Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Það er alltaf ein mynd sem er sleg-ist um á Sundance-kvik- myndahátíðinni enda hátíðin þekktari sem veiðilendur indí-framleiðenda en aðrar hátíðir og hlutfall mynda sem ekki eru enn komnar með dreifingaraðila óvenju hátt. Í þetta skiptið var það Hamlet 2, sem er ekki eftir Shakespeare heldur bandaríska leikstjórann And- rew Fleming sem hefur lítið gert eft- irminnilegt síðan hin vanmetna gam- anmynd Threesome var sýnd fyrir fjórtán árum. En Hamlet 2 fjallar um misheppnaðan leikara, leikinn af breska leikaranum Steve Coogan, sem fær orðið ekkert annað að gera en kenna leiklist í niðurníddum menntaskóla í Arizona. Úr því verður Hamlet 2, sem sagnir herma að sé hugsanlega versta leikrit mannkyns- sögurnar – en sömu heimildir herma hins vegar að myndin sjálf sé töluvert betri og harðsvíraðir stúdíómógúlar hafi skríkt af hlátri líkt og nýfermdar skólastelpur í bíósölum Utah.    Hinn þrítugi Colin Hanks hefurátt ágætlega gjöfulan feril sem kvikmyndaleikari til þessa þótt hann eigi enn langt í land með að skáka karli föður sínum, sjálfum Tom Hanks. Þeir feðgar munu hins vegar leika saman í fyrsta skipti (ef undan er skilið örlítið hlutverk Colins í leik- stjórnarfrumraun pabbans, That Thing You Do!) í myndinni The Great Buck Howard. Ásamt The Prestige og The Illusionist sem báðar komu í bíó í fyrra, sannar myndin að galdra- karlar eru loksins komnir í tísku aft- ur, en hinn mikli Buck er þekktur sjónhverfingamaður sem leikinn er af John Malkovich. Eitthvað er þó ferill- inn farinn að dala þegar hann ræður til sín aðstoðarmann. Sá er leikinn af Hanks yngri en föður hans, leiknum af Hanks eldri líst hins vegar ekkert á framavonir sonarins í nýja starfinu. Meðal annarra leikara eru Emily Blunt og Steve Zahn.    Alan Ball er einn virtasti handrits-höfundur Bandaríkjanna og þurfti hann að- eins eina bíó- mynd til þess að komast á þann stall, American Beauty sem hann fékk ósk- arsverðlaun fyr- ir. Síðan þá hefur hann einbeitt sér að gerð ein- hverra athygl- isverðustu þátta í bandarísku sjón- varpi, Six Feet Under, en hefur nú snúið aftur í kvikmyndirnar og leik- stýrt sinni fyrstu mynd, Towelhead. Myndin er byggð á samnefndri sjálfs- ævisögulegri skáldsögu Aliciu Erian og fjallar um líbansk-amerísku tán- ingsstúlkuna Jasiru sem er að upp- götva sjálfa sig sem konu um svipað leyti og rasískur hermaður og ná- granni hennar, Aaron Eckhart, upp- götvar að hann er skotinn í henni. Annar nágranni skiptir þó ekki síður máli, femínisti leikinn af Toni Colette sem blandast inn í málefni fjölskyldu Jasiru og áður en lýkur heyja hún og faðir hennar harða baráttu um örlög stúlkunnar ungu. KVIKMYNDIR Colin Hanks Steve Coogan Toni Colette Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Einn virtasti rithöfundur samtímans,nóbelskáldið nýkrýnda Harold Pinter,lýsti fyrir skemmstu kvikmyndaborg-inni Hollywood sem „kamri“ samtím- ans, úrgangsstöð og rotþró menningarinnar. Þetta eru stór orð enda hafa þau vakið athygli og viðbrögðin ekki verið ýkja jákvæð. Pinter hef- ur verið sakaður um elítíska blindu, Bandaríkja- hatur, elliglöp og hrokafulla fjarlægð á meg- instrauminn. Hvaða maður með fullu viti heldur því fram að Hollywood sé eins konar klóakstöð sem í gegnum öflugt pípulagningakerfi dreifir skít yfir heiminn? Þannig er nú reyndar mál með vexti að hér áður fyrr, fyrir