Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Blaðsíða 7
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Ein af þakklátari endurkomumfornfrægra pönksveita var þegar Gang of Four ákvað að taka þráðinn upp að nýju fyrir nokkrum árum. Hljómsveitin hefur reynst ein af áhrifaríkustu síðpönksveitum sem fram komu í kringum 1980 og rokk- sveitir í dag, eins og Franz Ferdin- and, The Rapture, Bloc Party, Hot Hot Heat og Futureheads bera þess auðheyranlega merki. Upprunalega liðsskipanin kom saman aftur árið 2004 og ári síðar kom platan Return the Gift út, sem inniheldur endur- hljóðritanir á gömlum lögum. Sveit- in hefur túrað nokkuð stöðugt síðan þá og er nú að vinna baki brotnu að nýju efni í hljóðveri gítarleikarans Andy Gill. Sveitin hyggst gefa plöt- una sjálf út í júní. Í samtali við Billboard í Banda- ríkjunum sagði Dave Allen, bassa- leikari, að þeim félögum hefði ekki þótt rétt að demba sér í að semja nýtt efni á sínum tíma. Endurkomu- tónleikarnir snerust þá um að spila gömul og þekkt lög. „Hins vegar þótti okkur mjög skemmtilegt að vera farnir að stúss- ast í þessu á ný. Skemmtilegra en við áttum von á. Nýju lögin minna nokkuð á gamla efnið, gætu allt eins verið af Entertainment! (1979), en þau eru samt harðari og meira ab- strakt.“ Upprunalegi trommuleikarinn, Hugo Burnham, hefur ekki tekið þátt í þessu nýja ferli að fullu, en hann stríðir við sjúkdóm sem Allen segir að „ekki sé rétt að ræða um að svo stöddu.“    Meistari Mark E. Smith, semleiðir hina eilífu sveit The Fall, er hvergi nærri hættur en næsta plata sveit- arinnar kemur út í næsta mánuði. Mun hún kallast hinu mjög svo Fall-lega heiti Imperial Wax Solvent og verður tuttugasta og sjö- unda hljóðvers- skífa sveit- arinnar. Síðustu plötu, Reformation Post TLC, sem út kom í fyrra, vann Smith með Bandaríkjamönnum eftir að helmingur hljómsveitarinnar hafði yfirgefið hann í snarhasti og var skýringin sú að Smith væri með öllu óþolandi. Bandaríkjamennirnir eru nú hættir, nema hvað, og nýtt sett af Bretum er gengið til liðs við The Fall. „Alltaf öðruvísi, alltaf eins,“ eins og John heitinn Peel sagði um þessa uppáhaldshljómsveit sína.    American Music Club, sem leidder af hinum sálarstríðandi Mark Eitzel, er klár með nýja plötu. The Golden Age kemur út 19. febr- úar og fer sveitin í umfangsmikið hljómleikaferðalag um Evrópu og Bandaríkin í kjölfarið. Love Songs For Patriots markaði endurkomu sveitarinnar árið 2004 og svo virðist sem Eitzel sé í nokkuð góðum gír, en hann á það til að taka sæmilegustu dýfu niður í skuggadalina við og við. Eitzel segir sjálfur að gömlu lögin séu ansi dökk (og þá er verið að draga úr hlutunum, ef eitthvað er, getur fréttaritari staðfest) og honum líki betur við bjartan hljóm nýju lag- anna. „Ég er bara í betra skapi um þessar mundir,“ á söngvaskáldið að hafa sagt. TÓNLIST Gang of Four The Fall American Music Club MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 7 Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hjalmarstefan@gmail.com Áður en Morrison Hotel var gefin út hafðihljómsveitin The Doors þurft að frestaheilu tónleikaferðalögunum vegnaákæru á hendur Jims Morrison fyrir ósiðlegt athæfi á tónleikum. Hann kom semsagt fram á adamsklæðunum. Áður en hann lét allt flakka hafði Jim stagast á því hvað honum fyndist mikið koma til velþekkts leikhóps: „The Living Theatre“, sem vann með nekt og líkamann í verk- um sínum. En þótt réttarhöldin settu strik í tónleika- ferðalög og frekari konserta á vissum stöðum, þá minnti hljómsveitin af og til á sig á stöku tón- leikum. Þá reyndar kom fyrir að sívaxandi fíkni- efnaneysla Morrisons og