Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2008, Blaðsíða 2
Reuters
Hernaður Carme Chacón varnarmálaráðherra Spánar gerir liðskönnun. Kyn ráðherrans, staða, ólétta og aldur hefur valdið nokkrum usla í fjölmiðlum.
Eftir Gunnar Hersvein
gunnars@hi.is
S
kipun Carme Chacón í embætti
varnarmálaráðherra Spánar
hefur víða vakið athygli og hafa
fréttaritarar helstu fréttaveita
heims leitt marga staðbundna
blaðamenn í gryfjur fordóma.
Meginástæða athyglinnar virðist felast í
undrun yfir kyni varnarmálaráðherrans,
stöðu, óléttu og jafnvel aldri.
Spænska valdakonan Carme Chacón stóð
í kastljósi heimsfjölmiðlanna um miðbik
aprílmánaðar þegar hún heiðraði spænska
herinn með nærveru sinni og kannaði liðs-
styrkinn. Ljósmyndin sem blasti við áhorf-
endum hvarvetna í heiminum var á skjön
við rótgróna hefð því það var ekki karl-
maður í einkennisbúningi eða jakkafötum
sem gerði liðskönnun heldur heiðruðu her-
mennirnir með lúðrablæstri og rifflum:
konu í hvítum óléttukjól enda þá komin sjö
mánuði á leið. Hún sagði við þá: „Húrra
Spánn! Húrra konungshjón!“
Fátt virtist þó fréttnæmt við þennan at-
burð því varla telst það til tíðinda í her-
væddri Evrópu að ráðherra geri liðskönnun.
Ljósmyndin og myndskotið rataði þó víða
og fréttaritarar þurftu að semja einhvern
texta til að fylgja efninu eftir og svara
spurningum eins og: „Hver er Carme Cha-
cón og hvers vegna er hún varnarmálaráð-
herra?“
Chacón hefur átt farsælan feril í námi,
starfi og stjórnmálum. Hún er 37 ára göm-
ul, doktor í lögum og hefur verið prófessor í
stjórnlagafræðum. Hún var áður húsnæðis-
málaráðherra í stjórn Jose Luis Zapateros
og hefur gegnt öðrum mikilvægum emb-
ættum.
Chacón hóf afskipti af stjórnmálum fyrir
átján árum og hefur átt góðu fylgi að fagna
í Sósíalistaflokknum. Hún er meðal annars
sögð eiga drjúgan þátt í sigrum flokksins í
síðustu tvennum kosningum. Zapatero for-
sætisráðherra sýnir bæði konum og körlum
virðingu við skipun ráðherra og telur að
jöfn skipan karla og kvenna sé bæði sjálf-
sögð og heillavænleg fyrir þjóðina. Kyn var
því ekki hindrun þegar hann valdi Chacón í
ráðherrahópinn.
Stríð og hermennska er hámark karl-
mennskunnar: Hermaðurinn er sendur grár
fyrir járnum út á vígvöllinn af öðrum körl-
um sem beita þeim fyrir sig. Hermaðurinn
á að stinga, skjóta óvininn, verja með því
„föðurland“ sitt og hrópa: „Húrra Spánn!
Húrra kóngur!“ Carme Chacón hefur ekki
gegnt hermennsku en konum var áður
meinað að ganga í spænska herinn. Svo
virðist sem engin kona hafi enn öðlast her-
foringjatign í spænska hernum og ætlar
Chacón að kanna ástæður þess.
Í stríði er skiptingin iðulega eftirfarandi:
karlinn annars vegar og hins vegar: konur,
börn, sjúklingar, fatlaðir og aldraðir. Þessi
skipting viðheldur valdaójafnvægi og trygg-
ir körlum þá stöðu að taka þýðingarmestu
ákvarðanirnar. Staða og vald Chacón veldur
því usla. Efasemdamenn geta spurt: „Getur
manneskja sem nú er komin átta mánuði á
leið tekið vitsmunalega, snögga og gæfuríka
hernaðarákvörðun í nafni þjóðar sinnar?
