Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Jón Axel Harðarson jonaxelh@hi.is K omið hefur í ljós að Biblíuþýðingin nýja, sem auglýst hefur verið sem „Biblía 21. aldar“, hefur ýmsa ágalla sem brýnt er að bæta úr. Þrátt fyrir að ýmsir af færustu mönnum þjóðarinnar á sviði gamla- og nýjatestamentisfræða hafi unnið að þýðingunni eru misfellurnar margar. Það á sér ýmsar ástæður. Eitt erfiðasta vandamálið sem þýð- ingarnefndir Gamla og Nýja testa- mentisins stóðu frammi fyrir var ef- laust sú kvöð að þurfa að taka tillit til mjög ólíkra sjónarmiða. Sem dæmi um þetta má nefna að meðlimir Kvennakirkjunnar hafa verið duglegir að breiða út fordóma sína um notkun málfræðilegs karl- kyns í íslenzku. Þeir hafa bitið það í sig að karlkyn vísi ekki til kvenna eða eigi helzt ekki að gera það. Þótt ótrú- legt megi virðast, hefur Biblíufélagið ákveðið að vinna þessu sjónarmiði brautargengi með því að breyta karl- kyni fleirtölu í hvorugkyn („mál beggja kynja“), þar sem ljóst þykir að átt sé við bæði karla og konur. Þannig hefur setningu eins og Matt 13:43 Þá munu réttlátir skína sem sól í ríki föð- ur þeirra (1981) verið breytt í Þá munu þau sem hlýtt hafa Guði skína sem sól í ríki föður þeirra (2007); sbr. einnig Róm 8:5 Því að þeir sem láta stjórnast af holdinu, hyggja á það sem holdsins er (1981), sem breytt hefur verið í Þau sem stjórnast af eig- in hag hafa hugann við það sem hann krefst (2007; hér hefur reyndar ekki aðeins kyninu verið breytt!). Enn fremur hafa „réttlætissjón- armið“ leitt til þess að í Nýja testa- mentinu hefur orðmyndinni bræður víða verið skipt út fyrir systkin, bræður og systur, trúsystkin eða (kæri) söfnuður, jafnvel á stöðum, þar sem augljóst má vera að einungis er talað til karla, svo sem í fyrra Kor 7:29. Í þýðingunni frá 1981 segir: En það segi ég, bræður, tíminn er orðinn stuttur. Hér eftir skulu jafnvel þeir, sem kvæntir eru, vera eins og þeir væru það ekki. Í nýju þýðingunni hljóðar sami texti svo: En það segi ég, systkin, tíminn er orðinn naumur. Hér eftir skulu jafnvel þau sem gift eru vera eins og þau væru það ekki. Í ljósi þess að í gríska frumtextanum er talað um ‘menn sem eiga konur’ (hoi ékhontes gynaîkas), þ.e. ‘kvænta menn’, getur þessi breyting varla ta- lizt til bóta. Þá var það partur af þýðing- arstefnunni að færa Biblíutextann nær máli samtímans, fella brott orð sem ætla mætti að almenningur skildi ekki o.s.frv. Meginbreytingin felst þó í því að tvítala (við, þið, okkar, ykkar) og fleirtala (vér, þér, vor, yð- ar) eru ekki lengur aðgreindar með kerfisbundnum hætti, heldur fer það nú eftir eðli einstakra texta, hvort að- greiningu er haldið eða ekki. Í Nýja testamentinu er tvítalan gamla yf- irleitt notuð í fleirtölumerkingu eins og gert er í nútímamáli, en þó eru undantekningar þar á svo sem í ræð- um Jesú, orðum engla og bænum. Í fjallræðunni ávarpar Jesús fólkið í fleirtölu, sbr. Sæl eruð þér þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna (Matt 5:11), en í samtölum sínum við lærisveinana notar hann tvítölu, sbr. En Jesús sagði við lærisveina sína: „Sannlega segi ég ykkur: