liðið var í í lok
júní. „Við töpuðum gegn ÍA og gegn
Cork frá Írlandi í Evrópukeppninni.
Það voru vissulega mikil vonbrigði
að ná ekki betri árangri í Evrópu-
keppninni en ég lít svo á að heima-
leikurinn gegn Cork hafi verið slys,
2:0-tap, en 1:0-sigur okkar á útivelli
sýndi okkur hvað við gátum gert. Í
kjölfarið náðum við að sigra FH á
Laugardalsvelli, 4:1, og eftir það
fannst mér við alltaf að vera taka eitt
skref í átt að meistaratitlinum.“
Samstaða leikmannahópsins er
efst í huga þjálfarans þegar hann er
spurður um styrkleika Valsliðsins.
„Það sem mér finnst standa upp úr
er að menn eru ekkert að draga úr
eða væla þegar á móti blæs. Ég nefni
leikmenn á borð við Daníel Hjalta-
son, Hafþór Ægi Vilhjálmsson,
Gunnar Einarsson, Kristinn Hafliða-
son, Dennis Bo Mortensen og fyr-
irliðann Sigurbjörn Hreiðarsson.
Baldur Bett hefur líklega aldrei leik-
ið eins vel á ferlinum sem varnar-
sinnaður miðjumaður. Sigurbjörn
fékk að finna fyrir þeirri samkeppni
og hann var kominn í þá stöðu að
vera varamaður. Sigurbjörn tók
þessu eins og menn eiga að gera.
Hann hvatti menn áfram á æfingum
og lagði enn harðar að sér. Þegar við
þurftum á honum að halda eftir að
Baldur fór úr axlarlið þá sýndi fyr-
irliðinn hvað í honum býr. Ég get
fullyrt að Sigurbjörn hefur aldrei
leikið betur en gegn FH í næst síð-
ustu umferð. Þessi andi var til staðar
í hópnum í allt sumar.“
Willum nefnir einnig að koma
Helga Sigurðssonar til Vals hafi
reynst happafengur. „Helgi er mjög
sérstakur framherji. Hann er alltaf
ógnandi og sér alltaf möguleika í öll-
um stöðum fyrir framan markið.
Hann fer alltaf stystu leiðina að
marki og þeir eru vandfundnir fram-
herjar sem leggja eins mikið á sig
fyrir liðið.“
Valsliturinn er rauður en sá litur
hefur aldrei farið á loft hjá dómurum
Landsbankadeildarinnar sem dæmt
hafa leiki Valsliðsins en leikmenn
liðsins fengu aldrei rautt spjald í 18
leikjum.„Við höfum lagt mikla
áherslu á það að halda okkur við
knattspyrnureglurnar þegar kemur
að brotum og slíku. Þannig er það á
æfingum og þannig á það að vera í
leikjum. Menn eiga heldur ekki að
vera tuða eitthvað í dómaranum. Það
hefur ekkert upp á sig.“
Aðstoðarþjálfarinn tók
út meiðslin fyrir liðið
Valsliðið hefur einnig verið tiltölu-
lega heppið með meiðsli en Willum
segir að aðstoðarþjálfari Vals, Þór
Hinriksson, hafi verið sá sem hefur
séð um að taka út meiðslin fyrir leik-
mannahópinn. „Þór hefur lent í ýmsu
á undanförnum árum, slitið hásin,
fengið högg og skrámur, og hann var
sá eini sem gat ekki lyft bikarnum á
loft á laugardaginn þar sem hann fór
í aðgerð s.l. fimmtudag. Þór sleit
vöðvafestingu í upphandleggsvöðva
á æfingu hjá okkur, þar sem hann
var í marki, og menn leggja ýmislegt
á sig fyrir Val,“ sagði Willum Þór
Þórsson.
„Vorum út um allt að æfa“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sá stóri Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, átti ekki í vandræðum að lyfta Íslandsbikarnum á loft á Laugardalsvelli enda vanur maður þar á ferð.
