Morgunblaðið - 09.11.2007, Page 4

Morgunblaðið - 09.11.2007, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ bílar HIÐ vel þekkta mótorhjól sem hóf vinsældir nakinna mótorhjóla upp í hæstu hæðir er nú endurfætt og hef- ur fengið heitið Ducati Monster 696. Breytingarnar á hjólinu eru talsvert miklar og líklega verður það fyrsta sem harðir Ducati aðdáendur taka eftir Trellis–grindin fræga en hún er nú orðin æði snubbótt því hún endar um miðbik hjólsins þar sem öllu hefð- bundnari steypt álgrind tekur við. Horfið frá fyrri gæðum Form hjólsins er svipað því sem áð- ur var en þó er allt orðið nýtískulegra en það er einmitt á skjön við þá hug- myndafræði sem gamla Monster hjólið byggði á því það var hrein og klár vísun í gamla tíma einfaldra en öflugra mótorhjóla sem ætluð voru fyrir götuna. Ducati tapar þó litlu af ljómanum sem umlykur merkið og hefur fyrir- tækið reynt að gæta þess að halda í „Fríða og dýrið“ ímyndina og því er mótorhjólið í senn kraftalegt á að líta og létt. Hjólið var kynnt 5. nóvember á al- þjóðlegu mótorhjólasýningunni EICMA í Mílanó og vakti hið nýja skrímsli mikla eftirtekt enda er hjólið orðið eins konar goðsögn og hefur meðal annars átt stóran þátt í að rétta við fjárhag Ducati. Vél hjólsins er tveggja strokka og skilar 80 hestöflum og á að vera mjög þýðgeng. Til að stöðva gripinn eru frambremsurnar mjög öflugar fyrir hjól í þessum flokki en þær eru 320 mm og með fjögurra stimpla dælum. Ducati kynnti einnig til sögunnar tvö önnur ný mótorhjól, 848 og 1098 R en þeir gripir eru ekki þeir hent- ugustu fyrir íslenskar aðstæður en engu síður afskaplega heitir og heillandi. Nýtt skrímsli Skrímslið Ducati Monster er endurfætt í 696 gerðinni og mun hjólið hækka mörg þau viðmið sem tengjast þessum flokki mótorhjóla. RUTH Kelly, samgönguráðherra Bretlands, hefur hvatt ríki Evrópu- sambandsins (ESB) til að setja það sem takmark að í útblæstri nýrra bíla verði magn gróðurhúsalofts, koltví- ildis, ekki yfir 100 grömmum á kíló- metra að meðaltali á árabilinu 2020– 2025. Kelly segir við breska blaðið The Times að með þessum tímaramma, þ.e. að markmiðinu verði náð innan 13–18 ára, hafi bílafyrirtækin góðan tíma til að þróa nýjar tæknilausnir er geri þeim kleift að uppfylla skilyrðin. Umhverfisverndarsamtökin Friends of the Earth hafa hvatt til þess að fyrir árslok 2020 nemi útblástur gróð- urhúsalofts frá bílum að jafnaði ekki meira en 80 grömmum á kílómetra, sem er um helmingi minna magn en nýir fólksbílar á breskum markaði í dag losa að jafnaði.Morgunblaðið/ÞÖK Vill takmarka útblástur CO2 við 100 g/km M.Benz ML350 Special Edition, árg. 2005, ek.65þús.km, Bose hljómtæki, Verð 4490 þús. kr. Stórglæsilegur bíll!! Dodge Ram 2500, árg. 2006, ek.13 þús. km, Verð Tilboð 4150 þús. kr. áhv. 1700 þús. kr. Verð áður 4390 þús. kr. Gullfallegur bíll!! MMC Galant GLSI/Sendan, árg. 2002, ek.98 þús. km, Verð 1490 þús. kr, áhv.1000 þús .kr. Jeep Cherokee overland, árg. 2004, ek. 49 þús. km, Verð tilboð 2750 þús. kr, áhv.1420 þús. kr, Verð áður 2990 þús. kr. Ford F350 Crew 4X4, árg. 2005, ek. 96 þús. km, Verð 3690 þús. kr. áhv. 2400 þús. kr. Dodge Ram 2500 Hemi 4X4 37" Breyttur, árg. 2006, ek. 42 þús. km, Bedslider, NMT, o.fl. Verð 3990 þús. kr. Einn góður á rjúpuna!! Ford Mondeo Ghia Station, árg. 2001, ek. 75 þús. km, Verð 1070 þús. kr, áhv. 990 þús. kr. Fæst á yfirtöku+sölulaun Chrysler Sebring LX Plus, árg. 2002, ek.91 þús. km, Verð tilboð 850 þús. kr, Verð áður 990 þús. kr. Glæsilegur bíll!! Jeep Grand Cherokee Limited 4X4, árg. 2004, ek. 40 þús. km, einn með öllu, Verð Tilboð 2990 þús. kr, áhv.1850 þús. kr. Range Rover Sport Dísel, árg. 2006, ek.16 þús. km, Verð 6990 þús. kr. Funahöfða 1 • Opið virka daga kl. 10:00-18:30 • Laugardaga kl. 12:00-16:00 M bl 9 33 20 7 Haft er eftir þýska tímaritinu Der Spiegel að áform séu uppi um að breyta svæðinu, þar sem Nürburgring kappakstursbrautin og hin frægi hringur Nordschleife eru staðsett, í skemmti- garð. Þegar hefur viðamikil áætlun verið lögð fyr- ir þá sem málið varðar og ætti málið líklega að sækjast auðveldlega þar sem brautin er talin ábyrg fyrir þeirri gríðarlegu uppbyggingu sem orðið hefur í héraðinu síðan norðurhluti brautarinnar var opnaður árið 1927. Síðast- liðin 80 ár hefur fólk alls staðar að sótt Nür- burgring heim og nú er svo komið að svæðið, sem var eitt af fátækustu héruðum Þýska- lands, annar engan veginn eftirspurn enda heimsækja svæðið um tvær milljónir gesta á hverju ári. Gríðarleg tækifæri Forsvarsmenn svæðisins hafa uppi hug- myndir um að byggja svæðið upp á fjórum mismunandi meginstoðum en þær eru kapp- akstur, viðskipti, ævintýri og ferðalög. Áætl- anirnar munu svo verða að veruleika á næstu tveimur árum en 150 milljónum evra, um 13 milljörðum íslenskra króna, verður varið í verkefnið og er vinna við það þegar hafin. Meðal þess sem á að verða í boði á svæðinu verður fjögur þúsund fermetra skáli fyrir áhorfendasport eins og risatrukkasýningar, mótorhjólakeppnir og jafnvel tónleika en jafn- framt verður boðið upp á hefðbundnari skemmtigarð í ætt við Disney World. Á svæðinu verður einnig byggt 4 stjörnu hótel með gistirými fyrir 400 manns sem ætti að koma sér vel þar sem ein af stúkum svæð- isins verður endurbyggð svo hægt sé að höfða jafnt til þeirra sem vilja sjá kappakstur sem og viðskiptalífsins sem þar myndi hafa spennandi vettvang fyrir hvers konar viðskiptatengsl. Meginþema svæðisins verður eftir sem áður Nürburgring og Nordschleife og mun verða sterklega byggt á þeim hefðum sem skapast hafa í kringum þetta heillandi og fallega svæði í Þýskalandi. Nürburgring breytt í skemmtigarð Stórt Áætlað er að byggja yfir hluta mótorsportsins í Nürburgring með fjögur þúsund fermetra höll sem á að rúma 4500 manns í sæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.