Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2008, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2008, Qupperneq 9
byggingarlist er heilbrigð og seint verða allir sammála í þeim efnum. Að mínu mati er það vísbending um að rétt hafi verið á málum haldið þegar umræðan snýst ekki um stóru drætt- ina heldur fagurfræðileg útfærslu- atriði. Fyrir nokkrum árum var unnin þró- unaráætlun fyrir miðborg Reykjavík- ur. Reynt var að setja fram heildstæða sýn á ásýnd og yfirbragð Laugavegar sem verslunargötu, þar sem sjónarmið uppbyggingar og varðveislu áttu að haldast í hendur. Gefa átti svigrúm til nýrrar uppbyggingar við Laugaveg án þess að fórna byggingarsögulegum sérkennum götunnar og þeim lyk- ilbyggingum fyrri tíðar sem gildi hefðu fyrir ásýnd hennar. Vönduð hönnun nýbygginga átti að gegna lykilhlut- verki til að sætta á sjónarmið upp- byggingar og verndunar. Vega átti og meta kosti uppbyggingar andspænis varðveislusjónarmiðum í hverju tilviki og ná fram vel rökstuddri niðurstöðu. Þetta eru göfug og gild markmið sem hafa, þrátt fyrir góðan ásetning, enn ekki náð að skila sér í góðum verk- um, þó að þess sé vonandi skammt að bíða. Í nokkrum tilvikum hafa mál þróast á verri veg, ekki síst þar sem yfirvöld hafa látið undan þrýstingi um aukið byggingarmagn á einstökum reitum, umfram það sem umhverfið með góðu móti þolir. Reynslan af upp- kaupamálinu á Laugavegi 4-6 sýnir mikilvægi vandaðrar málsmeðferðar, stefnufestu og þess að missa ekki sjón- ar á félagslegum og fagurfræðilegum markmiðum í umfjöllun um einstök mál, þó að sterkir hagsmunir þrýsti á annað. Sú dýrkeypta reynsla, að kaupa hafi þurft til baka slíkan byggingarrétt til að afstýra skipulagsslysi, verður vonandi til þess að meiri varúðar verði gætt við úthlutun slíks gjafakóta. Upp- kaup á fasteignum eru mikilvægt úr- ræði sem þarf að vera hægt að grípa til þegar almannahagsmunir eru í húfi en álitamál er hversu langt á að ganga í því að greiða lóðareigendum bætur fyrir meint verðmæti sem þeir hafa hvorki keypt né skapað. Kynni mín af húsverndarmálum og umræðu um þróun Reykjavíkur á und- anförnum árum hafa vakið þá spurn- ingu, hvort sú afmörkun miðborgar Reykjavíkur sem áætlanir um þétt- ingu byggðar og þróun miðbæjar byggja á sé mögulega of þröng. Í reynd er eiginleg miðbæjarstarfsemi á miklu mun stærra svæði en núgildandi skilgreining í skipulagi sýnir, eftir REYKJAVÍKUR heldur sem elsti og merkasti hlutinn í stærri heild. Þar yrði lögð áhersla á að efla og styrkja þau gæði í umhverfi og byggingarlist sem gerir þetta svæði einstakt og eft- irsóknarvert. Smágerður og mann- eskjulegur mælikvarði er dýrmætasti eiginleiki byggðarinnar í miðbæ Reykjavíkur. Fremur smáar einingar en fjölbreytilegar í formi, litum og stíl, þannig er gamla Reykjavík og því yf- irbragði má hún ekki glata. Þó að breytt sé um áherslur í uppbyggingu á viðkvæmustu svæðunum þýðir það ekki að gamli bærinn eigi hætta vaxa og þróast. En í grónum hverfum verð- ur ný uppbygging að vera á forsendum þess sem fyrir er. Það er misskiln- ingur að varðveisla gamalla húsa dragi úr möguleikum á nýtingu þeirra í takt við kröfur nútímans. Ótal tækifæri eru til að breyta og laga, og flétta saman gamalt og nýtt. Við Laugaveg er til dæmis hefð fyrir því að skapa versl- unarrými með því að lyfta timb- urhúsum upp á hærri sökkul, lengja þau og reisa nýjar bakbyggingar. Sé þeirri aðferð beitt má hæglega sam- eina smærri eignir og skapa versl- unarrými í takt við nútímakröfur, jafn- framt því að viðhalda mikilvægum hlutum af sögulegri