Hvað ákveður varnarmálaráðherra með
hvítvoðung á brjósti?“ Og einnig: „Spænsk-
ar konur eiga rétt á fjögurra mánaða fæð-
ingarorlofi: getur Chacón leyft sér að fara í
slíkt orlof? “
Áhugavert er að skoða fréttir í heims-
pressunni um skipun Carme Chacón og
einnig í Morgunblaðinu 14. apríl síðastlið-
inn. Fréttirnar eiga það sammerkt að höf-
undarnir geta ekki leynt undrun sinni og
afturhaldssemi. Fyrirsögnin í Morg-
unblaðinu er: „Ungstirni brýtur blað“ – og
undirfyrirsögnin er: „Hin 37 ára Carme
Chacón varnarmálaráðherra Spánar fyrst
kvenna“. Lesandinn hlýtur að velta fyrir
sér hvernig tæplega fertug kona geti verið
ungstirni?
„Skipun Chacón, sem er einstæð og ólétt
að sínu fyrsta barni, kom mörgum í opna
skjöldu,“ segir í greininni. Athyglisvert er
að höfundur greinarinnar notar skjöld í lík-
ingamáli sínu sem vísar til hernaðar. Aftur
á móti er óljóst hvaðan höfundurinn hefur
heimildir fyrir því að Chacón sé einstæð og
ólétt að sínu fyrsta barni. Ef til vill hljómar
það furðanlegra að vera einstæð og ólétt
fremur en gift og ólétt? Chacón er í raun
gift öðrum sósíalista – en hjúskaparstaða
hennar á ekki að skipta neinu máli í þessu
samhengi.
„Þrátt fyrir ungan aldur hefur Chacón
lengi haft afskipti af stjórnmálum,“ segir
næst í greininni. Segja má að 37 ára gömul
manneskja sé á mjög góðum aldri: hvorki
ung né gömul. Hún nálgast það að teljast
um miðbik ævi sinnar ef meðalaldur er 80
ár. Síst af öllu er hún ungstirni en líklega
yngja greinarhöfundar Chacón til að draga
úr trúverðugleika hennar. Nefna má að
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var 37 ára
gömul þegar hún varð menntamálaráðherra
– var hún þá ungstirni?
„Chacón bíður nú það vandasama hlut-
verk að fara fyrir spænska heraflanum, sem
telur alls um 79.000 manns, í einu af fjöl-
mennustu aðildarríkjum Evrópusambands-
ins,“ segir í greininni í Morgunblaðinu líkt
og greinarhöfundur efist um að hún sé um
það fær. Chacón hefur gefið út yfirlýsingar
um stefnu sína í varnarmálum og felst hún
meðal annars í því að styrkja samband hers
og þjóðar og efla friðarhlutverk hersins
víða um heim.
Í spænsku ríkisstjórninni eiga nú sæti níu
konur og átta karlar og í greininni stendur:
„Þetta hlutfall er í takt við frjálslyndi Za-
pateros …“ Athyglisvert er að nýr varn-
armálaráðherra Spánar þurfi að glíma við
það að í fjölmiðlum sé kyn, aldur og staða
hans/hennar dregin í efa gagnvart embætt-
inu. Ekki er það í takt við frjálslyndi fjöl-
miðla.
Afturhaldssemi fjölmiðla
FJÖLMIÐLAR »Efasemdamenn geta
spurt: „Getur manneskja
sem nú er komin átta mánuði
á leið tekið vitsmunalega,
snögga og gæfuríka hern-
aðarákvörðun í nafni þjóðar
sinnar? Hvað ákveður varn-
armálaráðherra með hvítvoð-
ung á brjósti?“
TENGLAR
...........................................................
Myndband: Carme Chacón gerir liðskönnun:
http://www.youtube.com/
watch?v=S1BvBxrvhlI&feature=related
2 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur
sith@mbl.is
!
