Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2008, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Kurt Kopecki kom fyrst til Íslands fyr-ir tæpum tíu árum. Hann kom til aðheimsækja vini sína, og til að leika átvennum tónleikum í Salnum með
einum þeirra, Davíð Ólafssyni bassasöngvara.
Nokkrum árum síðar var staða tónlistarstjóra
Íslensku óperunnar laus og hann varð spennt-
ur, hafði fylgst með tónlistarlífi hér gegnum
sömu vini. Þá starfaði hann við óperuna í Biel í
Sviss. Kurt kom aftur í heimsókn og úr varð að
á miðju ári 2003 var hann ráðinn til starfans.
Hér hefur Kurt Kopecki svo alið manninn í
bráðum fimm ár. Hann hefur fylgt Íslensku óp-
erunni gegnum talsverða breytingatíma þar
sem markmið hafa verið að festa Óperuna í
sessi með fastri áhöfn og reglulegu sýn-
ingahaldi. Kurt hefur æft uppfærslur, stjórnað
sýningum, leikið á píanó, leikið með söngvurum
óperunnar á tónleikum og já – eins og gert er á
Íslandi – gengið vasklega í öll þau störf sem
sinna þarf.
Kurt Kopecki er kvæntur afburða fiðluleik-
ara. Hún heitir Réka Szilvay og er dóttir ung-
versk-finnska fiðluleikarans og tónlistarupp-
alandans Géza Szilvay, sem er einnig stórt nafn
í músíkheiminum. Réka er nú prófessor í fiðlu-
leik við Sibeliusarakademíuna í Helsinki.
Fjölbreytt tækifæri í Finnlandi
Finnland er ekki bara land hinna mörgu vatna;
það er líka land hinna mörgu hljómsveit-
arstjóra. Þaðan koma margir bestu hljómsveit-
arstjórar dagsins í dag. Þess vegna er það
spennandi fyrir Kurt Kopecki að einmitt þar
hefur hann fengið spennandi tækifæri og getað
haslað sér völl sem hljómsveitarstjóri, með góð-
um árangri. „Já, sem betur fer verður þetta æ
meira með hverju ári. Ég hef verið að stjórna í
Finnsku þjóðaróperunni, óperunni Zaide eftir
Mozart. Frumsýningin var árið 2006 en svo var
óperan tekin upp aftur nú í haust. Í desember
fékk ég boð um annað verkefni þar, en það er
ekki hægt að segja frá því strax,“ segir Kurt
Kopecki. Óperuhúsið í Helsinki er nýtt, var vígt
1993, og er óhemjufallegt með frábærum
hljómburði. Hljómsveitarstjórinn ungi Mikko
Frank, sem komið hefur hingað sem gesta-
stjórnandi með Sinfóníuhljómsveit Íslands var
nýlega ráðinn listrænn stjórnandi. Hann orðaði
það þannig við okkar mann, að hann vildi fá
hann til starfa fljótt aftur, og reglulega í fram-
tíðinni. „Já, það var Mikko Frank sem bauð
mér að koma aftur. Hann er búinn að starfa við
húsið í eitt og hálft ár, fyrst sem tónlistarstjóri,
en eftir erfiðleika í húsinu er hann nú listrænn
stjórnandi og aðalhljómsveitarstjóri. Það er bú-
ið að skipta stjórn óperunnar í tvo hluta; hann
fer með listrænu stjórnina og svo er önnur
manneskja sem fer með fjármálastjórn.“
Kurt segir að í samanburði við hljómsveit-
arstjórn í Íslensku óperunni í Gamla bíói, sé
hljómsveitarstjórn í Finnsku þjóðaróperunni
„allt öðruvísi en samt ekki“. Zaide, Tosca, La
traviata – þetta eru alltaf sömu verkin, hvar
sem þau eru sett upp.
„Það sem mér finnst gaman að sjá þegar
maður kemur frá litlum óperuhúsum eins og ég
– frá Sviss og héðan frá Íslandi – verður allt
einfaldara. Það kemur maður þegar klukkuna
vantar fimm mínútur í sjö og segir: „Maestro
Kopecki, þér vitið að sýningin byrjar eftir fimm
mínútur?“ Ég segi já takk, ég veit það. Þá eru
enn þrír menn eftir til að sjá um að ég komi inn
á réttum tíma. Það er nóg af mannskap og sem
hljómsveitarstjóri getur maður einbeitt sér að
tónlistinni. Það er ekkert annað að gera. Það er
líka spennandi að stjórna í stórri hljómsveit-
argryfju og vera aðeins fjær sviðinu. Annars er
ekkert sem ekki er hægt að venjast með góðum
fyrirvara.“
Sífellt stærri hljómsveitir
En Kurt hefur fleiri járn í eldinum því að hann
stjórnar finnskum sinfóníuhljómsveitum nú
reglulega sem gestastjórnandi, og fleiri hljóm-
sveitir bætast við hvert ár. „Þetta hefur þróast
þannig að það hefur bæst við ein hljómsveit á
ári. Sumar þessara hljómsveita eru í litlum bæj-
um og ekki það mikið um að vera að maður
komi á hverju ári. En svo eru það hljómsveitir
eins og Saimaa sinfóníettan, sem ég heimsæki
nú í apríl til að stjórna Beethoven, Sibelius og
Weber. Ég hef ekki unnið með henni áður.
