Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Náttúrufræðingur óskast Náttúruminjasafn Íslands sem starfar skv. lögum nr. 35/2007 er höfuðsafn á sviði náttúrufræða og er hlutverk þess að varpa ljósi á náttúrusögu landsins, nýtingu náttúruauð- linda, samspil manns og náttúru og á náttúru landsins í alþjóðlegu samhengi. Náttúruminjasafn Íslands óskar eftir að ráða náttúrufræðing til starfa við skipulagningu og uppbyggingu safnsins. Umsækjendur skulu hafa lokið meistara-, doktorsprófi eða sambærilegu prófi og hafa haldbæra reynslu við kennslu og/eða rannsóknir. Um laun og önnur starfskjör fer eftir kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi Torfason forstöðumaður í síma 577 1800 eða 899 0868, netfang heto@natturuminjasafn.is. Skriflegum umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skila til skrifstofu Náttúruminjasafns Íslands, Túngötu 14, 101 Reykjavík eða í tölvupósti til heto@natturu- minjasafn.is. Umsóknarfrestur er til 10. desember 2007. Náttúruminjasafn Íslands, 22. nóvember 2007. Pólýhúðun er nútíma lökkunarfyrirtæki búið nýjustu tækni til duftlökkunar á málmhlutum. Starfsemin hefur verið í eigin hús- næði að Smiðjuvegi 1, Kópavogi síðan 1998 og hafa umsvifin aukist á ári hverju. Í hverjum mánuði eru húðaðir þúsundir fer- metra af hinum ýmsu verkefnum allt frá nöglum og skrúfum upp í heilu hringstigana. Fjölbreytni er eitt af kjörorðum okkar enda er ekkert verkefni svo smátt eða stórt að við tökum ekki á því. MÓTTAKA/SÍMAVARSLA Hæfniskröfur: ● Sjálfstæði í starfi og nákvæm vinnubrögð ● Áhugi og metnaður til að ná árangri ● Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund Starfssvið: ● Símsvörun fyrir Pólýhúðun og Formaco ● Móttaka viðskiptavina í Pólýhúðun ● Gjaldkerastörf og útprentun reikninga í Pólýhúðun Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 9-17 alla virka daga. Um framtíðarstarf er að ræða Pólýhúðun er í eigu Formaco ehf. Upplýsingar um störfin veitir Svava Þorsteinsdóttir starfsmannastjóri Formaco í síma 412-1755. Vinsamlegast sendið umsóknir og ferilskrár á svava@formaco.is. Umsóknarfrestur er til 5. desember 2007.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.