Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2008, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Gest Guðmundsson gestur@khi.is Þ að verða ljóðin hans Sigfúsar Daðason sem lengst munu halda nafni hans á lofti og greinar hans um bókmenntir verða ef- laust lengi lesnar. Það er þó engin ástæða til að láta skrif hans um þjóðmál og viðleitni til að kynna sam- félagsfræðilega strauma og pólitíska upplýs- ingu liggja í láginni. Á 6. og 7. áratug tutt- ugustu aldar var Sigfús í hópi fremstu manna um að endurnýja samfélagsskilning og póli- tíska sýn róttækra menntamanna á Íslandi. Áður en Sigfús réðst að Máli og menningu 1959 hafði hann ekki aðeins vakið athygli fyrir ljóð sín heldur líka fyrir vitsmunalega snarpar greinar, til dæmis „Fyrirspurn svarað“ í Birt- ingi 1956 en þar setti Sigfús fram einarða gagnrýni á innrás Sovétríkjanna í Ungverja- land. Þá var Sigfús við nám í París, en heim- kominn skrifaði hann nokkrar viðamiklar rit- gerðir í TMM þar sem hann leitaðist við að endurskilgreina róttæka sósíalíska stefnu í málefnum menningar og þjóðfrelsis í ljósi hnattrænnar samfélagsþróunar. Í greininni „Sjálfstæð nútímamenning eða sníkjumenning“, (TMM 1960:4) hnikar Sigfús til þeirri orðræðu sem hernámsandstæðingar höfðu þá um 15 ára skeið byggt upp, en þar var friðarást, íslenskri menningu og íslensku landi teflt gegn vígbúnaði, eyðingarmætti og ómenn- ingu hins ameríska heimsveldis. Menning, land og friður sameinuðust í mynd Sóleyjar og ann- arra bjarthærðra stúlkna, en ómenning og eyðilegging í mynd hins amerískra herþurs. Sigfús eyðir ekki þessum andstæðum en færir þær inn í sinn samtíma. Í greiningu hans er ameríkanismi tvíþætt fyrirbrigði. Annars veg- ar efnahagsleg og pólitísk heimsvaldastefna og hins vegar lágt stig alþýðumenningar. […] Ytri glans og innri tómleiki, auglýsingamennska, taugaæsing, upp- þornun menningarlegs sköpunarmáttar, tilfinn- ingasemi án sannra tilfinninga, tómlæti um almenn mál, andleg leti og vanþroski … (bls. 253) Uggvænlegustu áhrif ameríkanismans séu að þessi „alþýðuómenning“ leggi smám saman undir sig hina æðri menningu. Sigfús segir margar nýlenduþjóðir vera að þessu leyti auð- veld bráð en slíkra áhrifa gæti minna í Evrópu, vegna þess að þar hafi æðri menning „verið sjálfstætt virki, helgur reitur mennt- astéttanna.“ Ísland standi þarna mitt á milli. Þar hafi ekki verið þetta bil á milli alþýðu- menningar og æðri menningar. Verði hin ís- lenska alþýðumenning amerískri alþýðuó- menningu að bráð, verði lítil fyrirstaða í æðri menningu því að hún hafi alltaf verið háð al- þýðumenningunni. Í greininni: „Þjóðfrelsisbarátta og sósíal- ismi“, (TMM 1962:2) dregur Sigfús upp þá mynd að sósíalismi og barátta fyrir þjóðfrelsi tvinnist saman í æ fleiri löndum í öllum heims- álfum. Í greinunum „Veruleika og yfirskin I & II“. (TMM 24 1963:1, TMM 1963:2) leitast Sig- fús við að greina tengsl þjóðar og menningar og kemst m.a. að þeirri varfærnu niðurstöðu að: Eins og og nú er ástatt er að minnsta kosti óhætt að álykta að „sér-leiki“ þjóðanna sé hið eina raunveru- lega tilveruform sem líf mannkynsins birtist í […] draumurinn um heimsmenningu sé fræðilega hæpin kenning og innantóm, ef sá algengi skilningur er lagður í hana að hún þýði einhæfingu og sam- lögun þjóðmenninganna. (bls. 13) Afneitun