Torvelt verður auð- manni inn að ganga í himnaríki“ (Matt 19:23). Ekki getur þessi munur talizt eðlilegur. Enda þótt þýðendur hafi leitazt við að færa textann í nútímalegri búning, gætir enn gamallar Biblíumálshefðar í honum. Þannig er sögnin eta mikið notuð, sem varla er tíð í nútímamáli. Í þessu samhengi má geta þess að í fyrstu Mósebók 31:46 hefur orða- sambandið gera máltíð sína verið tek- ið upp í stað sagnarinnar matast, án þess að mikill ávinningur virðist vera að því. Ýmsar aðrar stílfræðilegar breyt- ingar hafa verið gerðar á textanum sem vart hafa verið til bóta. Nokkur dæmi eru um óeðlilega notkun orða- sambandsins vera að + nh., sem tröllríður talmáli (og óvönduðu rit- máli) samtímans, sbr. Eruð þið að fara að mér með sverðum og bar- eflum eins og gegn ræningja (Matt 26:55, Mrk 14:48, Lúk 22:52). Á allmörgum stöðum hefur mynd- máli verið spillt. Dæmi um þetta er t.d. Jóh 3: 6 Það sem af manni fæðist er manns barn en það sem fæðist af anda Guðs er Guðs barn. Í Bibl- íuútgáfunni frá 1981 er þessi staður enn rétt þýddur: Það sem af holdinu fæðist, er hold, en það sem af and- anum fæðist, er andi. Annað dæmi um mislukkaða breytingu af þessu tagi er Matt 10:34 Ætlið ekki að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið heldur valda sundr- ungu. Í þýðingunni frá 1981 segir: … Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. Þetta er orðrétt þýðing sem betur hefði verið haldið. Við breytingar á textanum hefur verið tekið mið af pólitískri rétt- hugsun samtímans. Innleiðing máls beggja kynja, sem drepið var á hér að ofan, er eitt dæmi um það. Annað dæmi lýtur að samkynhneigðum. Eins og kunnugt er er staða kirkj- unnar gagnvart þessum þjóðfélags- hópi erfið. Sífellt fleiri krefjast þess að kirkjan heimili giftingu homma og lesbía. Þá kemur það sér illa að í fyrra bréfi Páls postula til Korintumanna (6:9-10) eru samkynhneigðir karlar nefndir meðal þeirra sem ekki hljóta vist í himnaríki (nema þeir láti laug- ast, verði helgaðir og réttlættir í nafni Drottins Jesú og í anda vors Guðs). Erfiðlega hefur gengið að sveigja þennan ritningarstað að nútímalegri hugmyndafræði, eins og þeir vita sem fylgzt hafa með málinu. Í þýðingunni nýju var niðurstaðan sú að ‘kynvill- ingar’ (svo í Biblíuútgáfunni frá 1981) hafa breytzt í ‘karlmaður sem lætur nota sig eða notar aðra til ólifnaðar’. Til upplýsingar skal þess getið að hér er um þýðingu tveggja orða í gríska frumtextanum að ræða: malakós og arsenokoítçs. Hið síðara merkir í raun ‘sá er leggst með/samrekkjar karlmanni/karlmönnum’. Um nýju þýðinguna, sem að mínu mati er úr lausu lofti gripin, verður ekki rætt nánar hér, heldur einungis nefnt að í fyrra bréfi Páls til Tímóteusar (1:10) er fleirtölumynd orðsins arsenokoítes þýdd á allt annan hátt, þ.e. ‘karlar sem hórast með körlum’. Skýringin er líklega sú að hér er ekki um jafn- viðkvæman stað að ræða. Enn mætti nefna margt fleira, en ekki er rúm til þess hér. Vissulega hefur ýmislegt tekizt vel í þýðingunni nýju, en ágallarnir skyggja mjög á kostina. Það eru mikil vonbrigði að afrakstur nálega tveggja áratuga vinnu skuli ekki