Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2008, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 7
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@gmail.com
The Foo Fighters með Dave „okk-ar“ Grohl í broddi fylkingar er
þegar farin að vinna að næstu plötu
en það er eins og það séu bara
nokkrar vikur síðan síðasta plata
Echoes, Silence, Patience & Grace
kom út. Bassaleikarinn Nate Men-
del segir þá félaga nú vinna baki
brotnu við að setja saman ný lög.
„Við erum að tilkeyra þau í hljóð-
prufum, eitthvað sem við höfum ekki
gert áður, þannig að þetta er komið
á fljúgandi start hjá okkur. Það er
mikið stuð í mannskapnum.“ Að
þessu sögðu er samt óvíst hvenær
efnið kemur út, en hljómsveitin er
bókuð í tónleikastúss út árið. Men-
del segir þetta snúna stöðu, því að
þeim sé eðlilega uppálagt að fylgja
síðustu plötu eftir en þá sé samt þeg-
ar farið að klæja í það að búa til þá
næstu.
„Og ekki gengur að rúlla þessu
inn á band strax,“ segir hann. „Þá
verður þessu lekið.“
Foo Fighters hafa aldrei verið
stærri en nú, staðreynd sem verður
undirstrikuð með tveimur tónleikum
á Wembley, 6. og 7. júní. Já, þetta
eru svo sannarlega menn fólksins,
hvort sem þeir eru staddir á íþrótta-
leikvöngum eða í bílskúr á Stokks-
eyri…
Japanska tuddarokksveitin (meðsmá-snúningi) Boris er klár með
nýja skífu og kallast hún hinu upp-
byggilega heiti Smile. Boris, sem
spilar einslags tilraunakennt þunga-
rokk, er ein af þannig sveitum sem
hefur fengið náð fyrir augum ný-
bylgjuunnand-
ans, ásamt Sunn
O))), Mastodon
og hugsanlega
Neurosis. Platan
nýja er átta laga
og kemur út 7.
mars í Japan en
Vesturlandabú-
um er gert að
bíða fram í apríl.
Hinn mikli meist-
ari, Stephen O’Malley (Sunn O) og
trilljón aðrar hljómsveitir) leggur til
gítar í einu laginu. O’Malley er og
einn af eigendum Southern Lord út-
gáfunnar, sem verður að teljast ein
allra svalasta útgáfa samtímans
hvað hina þungu list áhrærir.
Plata The Raconteurs, BrokenBoy Soldiers, þótti vera með
sterkustu rokkplötum ársins 2006 en
meðlimir í sveitinni eru m.a. Jack
White úr White Stripes og Brendan
Benson sem á
að baki glæstan
sólóferil þó að
lágt hafi farið.
The Racon-
teurs sönnuðu
á nefndri plötu
að þetta var
meira en eitt-
hvert hlið-
arverkefni og rokkþyrstir hafa legið
á bæn síðan um að annarri plötu yrði
lætt út. Fyrir stuttu póstaði svo
sveitin stuttri tilkynningu á mys-
pace-svæðið sitt þar sem sagt var að
platan væri á lokastigi. Sveitin er að
fínpússa í Nashville og lofar jafn-
framt að platan komi út eins „fljótt
og auðið er“ en mesta vinnan fór víst
fram á seinni hluta síðasta árs. En
semsagt, við getum farið að anda
léttar. Það er farið að hilla undir
snilldina. Rokk og ról!
TÓNLIST
Foo Fighters
The Raconteurs
Boris
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
Stephen Stills stofnaði Buffalo Springfieldvorið 1966, og fékk meðal annars til liðsvið sig Neil Young. Ári síðar kom útfyrsta breiðskífa sveitarinnar sem sló í
gegn en ári eftir það var sveitin búin að vera. Stills
gaf út eins konar sólóskífu sama ár og stofnaði síð-
an tríó með þeim David Crosby og Graham Nash
sem þeir kölluðu einfaldlega Crosby, Stills &
Nash. Fyrsta platan kom út ári síðar og seldist
bráðvel. Síðar slóst Neil Young í hópinn sem hét
eftir það Crosby, Stills, Nash & Young; nema hvað.
Buffalo Springfield þraut örendið meðal annars
vegna þess að meðlimir sveitarinnar tókust á um
stjórnvölinn; hver vildi koma sínum lögum að. Með
það í huga meðal annars gerðu þeir félagar í
Crosby, Stills, Nash & Young samkomulag um að
samstarfið yrði lauslegt og hver mætti gefa það út
undir eigin nafni sem honum sýndist.
Stills var mikill hljómsveitarmaður, ef svo má
segja, hafði gríðarlega gaman af að spila með fær-
um hljóðfæraleikurum og helst vildi hann haga
málum svo að lagasmíðar væru nánast spuni á
staðnum; að hljómsveitarmenn næðu svo vel sam-
an að þeir spiluðu sem einn maður. Hann fékk lítið
færi á slíku innan Crosby, Stills, Nash & Young og
stofnaði því sérstaka sveit fjölskipaða fyrir slíkar
skemmtanir sem hann kallaði Manassas.
