Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.2008, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 15 lesbók „BÚDDA er á Akureyri“ heitir sýn- ing sem nú stendur yfir í Listasafn- inu á Akureyri. En á sýningunni er lögð áhersla á ýmsar birting- armyndir búddismans og reyndar birtingarmyndir Búddans sjálfs, þ.e. hins vakandi manns. Búddismi á rætur að rekja til Ind- lands um fimm öldum fyrir Krist- burð, þegar hinn konungborni Siddhartha Gautama kom í heiminn og vaknaði til fullrar vitundar 35 ára gamall eftir að hafa setið undir Bohditrénu í 49 sólarhringa án þess að hverfa í eitt augnablik frá vitund sinni. Búdda er hinn vakandi maður og því rétt er að gera greinarmun á búddisma og Búdda. Búddismi er byggður á kennslu (Siddhartha) Gautama Búdda. Hann er ekki trúarbrögð í sama skilningi og kristni, eins og Sigurður Skúlason kemur inn á í vel ígrundaðri grein sinni um Búddisma, þar sem enginn guð kemur við sögu. Þetta er allt eins lífsspeki eða heimspeki. Engu að síður eru ritúöl, bænir og skurð- goð sem tengja hann trúarbrögðum, auk vissrar stéttaskiptingar presta og munka og því vandasamt að hafna honum sem slíkum. Búdda er hins vegar samheiti yfir þá sem eru vakandi eða uppljómaðir og hafa ótal „Búddar“ verið uppi síð- an í tíð Gautama. Fjórir samtíma- listamenn eiga verk á sýningunni, þau Halldór Ásgeirsson, Erla Þór- arinsdóttir, Finnbogi Pétursson og Bill Viola og er þeim tvinnað saman við muni sem tengjast búddisma. Innsetning Halldórs Ásgeirssonar er í anda zen-búddisma sem lista- maðurinn hefur iðkað um árabil, enda búsettur að hluta í Japan þar sem zen er mikilvægur partur af menningunni. Zen í listum snýst sjaldnast um að búa til form eða hluti, frekar að sýna hið tóma í hlutnum, nokkuð sem vestræn list hóf að rannsaka í afstraktlistinni, súprematisma, mínimalisma og sumt hvað í Fluxus, John Cage sem dæmi. Halldór rammar inn rýmið með ábendingum á tómið. Plöntur raðast meðfram veggnum sem hann fylgir eftir með óræðum teikningum og tákni fyrir tóminu. Symbólískir fán- ar mynda svo hlið sem eru tóm sín á milli. Í miðju rýminu er bátur fylltur tómum flöskum og ljósi sem dofnar og styrkist á víxl. Táknrænt virkar báturinn á mig sem líkami sem ber ljósið. Erla Þórarinsdóttir sýnir mál- verk, skúlptúr og ljósmyndir. Erla hefur dvalið í Kína og orðið fyrir áhrifum af austurlenskri list og fræðum. Hún sýnir málverk, skúlp- túr og ljósmyndir sem búa yfir mik- illi efniskennd og tengjast lík- amanum, eru þung og jarðtengjandi, en táknmyndir eru goðsögulegar og geyma í sér ríka merkingu sem verð- ur sérlega áhrifamikil í þessu sam- hengi. Finnbogi Pétursson er kunnur fyrir hljóðskúlptúra og innsetningar. Fá verk hans nýja merkingu þegar þau eru framsett í búddísku sam- hengi. Verkið Teslatunes, sem áður var í sýningarsal Orkuveitu Reykja- víkur, virkar nú eins og tíbetskir lúðrar eða horn, og upptaka á inn- öndun Halldórs Laxness er kómískt innlegg í þemað, og sérkenni Nób- elskáldsins sem eru flestum Íslend- ingum kunn verða sem staðbundið þjóðfélagslegt minni um orsök og af- leiðingu. Bill Viola er bandarískur búddisti og einn þekktasti vídeólistamaður heims. Verk hans „Observance“ er vel þekkt. Þetta er plasmaskjáverk sem hangir á enda gangs. Mynd- skeiðið er í hægagangi og sýnir fólk í sorg sem birtist í raunstærð á skján- um líkt og það sé að kveðja einhvern náinn eftir hroðalegan atburð. Það horfir niður og sem áhorfandi bein- ist athygli manns að því tóma rými sem er á milli manns sjálfs og mann- eskjanna á skjánum. Þetta er magn- að verk og fengur að fá það til lands- ins. Erfitt er að horfa framhjá fimmta þátttakandanum á sýningunni, ónafngreindum sem slíkum, Hann- esi Sigurðssyni forstöðumanni lista- safnsins. Hann hefur safnað antik frá Austurlöndum og á sjálfur munina á sýningunni. Eru fingraför hans fyrirferðarmikil og gríðarlegur áhugi hans og vilji til að skapa um- ræðu og hreyfa við fólki virðing- arverður en oft yfirgengilegur og hætt við að sjálf listin lendi í öðru sæti. Ég hef t.d. efasemdir um hvort ít- arleg kynning á indverska meist- aranum Osho (Bhagwan Sri Raj- neesh) sé