Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2008, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2008, Page 8
8 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Pétur H. Ármannsson petura@simnet.is U mræða um álitamál í ís- lensku sam- félagi hefur til- hneigingu til að leita í skot- grafir tveggja andstæðra fylkinga, þar sem menn gefa sér að annað sjónarmiðið hljóti að útiloka hitt. Deilur um skipulag og uppbygg- ingu í gamla bænum í Reykjavík hafa oft ratað í þessi hjólför. Málum er stillt upp þannig að þar takist á tvö ósætt- anleg sjónarmið: verndunar og upp- byggingar. Ýmsir telja húsvernd vera þránd í götu allrar þróunar og end- urnýjun geti helst ekki átt sér stað nema að byrjað sé með autt borð, gamla byggðin þurrkuð út og allt byggt nýtt frá grunni. Á hinum vængnum hefur stundum skort á skilning á því að forsenda fyrir varð- veislu húsa er að þau séu í notkun og svari þörfum starfsemi sem eflir mannlíf og viðskipti í miðbænum auk þess að standa undir endurnýjun þeirra, viðhaldi og rekstri. Það getur þýtt að gömlum húsum þarf að breyta, stækka þau, hækka og tengja nýjum byggingum til að þau geti þjónað nýju hlutverki í endurbættri mynd. Sá sem hér ritar hefur lengi verið á þeirri skoðun að unnt sé að finna skyn- samlegan meðalveg í þessum efnum. Að verndun og uppbygging geti vel farið saman, eins og sjá má ótal dæmi um erlendis. Vandinn felst ekki í gömlu húsunum sem slíkum heldur í afstöðu okkar til þeirra. Eitt dæmi er sú tilhneiging að tala um verndun EÐA uppbyggingu. Merking þessara orða er ekki andstæð þar sem end- urnýjun gamalla húsa er ein tegund uppbyggingar: verndun ER uppbygg- ing. Alkunna er að gamlar og grónar miðborgir hafa mikið aðdráttarafl. Þær endurspegla betur en flest annað menningu og sögu hverrar þjóðar. Af einhverum ástæðum kann fólk vel við sig í slíku umhverfi. Menn nota gjarn- an lýsingarorðið fallegt, sem í flestra huga hefur jákvæða merkingu. Hvað er það sem gerir þessar borgir fal- legar? Kannski er það hugarfar kyn- slóðanna, örlæti þeirra og metnaður til að fegra og bæta hið sameiginlega um- hverfi. Fagurlega skreyttar fram- hliðar eldri bygginga vitna um virð- ingu genginna kynslóða fyrir almenningsrými borgarinnar, auk þess sem þær endurspegla listfengi og metnað þeirra sem húsin reistu. Fal- leg miðborg byggist á örlæti og virð- ingu fyrir hinni sameiginlegu borg- armynd. Þegar mat er lagt á varðveislugildi gamalla húsa verður að huga vel að sérstöðu íslensks byggingararfs. Fljótt á litið virðist hann harla fátæk- legur í samanburði við glæstan menn- ingararf Evrópuþjóða. En sé hann metinn út frá forsendum alþjóðlegrar alþýðuhúsagerðar (e: vernacular architecture) verður samanburðurinn annar og jákvæðari, á þeim vettvangi má færa að því rök að margt í okkar byggingarsögu sé forvitnilegt, fágætt og einstakt. Torfbæir og bárujárns- klædd timburhús eru menningararfur þjóðar sem bjó við meiri fátækt og erf- iðari aðstæður en dæmi voru um í álf- unni og varð því að vinna listræn afrek sín í forgengilegan efnivið. Í huga eldra fólks geymdu þessi hús minn- ingar um þrengsli, kulda og óheil- næmar aðstæður og á 20 öld varð nið- urrif þeirra tákn um framfarir. Það viðhorf er enn