Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Qupperneq 13
aftur undir teppið. Þetta átti ekki aðeins þátt í
að sjálfsmat þjóðarinnar batnaði eftir því sem
leið á 10. áratuginn heldur var aftur hægt að
taka Stalín í sátt þegar grimmdarverkin voru
gleymd. Árið 1989 litu aðeins 12% Rússa á
Stalín sem „merkilegasta mann allra tíma og
allra þjóða“, en tíu árum síðar var þessi tala
kominn upp í 35%. Árið 1990 litu 48% hins
vegar á hann sem versta manninn í rússneskri
sögu, en árið 1997 var þessi tala kominn niður
í 36%.
Stalín aftur á stall
Undir Pútín er keisaratímabilið enn dásamað,
og ku helsta hetja Pétursborgarans Pútíns
vera Pétur mikli. En einnig er litið til Sov-
étríkjanna sem stórveldistímabils, og Pútín
telur hrun þeirra mikinn harmleik. Stalín hef-
ur aftur verið settur á stall í skólabókunum,
en þær hrósa honum sem einum mesta leið-
toga Rússlands. Í raun virðist því sem öll
tímabil Rússlandssögunnar hafi verið hafin til
vegs og virðingar undir Pútín, nema þá
kannski helst niðurlægingartímabilin undir
Jeltsín og Gorbatsjov. Í Time-viðtalinu hrósar
Pútín þeim þó fyrir að hafa lagt niður kerfi
sem hlaut ekki lengur stuðning fólksins, og
segist ekki viss um að hann hefði haft hug-
rekki til að gera slíkt sjálfur. Samkvæmt því
virðist sem leiðtogi Rússlands í dag hafi meiri
áhuga á hagvexti en því að endurreisa Sov-
étríkin.
Það er meira sem Stalín og Pútín eiga sam-
eiginlegt en starfið. Afi Pútíns var kokkur
Stalíns, og eins og hann hafði áhrif á mataræði
Stalíns hefur Stalín haft áhrif á hugmyndir
barnabarnsins, sem ku fletta bókum úr bóka-
safni Stalíns í gríð og erg. Í Time-blaðinu seg-
ir Simon Montefiore, höfundur bókarinnar
Young Stalin, að persónudýrkun Rússa á Pút-
ín sé einmitt besta vörn hans gegn hugs-
anlegum óvinum þegar hann lætur af embætti
forseta og tekur við forsætisráðherrastöð-
unni.
Sigrinum fagnað á ný
Á 60 ára afmæli sigursins hinn 9. maí 2005
bauð Pútín öllum helstu þjóðarleiðtogum
heims í heimsókn. Flestir komu, þar á meðal
Halldór Ásgrímsson, en ekki þó leiðtogar
Eistlands og Litháen, sem litla ástæðu sáu til
að fagna sigri Rússa. Sumir hinna vestrænu
fjölmiðla fundu þó ástæðu til að gagnrýna há-
tíðarhöldin og fannst þau minna um of á hinar
árlegu hersýningar Sovétríkjanna. Nú nýlega
bárust þær fréttir frá rússneska varn-
armálaráðuneytinu að frá og með næsta 9. maí
mundu hersýningarnar verða endurreistar.
6.000 hermenn munu ganga yfir Rauða torgið,
ásamt skriðdrekum og kjarnorkuflaugum.
Sendiherra Breta í Rússlandi, Tony Bren-
ton, líkti Rússlandi við Sovétríkin í blaðinu
Guardian eftir að leyniþjónustumenn yf-
irheyrðu starfsmenn ræðismannsskrifstofu
Bretlands. Í sama blaði segir fræðimaðurinn
Nikolay Petrov við Carnagie-miðstöðina í
Moskvu: „Markmiðið er að sýna fram á að
Rússland var mikilfenglegt fyrir byltinguna,
var mikilfenglegt á tímum Sovétríkjanna og
að það sé verið að endurreisa mikilfengleik
þess nú.“
Hinn nýi Stalín?
Maria Feretti útskýrir endurreisn Stalíns í
hugum Rússa með því að fólk hafi fengið nóg
af hinni stöðugu gagnrýni á Rússland, sem
það taldi gagnrýni á Stalín enn einn angann
af. Á sama tíma vildi fólk finna eitthvað já-
kvætt í sögunni sem hægt væri að byggja nýja
þjóðarvitund á. Eitt af því hafi verið sigurinn í
seinni heimsstyrjöldinni, og er þá lögð áhersla
á leiðtogahæfileika Stalíns. En einnig virðist
sem það sé nú aftur ráðamönnum í Rússlandi í
hag að gera veg hans sem mestan.
Rússneski sagnfræðingurinn Lev Gudkov
segir: „Sigur í stríði réttlætti alræðisstefnuna
í Sovétríkjunum. Eftir því sem minningarnar
um kúgun Stalíns hverfa, því meira fer al-
menningsálitið að vera hlynnt honum. Minn-
ingarhátíðir um stríðið þjóna fyrst og fremst
miðstjórnarvaldinu og kúguninni sem eftir
endalok alræðisvaldsins hefur nú verið þving-
að upp á menninguna og samfélagið af Pútín.“
oðanir Rússa á Stalín
Reuters
Til heiðurs leiðtoganum Rússneskir komm-
únistar bera sovéska fánann og mynd af Stalín
í göngu sinni að grafhvelfingu leiðtogans á
Rauða torginu í Moskvu 21. desember síðast-
liðinn en þá voru liðin 128 ár frá fæðingu hans.
»Undir Pútín er keisaratímabilið enn dásamað og ku helsta
hetja Pétursborgarans Pútíns vera Pétur mikli. En einnig er
litið til Sovétríkjanna sem stórveldistímabils og Pútín telur hrun
þeirra mikinn harmleik. Stalín hefur aftur verið settur á stall í
skólabókunum en þær hrósa honum sem einum mesta leiðtoga
Rússlands. Í raun virðist því sem öll tímabil Rússlandssögunnar
hafi verið hafin til vegs og virðingar undir Pútín, nema þá kannski
helst niðurlægingartímabilin undir Jeltsín og Gorbatsjov.
Höfundur er sagnfræðingur og rithöfundur.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 13