Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Irmu Erlingsdóttur
irma@hi.is
S
krif Hélène Cixous og
myndlist Roni Horn
virðast eiga sér líkar
uppsprettur – eða
renna í það minnsta
saman með marg-
ræðum hætti – myndir og texti, ljós-
mynd og skrif, eiga sér samsvörun og
samleið. Cixous hefur annaðhvort
skrifað texta í bækur Horn eða léð
andlit sitt í röð portrettmynda, m.a. í
verkunum Wonderwater (Alice Offs-
hore) 2004), í Index Cixous – Cix Pax
(2005), sem inniheldur eingöngu röð
andlitsmynda af Cixous, og í bók-
verkinu A Kind of You: 6 portraits by
Roni Horn (2006), þar sem Cixous
skrifar formála, auk þess að vera
andlit í bókinni.
Bókverkið Wonderwater (Alice
Offshore, 2005), er askja með fjórum
bókum, auk umslags með teikningum
eftir Horn, en í hverri þeirra bregð-
ast fjórir myndlistarmenn eða rithöf-
undar í ritgerðum við titlum eða orð-
um, sem Horn grípur gjarnan til.
Listamennirnir eru auk Cixous:
myndlistarkonan Louise Bourgeois,
skáldkonan/rithöfundurinn Anne
Carson og leikstjórinn/listamaðurinn
John Waters.
Cixous heldur fyrirlestur í Vatna-
safninu þar sem hún mun ræða um
frumefnið, í bókmenntum, heimspeki
og list en einnig um samsvörun og
samvinnu þeirra stallsystra. Vatn
leikur augljóslega lykilhlutverk í
verki Roni Horn, eins og titlar bóka/
bókverka hennar hér að ofan gefa til
kynna. Vatn kemur víðar við sögu og
m.a. í titlunum Another Water (1999)
Dictionary of Water (2000) og Pool-
ing Waters (1994).
Vatnasafnið markar ef til vill eins
konar hápunkt í vatnalist Horn, sem
eins konar ás og arkív/skjalasafn sem
í senn varðveitir, tengir og myndar
samfellu vatns (náttúru) og manns.
Innsetningar Horn í Vatnasafninu
eru súlur fylltar vatni úr öllum jökl-
um landsins en á „næmu“ gólfi eru
letruð orð og frasar sem snerta veður
og skynjun manns á náttúrunni. Í
hliðarsal er að finna persónubundnar
veðurlýsingar einstaklinga sem yf-
irleitt búa eða eru staddir á svæðinu.
Samflæði
En út á hvað gengur samflæði í verk-
um Cixous og Roni Horn? Hvað eiga
þær sameiginlegt. Er samstarfið
milli myndlistarmanns og rithöf-
undar/heimspekings og fyrirlest-
urinn nú kannski ný vídd í síkviku
verki Cixous? Það er að minnsta
kosti augljóst að báðar eru listakon-
urnar baráttukonur sem með list
sinni taka afstöðu til heimsins, til
dæmis í umhverfis- og mannrétt-
indamálum. Um hvað snýst Vatna-
safn, þetta „skjalasafn“, vatns, nátt-
úru og menningar þar sem
listamaðurinn hefur safnað sýnum úr
náttúru Íslands og veðurlýsingum.
Skjalasafn vatnsins er þó ekki vís-
indi (science) í hefðbundnum skiln-
ingi heldur þvert á móti nokkurs
konar ekki-vísindi (nescience). Í
þessu franska nýyrði Cixous endur-
ómar ekki eingöngu „ekki-vísindi“
heldur einnig orðið „fæðing“ (naiss-
ance) en nescience mætti kalla „vís-
yndi“ (með ypsiloni!) upp á íslensku.
Orðið felur í sér að vísindalegt hlut-
leysi og vísindalega fjarlægð er, með
innkomu reynslunnar og líkamans,
ekki lengur eini grundvöllur hald-
bærrar þekkingarsköpunar. Eftir
stendur að um er að ræða fullgilda
(vísyndislega) aðferð við að skilja/
skynja heiminn.
„Þetta er hárrétt. Ég held að það
sem Roni skapar í Vatnasafninu, í
húsinu, sé ekki vísindi, í hefð-
bundnum skilningi, þótt hún færi
sannarlega inn í safnið þekkingu. Að-
ferð hennar er til dæmis gjörólík
þeirri sem notuð er við „skjalasafn“
eða fræhirslu sem heimamenn eru að
vinna að í Noregi. Þeir byggja sem
sagt gríðarmikla fræhirslu og í hana
safna þeir fræi allra plantna í heim-
inum og geyma í frosti. Eins konar
Örkin hans Nóa, fyrir jurtaríkið, í
ís … Þetta er alveg einstakt verkefni
og engu öðru líkt en þetta er ekki
vettvangur Roni. Vísyndi Roni tengj-
ast ímynduninni, holdinu, þránni,
endurfæðingu, og fela í sér end-
urskilgreiningu á þekkingu þar sem
skynjun og nánd er í öndvegi.
