Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 B 9
Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjár-
málaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum, Fossvogi og
Hringbraut, skrifstofu starfsmannamála, Eiríksgötu 5, á heimasíðu
www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í
störf á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
Landspítali er reyklaus vinnustaður.
Sálfræðingur
Laust er til umsóknar fullt starf sálfræðings við sálfræði-
þjónustu LSH. Starfið felur einkum í sér sálfræðiþjónustu á
endurhæfingarsviði, Grensásdeild, sem sinnir fjölbreyttu
og krefjandi endurhæfingarstarfi. Reynsla af störfum á
sjúkrahúsi er æskileg sem og reynsla af meðferðarsam-
starfi við aðrar fagstéttir og af rannsóknar-störfum.
Leitað er eftir sálfræðingi með mjög góða samstarfs-hæfi-
leika. Starfið er laust frá 1. janúar 2008 eða eftir sam-
komulagi.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um mennt-
un, fyrri störf og rannsóknir.
Mat á umsóknum byggist á innsendum gögnum og við-
tölum við umsækjendur.
Umsóknir berist fyrir 10. desember 2007 til Eiríks Arnar
Arnarsonar, forstöðusálfræðings 23C við Hringbraut, og
veitir hann upplýsingar í síma 543 9216, netfang :
eirikur@landspitali.is.
M
bl
.9
3
4
0
2
0
M
bl
.9
3
4
0
2
0
M
bl
.9
3
4
0
2
0
Grundarfjarðarbær
Starf aðalbókara
og ritara
Grundarfjarðarbær auglýsir starf
aðalbókara og ritara á skrifstofu
bæjarins laust til umsóknar.
Aðalbókari og ritari sér um og annast vinnu
við bókhald og fjárreiður bæjarins og stofnana
hans. Unnið er að verkefnum í samstarfi við
aðra starfsmenn á skrifstofunni og skrifstofu-
stjóra. Viðkomandi aðstoðar við uppgjör og
tekur þátt í öðrum störfum á skrifstofunni, svo
sem umsjón með heimasíðu, aðstoð við
nefndir, bréfaskriftir fyrir nefndir og bæjar-
stjórn, kemur að launavinnslu o.fl. Næstu yfir-
menn eru skrifstofustjóri og bæjarstjóri.
Starfið er fjölþætt og er eitt stöðugildi.
Grundarfjörður er framsækið sveitarfélag með
rúmlega níu hundruð íbúa. Góð þjónusta er í
bænum, þ. á m. fjölbrautaskóli, grunn- og
leikskóli, tónlistarskóli, heilsugæsla, verslanir,
ýmis önnur þjónusta, verktakafyrirtæki og
íþróttaaðstaða. Umhverfi og náttúrufegurð við
Breiðafjörðinn eru víðkunn og rómuð.
Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem
er skipulagður og agaður í störfum og hefur
mikla hæfileika til góðra mannlegra samskipta.
Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólamennt-
un sem nýtist í starfinu, en góð reynsla af sam-
bærilegu starfi kemur vel til greina. Viðkom-
andi þarf að búa yfir góðri þekkingu og færni í
tölvuvinnslu. Starfsmaðurinn hefur samstarf
við alla starfsmenn og stjórnendur bæjarins og
einnig eru mikil samskipti við íbúana.
Leiðbeint og aðstoðað verður við húsnæðisleit
ef þörf er á því.
Umsóknarfrestur er til og með 4. desem-
ber 2007. Umsóknum ásamt upplýsingum um
menntun og ferilskrá (CV) skal skila til skrif-
stofu Grundarfjarðarbæjar merktum „Starf
aðalbókara og ritara“. Öllum umsóknum
verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin
um ráðningu í starfið.
Bæjarstjóri og skrifstofustjóri veita frekari upp-
lýsingar um starfið í s. 430 8500 eða á skristofu
Grundarfjarðarbæjar að Grundargötu 30 í
Grundarfirði.
Tölvupóst má senda á: baejarstjori@grundar-
fjordur.is Heimasíða: www.grundarfjordur.is
Bæjarstjóri Grundarfjarðar.
Atvinnuauglýsingar
sími 569 1100