annarra meðlima setti strik í reikninginn. Þannig var byrjað að síga á ógæfuhliðina hjá The Doors í upphafi áttunda áratugarins og stefn- an mörkuð á endalokin. Áður en kom að því gaf hljómsveitin út þennan gimstein sem heitir Morr- ison Hotel. Á hulstri plötunnar gefur að líta pattaralegan og sjúskaðan Jim Morrison. Einungis fjórum ár- um eftir að fyrsta platan kom út er Morrison gjör- breyttur líkamlega og röddin þar að auki orðin dýpri og dimmari. Platan byrjar á hinu marg- fræga byrjunarstefi að laginu „Roadhouse Blues“, sem rífur hlustandann með í einfalda, þunga og rokkaða stemningu. Morrison öskrar fleygar setn- ingar sem óneitanlega varpa skýru ljósi á hvað það var sem breytti röddinni: Well I woke up this morning and got myself a beer. The future’s uncertain and the end is always near. Á plötunni er að finna fjölmörg góð lög sem heyrast ekki oft eins og til dæmis sjóræningjalagið „Land ho!“ og hið fjöruga þriggja gripa rokklag „You make me real.“ Einnig mætti nefna lagið „A spy in the house of love“ en titill þess var sóttur í bók eftir skáldkonuna Anais Nin sem Morrison dáði. Lokalagið „Maggie M’gill“ er frábær blús og gefur tóninn fyrir plötuna „L. A. Woman“, sem að upplagi Morrisons innihélt eingöngu blúslög og reyndist síðasta stúdíóplata sveitarinnar. Bestu lögin eru þó að mínu mati „Indian sum- mer“ og „Waiting for the Sun.“ Hið fyrra býr yfir seiðandi stemningu. Undir ljúfu orgeli og sítarspili raular Morrison um endurfundi elskenda að haustlagi í veðurblíðunni sem kallast á ensku „Indian summer.“ Textinn er reyndar með þeim einfaldari og jafnvel kjánalegri sem Morrison lét frá sér fara en engu að síður smellpassar hann við lagið: :,: I love you the best – Better than all the rest :,: And we’ll meet in the summer – Indian summer „Waiting for the Sun“ er kröftugra. Einföld og endurtekningarsöm uppbygging gefur hljóðfæra- leikurunum færi á að galdra: Krieger „slædar“ sólólínur um og í kringum einföld stef Manzareks á orgelið undir dúndrandi trommuslætti Densmo- res. Á meðan syngur og öskrar Morrison einfald- ar, expressjónískar línur um ströndina, frelsi og biðina eftir sólinni. En fyrir utan þessi örfáu lög sem hér eru nefnd er platan fyrst og fremst góð því hún myndar sterka heild. Hún er ekki of löng og ekki of stutt. Nógu fjölbreytt til að halda athygli manns frá upp- hafi til endis. Spilamennskan er fersk og lifandi. Fyrir þá sem hafa látið hana fara fram hjá sér, nú eða ekki hlustað á hana í lengri tíma, er því um að gera að grafa upp vínilinn, kassettu eða geisladisk, og hækka … Uppreist æru POPPKLASSÍK Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is F yrir rúmum áratug varð til stór- sveit í Vancouver, en þá tóku nokkrar helstu vonastjörnur tón- listargeirans upp á því að hittast reglulega til að totta pyttluna, spjalla og spila músík. Meðal liðs- manna voru John Collins, Dan Bejar, Blaine Thu- rier og Neko Case. Fyrsta æfingin var 1997 og ári síðar var sveitin búin að velja sér nafn, New Pornographers, og púsla saman fjórum lögum. Lengra varð ekki komist að sinni, en fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út haustið 2000 og fékk fínar viðtökur. Þegar kom að tónleikaför til að kynna skífuna kom þó babb í bátinn, því Bejar var búinn að fá ógeð á tón- listarbransanum og sýndi það ógeð í verki – stakk af til Spánar og lét frægðina lönd og leið. Allt í öllu Þegar Bejar tók að spinna með félögum sínum í New Pornographers á sínum tíma hafði hann sýsl- að með eigin sveit um hríð, kallaði hana Destro- yer, meðal annars til að gera nett grín að þunga- rokksveitanöfnum. Hann er höfuðpaurinn í sveitinni og eini