vera betri en raun ber vitni. Forsvarsmönnum Hins ís- lenzka Biblíufélags, sem ber ábyrgð á þýðingunni, væri ráðlegt að við- urkenna mistökin og reyna sem fyrst að leita úrbóta. Auðvitað þarf ekki að endurvinna allt þýðingarverkið, held- ur aðeins lagfæra það sem úrskeiðis hefur farið. Ekki eru dásmíðar áhlaupaverk Skiptar skoðanir eru um ágæti nýrrar þýðingar á Biblíunni sem kom út á síðasta ári. Þýðingin hefur verið gagnrýnd fyrir ónákvæmni, flatneskjulegan stíl, málfræðivillur og að ganga of langt í notkun svo- kallaðs máls beggja kynja svo eitt- hvað sé nefnt. Hér birtast tvær greinar þar sem þýðingin er gagn- rýnd harðlega og í næstu Lesbók mun umræðan halda áfram. Árvakur/Árni Sæberg Misfellur „Þrátt fyrir að ýmsir af færustu mönnum þjóðarinnar á sviði gamla- og nýjatestamentisfræða hafi unnið að þýðingunni eru misfellurnar margar.“ asdfasdfas Höfundur er prófessor í íslenzkri málfræði við Háskóla Íslands. Eftir Guðrúnu Þórhallsdóttur gth@hi.is Meðan unnið var að hinni nýju þýðingu Bibl- íunnar samþykkti stjórn Hins íslenska biblíu- félags að verða við tilmælum um að taka tillit til „máls beggja kynja“ og lagði m.a. til að orð- ið systkin yrði sett í stað orðsins bræður þegar ætla má að það eigi bæði við konur og karla. Þegar Biblíunni er flett eru þessar breytingar á orðinu bræður auðfundnar af því að sagt er frá þeim í neðanmálsgreinum, og þær vöktu talsverða athygli þegar nýja þýðingin kom út. Um hitt var minna rætt að þýðingarnefndin fékk einnig þau fyrirmæli að setja hvorugkyn fleirtölu í stað karlkyns fleirtölu „þar sem fjallað er um bæði kynin“.1 Þess vegna hefur myndum fornafna og lýsingarorða sem áður stóðu í karlkyni fleirtölu víða verið breytt í hvorugkyn, þ.e. þeir hefur breyst í þau, allir í öll, glaðir í glöð o.s.frv. Engar neðanmáls- greinar vísa lesendum á þessar breytingar, og ábyrgðarmenn þýðingarinnar hafa ekki út- skýrt þessa ákvörðun sem skyldi fyrir almenn- ingi. Á grísku Nýja testamentisins og íslensku er sá munur að gríska notar karlkyn fleirtölu for- nafna um blandaðan hóp karla og kvenna, en íslenska hvorugkyn. Á grísku væri t.d. orð- myndin þeir notuð bæði í merkingunni ‘þeir’ og ‘þau’. Þeir sem hafa þýtt Nýja testamentið á íslensku hafa því þurft að meta hvenær átt er við karlahóp og hvenær við hóp karla og kvenna. Þegar sagt er frá hjónunum Sakaría og Elísabetu er augljóst að þau voru bæði rétt- lát (Lúk 1.6), en ekki þeir voru báðir réttlátir, en að sjálfsögðu er ekki alltaf vitað með vissu um hverja talað er eða hverjir eru ávarpaðir. Eldri biblíuþýðendur hafa verið trúir frum- textanum og ekki þýtt með hvorugkyni nema þeir væru vissir í sinni sök, og það er að nokkru leyti skýringin á því svokallaða karl- læga málfari Biblíunnar sem kvennaguðfræð- ingar hafa kvartað undan. Í hinni nýju þýð- ingu hefur verið gengið miklu lengra í að ákveða að talað sé um eða við blandaðan hóp. T.d. hefur orðunum Ef þér elskuðuð mig, yrð- uð þér glaðir (Jóh 14.28; Biblían 1981) verið breytt í Ef þér elskuðuð mig yrðuð þér glöð (Biblían 2007); þar hefur sú ákvörðun verið tekin fyrir lesendur að Kristur hafi