Svona spinnst þetta áfram og ég fer smám sam-
an ofar á hljómsveitalistann, til stærri og betri
hljómsveita.“
Það er talsverður munur á Finnlandi og Ís-
landi hvað þetta varðar, við vitum hvernig það
er hér, en í Finnlandi hefur hver sá staður sem
vill kalla sig borg, og jafnvel stærri bæir, sína
eigin hljómsveit. „En þannig var það ekki alltaf
í Finnlandi. Það var pólitísk ákvörðun á sjöunda
áratugnum að búa til tónlistarlandið Finnland.
Sem betur fer er það ennþá til. En í Finnlandi í
dag er þó líka talað um peningaskort og að
hljómsveitir gætu átt eftir að upplifa erfiða
tíma.“
Hljóðritar með Sinfó fyrir RÚV
Kurt Kopecki segir dvöl sína á Íslandi góða.
„Þess vegna er ég hér. Hér er gaman að vera og
gaman að starfa, þrátt fyrir það hvað allt er lít-
ið. Þetta er satt. Hér fæ ég mörg tækifæri til
ýmissa verkefna. Ég er auðvitað hér í Óp-
erunni; ég hef fengið tækifæri til að stjórna Sin-
fóníuhljómsveitinni; ég hef hljóðritað með
henni fyrir Ríkisútvarpið og unnið fyrir
Listahátíð. Þetta eru verkefni sem hefði orðið
mjög erfitt fyrir mig að fá að vinna í Evrópu,
vegna þess að samfélagið þar er stærra og sam-
keppnin meiri. Það sem er svo gott hér er að fá
þessi dýrmætu tækifæri. Að vinna í upptökum
með manni eins og Bjarna Rúnari Bjarnasyni
tónmeistara RÚV og hans fólki, sem hefur svo
mikla reynslu, gerir manni auðvelt að læra sín
vinnubrögð á stuttum tíma. Þessi margvíslega
reynsla safnast saman, bætist við það sem ég
hef fyrir og skilar sér vonandi til baka í mínu
aðalstarfi í Óperunni.“
Það sem Kurt hljóðritaði síðast með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands fyrir RÚV er meðal ann-
ars Sinfonia Concertante eftir Mozart, með
Auði Gunnarsdóttur í einsöngshlutverki og
Þórunni Ósk Marinósdóttur í einleikshlutverki
á víólu. Í apríl hljóðritar hann aftur verk með
hljómsveitinni, þar sem Edda Erlendsdóttir
verður einleikari, og svo í júní með Þóru Ein-
arsdóttur söngkonu. „Þú sérð að það er nóg að
gera!“
Og ekki nóg með þetta því að Kurt Kopecki
spilar líka á píanó og kemur fram á tónleikum
með einsöngvurum Óperunnar. „Næstu tón-
leikar eru ráðgerðir í Salnum, ásamt Tómasi
Tómassyni sem syngur í uppfærslunni og eig-
inkonu hans. Þeir tónleikar verða 11. mars. En
nú verð ég að öllum líkindum með aðra tónleika
í Salnum á undan þeim; með Arndísi Höllu Ás-
geirsdóttur sópransöngkonu 27. febrúar. Það
er þessi endalausi fjölbreytileiki sem gerir starf
hér svo spennandi. Ég get borið þetta saman
við störf mín í Óperunni í Finnlandi. Þar er ég
bara hljómsveitarstjóri,“ segir Kurt Kopecki.
Hann rifjar upp sögu af einum þekkasta kollega
sínum og landa, austurríska hljómsveitarstjór-
anum Franz Wesler-Möst. „Hann sagði ein-
hvern tíma að starf hljómsveitarstjórans fælist
í því að raða upp stólum á undan æfingu. Þar
hæfist starfið. Þetta er alveg satt, ef maður
horfir á starf sitt þeim augum.“
Kurt Kopecki kveðst ánægður með það að
nú, í fyrsta sinn á fimm árum á Íslandi, sé upp-
selt á allar sýningar óperunnar fyrir frumsýn-
ingu. „Og hún Drífa [Kristinsdóttir] sem er bú-
in að starfa hér í 20 ár, segir að í hennar tíð hafi
þetta ekki gerst fyrir frumsýningu. Fyrir okkur
er það ótrúlegt að eftirspurnin skuli vera svona
mikil og gaman að finna að við séum að gera
eitthvað sem fólk hefur áhuga á að sjá.“
Í sýningunni á La traviata, sem nú er á fjöl-
um Óperunnar, vippar hljómsveitarstjórinn sér
upp úr hljómsveitargryfjunni og skemmtir
gestum í veislum Víólettu og Flóru – og áheyr-
endum þar með líka, með dillandi píanóleik.