þjóðmenningar þjóni fyrst og fremst þeim hagsmunum auðmagns að geta vaxið yfir herðar ríkisvaldi og eigi þetta jafnt við um heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og Rómarsáttmálann. Menning og pólitík séu því samofnar. Hins vegar sé það ófullnægjandi pólitík að vilja verja og vernda menninguna eins og mjög hafi einkennt íslenskt menningar- líf undanfarin ár. Það sem m.a. vanti í menn- ingarstarf á Íslandi sé að skilja félagslegar rætur menningararfs á hinum mismunandi skeiðum og „að skilja og gera skiljanlega stöðu hinnar íslenzku þjóðar, eðli og mótsagnir þessa sérstaka samfélags sem er vort“. (bls. 110) Ritstjórnargreinarnar skýra frekar hugsun Sigfúsar um menningu, einkum grein hans í til- efni listahátíðar 1964 „Staða bókmennta og lista á tuttugu ára afmæli lýðveldisins“, (TMM 1964:2). Sigfús ræðir þar einkum um stöðu málaralistar og bókmennta, en í báðum list- greinum gildi að „djörfung listamanna er aldr- ei til lengdar mjög miklu meiri en víðsýni og þroski þeirra sem hlusta á þá“. Sigfús heldur því fram að hvað varðar málverkið hafi hinn betur stæði og betur mennti hluti millistétt- anna svonefndu […] gerzt æ athafnasamari í lista- verkakaupum og leyst af hólmi að nokkru leyti hinn auðuga og fámenna „safnara“-hóp sem mestu réð í markaðsmálum listarinnar […] fram að síðari heims- styrjöld. Rithöfundar hafi hins vegar lengi búið við mjög almennan bókmenntaáhuga en eigi nú við þann vanda að stríða að stór hluti bókmennta- unnenda sé lítt hrifinn af verkum yngri höf- unda en upprennandi rithöfundar standi frammi fyrir þeim vanda að annaðhvort skrifi þeir bara fyrir lítinn hóp eða fyrir almennan, smáborgaralegan smekk og „hagnýti aldrei nema brot af gáfum sínum og möguleikum“. Þessi vandi sé svo djúptækur að það hafi skap- ast kynslóðabil („víðar gjár“) í hópi íslenskra bókmenntaunnenda og er sú hugsun nærtæk að þarna eigi Sigfús ekki bara við bókmennta- skilning heldur lífsafstöðu meira almennt og þar með pólitískar skoðanir. Veikasti hlekkurinn í greiningu Sigfúsar er að hann skilgreinir ekki alþýðumenningu en þó kemur skýrt fram að leiðin til að efna hana sé sú „að hin æðri menning breiðist út til alþýð- unnar“ og að „menning sem horfir móti fram- tíðinni […] getur ekki litið á upplýsingu sem neitt litilsvert atriði“. Þessi viðhorf höfðu í reynd verið menningarpólitík Máls og menn- ingar frá upphafi en í ritstjórnartíð Sigfúsar efldist kynning TMM á samtímabókmenntum verulega sem og útgáfa MM á nútímabók- menntum. Sjónarhornið var víðara en gerðist annars staðar í íslenskum menningarheimi og TMM var „hnattvætt“ tímarit löngu áður en það orð var fundið upp með fjölda greina, frá- sagna og bókmennta frá fjarlægum heims- álfum. Þá leitaðist Sigfús við að kynna nýja þjóðfélagsgagnrýni menntamanna í Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum, þar á meðal fræði- grein sem var nánast óþekkt á Íslandi, fé- lagsfræði. Sigfús lét þýða breska marxistann Perry Anderson í TMM og var sammála honum um að togstreita og átök klassískrar félagsfræði við marxismann hefði fætt af sér frjóustu hug- myndir 20. aldar. Sigfús vildi sjá slík átök á ís- lenskri tungu og lét þýða merka kafla eftir C. Wright Mills og Herbert Marcuse, og hann stóð fyrir því að MM gaf út Inngang að fé- lagsfræði eftir Peter