fastamaðurinn, en heldur þó fast við það að Destroyer byggist á samstarfi, sé hljómsveit. Fyrsta breiðskífan undir Destroyer-nafninu, We’ll Build Them a Golden Bridge, kom út 1996, snældan Ideas for Songs kom út 1997 og svo City of Daughters 1998, Thief 2000, en á þeirri plötu syngur hann um tónlistariðnaðinn, finnst lítið til hans koma, og þá togstreitu sem er á milli þess að skapa list og að selja hana, og Streethawk: A Se- duction 2001. Smám saman fjölgaði í sveitinni, hún var orðin kvintett þegar haldið var í hljóðver að taka upp Thief, meira var lagt í útsetningar og spilamennsku. Flækingur í Madríd Þegar Bejar stakk af til Spánar var það einmitt til að geta samið tónlist og platan This Night, sem var sú fyrsta sem vakti eftirtekt utan Kanada, varð einmitt til á flækingi um Madríd, eins og Bej- ar rekur söguna. Þegar hér var komið sögu var hann sáttari við útgáfubransann en forðum því hann samdi við plötufyrirtækið Merge og hefur verið samningsbundinn því síðan. Eins og getið er hefur Bejar ævinlega haldið því fram að Destroyer sé hljómsveitarverkefni en þegar kom að því að taka upp aðra breiðskífu sína fyrir Merge, Your Bæues, sem kom út 2004, kall- aði hann á kunningja í Frog Eyes til að spila undir á skífunni. Gaman saman Svo vel fór á með mönnum í verinu að þeir ákváðu að rugla frekar saman reytum sínum og þeir Bej- ar og Carey Mercer úr Frog Eyse stofnuðu hljóm- sveitina Swan Lake við þriðja mann, Spencer Krug úr Wolf Parade. Þeir byrjuðu á að dunda sér við lög af You Blues, hljóðrituðu þau upp á nýtt og endurgerðu, en sneru sér síðan að því að taka upp nýtt efni og rataði á breiðskífu, Beast Moans, sem kom út undir nafni Swan Lake í nóvember 2006. Bejar er iðinn maður og síðustu ár hefur hann verið iðnari en nokkru sinni, því ekki er bara að hann hefur samið músík fyrir Swan Lake heldur átti hann líka nokkur lög á síðustu New Pornog- raphers skífu, hitaði upp fyrir þá sveit (sem Destroyer) og spilaði með hanni á langri tónleika- ferð 2005, og gerði að auki stuttskífu með Frog Eyes-félögum sem getið er. Ekki er allt upp talið, því Bejar stofnaði enn eina sveitina, nú með listakonunni og söngkonunni Sydney Vermont. Sveitin kallast Hello, Blue Ro- ses og fyrsta skífan, Portrait Is Finished and I Have Failed to Capture Your Beauty, kom út fyrir stuttu og er mikill gæðagripur. Samhliða þessu lif- ir Destroyer góðu lífi því Destroyer’s Rubies kom út í byrjun árs 2006 og fékk fína dóma. Bejar er ekki síst frægur fyrir það að vera óút- reiknanlegur og þó skífurnar sem hann hefur sent frá sér rími vel saman eru þær hver annarri ólík. Ný plata hans, Trouble in Dreams, sem kom út fyrir stuttu, er þannig einstök í útgáfusögu hans, þó á henni séu þættir og hugmyndir sem Bejar hefur viðrað áður; hún kallast einna helst á við Streethawk: A Seduction, en vísar einnig í fleiri áttir. Þannig er miðjulag plötunnar er lokalag Beat Moans endurgert – Shooting Rockets gengur aftur sem Shooting Rockets (From the Desk of Night’s Ape), heldur lengra lag, mögnuð blanda af takti og trega, frábært lag þar sem laga- og textasmíð Bejar rís einna hæst. Hæfileikarík hamhleypa Erfitt er að henda reiður á öllum þeim hljóm- sveitum sem kanadíski tónlistarmaðurinn Dan Bejar vinnur með um þessar mundir og eins get- ur verið erfitt að fá yfirsýn yfir þann grúa tón- listar sem hann hefur samið og gefið út. Hann er þó fráleitt að gera meira en hann ræður við eins og sannast á nýútkominni plötu hans undir nafn- inu Destroyer. Dugnaðarforkur Tónlistarmaðurinn Dan Bejar sem kallar sig ýmsum nöfnum en þó helst Destroyer.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.