talað við hóp karla og kvenna, en ekki aðeins við post- ulana. Okkur býðst ekki lengur að túlka text- ann þannig að Kristur hefði notað karlkynið glaðir í þessari setningu ef hann hefði talað ís- lensku. Notkun karlkyns, kvenkyns og hvorugkyns í grísku Nýja testamentisins og íslensku fer hins vegar að miklu leyti saman, enda höfðu bæði málin fengið kynjakerfi indóevrópsku mála- ættarinnar í arf. Eitt einkenna þess var að karlkynsmyndir eins og hann, sá, þeir, allir, nokkrir, sumir, margir, aldraðir og sjúkir vísa til beggja kynja þegar kynferði einstaklings eða fólks í einhverjum hópi er ekki tilgreint. Setningarnar Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi og Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru eru fræg dæmi um þetta. Í slíkum tilvikum er jafneðlilegt á grísku og íslensku að nota karlkynsmyndir, og fram til þessa hefur þetta ekki valdið íslenskum biblíuþýðendum sérstökum vandræðum. Barátta femínista fyrir málbreytingum af jafnréttisástæðum er ekki síst uppreisn gegn þessu víðtæka hlutverki hins málfræðilega karlkyns. Þá er með ýmsum ráðum reynt að komast hjá því að láta karlkynsmyndir vísa til beggja kynja (sá verður sá eða sú, Allir vel- komnir verður Öll velkomin, að vera glaður verður að vera glaður/glöð). Aðgerðir af þessu tagi kalla málfræðingar femíníska mál- stýringu en íslenskir kvennaguðfræðingar hafa smíðað hið aðlaðandi hugtak mál beggja kynja. Þeir sem hafa aðhyllst þá stefnu hér- lendis og erlendis hafa gengið mislangt í mál- farsbreytingunum, og óneitanlega er mikið undir því komið hvernig biblíuþýðendur hafa farið með óljós fyrirmæli um að koma til móts við kröfur um mál beggja kynja. Þýðendurnir virðast ekki hafa látið nægja að breyta karlkyni fleirtölu í hvorugkyn þar sem telja má að talað sé til tiltekins blandaðs hóps, þ.e. þar sem túlka má karlkynsmyndir í eldri biblíuþýðingum sem áhrif frá kynjanotk- un frummálsins. Þess konar breytingar má kalla brot á biblíumálshefðinni, en það að sneiða hjá hinu hlutlausa karlkyni stangast hins vegar á við íslenska ritmálshefð. Þótt karlkyn í hlutleysishlutverkinu standi að vísu víða óbreytt í nýju þýðingunni, t.d. Jesús lækn- aði marga (Mrk 1.34), eru einnig dæmi um óþarfar tilraunir til að forðast karlkynið, t.d. þegar þeirsem verður þausem (Róm 8.5 o.v.) og nokkrir verður sum ykkar (1Kor 15.34). Það kann að þykja sérkennileg málamiðlun að takmarka tillitssemi við áhugamenn um málbreytingar af jafnréttisástæðum við fleir- tölumyndir orða, en þar með var karlkyn ein- tölu þó látið óáreitt, t.d. orðin svo að enginn skilji annars mál (1Mós 11.7), og er þakkarvert að ekki var gengið lengra í þessa átt en raun ber vitni. Líklega var engin frétt af „Biblíu 21. aldar“ meiri tíðindi en fyrrnefnd samþykkt stjórnar Hins íslenska biblíufélags og eðlilegt að hún vekti þeim sem láta sér annt um móð- urmál sitt óhug, enda eru fyrirmæli um hlýðni við málstýringu femínista ekki daglegt brauð hér á landi.  1 Guðrún Kvaran: Ný þýðing Biblíunnar. Sótt 29.1. 2008 á slóðina „þar sem fjallað er um bæði kynin“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.