Berger. Þessi áhersla var ekkert aukaatriði í ritstjórnarstefnu bók- menntafræðingsins Sigfúsar, eins og sést í rit- stjórnargrein hans 1964: Þannig er nú svo einkennilega ástatt að merkustu rithöfundar sem komið hafa fram í Evrópu og Am- eríku á síðustu áratugum eru ekki skáld, heldur til dæmis þjóðfélagsfræðingar, mannfræðingar, sagn- fræðingar. Eftir 1968 er pólitík og samfélagsgreining ekki meginefni nema einnar greinar eftir Sig- fús, og hafa ýmsir getið sér til um ástæður þess. Þorsteinn Þorsteinsson fann þá skýringu (sjá Inngang að Sigfús Daðason: Ritgerðir og pistlar, 2000) að Sigfús hafði, eftir innrás Varsjárbandalagsríkj- anna í Prag 1968, skrifað grein sem hann nefndi „Um Tékkóslóvakíu og sósíalismann“ fyrir hausthefti Tímaritsins. Sú grein var hinsvegar aldrei birt (í hennar stað kom grein um stúdentahreyfinguna í Evrópu eftir Kristin E. Andrésson). … Niðurstaða Sig- fúsar í greininni er sú, að ekki verði séð að innrásin eigi sér neina réttlætingu. Sigfús stóð ekki einn í þeirri baráttu að fleyta Máli og menningu og menningar- hreyfingu sósíalista út úr þrotabúi sovétv- ináttu. Í bóka- og tímaritsútgáfunni naut hann fulltingis margra skrifandi manna og þýðenda, og er ástæða til að nefna þar sérstaklega Loft Guttormsson og Jóhann Pál Árnason, og skammt undan var tímaritið Birtingur sem Einar Bragi var í forystu fyrir. Umhverfis þessa menn var stór hópur fólks sem vildi brjóta róttækri menningarbaráttu leið út úr herkví kalda stríðsins og þeim tókst að móta sína kynslóð þannig að sovétvináttan visnaði meðal íslenskra vinstri manna á sjöunda ára- tugnum. Samfélagsgreinandinn Sigfús Daðason Sigfús Daðason Tók þátt í að fleyta menningarhreyfingu sósíalista út úr þrotabúi sovétvináttu. Í dag verður haldin Sigfúsarhátíð í Þjóð- arbókhlöðunni í minningu Sigfúsar Daðason- ar skálds en 20. maí eru liðin 80 ár frá fæð- ingu hans. Á hátíðinni mun Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar, afhenda Lands- bókasafni Íslands – Háskólabókasafni bréf og bækur úr eigu Sigfúsar en að auki verða flutt nokkur erindi um Sigfús. Á mánudaginn byrj- ar Hjalti Rögnvaldsson síðan að lesa upp ljóðabækur Sigfúsar í Iðnó. Hér eru birtar tvær greinar um Sigfús. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Kennaraháskóla Íslands. Eftir Steinunni Sigurðardóttur steinunn@mac.com Nú, þegar áttatíu ár eru liðin frá því að Sigfús Daðason fæddist, fögnum við því að út er kom- in heildarútgáfa af ljóðum hans, dýrmætum og einstökum í íslenskri ljóðagerð. Einstökum vegna þess að Sigfús velur frumlegan efnivið og fer um hann nýjum höndum, einstökum vegna hinnar ströngu raddar sem getur þó verið ljúf, í óskeikulli taktvísinni. Fleira en þetta kemur til sem gerir ljóðin svo dýrmæt og sér á parti, en eins og Sigfús bendir sjálfur á í snilldarlegri ritgerð um Brekkukotsannál Halldórs Laxness er erfiðara að greina ágæti skáldskapar en að finna gallana. Það mundi að minnsta kosti vefjast fyrir mér að gera grein fyrir því hvers vegna mér finnast Bjartsýnis- ljóð um dauðann eftir Sigfús toppurinn á til- verunni í ljóðum. Það er fátítt á Íslandi þar sem menningar- varsla er glompótt að heildarumfjöllun um verk skálds sé sómasamleg. Þar gegnir öðru máli um verk Sigfúsar, og ástæða til að fagna því einnig sérstaklega kringum Sigfúsarhátíð, á