Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2008, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2008, Page 10
10 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Höfundur er lögmaður. Smásaga Egg úr sal »Ég rétti stúlkunni miðann sem ég hafði fyllt út samviskusamlega með því lítilræði sem ég hafði fengið mér úr barnum til að losna við yfir- heyrsluna en það dugði henni ekki því hún leit undrandi á mig og spurði með vægum undrunahreim í rödd- inni: ,,Ekkert rauðvín herra?“ Eftir Óskar Magnússon G óða kvöldið, ég er að tékka inn,“ sagði ég mynduglega þegar ég gekk inn á hótelið og að af- greiðsluborðinu sem var merkt Reception. Ákveðinn maður í gráum sjakketlegum fötum með svart hárið kembt aftur stillti sér upp við tölvuna og spurði: ,,Og nafnið er, herra minn?“ og setti svo hendurnar í stellingar á lyklaborð- inu. Ég sagði til nafns: ,,Hróbjartur Hrafnkels- son.“ Neðri kjálkinn á honum varð allt í einu dauðslakur og hann lyfti höndunum í uppgjöf af tölvunni. ,,Mætti ég fá að sjá kreditkortið þitt? spurði hann svo. Það var ekki alveg laust við pirring í röddinni. Ég rétti honum kortið. Hann rýndi lengi í það, sneri sér loks að mér með vaxandi óþreyju og spurði: ,,Heitir þú þetta, er þetta nafnið sem þú sagðir áðan? Á kortinu stóð upphleyptum stöfum fyrir ofan nafnið mitt: Rannsóknarstofnun sauðfjár- sjúkdóma. Ég útskýrði fyrir honum að það væri stofn- unin sem ég starfaði hjá og ákvað að spila því strax út að ég væri reyndar yfirdeildarstjóri, hovedafdelingssjeff. Svo bauð ég honum nafn- spjaldið mitt. Við það lifnaði töluvert yfir hon- um og hann sló einhverju inn í tölvuna og full- yrti svo að ég ætti ekkert herbergi bókað. Eftir nokkra eftirgangsmuni fékk ég hann til að sýna mér hvað hann hafði skrifað. Á tölvuskjánum stóð Hafnarfjörður Hrafnkelsson. Ég benti honum á að Hafnarfjörður væri heimabær minn en ég héti Hróbjartur að fornafni. Hann fór nú fimum fingrum um tölvuna, rak svo upp nið- urbælt siguróp: ,,Hérna kemur það herra Hró- lenskfjord, gjörðu svo vel að skrifa nafnið þitt hér og hér kemur svo lykillinn yðar.“ Ég leið- rétti ekki nafnið en tók þegjandi við lyklinum og ætlaði að drífa mig upp á herbergi 602 þegar hann stoppaði mig og sagði: ,,Herra Rol- ankbunk, morgunverður er frá klukkan hálf sjö til klukkan hálftíu. Hann orðaði þetta svo asna- lega að ég leyfði mér að brosa með sjálfum mér og hugsa sem svo að það væri nú enginn smá tími fyrir einn morgunverð, þrír tímar, frá hálfsjö til hálftíu, en vissi svo sem hvað hann var að fara. Ég seildist eftir töskunni minni sem nú var horfin hljóðlaust. Afgreiðslumaðurinn bað mig í guðanna bænum að hafa ekki áhyggjur af því, pilturinn kæmi með hana að vörmu spori. Svo benti hann mér á að herbergið mitt væri á sjöttu hæð en það var mig reyndar farið að gruna. Mér tókst að opna herbergið í annarri tilraun en ljósin virkuðu ekki. Ég fálmaði mig inn eftir mjóum, stuttum gangi og settist á rúmbríkina og beið átekta eftir að pilturinn kæmi með töskuna. Hann mundi örugglega geta kveikt. Mér fannst ég bíða mjög lengi í frakkanum í myrkrinu og var að fara að fikra mig að síman- um til að hringja niður þegar bankað var rösk- lega á hurðina. Pilturinn lét mig setja kortið í rauf við slökkvarann og þá kviknuðu öll ljósin. Ég hafði séð þetta áður, hafði bara ekki munað eftir því í augnablikinu. Svo fór hann og dró gardínurnar fyrir, kveikti á sjónvarpinu, færði stólinn við litla borðið til og loks vatt hann sér greiðlega inn á baðherbergið og kveikti þar. Mér fannst hann óttalega taugaveiklaður og hélt kannski að honum væri óglatt en þá kom hann aftur fram og virtist loksins ætla að fara. Ég var ekki með neina smápeninga á mér enda hafði ég ekkert beðið um þessa þjónustu svo ég varð að bíta jaxlinn og láta hann hafa seðil sem var allt of stór, sama sem