Í Manassas var valinn maður í hverju rúmi; auk
Stills má nefna þá Al Perkins, Chris Hillman,
Fuzzy Samuels og Dallas Taylor, sem allir voru
mikils metnir á sinni tíð og gamlir hundar (eins og
ofanritaður) kannast við. Til viðbótar þeim sjö sem
skipuðu eiginlega hljómsveit voru svo nokkrir
hljóðfæraleikarar til lausráðnir, ef svo má segja,
þar á meðal Rollingurinn Bill Wyman.
Wyman lýsti því einhvern tímann að hann hefði
hætt í Rolling Stones til að ganga í Manassas hefði
honum verið boðið það og víst er að Stephen Stills
segir að þau ár sem hann starfrækti hljómsveitina
hafi verið skemmtilegasti tíminn á sínum tónlist-
arferli. Þrátt fyrir það tókst sveitinni ekki að koma
frá sér nema tveimur breiðskífum, sú fyrri, sem
var samnefnd sveitinni, en þó ævinlega kynnt sem
Stephen Stills Manassas, er klassísk í rokksögunni
þótt hún sé nánast gleymd í dag.
Skýringin á því hvers vegna slíkur gæðagripur
hefur gleymst svo rækilega byggist að nokkru á
því að Manassas var jafningjahljómsveit og þótt
vissulega hafi Stills verið primus inter pares þá var
hann ekki í stjörnuflokki þótt enginn frýi honum
hæfileika sem lagasmið og hljóðfæraleikara.
Manassas var býsna mikil skífa, tvöföld plata
með ríflega klukkutíma af músík. Hún er ein af
þeim skífum sem skemmtilegra er að eiga á vínyl
en diski, enda var hún hugsuð sem fjórar plötuhlið-
ar (og handskrifaðir textarnir sem fylgdu á víny-
lútgáfunni eru ekki með á diskinum).
Fyrsti hluti plötunnar, fyrsta plötuhliðin, The
Raven/Hrafninn, er rokk sem kryddað er með
kúbverskum hrynhita enda var slík músík í háveg-
um höfð vestur í Kaliforníu á þeim tíma (Santana
III kom til að mynda út 1971 og Caravanserai
1972).
Annar hlutinn er svo The Wilderness/Óbyggðir,
þar sem viðfangsefnið er kántrítónlist (Hillman við
sama heygarðshornið), þjóðleg músík amerísk.
Þriðja plötuhliðin er Consider/Hugsaðu, sem er
nokkuð dæmigert þjóðlagarokk eins og önnur hver
hljómsveit spilaði á þessum árum með pínlega ein-
lægum textum (aulahrollur).
Lokakafli plötunnar, fjórða plötuhliðin, er svo
Rock And Roll Is Here To Stay/Lifi rokkið, sem
er, eins og yfirskriftin gefur til kynna, mestmegnis
rokk og ról og vel blússkotið á köflum, sérstaklega
í lokalaginu, Blues Man, sem er hylling þeirra Jimi
Hendrix, Al Wilson og Duane Allman sem allir
féllu frá á besta aldri með skömmu millibili – Wil-
son og Hendrix 1970 og Allman 1971.
Hæst rís þessi skífa Stills og félaga í næstsíðasta
lagi hennar, The Treasure, sem er eins konar sam-
antekt á þeim stílum sem viðraðir eru á plötunni,
en það lag er einmitt gott dæmi um þá draumsýn
Stills að koma saman hljómsveit sem spilað gæti
sem einn maður því lagið spratt úr hálfgerðum
hljóðversspuna og varð til í einni töku, þeirri töku
sem er á plötunni.
Í draumi Stephens Stills
POPPKLASSÍK
Eftir Atla Bollason
bollason@gmail.com
A
f ofangreindu er vonandi ljóst að
Vampire Weekend er ekki alveg
eins og hljómsveitir eru flestar.
Eins og hljómsveitin Strokes vakti
athygli fyrir rúmum hálfum ára-
tug, eru þetta hvítir milli- og há-
stéttardrengir, vel menntaðir enda kynntust þeir í
Columbia. Blöðin keppast við að finna þeim stað
við hlið Strokes í tónlistarsögunni en að svo
stöddu er erfitt að sjá hvort það tekst. Því er hins
vegar ekki að neita að fyrsta platan er gríðarlega
sterk og áhrifin og hljómurinn vissulega fjöl-
breyttari en hjá þeirri ágætu sveit.
Arkitektúr og greinarmerki
Textagerð Vampire Weekend er óvenjuleg, þeir
fást ekki mikið við ástina eins og venjan er í popp-
tónlist – það væri helst í laginu „Campus“ sem örl-
ar á slíku, en þar eru tónlistarleg líkindi einnig
hvað mest við Strokes. Annars staðar verða alls
konar ólíkleg yrkisefni fyrir tungunni á söngv-
aranum og textasmiðnum Ezra Koenig. Það er til
að mynda ekki algengt að heyra rokkara syngja
um arkitektúr eins og gert er í laginu „Mansard
Roof“ – en þak að hætti François Mansart er vel
þekkt frá lokum 19. aldar beggja vegna Atlants-
hafs og hefur til dæmis orðið að einkenni margra
skyndibitastaða, þ. á m. McDonalds. Sama gildir
um greinarmerkjasetningu; lagið „Oxford
Comma“ rammar frásögnina inn með því að fjalla
um kommu á undan samtengingu í upptalningu
þriggja eða fleiri hluta („pipar, salt, og timjan“
eða „pipar, salt og timjan“), en raunar segir ljóð-
mælandi sér vera slétt sama um hvor leiðin er far-
in.