„Ég geri það mjög oft á æfingum að klifra upp
úr gryfjunni upp á svið, til að þurfa ekki að fara
gegnum allan kjallaran. Leikstjórinn tók eftir
þessu, og ég gat ekki neitað honum um að gera
þetta í sýningunni. Það er gaman að gera það í
óperuhúsi sem þú myndir ekki sjá á DVD-
upptöku. Það er svo nauðsynlegt fyrir óperuna
að vera lifandi og skapandi, annars þarf fólk
ekki að fara í óperuhús.“
Margt að sjá og uppgötva
Spurningin liggur í loftinu, hvort Kurt sé ef til
vill að yfirgefa Ísland, og hann segir umbúða-
laust að svo sé ekki. „Ég er að minnsta kosti
ráðinn hér út næsta starfsár. Réka konan mín
er hins vegar alveg búsett í Helsinki núna, eftir
að hún var skipuð prófessor í Síbelíus-
arakademíunni. Auðvitað langar okkur hjónin
að vera meira saman. Okkur finnst báðum mjög
gott að vera á Íslandi. Fólkið hér er indælt og
landið er frábært. Þegar veðrið er gott, eins og í
dag, viljum við njóta þess og fara eitthvað í
göngutúr. Um daginn fórum við í Búrfellsgjá í
Heiðmörk og vorum alveg ein. Það er svo
margt að sjá og uppgötva á Íslandi. Þótt ég færi
burtu einhvern daginn yrðu tengslin við landið
alltaf mjög sterk.“
Kurt talar um landið okkar af þekkingu, og
augljóst að hér hefur hann markað spor í bók-
staflegustu merkingu. Hann fer oft á fjöll og
gengur um landið, og beinast liggur við að
spyrja hvort hann sé búinn að klífa öll fjöll hér.
„Ekki alveg öll, og ekki einu sinni öll fjöllin í
bókinni hans Ara Trausta [Guðmundssonar].
Þau eru 151. Fyrsta verkefnið er að klára þau,
og svo sé ég til. Ég nýt þess að vera úti í nátt-
úrunni. Maður situr svo lengi í myrkrinu í Óp-
erunni á æfingum og maður þarf að hafa eitt-
hvað annað eins og útiveru. Í hljómsveitinni eru
líka nokkrir góðir fjallamenn. Ari Trausti finnst
mér líka góð fyrirmynd. Hann er fjölhæfur
maður – jarðfræðingur, útvarpsmaður, sjón-
varpsmaður, rithöfundur, fjallamaður, og veit
stundum meira um óperur en ég. Lífið verður
að ná út fyrir veggi Óperunnar og ég fæ svo
margt úr náttúrunni sem bætir mig sem lista-
mann, og líka sem manneskju. Ef ég væri í New
York, London, eða jafnvel í Þýskalandi, þyrfti
ég að keyra í langan tíma til að komast á stað
eins og Heiðmörk eða Esjuna. Hér er þetta í 15
mínútna fjarlægð frá heimili mínu. Það væri
sorglegt að búa á Íslandi og þekkja bara mið-
borg Reykjavíkur og Reykjanesbrautina.“
Kurt gerir ekki mikið úr því að hann tali
ótrúlega góða og skiljanlega íslensku. „Þetta
var einfaldlega ákvörðun – ég tók þá ákvörðum
strax að læra málið. Ég hef gaman af því að
læra tungumál. Þegar ég byrjaði að tala málið
og komst í gegnum heilan dag á íslensku opn-
aðist líka landið fyrir mér – og fólkið, miklu bet-
ur en áður. Hér tala allir ensku, og mér fannst
ég alltaf velkominn, jafnvel fyrst þegar ég tal-
aði bara ensku. En þegar ég gat setið til borðs
með fimmtán Íslendingum og enginn þurfti að
tala ensku mín vegna, þá fannst mér ég vera
kominn heim.“
Morgunblaðið/Frikki
Úr gryfjunni upp á fjöll
Starfið „Það er þessi endalausi fjölbreytileiki sem gerir starf hér svo spennandi. Ég get borið þetta saman við störf mín í Óperunni í Finnlandi. Þar er ég bara hljómsveitarstjóri,“
Kurt Kopecki tónlistarstjóri Ís-
lensku óperunnar fær góð tæki-
færi í Finnlandi en nýtur ver-
unnar á Íslandi þar sem tæki-
færin eru líka mörg - og
fjölbreytt.