þúsund íslenskar. Þá varð hann ofsaglaður og tók annan hring um herbergið, færði stólinn aftur til, skipti um rás á sjónvarpinu og rétti mér epli sem var í skál á borðinu en þá tók ég ákveðið í öxlina á honum og sveigði hann að dyrunum og út. Mér líður yfirleitt prýðilega á hótelum og kann ágætlega að umgangast hótelfólk en kon- unni minni er eitthvað í nöp við hótel. Hún hefur yfirleitt allt á hornum sér þegar við erum sam- an og svo yfirheyrir hún mig mjög nákvæmlega um mína hótelreynslu þegar hún er ekki með. Satt að segja vegur hún og metur allt sem ger- ist á hótelinu og vill að maður hálfpartinn hefni sín í hvert skipti sem hótelið gerir eitthvað sem henni líkar ekki. Ég var að fara út að borða með mönnum og ákvað að panta mér drykk á meðan ég væri að skipta um föt. Herbergisþjónustan svaraði eftir nokkra bið: ,,Gott kvöld herra Rappenson, hvað get ég gert fyrir yður?“ Ég bað um tvöfaldan stóð boginn yfir baðkarinu. Það gerði nú ekki mikið til þó að hann blotnaði, hann var hvort sem er orðinn svo ógeðslegur eftir ferðalag- ið undir rúmið. Ég þvoði mér fyrst um hárið með body lotion vegna þess að þegar ég var kominn í sturtuna og búinn að taka af mér gleraugun sá ég ekki hvað var sjampó. En þegar ég var hálfnaður við að raka mig í þarna í sturtunni var bankað hraustlega. Morgunmaturinn var kominn þó ekki væru liðnar nema tíu mínútur af þessum hálftíma sem hún hafði hótað. Stúlkan struns- aði inn með bakkann þegar ég loksins opnaði og spurði: ,,Hvar á ég að láta hann?“ Þetta var erfið spurning. Á herberginu var rúm, eitt lítið borð með síma og stóll. Svo ég svaraði: ,,Á koddann.“ Hún horfði á mig hvössum augum, skellti bakkanum á lausa plássið á borðinu við hliðina á símanum og rigsaði út. Feginn var ég. Eggið var kalt og harðsoðið, hún hafði sótt það inn í sal. Ekki láta þessa kalla komast upp með nein merkilegheit. Ég komst inn á Moggann en eftir stutta stund kom viðvörun á skjáinn, batteríið var að verða búið. Ég áttaði mig fljótlega á því hvað hafði gerst, þegar ég hafði slökkt ljósin kvöldið áður fór hleðslan af. Farsíminn var líka tómur. Ég las bara bílaleigubækling frá Hertz með morgunmatnum í staðinn. Það er hægt að fá bílaleigubíl á A-flokki fyrir 24000 kall í viku. Ótakmarkaður kílómetrafjöldi. Það var útlendingur við hliðina á mér þegar ég tékkaði út og stúlkan var að hlýða honum yf- ir hvað hann hefði drukkið úr míníbarnum kvöldið áður. Hann byrjaði sakleysislega á að segja frá tveimur bjórum en fór svo yfir í vodka og snarlega þaðan í gin og tónik og loks í líkjör sem hann sagðist ekki muna hvað hefði heitið. Svo játaði hann á sig tvær vatnsflöskur um morguninn, það skrjáfaði í honum þegar hann saup af þeirri seinni sem hann hafði tekið með sér og hélt á í hendinni. Þetta er alltaf mjög ánægjulegt að rifja vandlega upp fyrir opnum tjöldum hvað maður hefur drukkið kvöldið áður. Ég rétti stúlkunni miðann sem ég hafði fyllt út samvisku- samlega með því lítilræði sem ég hafði fengið mér úr barnum til að losna við yfirheyrsluna en það dugði henni ekki því hún leit undrandi á mig og spurði með vægum undrunahreim í röddinni: ,,Ekkert rauðvín herra?“ Á leiðinni út á flugvöll hringdi ég í Þórdísi Ingu, konu mína. Hún yfirheyrði mig nákvæm- lega alveg eins og ég hafði búist við: ,,Hvernig var, kom eitthvað upp á?“ spurði hún. “Bara,“ svaraði ég. “Bara hvað, hvernig var, pantaðir þú upp á herbergi, var reykingalykt?“ Svo fór hún vandlega yfir öll samskipti mín við hótelfólkið og ég rakti þau eins nákvæmlega og ég gat. ,,Og ertu þá ekki með eitthvað?“ ,,Jú jú, ég er með tvær fjarstýringar, önnur er stór fyrir sjónvarpið en hin er pínulítil fyrir eitthvert útvarp held ég sem var þarna. Hárþurrkan, nei hún var föst á veggnum.