lífseigt og veldur það ef- laust nokkru um að skilningur á mik- ilvægi húsverndar er minni hér en í nálægum löndum. Annað atriði sem taka þarf tillit til er hversu fá dæmi hafa varðveist af hverri gerð bygg- inga. Tiltölulega fábrotið hús getur haft mikið fágætisgildi sem ekki kem- ur í ljós nema að staða þess sé skoðuð í víðu samhengi. Því eiga varð- veislumatsaðferðir þjóða sem státa af ótölulegum fjölda dæma frá sama tímabili ekki að öllu leyti við hér. Það er mikill misskilningur að verndun gamalla bygginga og borg- arhluta hamli eðlilegri framþróun og nýsköpun í byggingarlist. Verndun gamalla húsa takmarkar ekki sköp- unarfresti í byggingarlist, allra síst hér á landi, þar sem byggingararfur fyrri tíðar er aðeins örlítið brot hins byggða umhverfis. Þvert á móti opnar samhengi gamalla húsa spennandi möguleika á öðruvísi og skapandi lausnum, því sagan er mikilvægasta byggingarefni þeirra sem borgirnar móta. Að endurreisa er það sama og skapa. Allt er það spurning um hug- arfar. Um leið og arkitektar leggja af þann löst að líta á gömlu byggðina sem vandamál opnast heillandi möguleikar. Í endurreistri miðborg Berlínar má finna dæmi um byggingar eftir kunn- ustu arkitekta heims, þar sem þeim tekst að fanga andrúm og einkenni borgarinnar í verkum sem um leið eru nýstárleg í formi og hugsun. Ef litið er til miðborgar Reykjavík- ur eiga nýleg uppbyggingarverkefni sem vel hafa tekist það sammerkt að þar fer saman nýsköpun og virðing fyrir sögulegum arfi. Nýbygging Hæstaréttar sómir sér vel við hlið merka opinberra bygginga frá fyrri hluta 20. aldar. Þingmannaskáli Al- þingishúss er hófstillt hús í stærð- arhlutföllum og fellur vel inn í um- hverfið. Því má halda fram að tengingin við gamla húsið hafi verið óheppileg málamiðlun, en hafa verður í huga að hún var forsenda þess að gamla þinghúsið gæti til framtíðar þjónað hlutverki sínu sem fund- arstaður í takt við nútímakröfur. Tengingin hefur létt álagi af gamla húsinu og gert kleift að endurgera sali þess og vistarverur í upphaflegri mynd. Alþingishúsið heldur hlutverki sínu og reisn og hefur aldrei verið glæsilegra en nú. Á 9. áratug 20. aldar var haldin sam- keppni um skrifstofubyggingu Alþing- is við Kirkjustræti. Vinningstillagan gerði ráð fyrir mikilli nýbyggingu sem koma átti í stað húsaraðarinnar við Kirkjustræti. Síðar var horfið frá þess- ari hugmynd og hafa tvö gömlu Kirkjustrætishúsanna þegar verið endurbyggð. Kynnt hafa verið áform um endurreisn Skjaldbreiðar og flutn- ing timburhússins að Vonarstræti 12 á horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Við þann flutning mun koma í ljós fal- leg gaflhlið sem í áratugi hefur verið falin í þröngu sundi uppi við brunagafl. Fremur en að verða ofvaxið húsbákn hefur Alþingsreiturinn þróast yfir í að vera eins konar þorp inn í borginni, þar sem smærri einingar, gamlar og nýjar, tengjast saman og mynda fjöl- breytilega heild. Annað dæmi um samspil verndunar og uppbyggingar er endurreisn Að- alstrætis, en mynd þessarar elstu götu bæjarins var nánast horfin í kjölfar niðurrifs og eldsvoða. Við norðurenda götunnar er Aðalstræti 2 (Ingólfs- naust, áður Geysishús) sem hýsir margs konar starfsemi. Í suðurend- anum er hótel