Í þessum anda kemur ekki á óvart að Vampire
Weekend hafi hafið ferilinn með því að spila í
partíum víðs vegar um Columbia svæðið og í hóp-
um bókmenntaunnenda áður en rómur sveit-
arinnar tók að berast víðar. Það var í fyrra sem
sveitin komst á flug þegar hún lagði upp í tón-
leikaferð um Bandaríkin gervöll, og fór að njóta
nokkurra vinsælda hjá ýmsum bloggurum og vef-
miðlum þegar fyrstu lög þeirra tóku að festast í
möskvum Netsins.
Afrísk áhrif
Hlustendur tóku helst eftir óvæntum samslætti
indírokks við afrískt popp eins og Paul Simon sótti
í þegar hann gerði Graceland, og Damon Albarn
þegar hann ferðaðist til Malí fyrir tæpum áratug.
Rytmar eru gjarnan útfærðir á alls kyns slagverk
og laglínurnar elta fáa dúrhljóma svo úr verður
gríðarlega sólríkur og glaðvær blær, eins og í lag-
inu „Cape Cod Kwassa Kwassa“. Hérlendis hefur
sveitin unga Retro Stefson unnið með svipaðar
hugmyndir og það er gaman að bera „Oxford
Comma“ eða önnur laga Vampíruhelgarinnar
saman við „Medallion“ eða „Papa Paulo“ (sem má
bæði heyra á Mæspeisi Retro Stefsons: mys-
pace.com/retrostefsonmusic).
Þá ráða karíbískir rytmar í bland við pönk ferð-
inni í „M79“ svo hugurinn hvarflar til ska-
bandanna í Bretlandi níunda áratugarins. Sjálfir
hafa drengirnir í Vampire Weekend minnst á brit-
poppið sem innblástur, en Blur sóttu sérstaklega í
hljóðheim ska-sins. En tengingarnar eru fleiri, í
fyrrnefndu „M79“ gera semball og fiðla reglulega
vart við sig svo hugurinn hvarflar til Bachs. Þá er
hljóðfærið mellotron – einskonar gamaldags
hljóðsmali (e. sampler) sem notar segulband í stað
harðra diska eða disklinga – áberandi, en Bítl-
arnir, Zombies og King Crimson gerðu þetta
hljóðfæri að sínu síðla á sjöunda áratugnum.
Vampíruhelgi í október?
Þessi skemmtilegi og nútímalegi bræðingur heill-
aði fjöldamörg útgáfufyrirtæki en eftir marga
fundi og marga góða hádegisverði ákváðu Vamp-
ire Weekend að skrifa undir hjá XL Recordings
og komust þar í hóp með ekki ómerkari sveitum
en Basement Jaxx, Prodigy, Sigur Rós, White
Stripes og Devandra Banhart. Fyrsta skífan,
samnefnd sveitinni, kom svo út fyrir skemmstu og
hefur hlotið nær einróma lof gagnrýnenda. Hvort
skífan getur af sér holskeflu af indí-afró-popp-
böndum með sama hætti og Strokes opnuðu á
fjöldann allan af bílskúrsrokkurum er erfitt að
segja, en sem stendur býður platan hlustandanum
í sólríkt ferðalag sem er víst til að standa fram á
haust – en mér finnst ekki ólíklegt að aðstand-
endur Airwaves hátíðarinnar reyni að gera hátíð-
arhelgina að Vampíruhelgi.
Sólelskar vampírur
Vampire Weekend – Vampíruhelgi – er að mati
undirritaðs afleitt hljómsveitarnafn; minnir
helst á einhverja afbökun á My Bloody Valentine
eða óheppilegt veggspjald utan á niðurníddum
næturklúbbi sem varð fyrir augum hljómsveit-
armeðlima þegar þeir leituðu nafns í örvænt-
ingu. Raunin er víst önnur: Vampire Weekend er
stuttmynd sem Ezra Koenig gerði sumarið eftir
fyrsta árið sitt í háskóla, þar sem persónan Wal-
cott missir föður sinn þegar vampírur ráðast á
heimaland hans. Eðlilegt. Nafnið smitaðist yfir á
hljómsveitina og fyrsta lagið sem sveitin samdi
fjallar einmitt um nefndan Walcott og textinn
byggist lauslega á efni kvikmyndarinnar (í
myndinni átti Walcott að fara til Cape Cod og
segja borgarstjóranum þar frá vampíruvánni...).
Ljósmynd/Tim Soter
Vampire Weekend Fyrsta skífan, samnefnd sveitinni, hefur hlotið nær einróma lof gagnrýnenda.