eins og nokkrum áratugum, hefðu ummæli Pinters getað talist slagorð róttækra menntamanna (skemmst er að minnast greinar Halldórs Laxness um Holly- wood í Alþýðubókinni!). Enn í dag tekur hug- myndafræðileg gagnrýni á kvikmyndamiðilinn jafnan stefnumið sín frá bandaríska kvikmynda- iðnaðinum. Hins vegar er engan veginn í tísku að blammera poppmenninguna með þeim afdrátt- arlausa hætti sem Pinter gerir. Ummæli Pinters eru hins vegar alveg sérstaklega spennandi vegna þess að hann hefur ekki einu sinni fyrir því að rökstyðja mál sitt, hann skilur eftir túlk- unarfræðilega eyðu eða gap, kannski finnst hon- um þetta svona sjálfsagt mál. En því verður ekki neitað að þetta er úthugsaður leikur af hans hálfu. Maður freistast til að velta fyrir sér hvað liggi að baki hinu ósagða. Ímyndum okkur til dæmis að við séum nóbelskáld sem hatar Holly- wood. Hver er drifkrafturinn í persónusköp- uninni? Pinter virðist ímynda sér að líkt og flestir listamiðlar vilji bandaríska kvikmyndin skipta máli. Ein af aðferðunum til að skipta máli, gera vart við sig, er að takast á við hitamál samtím- ans. Þetta reynir Hollywood að gera en í sjálfum gjörningnum er þversögn að finna í formi eilífs vanmáttar gagnvart gagnrýnum viðhorfum. Ef til er listform sem á erfitt með að bregðast við líðandi stund þá er það Hollywood-kvikmyndin. Kvikmyndaformið sem slíkt kann að birta nú- tímann, kvikmyndin er jafnvel mikilvægasti táknbúningur þess sem er nútímalegt í menning- unni, hún er hinn stórkostlegi fylgifiskur og skuggi tæknivæðingar tuttugustu aldarinnar, en Hollywood-kvikmyndin getur ekki brugðist við samtímanum þótt hún eigi lífið að leysa. Þetta gæti Pinter verið að hugsa. Stundum er eins og lagt sé af stað með ágætar hugmyndir, en þær síðan látnar ganga í gegnum endalaust útvötnunarferli. Hver skyldi skýringin vera, spyr Pinter ef til vill. Af hverju gera þessar „alvarlegu“ þreifingar yfirleitt vart við sig? Því ekki bara að halda sig við það sem best er gert? Löngunin til að búa til alvarlegar kvikmyndir kann að vera ákveðin tegund af athyglissýki, eins og ýjað var að hér að ofan. Einnig er hægt að hugsa sér að metnaðurinn til að takast á við eldfim málefni hafi eitthvað með frjálslyndar skoðanir og lífsviðhorf aðstandenda kvik- myndanna að gera, eða meðvitund um skoð- anamótandi áhrif miðilsins, eða þá trú að áhorf- endur hafi áhuga á málefnum þeim sem móta eða hafa áhrif á líf þeirra á hverjum tíma. Þetta eru allt skýringarforsendur sem gjarnan eru nefndar í þessu samhengi. En hvað vegur á móti? Þar ímynda ég mér að Pinter bendi á kjark- leysi og vanmátt, þá rökvísi sem löngum hefur verið byggð inn í framleiðslukerfi kvikmynda í Bandaríkjunum og er í raun óaðskiljanleg tilvist meginstraumsins. Rökvísin skírskotar sem sagt til kostnaðarmódela, þeirrar staðreyndar að um dýrasta listform sögunnar er að ræða. Og áætluð áhrif lýsa sér í því að þegar um hitamál er fjallað eru þau jafnan felld inn í ákveðnar fyrirfram- gefnar frásagnarformgerðir: ætlunin í kvik- myndaframleiðslu er ekki sú að kasta peningum á glæ og þess vegna ríkja formúlur og einföldun, frásögnin verður tvístígandi, spurt er hversu langt er hægt að ganga, og svo mjög verður þessi hikandi frásagnarödd að ríkjandi einkenni að undirliggjandi boðskapur glatar jafnan gagn- rýnisbroddinum, yfirleitt í móðukenndri tilraun til að þóknast sem flestum. Kvikmyndir eru kostnaðarsamur