“ Ég sagði henni að ég hefði ekkert tekið úr mínibarnum því það þýddi ekkert lengur að ferðast með vökva. Það hnussaði í henni en glöð varð hún þegar ég sagði henni frá sloppunum: “Þeir voru svo þykkir að ég gat ekki lokað töskunni svo ég er í öðrum sloppnum undir frakkanum.“ vodka í Gin- ger Ale og mikinn klaka. Þegar ég hafði sagt Ginger Ale og Kanada dræ á víxl svona ellefu sinn- um skildi hann hvað ég átti við og sagði sigri hrós- andi: ,,Já þú meinar Ginger Ale,“ nákvæmlega eins og ég var að segja allan tímann. ,,Sjálfsagt mál en því miður megum við ekki sörvera tvö- falda drykki upp á herbergi. Þetta hafði ég nú aldrei heyrt áður á allri minni hótelævi og hugsaði með mér að ég gæti svo sem hert á drykknum með vodka úr mínibarnum fyrst ég fengi klakann og blandið en svo datt mér í hug að láta aðeins reyna á regl- urnar og spurði: ,,Get ég þá kannski fengið tvo einfalda? ,,Alveg sjálfsagt, herra minn,“ sagði maðurinn og þá ákvað ég prufa að ganga enn lengra, spurði hvort ég gæti kannski fengið fjóra einfalda. Það var líka í lagi. Þá bað ég um tíu einfalda en þá móðgaðist hann og sagði mér þunglega að þetta væru nú bara reglur svo ég bakkaði aftur í fjóra. Það er annars sérkennilegt að glös á hót- elherbergjum eru alltaf pínulítil, kannski vegna þess að þau eru ætluð til að drekka af míníbarn- um? Um kvöldið þegar ég kom heim setti ég sím- ann og tölvuna í hleðslu. Það var smá bras því einu lausu innstungurnar voru á bak við borðið og á bak við rúmið en ég kom símanum í sam- band undir rúminu með því að skríða undir rúmið á nærfötunum. Nærbolurinn varð reynd- ar dálítið ógeðslegur á eftir en ég gat dustað mestu lóna af með handklæði. Það tók mig smástund að finna út úr ljósasýs- teminu. Mér gekk illa að láta loga bara á nátt- lampanum án þess að það logaði líka á ljósinu á ganginum svo ég náði mér í þvottapoka og skrúfaði bara peruna úr gangljósinu. Það var yndislegt að leggjast í mjúkt rúmið og ég svaf vært til rúmlega sex en þá var orðið bjart og sólin skein beint í augun á mér í gegn- um bilið sem alltaf er haft á milli gardína á hót- elum. Það sparast háar fjárhæðir við það að öll hótel í heiminum hafa tekið upp þá samræmdu sparnaðarreglu að hafa gardínurnar aðeins of mjóar, kannski svona tuttugu sentimetrum. Á tvöhundruð herbergja hóteli eru það heilir fjörutíu metrar af gardínum, það munar um minna, hnausþykkt og rándýrt efni. Og hvað er betra en að vakna við sólargeisla, úthvíldur í mjúku hótelrúmi á kostnað Rannsóknar- stofnunar sauðfjársjúkdóma? Ég dokaði eftir að klukkan yrði hálf- sjö, hringdi þá niður til að fá morgunmat sendan upp á herbergi. Stúlkan sem svaraði sagði mér að það kostaði aukalega að fá sent upp. Ég sagðist fallast á það og bað um að fá kaffi, brauð, ost og linsoðið egg. ,,Það eru bæði harð- soðin og linsoðin egg hér í morgunverð- arsalnum,“ sagði stúlkan en ég sagði henni að ég vildi gjarnan fá linsoðið egg upp á herbergi. Þá sagði hún að það tæki hálftíma en ég þrætti og sagði að það ætti bara að sjóða það í fjórar og hálfa mínútu. Þá sagðist hún eiga við að ég þyrfti að bíða í hálftíma og bætti svo við með nokkurri eftirvæntingu í röddinni: ,,En þú get- ur náttúrlega fengið morgunmat strax ef þú kemur niður í sal.“ Ég stóð upp á nærbuxunum, horfði ákveðið ofan í símtólið og sagði með öll- um mínum þunga: ,,Viltu vinsamlega senda mér matinn upp þegar hann er tilbúinn.“ Ég sleppti því að útskýra fyrir henni að mér þætti ágætt að lesa Moggann á tölvunni með morgunmatnum. Svo ákvað ég að dunda mér við að fara í sturtu og raka mig í rólegheitum á meðan ég biði eftir matnum. Mér gekk hálfilla að skipta yfir á sturtuna en svo fattaði ég loksins hvernig þessi blöndunartæki, sem örugglega voru frá bræðrunum Bang og Olufsen, virkuðu en var of seinn að koma mér undan svo gusan fór yfir hausinn á mér og yfir nærbolinn þar sem ég

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.