götumynd. Ekk- ert útilokar heldur vel hannaðar ný- byggingar þar sem við á, ný og fram- sækin byggingarlist getur vel spilað með hinu gamla, ef hæð og bygging- armagn er í samræmi við það sem um- hverfið þolir. Í stærri þróunarverkefnum getur verndun húsa í takt við nýja uppbygg- ingu verið leið til að skapa sátt um slík verkefni. Um leið getur hún leyst þann vanda sem felst í því að laga stórar ein- ingar að smágerðum og litríkum mæli- kvarða gamla bæjarins. Ein leið er að láta eldri húsin standa fram við götu en koma plássfrekum nýbyggingum fyrir á bakhluta lóða. Með því að tengja þetta tvennt saman opnast leið- ir til að kosta vandaðar viðgerðir á gömlum húsum á einstökum reitum og tryggja þeim framtíðarhlutverk við hæfi. Hvaða skoðanir sem menn hafa á húsvernd geta flestir verið sammála um að umhverfið í miðbæ Reykjavíkur þarf að bæta. Óbreytt ástand er ekki ásættanlegur kostur, þar sem illa hirt, afskræmd og niðurnídd hús standa í röðum við helstu götur miðbæjarins í höfuðborg einnar ríkustu þjóðar í heimi. Slíkt ástand er eigendum húsanna til skammar og segir sitt um hugarfar þeirra og afstöðu til sam- borgara sinna. Lög kveða á um að eig- endum fasteigna sé skylt að halda þeim við en engin viðurlög virðast vera við slíkri vanrækslu, enda hefur hirðu- leysi um viðhald fasteigna lengi verið þjóðarlöstur. Óvissuástand í skipulagi kann að vera skýring í sumum til- vikum en ekki öllum. Sumir húseig- endur hafa komist upp með að láta eignir sínar drabbast niður áratugum saman í þeirri von að það greiði fyrir niðurrifi þeirra. Afskræmt útlit og bágborið ástand gamalla húsa veldur miklu um neikvæða afstöðu margra til húsverndar, þar sem einungis fag- kunnugum og sögufróðum er fært að greina þá möguleika sem í húsunum felast, væru þau færð til betra horfs. En ónógt viðhald eitt og sér réttlætir ekki niðurrif. Með samstilltu átaki í umhirðu og viðhaldi húsa í miðbænum, þar sem smekkvísi væri gætt í út- færslum og litavali, mætti með hófleg- um tilkostnaði bæta ásýnd hans svo eftir væri tekið. Vandi húsverndar á Íslandi er vandi hugarfars. Hugarfar græðgi getur aldrei skapað fallega borg. Góð mið- borg byggist á örlæti og virðingu fyrir því sem við eigum sameiginlegt, al- mannarými borgarinnar. Slík afstaða mótaði fegurstu borgir heims og þann- ig getur Reykjavík líka orðið, ef yf- irvöld, borgarbúar og húseigendur, stórir sem smáir, leggjast á eitt og sýna metnað sinn í verki. línulegum ás frá vestri til austurs: frá Kvosinni með Laugavegi og Suður- landsbraut að Mörkinni í austri, og áfram inn á Ártúnshöfða. Á þessum austursvæðum er svigrúm fyrir veru- lega þéttingu byggðar til langs tíma litið, ekki síst ef þau yrðu tengd saman í eina heild með skilvirkri og vistvænni almenningssamgönguæð. Á aust- ursvæðum miðbæjarins er mögulegt að byggja hátt og mikið án þess að raska viðkvæmu umhverfi. Þar getur ný og framsækin byggingarlist notið sín í stærri sniðum þó að markmiðið þar líkt og í gamla bænum hljóti ávallt að vera að skapa fallegt og lifandi borgarumhverfi. Tímabært er orðið að elsti hluti mið- bæjarins verði skilgreindur út frá sér- stöðu sinni sem hinn sögulegi kjarni, ekki sem hinn eini MIÐBÆR ng – er unnt að ná sátt? Í HNOTSKURN »Samkvæmt upplýsingum Borg-arminjavarðar eru 650 hús á svæði 101 sem byggð eru fyrir 1915. »Samkvæmt lauslegri talninguTorfusamtakanna eru, varlega áætlað, 75-100 hús af þessum 650 sem heimilt er að fjarlægja skv. gild- andi deiliskipulagi (12-15%). Fyrir utan það er fjöldi húsa sem nýtur verndar en er í bágbornu ástandi. Einnig eru mörg hús byggð eftir 1915 (1918) sem varðveilsugildi hafa en sem heimilt er að rífa. »Samkvæmt upplýsingum fráBorgarminjaverði standa enn 9 hús í Kvosinni byggð fyrir 1852 (eldri eða jafngömul Lækjargötu 2), en rétt um 20 í borginni allri. Í Kvos- inni standa enn um 60 hús byggð fyrir 1915. Miðað er við 1915 því eft- ir brunann var bannað að byggja timburhús í miðbænum. Morgunblaðið/Júlíus Greinarhöfundur er arkitekt. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 9 Margir húseigendur hafa á liðnum árum lagt mikið á sig til að bæta ásýnd miðbæjarins. Gott dæmi er endurreisn hússins á horni Lindargötu og Klapp- arstígs. Það var í mikilli niðurníðslu þegar eigendur tóku sig til og end- ursköpuðu upphaflegt útlit með hjálp góðra fagmanna. Endurbyggingin ger- breytti öllu nánasta umhverfi hússins. Húsið má nú með réttu kallast „Höllin“ í Skuggahverfinu, þó að hærri hús og stærri hafi risið allt í kring. Fyrir tæp- um tveimur árum hlaut Klapparstígur 11 viðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir metnaðarfulla endurgerð á gömlu timburhúsi. Stuttu síðar var kynnt deiliskipulagsbreyting þar sem aflétt var verndun götumyndar á þessum hluta Lindargötu af lítt skiljanlegum ástæðum. Sú ákvörðun beinir sjónum að mikilvægi stefnufestu í skipulagsmálum eldri hverfa, ekki síst til að standa vörð um dýrmætt framtak einstaklinga við endurgerð húsa. Óvissa og koll- steypur í skipulagi setja í uppnám áform fólks sem hafa lagt aleigu sína og ómældan tíma í viðgerðir í trausti þess að verndunarákvæði í skipulagi tryggi að hús þeirra megi standa til framtíðar sem hluti af fastmótuðu umhverfi. Klapparstígur 11 og sama hús fyrir viðgerð ngur í endurnýjun lífdaga getur lyft r húsið Hamborg á Akureyri, sem fyrir kið af vanhirðu og útlitsbreytingum. i hefði komið til eldlegur áhugi Guðbjargar Jósefsdóttur, sem áður na og stofnað þar kaffihúsið Bláu a njóta nú góðs af frumkvæði og ein- ður var niðurnítt hús er nú gimsteinn í hugar að rífa. Akureyri rrifs og eldsvoða. Myndin er af suður- endur eftir af fyrstu kynslóð húsa í aldna húss. Á heimasíðunni www.laugavegur.is eru tilgreind 31 hús við Laugaveg sem heimilt er að rífa. Þessi listi er ekki nákvæmur, eftir því sem næst verður komist er staðan eftirfarandi:  Niðurrif hefur þegar verið sam- þykkt á 2-3, óvissa er um 18-20.  Nr. 11, 17, 21, 22a (nýbygging!) og 65 eiga ekki heima á þessum lista.  Tillaga er komin fram um friðun 11 og 21 sem eigendur hafa ekki mót- mælt.  Tillaga er um friðun nr. 29, sem eigandi hefur mótmælt.  Borgin hefur keypt Laugaveg 4 og 6 til enduruppbyggingar og varð- veislu.  Til stendur að Laugavegur 67 og 69 verði varðveitt í tengslum við nýja uppbyggingu Samson á reitn- um, ásamt húsaröð við Vitastíg.  Samkeppni um Listaháskóla stendur yfir, þar sem lögð er áhersla á varðveislu nr. 41 og 45 í götumyndinni.  Niðurrif hefur verið heimilað á nr. 19 og 20 (Húsafriðunarnefnd rík- isins gerir ekki athugasemd).  Heimilt er að rífa Sirkus við Klapp- arstíg, en tónlistarmenn o.fl. hafa hvatt til varðveislu hússins.  Segja má að óvissa ríki um önnur hús, þá einna mest um 23, 27, 33 og 35. Þá eru einnig hús í hliðargötum sem eiga að víkja, sem ekki eru til- greind á vefsíðunni.  Mörg hinna eru í fullri notkun og eigendur ekki endilega í bygging- arhugleiðingum, þó skipulag leyfi niðurrif.  Nokkuð mörg hús við Laugaveg njóta verndar (sem hluti af götu- mynd) en líta illa út vegna breyt- inga eða viðhaldsleysis. Rif við Laugaveg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.