miðill, og fáir hafa efni á að mæla af einlægni úr stól þar sem mínútan kostar milljón dollara. Þetta er ekki ný túlkun á Holly- wood. Svona hljómaði gagnrýni róttækra menntamanna á Hollywood fyrir margt löngu síðan, en fátt er nýtt undir sólinni. Og fátt hefur breyst í Hollywood. Pinter er af gamla skólanum og þetta gæti alveg verið það sem hann átti við. Náðhús nútímans SJÓNARHORN »Kvikmyndir eru kostnaðursamur miðill, og fáir hafa efni á að mæla af einlægni úr stól þar sem mínútan kostar milljón dollara. Eftir Heiðu Jóhannsdóttur hej1@hi.is Í London eru starfrækt fjölmörg metnaðarfull kvikmyndahús og listabíó, en eitt af þeim áhuga- verðustu er að finna í listamiðstöðinni Riverside Studios. Miðstöðin er til húsa í gömlum verksmiðjubyggingum sem liggja við bakka Thames í Ham- mersmith, en þeim var breytt í kvikmyndaver á fjórða áratugnum og urðu síðar helsta upptökuver BBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Frá því að BBC flutti hefur verið starf- rækt þar menningarmiðstöð sem hýsir fjölbreytilega starfsemi sem spannar allt frá sviðslistum til sjón- varpsþáttagerðar. Ein af kjölfest- unum í Riverside er kvikmynda- húsið sem þar hefur verið starfrækt frá árinu 1987. Starfsemin einkenn- ist af metnaðarfullri dagskrárstjórn með síbreytilegri efnisskrá, þar sem sýndar eru jafnt nýlegar sem eldri myndir í tvennum (sk. „double bill“). Þar eru myndir paraðar sam- an með því markmiði að skapa sam- fellu, birta ákveðið efni frá ólíkum sjónarhornum eða hreinlega sýna tvær kvikmyndir saman sem fyrir vikið varpa óvæntu ljósi hvor á aðra. Dæmi um vel heppnaða kvik- myndasamstillingu dagskrárstjór- anna í Riverside var kvikmynda- tvenna sem undirrituð sótti um daginn og samanstóð af tveimur ólíkum myndum sem áttu þó skýr- an samnefnara: Að fjalla um geim- ferðir og ævintýri á vit hins ókann- aða. Önnur er ný heimildarmynd eftir David Sington sem vakið hefur talsverða athygli á kvikmyndahátíð- um. Hin virðist á yfirborðinu vera heimildarmynd en reynist fyrst og fremst vera Werner Herzog- kvikmynd – þ.e. djörf og allt að því klikkuð samblanda af heimildarefni og uppspunninni frásögn sem skap- ar algera fantasíu, en virðist vegna heimildaryfirbragðsins leiða áhorf- andann inn í nýja og áður ókannaða vídd alheimsins (og kvikmyndalist- arinnar). Hér er annars vegar á ferðinni breska heimildarmyndin In the Shadow of the Moon sem út kom á síðasta ári. Hins vegar er um að ræða kvikmyndina The Wild Blue Yonder, þriðju nýjustu mynd Werners Herzogs, sem ómögulegt er að flokka út frá viðurkenndum tegundagreiningum, en Herzog kallar sjálfur „vísindafantasíu“. Smæð jarðarinnar In the Shadow of the Moon fjallar um reynslu geimfaranna sem tóku þátt í tunglferðaverkefni Banda- rísku geimferðastofnunarinnar, NASA, á sjöunda áratugnum og byrjun þess áttunda. Margar dramatískar kvikmyndir og bækur hafa fjallað um geimferðaáætlanir Bandaríkjamanna, sem og geim- ferðarkapphlaupið sem varð að keppikefli í metingi stórveldanna á tímum Kalda stríðsins. En In the Shadow of the Moon tekur sinn eig- in pól í hæðina í umfjöllun sinni um það afrek að koma manni til tungls- ins – hún einbeitir sér að mannlegu hliðinni á þessum að því er virðist ofurmannlegu og heimssögulegu viðburðum. Rætt er við Buzz Aldrin og Michael Collins, tvo af þremur áhafnarmeðlimum geimfarsins Apollo 11 sem fyrst varð til þess að koma mönnum á