„ÉG er aðeins að ná áttum eftir við-
burðaríkan sólarhring. Sigurhátíð
Valsmanna á Hlíðarenda á laug-
ardagskvöld sýndi að stuðnings-
menn liðsins voru búnir að bíða
lengi eftir Íslandsmeistaratitlinum.
Það voru miklar tilfinningar í gangi
á þeirri hátíð og gaman að sjá
gamla og gegnheila Valsmenn
fagna með þessum hætti,“ sagði
Willum Þór Þórsson þjálfari Vals
en liðið tryggði sér Íslandsmeist-
aratitilinn í lokaumferð Lands-
bankadeildarinnar eftir 1:0-sigur
gegn HK.
Í HNOTSKURN
»Valur varð síðast meistariárið 1987 undir stjórn Ian
Ross. Frá þeim tíma hafa 10
þjálfarar komið að hjá félag-
inu. Hörður Helgason, Guð-
mundur Þorbjörnsson, Ingi
Björn Albertsson, Kristinn
Björnsson, Hörður Hilm-
arsson, Sigurður Grétarsson,
Ejub Purisevic, Þorlákur
Árnason, Njáll Eiðsson og
Willum Þór Þórsson.
»Ólafur Jóhannesson þjálf-ari FH lék 5 leiki með Val
árið 1987 þegar liðið varð síð-
ast Íslandsmeistari.
»Valur hefur 20 sinnumfagnað Íslandsmeist-
aratitlinum.
„Samstaðan í hópnum er einstök,“ segir Willum Þór Þórsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs Vals
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
GRÍMUR Sæmundsen, formað-
ur Knattspyrnufélagsins Vals,
brosti allan hringinn þegar
Morgunblaðið dró hann út úr
búningsklefa Valsmanna þar
sem langþráðum Íslandsmeist-
aratitli var fagnað á viðeig-
andi hátt.
Grímur var fyrirliði Vals í
mörg ár og lyfti bikarnum á
loft árið 1985 en það ár lagði
hann skóna á hilluna.
„Það er stórkostlegt að vera
formaður Vals og ég held að
þetta ár sé að verða eitt
stærsta árið í sögu félagsins.
Íslandsmeistarar í karla- og
kvennaflokki í fótboltanum,
Íslandsmeistari karla í hand-
bolta og ný mannvirki á Hlíð-
arenda. Það er stórkostleg
stemning í klúbbnum,“ sagði
Grímur við Morgunblaðið.
„Ég kom að liðinu þegar
það féll í fyrsta sinn úr efstu
deild árið 1999 sem formaður
knattspyrnudeildarinnar. Ég
tók þátt í að koma liðinu upp
ári seinna. Við féllum aftur
2001, fórum upp 2002 og þá
tók ég við sem formaður fé-
lagsins. Við fórum aftur niður
2003 en unnum sæti okkar í
efstu deild ári síðar svo þetta
er búið að vera mikil brekka
sem við höfum gengið í gegn-
um. En með þrotlausri vinnu
hefur okkur nú tekist að upp-
skera og framtíð félagsins er
ákaflega björt. Krafturinn í
félaginu er gríðarlegur og
mér er til efs að önnur lið
hefðu getað gengið í gegnum
svona mótlæti. Okkur tókst
það fyrst og fremst vegna
þess hve kjarninn er sterkur
hjá Val.“
Hvað heldur þú að hafi gert
útslagið með að Valur stóð
uppi sem sigurvegari?
„Það er margt sem spilaði
þar inn í. Strákarnir héldu
alltaf sínu striki og létu ekki
slá sig út af laginu þótt FH
væri í forystusætinu nær allan
tímann. Willum náði að halda
einbeitingunni í liðinu allan
tímann og á sama tíma og FH
missti dampinn og spilaði ekki
eins vel og það gerði gripu
mínir menn tækifærið.“
Krafturinn gríð-
arlegur í félaginu
Grímur Sæmundsen, fyrrverandi fyrirliði
Vals og núverandi formaður félagsins, seg-
ir þrotlausa vinnu vera að skila árangri