Morgunblaðið - 25.11.2007, Síða 16

Morgunblaðið - 25.11.2007, Síða 16
16 B SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitar- félagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 eða skoðaðu heimasíðuna, www.hafnarfjordur.is. LAUS STÖRF HJÁ HAFNARFJARÐARBÆ Hafnarfjarðarbær óskar að ráða skrifstofustjóra með lögfræðimenntun til starfa á skipulags- og byggingarsviði. Um er að ræða framtíðarstarf. Helstu verkefni eru lögfræðileg aðstoð og bréfa- skriftir, úrlausn og eftirfylgni ýmissa sérmála, umsjón með viðveru og verkefnum sviðsins, aðstoð við gerð starfsáætlana og fjárhagsáætlana, fjárhagseftirlit, verkefnayfirlit og aðstoð við undirbúning dagskrár fyrir fundi. Skilyrði er háskólapróf í lögfræði. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af opinberri stjórnsýslu og þekkingu á skipulags- og byggingarlögum og - reglugerðum og annarri löggjöf á sama sviði. Lipurð í mannlegum samskiptum er mikilsverður eiginleiki. Upplýsingar um starfið veitir Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs í síma 585 5500. Lögfræðingur/skrifstofustjóri Hafnarfjarðarbær óskar að ráða tæknifræðing eða aðila með sambærilega menntun til starfa á skipu- lags- og byggingarsviði. Um er að ræða framtíðarstarf. Helstu verkefni eru yfirferð byggingarleyfis- teikninga og séruppdrátta, úttektir, uppfærsla á byggingarstigum, húsaleiguúttektir, útgáfa byggingarleyfa, graftrarleyfa og fokheldis- vottorða og umsagnir vegna rekstrarleyfa Skilyrði er tæknifræðimenntun eða sambærileg menntun. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu á skipulags- og byggingarlögum og byggingarreglugerð og annarri löggjöf á sviði bygg- ingarmála. Lipurð í mannlegum samskiptum er mikilsverður eiginleiki. Upplýsingar um starfið veitir Jón Sigurðsson, verkefnaumsjónarmaður skipulags- og byggingarsviðs í síma 585 5500. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um störfin. Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og Launanefndar sveitarfélaga eða viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum skal skila til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, eigi síðar en 12.desember n.k. Tæknifræðingur á sviði byggingarmála M bl 9 40 53 7 Reykjavíkurprófastsdæmi eystra Skrifstofustjóri Auglýst er laust til umsóknar starf skrifstofu- stjóra hjá Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Starfið er metið sem rúmlega 50% af fullu starfi og launakjör eru skv. kjarasamningum Verslun- armannafélags Reykjavíkur. Skrifstofustjóri hefur umsjón með skrifstofu prófastsdæmisins. Starfið er m.a. fólgið í vinnu við bókhald og meðferð fjármuna, skjalavörslu, bréfaskriftir, símsvörun og ýmis konar þjónustu við prófast, aðra starfsmenn prófastsdæmisins og söfnuði þess. Leitað er að einstaklingi með góða bókhalds- og tölvuþekkingu, sem unnið getur sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi. Góð hæfni í mann- legum samskiptum áskilin og kunnátta í er- lendum tungumálum æskileg. Umsóknarfrestur er til 10. desember nk. og skulu umsóknir sendar Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra, Breiðholtskirkju, Þangbakka 5, 109 Reykjavík. Nánari upplýsingar má fá í síma 567 4810. Lífeindafræðingur Laus er til umsóknar staða lífeindafræðings við meinafræðideild FSA. Um er að ræða 100% afleysingarstarf, í rúmt ár. Næsti yfirmaður er yfirlæknir meinafræðideildar. Staðan veitist frá og með 17. desember eða eftir samkomulagi. Umsækjendur skulu hafa menntun í lífeinda- fræði, líffræði eða sambærilega menntun og er reynsla af vinnu við meinafræði æskileg. Starf- ið felst í undirbúningi og vinnslu vefjasýna til smásjárskoðunar. Lögð er áhersla á frum- kvæði, sjálfstæð vinnubrögð, samskiptahæfi- leika og enskukunnáttu. Launakjör fara samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Umsóknir ásamt ferilskrá, þar með talið upplýsingum um nám, fyrri störf og starfs- reynslu, skulu berast til starfsmannaþjónustu FSA, Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri, á eyðublaði sem fæst á skrifstofu FSA eða slóðinni www.fsa.is. Nánari upplýsingar um starfið veit- ir Hildur Halldórsdóttur yfirlífeindafræðingur, meinafræðideild FSA, í síma 463 0223 eða tölvupósti: hildurh@fsa.is Umsóknarfrestur er til og með 14. des- ember 2007. Öllum umsóknum verður svarað. Laust embætti er dómsmálaráðherra veitir Embætti forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins er laust til umsóknar. Lögfræðimenntun er áskilin. Embættið er veitt frá og með 1. janúar 2008 til fimm ára. Umsóknir berist dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu, Skuggasundi, Reykjavík, eigi síðar en 10. desember nk. Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 23. nóvember 2007.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.