tunglið (en sjálfur Neil Armstrong breytir ekki út af þeirri reglu sinni að koma ekki fram í fjölmiðlum), og lýsa þeir í smáatriðum upplifun sinni á leið- angrinum. Michael Collins við- urkennir m.a. annars að hann hafi hreinlega ekki átt von á því að fyrsta stóra hindrunin, þ.e. sjálft geimskotið, yrði yfirstigin, enda var Apollo 11-verkefnið aðeins það fyrsta af þremur tilraunum til tungllendingar sem fyrirhugaðar voru árið 1969. Þegar geimskotið tókst áfallalaust rann upp fyrir honum ljós og hann hugsaði: „Ókei, við erum sem sagt á leiðinni til tungslins.“ Aðrir geimfarar og starfsmenn NASA segja jafnframt frá því hvernig þeir upplifðu tungl- leiðangra, en áhugaverðast er að heyra geimfarana lýsa upplifun sinni á því að fjarlægjast jörðina og sjá smæð og varnarleysi þessarar litríku vinjar í auðn og fegurð hins kannaða hluta alheimsins. Hugarheimur Werners Herzogs Sú dulúð sem sveipuð er hugmynd- inni um það að halda á vit hins ókannaða er nokkurs konar grunn- tónn í kvikmynd Werners Herzogs, The Wild Blue Yonder. Þar vinnur Herzog með samsæriskenningar í bland við draumóra og byggir myndina á „viðtali“ við mann sem virðist ósköp venjulegur Banda- ríkjamaður, með dálítið tryllt augnaráð þó (leikinn af Brad Dou- rif). Sá greinir frá því að hann sé geimvera frá stjörnukerfinu Andró- medu sem hafi ásamt samlöndum sínum komið til jarðarinnar fyrir margt löngu í misheppnaðri tilraun til þess að byggja sér samfélag. Geimveran, sem fékk síðar vinnu hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA, byrjar síðan smám saman að ljóstra upp um leynilegan geimleið- angur sem NASA hafi staðið fyrir og leiddi til þess að jarðarbúar fundu Andrómedu. Sögumaður lýsir geimferðinni skref fyrir skref og notar Herzog alls kyns myndefni á hugvitssamlegan hátt til þess að myndskreyta frásögn geimver- unnar og skapa henni þannig trú- verðugleika. Þannig notast Herzog t.d. við raunverulegar myndbands- upptökur úr geimskutlunni Atlantis sem fimm manna áhöfnin tók upp um borð í geimleiðangri sínum árið 1989. Stærðfræðingar eru sömuleið- is fengnir til þess að skýra lögmál alheimsins með ýmsum formúlum og reifar einn þeirra m.a. kenn- ingar um að notast megi við „geim- göng“ til þess að flytjast á milli stjörnukerfa. Að lokum notar Her- zog undurfagrar neðansjáv- armyndir frá norðurheimskautinu til þess að birta áhorfendum undra- veröld plánetunnar Andrómedu, „þar sem himinn er frosinn og and- rúmsloftið er fljótandi helíum“. Með samsetningu frásagnar, myndefnis og undurfagurrar tón- listar skapar Herzog nokkurs kon- ar huglæg geimferðaráhrif, því áhorfendum finnst þeir skyndilega lentir á áður ókannaðri plánetu, þar sem fegurð og fantasía ráða ríkjum. Myndheimur Herzogs endurómar síðan í myndefni sem sýnt er í heimildarmyndinni In the Shadow of the Moon og þannig kallast draumar og veruleiki á í þessum tveimur kvikmyndalegu sjón- arhornum á geimþráhyggju mann- skepnunnar. Á vit hins ókannaða Í Riverside-bíóinu í London er hægt að láta fara vel um sig og njóta tveggja-mynda dagskrár. Nýlega voru þar sýndar tvær myndir sem fjalla um geimferðir á ólíkan en þó andlega skyldan hátt. Í skugga tunglsins Myndin fjallar um reynslu geimfaranna sem tóku þátt í tunglferðaverkefni Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, á sjö- unda áratugnum og byrjun þess áttunda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.