Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2008, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2008, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 5 bæði vegna tengsla við núlifandi Þursa og svo Kalla.“ Talið berst nú frá Þursum og að Ey- þóri sjálfum. Hann segir að ferillinn hafi í raun hlýtt því hvernig vindurinn blæs í bransanum hverju sinni. „Það er töluvert hringt ennþá,“ segir hann og kímir. „Ég er með annan fótinn í djassbransanum og hinn í poppinu/ rokkinu. Þannig að það eru alltaf ein- hver verkefni í gangi og þau eru ansi fjölbreytileg.“ Af nýlegum verkefnum Eyþórs er blaðamanni sérstaklega minnisstæð að- koma Eyþórs að fyrstu sólóplötu Einars Scheving, Cycles, sem út kom í fyrra- haust. „Það var frábært að taka þátt í því verkefni,“ segir Eyþór og það er blik í augum. „Það myndaðist einstök stemn- ing og það er langskemmtilegast að taka þátt í slíku, þar sem hópurinn vinn- ur sem einn að einhverri sköpun og í því að búa til andrúmsloft. Svo ég komi nú aftur að eitís-tónlistinni þá datt þetta mikið niður þar. Músíkin hætti að vera hópvinna og fór að vera púsluspil. Menn röðuðu þessu saman í hljóðveri og hver spilari var í sínu horni. Fyrir mína parta fæ ég mest út úr því að vinna í hóp, þetta snýst eiginlega allt um það. En ég hef fundið fyrir því í seinni tíð að menn eru farnir að leita aftur í þessi vinnu- brögð. Þessir ungu strákar í Flís og Hjálmum t.a.m. eru dæmi um menn sem leggja mikið upp úr samspili og stemningu. Stemningsáherslan er að koma aftur. Ég er kannski að hugsa þetta doldið út frá sjálfum mér því að þetta eru hljóðversvinnubrögð sem ég hef persónulega saknað og ég fylgdist með því hvernig samvinnufílingurinn hvarf smátt og smátt á sínum tíma. Ég er feginn því að hann sé kominn aftur því að þetta skilar sér alltaf inn í sjálfa tónlistina. Ég heyri alltaf greinilegan mun á því hvort um samspil eða púsl er að ræða.“ Eyþór tekur smá-dæmisögu í fram- haldi af þessum pælingum. „Ég var að vinna plötu með KK og Magga Eiríks. Hún var tekin upp í hús- næði sem við vorum með í Borgartúni. Sigur Rós deildu þessu með okkur og platan var tekin upp í hljóðverinu sem Sigur Rós voru með þarna. Þarna vor- um við í einum hnapp í litlu stjórn- herbergi, Maggi Eiríks með gítarinn, ég með harmonikku o.s.frv. Maggi söng svo með lögunum, stundum var hann á hljóðnemanum og stundum ekki. Það stóð ekki til að halda söngnum en það myndaðist fín stemning. Svo ætlaði hann að syngja aftur og þá bara dó mús- íkin. Þetta sem var komið þoldi það ekki. Heildaráhrifin hurfu. Þetta endaði með því að við notuðum upprunalega sönginn og það fór mikil vinna í að hækka hann og lækka en það var bara ekkert annað í stöðunni. Þegar einn hluti heildarmyndarinnar var fjar- lægður hrundi stemningin.“ Getur verið að þessi ríka áhersla Ey- þórs á gildi samvinnunnar valdi því að hann er pollrólegur með það að hasla sér völl sem sólólistamaður? „Ég veit það ekki,“ segir Eyþór hæg- um en öruggum rómi. „Ég er kannski búinn að koma svo víða við að ég hef ekki fundið einhverja eina stefnu sem ég vil taka sem sólisti. Jú jú, ég hef mjög gaman af samvinnu og hef ábyggi- lega þrifist á því í gegnum tíðina. Að koma inn í einhver verk og leggja eitt- hvað til málanna, það er einhvern veg- inn orðið mitt svæði í bransanum og mér finnst mjög gaman að hjálpa til við að bæta einhver verkefni. En sólódæm- ið blundar í mér, það er nokkuð víst ... og einhvern tíma kemur að því. Það er bara svolítið lengi að gerast (hlær).“ Hver ertu, Eyþór? Þó að spurningin sé fáránleg þá lætur blaðamaðurinn hana vaða, enda liðið á spjallið, og það bara býsna gott og inni- legt. Hér kemur hún: Getur Eyþór lýst sjálfum sér sem tónlistarmanni? „Jaaaa....,“ segir Eyþór og hikar. Blaðamaður rýfur þögnina. „Ég meina, þú ert ekkert sprenglærður?