Morgunblaðið - 25.11.2007, Page 8

Morgunblaðið - 25.11.2007, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Svæfingalæknir Laus er staða svæfingalæknis við Heilbrigðis- stofnun Suðurlands á Selfossi. Starfshlutfall er samkomulagsatriði. Einnig er mögulegt að tveir læknar sinni þessu verkefni. Við mat á umsóknum verður mikið lagt upp úr eiginleikum sem lúta að samstarfi og sveigjan- leika, skipulögðum og sjálfstæðum vinnu- brögðum og hæfni í samskiptum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Lækna- félags Íslands og fjármálaráðherra eða sam- kvæmt samningi læknafélaganna og TR. Staðan veitist frá 1. jan. 2008 eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar um stöðuna veitir Óskar Reykdals- son, framkvæmdastjóri lækninga, í síma 868- 1488 eða á netfangi: oskar@hsu.is Umsóknir ásamt staðfestum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist á viðeigandi eyðublöðum sem fást á skrifstofu landlæknis til Óskars Reykdalssonar fyrir 7. des. nk. Heilbrigðisstofnun Suðurlands var stofnuð 1. sept. 2004 við sameiningu heilsugæslustöðva á Suðurlandi og Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. Þjónustusvæði stofnunarinnar nær til um 20.000 íbúa á Suðurlandsundirlendinu. Um er að ræða 8 heilsugæslustöðvar, eitt sjúkrahús á Selfossi með 55 sjúkrarúm, auk þess sem stofnunin rekur Réttargeðdeildina á Sogni í Ölfusi. Alls eru um 220 stöðugildi við Heilbrigðis- stofnun Suðurlands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.