og landnámsskáli og þar við hliðina Ísafoldarhúsið endurreist sem áður stóð við Austurstræti, illa leikið í skarði milli tveggja brunagafla. Nýjasta viðbótin er endurgerð og stækkun Aðalstrætis 10, sem eitt stendur eftir af fyrstu kynslóð húsa í Reykjavík með upphaflegu formi. Til að gera kleift að nýta húsið var heimild veitt fyrir látlausri bakbyggingu sem lítið ber á og rýrir ekki varðveislugildi þessa aldna húss. Almenn ánægja er með hvernig til hefur tekist með ofangreind verkefni. Þau hafa bætt ásýnd miðbæjarins, eflt mannlíf þar og styrkt hann sem svæði með mikið aðdráttarafl, þar sem borg- arbúar og gestir njóta þess að dvelja. Með uppbyggingu af þessu tagi hefur tekist að endurheimta staðaranda og söguleg sérkenni þessa hluta miðborg- arinnar. Arkitektar hafa deilt á útlits- atriði hótelsins í Aðalstræti, sumum finnst þar langt gengið í þá átt að hanna nýbyggingar í bókstaflegum stíl eldri húsa. Slík umræða um álitamál í Verndun og uppbyggin „Vandi húsverndar á Íslandi er vandi hugarfars,“ segir greinarhöfundur og bætir við: „Hugarfar græðgi get- ur aldrei skapað fallega borg. Góð miðborg byggist á örlæti og virðingu fyrir því sem við eigum sameig- inlegt, almannarými borgarinnar.“ Hér eru húsverndarmál og uppbygg- ing í Reykjavík skoðuð í samhengi en það er kannski einmitt samhengið sem hefur vantað í umræðuna. Víða um land, í bæjum þar sem byggð á í vök að verjast, hafa afrek verið unn- in á sviði húsverndar, þó að verðgildi fasteigna sé aðeins brot af því sem ger- ist í Reykjavík. Nefna má Eyrarbakka, Hofsós, Ísafjörð, Vopnafjörð, Djúpa- vog og Siglufjörð, þar sem nýendurgerð hús gegna lykilhlutverki í ferðaþjónustu og menningarlífi. Að margra mati er Stykkishólmur einn feg- ursti bær á landinu, ekki síst vegna gömlu húsanna sem þar hafa verið gerð upp á undanförnum aldarfjórðungi. Það að við getum notið þeirrar fögru bæjarmyndar má þakka ákvörðun bæjaryfirvalda og þáverandi sveitarstjóra, Sturlu Böðvarssonar, sem fékk Hörð Ágústsson listmálara til að gera húsa- könnun í gamla bænum árið 1978. Könnunin varð grundvöllur að nýju skipu- lagi gamla bæjarkjarnans, þar sem rík áhersla var lögð á húsvernd. Margir hafa lagt hönd á plóg við endurgerð húsa í Stykkishólmi, þar ber hæst stuðn- ing athafnakonunnar Rakelar Olsen við málefnið. Stykkishólmur Dæmin sýna að eitt gamalt hús sem gen öllu sínu nánasta umhverfi. Eitt slíkt er þremur árum beið örlaga sinna illa leik Mögulega væri þetta hús horfið ef ekki hjónanna Sigmundar Einarssonar og G höfðu endurbyggt húsið París við hliðin könnuna. Allir sem til Akureyrar koma stæðum áhuga þeirra hjóna. Það sem á miðbæ Akureyrar sem engum kæmi til Hamborg á Aðalstræti Gott dæmi um samspil verndunar og uppbyggingar er endurreisn Aðalstrætis, en mynd þessarar elstu götu bæjarins var nánast horfin í kjölfar niður enda götunnar.Þar er hótel og landnámsskáli og þar við hliðina Ísafoldarhúsið endurreist. Nýjasta viðbótin er endurgerð og stækkun Aðalstrætis 10, sem eitt ste Reykjavík með upphaflegu formi. Til að gera kleift að nýta húsið var heimild veitt fyrir látlausri bakbyggingu sem lítið ber á og rýrir ekki varðveislugildi þessa a

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.