“. Og nú stendur ekki á svari. „Ég er ekkert lærður. Það er mis- skilningur sem ég verð reglulega var við. Ég er algjörlega sjálfmenntaður. Algjörlega. Fyrir utan einhverja nokkra píanótíma þegar ég var krakki. Það er bara rétt á síðustu árum sem ég er orð- inn sæmilega læs á nótur. Ekki að ég sé að mæla á móti tónlistarmenntun, síður en svo. Þetta var bara sú leið sem ég fór og þess vegna hef ég aldrei nálgast tón- list frá sjónarhorni þess lærða.. Ég veit það ekki ... ungur sogaðist ég inn í það að pæla mjög mikið í tónlist. Hlusta fast og djúpt á flókna tónlist og pæla hana út. Svo rekst ég kornungur inn í þennan sessionbransa, fólk fer að hringja í mig og ég er sextán ára þegar ég fer að spila með Mannakornum. Ég get sagt með ágætri samvisku að ég er býsna góður í því að hafa yfirsýn yfir heildarmyndina í músík og er með talsverða innsýn í það hvernig hvert og eitt atriði virkar. Eitt- hvað svoleiðis. “ Tónlistin hefur því alla tíð verið rík í Eyþóri, hún braust snemma út og það fremur auðveldlega. „Ég hef nú aldrei þurft að hafa mikið fyrir þessu, ég verð nú bara að við- urkenna það,“ segir hann og hálfdæsir yfir sjálfum sér. „Ég er með góð eyru og heyri vel. Ég á auðvelt með að fatta hlutina og útskýra. Sumir myndu segja að ég væri smámunasamur, haldinn full- komnunaráráttu. En þetta liggur bara fyrir mér. Það er bara þannig. Það kom aldrei neitt annað til greina en að fara út í eitthvað svona.“ Mezzoforte er eðlilega miðlæg í ferli Eyþórs. Sveitin er enn starfandi og nýt- ur hylli víða um heim. Eftirspurn eftir henni á tónleika er stöðug og sveitin sinnir henni með reglubundnum hætti. „Auðvitað þykir mér vænt um Mezzo- forte, þetta er hljómsveit sem umbylti mínu lífi algerlega,“ segir hann. „Það var svo fyrir tuttugu og fimm árum síð- an, árið 1983, sem „Garden Party“ náði þessum miklu vinsældum. Það var ótrú- legt ævintýri og gerði mér kleift að ferðast til yfir fjörutíu landa og spila. Mér finnst margt í músíkinni standa í dag og það sem gerir þetta skemmtilegt er að við erum að ferðast um allan heim og alls staðar er slatti af fólki sem þykir virkilega vænt um þessa músík. Við höldum þessu ennþá gangandi, fyrst og fremst af því að þetta er rosalega gam- an. Ef eitthvað er þá er bandið orðið miklu betra núna en það hefur nokkurn tíma verið. Það er nýr mannskapur og músíkin er að mörgu leyti orðin opnari. Við sjálfir erum þá orðnir miklu betri spilarar. Þetta er miklu meira en bara „Garden Party“, það lag sem flestir þekkja.“ Eyþór segir spilagleðina því sjaldan hafa verið ríkari í Mezzoforte, og þegar við bætist tækifæri til að heimsækja ex- ótíska staði þar sem þakklátir aðdá- endur bíða sé þetta einfaldlega frábær staða til að vera í. Og vafalaust verður meira en slatti af þakklátum aðdáend- um í Höllinni í kvöld er Hinn íslenzki Þursaflokkur – ein merkasta hljómsveit landsins fyrr og síðar – gengur aftur. „Heldur betur,“ segir Eyþór. „Nú er búið að skrifa tuttugu og tveggja manna kammersveit inn í þetta þannig að fólk getur átt von á að heyra þetta pínulítið öðruvísi en á plötunum. Lögin eru stærri. Mér finnst virðingarvert hjá Agli og félögum að í stað þess að vera að endurvekja einhvern gamlan draug – þó að Þursaflokkurinn sé allt annað en gamall draugur í huga þjóðarinnar – sé þetta fært í nýjan búning og menn vinni aðeins með efnið. Það finnst mér flott.“ Blaðamaður tekst nú á loft og ber undir Eyþór nýlegan Kastljósþátt þar sem „Grafskript“ var flutt á allmagn- aðan hátt. Eyþór samsinnir æstum blaðamanni. „Jú jú...það er alveg rétt hjá þér. Þetta var að svínvirka.“Árvakur/Golli » Að koma inn í einhver verk og leggja eitthvað til málanna, það er einhvern veginn orðið mitt svæði í bransanum og mér finnst mjög gaman að hjálpa til við að bæta einhver verkefni. En sóló- dæmið blundar í mér, það er nokkuð víst ...

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.