Hægt er að líta á Vatnasafnið sem
vitnisburð Horn, ekki bara um bless-
un vatnsins heldur einnig þá hættu
sem stafar að því og af loftslags-
breytingum. Roni hefur sérstakt
næmi, skynjun og skilning á því sem
hún fjallar um. Ógnin, sem felst í
eyðileggingu náttúrunnar er eins
konar sjálfsónæmi mannsins en Roni
hefur þennan sérstaka hæfileika til
þess að taka á móti og meðtaka skila-
boðin sem eru ekkert annað en skila-
boð dauðans.“
Sjálfseyðingarhvöt
„Hvernig skýrir maður annars þessa
mögnuðu sjálfseyðingarhvöt sem
gegnsýrir manninn og sem hann hef-
ur ræktað með sér? Hvernig er eig-
inlega hægt að skilja þessa vegferð,
þessa áráttu? Eyðileggingin á sér
stað út um gjörvallan heim, í Afríku
og víðar með skelfilegri hung-
ursneyð, en á Íslandi, við norðurhvel,
er verið að búa til annars konar eyði-
leggingu, hungursneyð, endalok [fa-
im er hungur, fin er endalok en fram-
burðurinn er eins á frönsku]. Roni
býr sem sagt að hæfileikanum til að
meðtaka þessi skilaboð dauðans.
Hún svarar með þeim tólum sem hún
kann að beita og tengjast hinu sjón-
ræna, með innsetningum og rým-
isnotkun í safninu.
Vatnsafnið er meðal annars sér-
stakt vegna þess að Roni býr þar til
ný form. Þetta er sköpun, ljóðræn
uppgötvun. Ég hef að vísu bara skoð-
að Vatnasafnið á netinu en hug-
myndin er falleg, þessar óvenjulegu
súlur sem maður á að venjast að séu
þéttar, gegnheilar, úr steini eða
steypu. Þarna eru annars konar súl-
ur, stoðir sem ekki eru gegnheilar
heldur innihalda í sínu harða ytra
byrði eitthvað sem er fljótandi,
vökva, vatn. Eins og þörf sé á því að
vernda það sem ekki ætti að þurfa að
vernda, og sem verndar okkur og
hefur alltaf gert það, í legvökvanum
og alla tíð. Öll erum við eins konar
frumfiskar og eigum uppruna okkar í
hafinu, móðurinni [á frönsku eru orð-
in la mer, hafið og la mère móðirin,
borin fram á sama hátt], í frum-
hafinu – leifarnar af því lífi er fóstrið
sem bærist í legvökva í móðurkviði.
Og Roni, vinnur með þetta að ein-
hverju leyti þótt hún formúleri það
ekki heimspekilega/fræðilega. Hún
hefur myndræna sýn á þetta og skap-
ar umgjörð sem er auðvitað örsmá
miðað við hafið og myndar einskonar
bókasafn. Þetta eru arkív, eins og þú
bendir réttilega á, skjalageymslur
þar sem vatnið inniheldur upplýs-
ingar fortíðar, og framtíðar. Geymsla
fyrir það sem enn í dag virðist næst-
um óendanlegt en sem í dag sýnir
jafnframt þess merki að geta þorrið
og muni gera það.“
Veðurlýsingar
„Það er áberandi hversu veðurlýs-
ingin á drjúgan þátt í verki Roni –
Weather Report. Þetta er auðvitað
leikur hjá Roni, eins og þú bendir á,
en þessi „skýrsla“ er ekki bara veð-
urskeyti heldur jafnframt persónu-
bundin lýsing á hugarástandi. Veð-
urlýsingin hrífur þann sem hlustar og
færir nær náttúrunni en gefur einnig
til kynna innra veður. Maður veit svo
sem, án þess að smíða fræðilega til-
gátu, að við erum næm fyrir veðrinu
og að hugarþel okkar samsvarar þeli
himnanna. Þetta hafa menn vitað alla
tíð, frá fornöld og fram á þennan dag;
maðurinn er næmur fyrir því sem á
sér stað á himneskan hátt.
Það hefur líka tíðkast að túlka
merki himinhvolfsins til að nálgast
það sem gerist í brjóstum mannanna.
Hér er um að ræða hefð sem hefur
nánast týnst en lifir áfram í ímynd-
uninni og dulvitundinni... Við erum
stödd í einhvers konar nafnskiptum
(métonomie) sem skrá og samstilla
okkur og heiminn. Jörðin og himininn
eru ekki aðskilin, þau skiptast á; him-
inn er himnesk jörð og öfugt. Á þessu
er ekkert lát. Skiptin, samsvörunin á
sér einnig stað í vatnskenndu yf-
irborði himinsins.“
Vatnið
„Vatnið þarf líka að skoða í ljósi nafn-
skipta því vatnið kemur ekki bara að
utan heldur líka innan frá. Um er að
Vísyndi
í Vatna-
safni
Hélène Cixous „Ógnin, sem felst í eyðileggingu náttúrunnar er eins konar sjálfsónæmi mannsins en Roni hefur þennan
Rithöfundurinn Hélène Cixous heldur fyrirlestur í Vatnasafninu í Stykk-
ishólmi laugardaginn 24. maí nk. Þetta er í annað sinn sem Cixous sækir Ís-
land heim en árið 2000 hélt hún fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í
kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands. Að þessu sinni heldur hún
fyrirlestur í boði Roni Horn og listastofnunarinnar Artangel, í tilefni af
ársafmæli safnsins. Þær Horn og Cixous hafa, að frumkvæði þeirrar fyrr-
nefndu, átt í samstarfi um nokkurra ára skeið. Fyrrverandi nemandi Hé-
lène Cixous hringdi til Parísar í vikunni og ræddi við Hélène Cixous um
veðrið, vatn og vinda, skrifin, listina, ábyrgð og afstöðu.
» Það er ekki bara um-
hverfið sem er í
hættu. Líka listin. Allt
sem lifir og er fallegt er
í hættu. Öllum í heim-
inum stendur ógn af
markaðnum. Markaðs-
öflin eru her dauðans.