afmælisdeginum hans, 17. maí. Það þarf mik- inn flugkraft til þess að sveima samsíðis ljóð- um Sigfúsar, en hér er ekki um að villast, um- fjöllun Þorsteins Þorsteinssonar er efninu samboðin. Þar fyrir utan er bók Þorsteins, sem ber titilinn Ljóðhús og kom út á síðasta ári, einstaklega skemmtileg og spennandi aflestr- ar. Efnistök bráðskörp – en kurteis um leið. Ég lít á þetta sem afrek í bókmenntalegri jafn- vægislist og ég held að fáar bækur hafi verið jafn vel komnar að Íslensku bókmenntaverð- laununum og þessi. Þorsteinn Þorsteinsson ritaði einnig frábær- an inngang að greinasafni Sigfúsar Daðason- ar, sem kom út árið 2000, en sú bók á það sam- eiginlegt með ljóðum Sigfúsar að vera óuppslítanleg. Hér er ekki síst að finna glæsi- lega og djúphugsaða bókmenntagreiningu. Endalaust má rýna í greinar og pistla og velta sér upp úr skemmtilegum og sófistíkeruðum stílnum. Hér með er ekki upptalið allt sem Þorsteinn Þorsteinsson hefur unnið verkum Sigfúsar í hag, því hann gekk einnig frá ófullbúnu hand- riti að síðustu ljóðabók Sigfúsar, sem heitir Og hugleiða steina. Í þeim verkefnum sem hér er getið hefur Þorsteinn notið dyggilegs stuðn- ings Guðnýjar Ýrar Jónsdóttur, ekkju Sigfús- ar. Það er raunar vandséð að bækurnar þrjár sem hér um ræðir, hefðu yfirleitt komið út, ef Guðný Ýr hefði ekki haldið svo vel á málum. Fyrir utan þau áþreifanlegu andlegu verð- mæti sem Sigfús Daðason hefur gefið okkur með ritmennsku sinni og þýðingum (svo aðeins sé nefndur ljóðaflokkurinn Útlegð eftir franska Nóbelsverðlaunahafann Saint-John Perse), þá vann hann ómetanlegt starf fyrir bókmenntirnar í landinu sem útgefandi, fyrst hjá Máli og menningu, og síðan í eigin fyrir- tæki, Ljóðhúsum. Ég var svo heppin að vera á tímabili vitni að þessu starfi. Það var fágætur skóli, og ég er viss um að það er leitun á hæfari og menntaðri bókaútgefanda en Sigfúsi. Meðal þeirra stórverka sem hann vann voru útgáfur á verkum Þórbergs Þórðarsonar, Jóhannesar úr Kötlum og á Shakespeare-þýðingum Helga Hálfdanarsonar. Samstarf Helga og Sigfúsar, höfuðsnillinganna tveggja, var einstakt. Kannski má segja að verk teljist ekki frábært fyrr en sá sem vitið hefur sér hvað í verkinu býr. Ég efast um að aðrir hafi orðið til þess að sjá betur en Sigfús hvers konar afrek þýðingar Helga eru (heppilegt þegar útgefandinn á hlut að máli!), þar með taldar ljóðaþýðingar Helga víðs vegar að, sem Sigfús gaf einnig út. Það var líka Sigfús Daðason sem uppgötvaði eitt helsta skáld Íslendinga á tuttugustu öld, Málfríði Einarsdóttur, og gaf hana út hjá Ljóð- húsum. Þessi sískrifandi kona var þá fyrst gef- in út þegar hún var 77 ára, með skáldverki sem á ekki sinn líka í íslenskum bókmenntum og þó víðar væri leitað, Samastað í tilverunni. Það var unun að sjá samstarf Sigfúsar og Mál- fríðar, sem Guðný Ýr studdi með ráðum og dáð. Þvílík veisla að njóta samvista við þessa stórvini, veisla í farangrinum sama hvert leið- in liggur. Þegar ég hugleiði Sigfús gegnum tíðina verður efst á blaði þakklætið fyrir þær stór- brotnu skáldskapargjafir sem hann hefur gef- ið okkur öllum og þakklætið fyrir vinargjaf- irnar fágætu, nærveru og töluð orð sem fyrnast ekki með tímanum frekar en ljóðin. Áttatíu ár Sigfúsar Daðasonar Höfundur er skáld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.