viðeigandi í samhengi við samspil búddisma og samtímalist, að honum sé ofaukið, því þótt Osho hafi tileinkað sér margt úr zen að þá er hætt við að nærvera hans taki at- hygli frá hinum fornu búddísku gild- um, enda Osho „popúlisti“ í húð og hár og eins ólíkur Gautama í aðferð- um og hugsast getur. Þá þykir mér Hannes fara yfir strikið með endurskírn á verki Bills Viola, „Lostalotning“ að því er virð- ist til að samræma listaverkið eigin texta í skránni um „tantrabúdd- isma“. Enska heiti verksins „Ob- servance“ merkir „að horfa á eitt- hvað með lotningu“ og getur vel tengst helgiathöfn, en það að eitt- hvert tantraritúal fari fram á meðal dauðra kemur varla verki Viola við og tengingin gefur kolranga nálgun. Hins vegar á heitið „Observance“ mun fremur við hugmyndir búdd- ismans um vitnið sem er innra. Í þessu má samt ekki gleyma að„sensationalismi“ er helsta kenni- merki Hannesar sem stjórnanda listasafns og kemur mér enginn í hug sem mundi ráðast í gerð sýn- ingar af þessu tagi og færa innhverf andleg gildi í úthverfan búning „sensationalisma“, og með slagorð- inu „Oft var zen en nú er nauðzen“. Er sýningin mjög vel framsett og áhrifarík og framtakið tímabært. Hvet ég alla sem eiga kost á að leggja leið sína norður og upplifa þar austrænar hefðir í vestrænum bún- ingi. Austrænar hefðir í vestrænum búningi Árvakur/Skapti Hallgrímsson Innsetning Halldórs .„Táknrænt virkar báturinn á mig sem líkami sem ber ljósið.“ Segir í umfjöllun. Jón B. K. Ransu Listasafnið á Akureyri Opið alla daga nema mánudaga frá 12– 17. Sýningu lýkur 9. mars. Aðgangseyrir 400 kr. Frítt á fimmtudögum. Búdda er á Akureyri – Erla Þórarinsdóttir, Finnbogi Pétursson, Halldór Ásgeirsson og Bill Viola bbbbm MYNDLIST Haraldur Hann mælir með Till The Sun Turns Black með bandaríska söngvaskáldinu Ray La- montagne sem hann segir ljúfa, innilega og lausa við tilgerð. Hlustarinn Ég myndi gjarnan vilja mæla með plöt-unni Till The Sun Turns Black með bandaríska söngvaskáldinu Ray Lamon- tagne. Platan er önnur plata listamannsins og er frá árinu 2006, en ég keypti hana í fyrra og kolféll fyrir henni. Tónlistin á plöt- unni er ljúf, innileg og laus við tilgerð; hljóðfæraskipan er oftar en ekki einföld og rám rödd Lamontagne fellur vel að lög- unum sem oftar en ekki sækja innblástur í sálartónlist sjöunda áratugsins. Hún fer oftast á fóninn hjá mér eftir langan vinnu- dag. Sérstaklega bendi ég á eina ósungna lag plötunnar Truly, Madly, Deeply sem er byggt á ákaflega einföldu gítarstefi, en hjálpar jafnvel þeim allra stressuðustu að slaka á. Www.raylamontagne.com Www.myspace.com/raylamontagne Haraldur V. Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Myrkra músíkdaga. Gláparinn Ég hef verið að horfa á þrjá lúða afgreiðabensín um nótt. Einn segist vera með fimm háskólagráður (FIMM), annar skilur ekki að stafsetning ræður merkingu orða (að „sólin“ er annað en „sólinn“) og heldur að Níg- eríumennirnir ætli að gefa HONUM peninga af því að hann vann í skreið, og sá þriðji gafst upp á læknisfræðinni og stendur tæpt, and- lega séð. Í sælgætislúgunni situr stúlka og brosir, tyggur tyggjó og ýtir kollinum ofurlítið fram þegar hún talar (ekki virðist margt fara í gegnum þann koll). Annað er eftir þessu. Hvers vegna misheppnast Næturvaktin ekki, svo einföld og klisjukennd sem hún er? Ein ástæða er vafalítið persóna Daníels (og leikur Jörundar Ragnarssonar). Án hans væru Ólaf- ur Ragnar og Georg (báðir í sjálfu sér frábær- lega túlkaðir af góðum leikurum) ótrúverð- ugar skrípafígúrur. Daníel er heilsteyptur, gáfaður og vel gerður en í tímabundinni lægð, og við upplifum félaga hans að hluta til í gegn- um hugarþel hans sem einkennist af vináttu og virðingu. Og Næturvaktin svæfir ekki: hún vekur hugsun. Einfaldleikinn kveikir ítrekað yfirvegun um sömu áleitnu efnin (að vera ut- angarðs, hraðann í samfélaginu, lifa í ímynd- uðum heimi, fjölmenningu o.s.frv.). Róbert H. Haraldsson, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands. Róbert Ein ástæðan fyrir því að Næturvaktin misheppnast ekki er persóna Daníels.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.