Fullur Lithái stal eitt sinn af
mér símanum mínum, þar sem
við sátum í ágætum félagsskap á
kaffihúsi í Vilníus. Ég stóð hann
að verki þegar hann var að reyna
að troða símanum aftan í buxna-
strenginn sinn, þar sem bíó-
hetjur stinga oft skammbyssum,
nema hann var svo drukkinn að hann hitti
aldrei ofan í strenginn. Ég reif af honum
símann og spurði hvers lags þetta væri
eiginlega, en þá sagðist hann engan síma
hafa tekið, ég sagði víst og allir báðu okk-
ur vinsamlegast að einbeita okkur að sum-
blinu. Ég sagði: Fyrirgefið, en mér finnst
ótækt að þessi maður sitji áfram við hlið-
ina á mér, eftir að hafa opnað töskuna
mína og sótt þangað verðmæti. Það gerir
ekkert til, sagði fólkið og manninum var
leyft að sitja. Til að ljúka málinu hvíslaði
vinkona mín, hún Sonata: Æi, kannski er
hann bara fyrrverandi þjófur, sestur í
helgan stein og gerir þetta af gömlum
vana. Já, greyið, hugsaði ég, þjófar sakna
starfa síns eins og aðrir og ekki nema eðli-
legt.
Skiptir máli í þessari frétt að maðurinn
hafi verið Lithái? Það fer eftir því hvernig
á það er litið. Ég var vissulega í Litháen og
allir við borðið voru Litháar, utan ég og
einn Ameríkani. Hefði verið meiri frétt ef
Ameríkaninn hefði verið steliþjófurinn?
Minni frétt eða meiri ef Íslendingur í Vil-
níus hefði stolið síma? Hefði ég þá kannski
ekki sagt frá því, til að koma ekki óorði á
Íslendinga í útlöndum?
Hér er til þess að taka að þetta er í eina
skiptið sem ég hef staðið Litháa að óheið-
arleika í minn garð, og held að þetta teljist
ekki einu sinni með því maðurinn var svo
ölvaður að hann vissi ekki hvað hann hét.
Ég hitti reyndar marga drukkna menn í
þessari ferð – það var mikill gleðskapur í
menningarhúsunum sem mér voru sýnd –
en hvergi var samt viðlíka vesen, slagsmál
og formælingar og til dæmis í miðborg
Reykjavíkur þegar drukknir mætast. Í
Vilníus voru allir bara syngjandi kátir eða
heimspekilega djúpir í innilega drafandi
hexameter. Er það frétt? Eða a.m.k. nauð-
synlegur bakgrunnur fréttar, til að varpa
skímu á þjóðarsál og gestrisni?
Spurningar þær sem fjölmiðlafólk glím-
ir við snúast m.a. um það hvort aldrei, allt-
af eða einungis í neyðartilvikum skuli til-
greina þjóðerni þegar frétt er neikvæð. Og
hvort það skuli alltaf gert þegar hún er já-
kvæð, eða bara eftir hendinni. Það getur
verið snúið að meta hvenær slík árétting
hefur fréttagildi. Hvers vegna er ég þá að
tilfæra dæmi um drukkinn Litháa sem
reynir að stela síma? Kannski bara til að
segja að Litháarnir sem ég þekki eru af
tegund heiðarlegasta fólks, ég þekki fáa
einlægari vini – og snillinga í að tækla
vandamál lífsins, sem þó eru mun fleiri í
þeirra heimi en mínum. Þess vegna kom
flatt upp á mig að maður í slíkum hópi
skyldi reyna að ræna mig. Það var frétt í
mínum huga, ekki vegna þess að allir
Litháar eru dílerar og mafíósar og viðbúið
að þeir reyni svindl – heldur af gagn-
stæðum sökum.
Þess ber að geta að þetta litla atvik varð
ári eða tveimur áður en hið svonefnda lík-
fundarmál austur á fjörðum komst í há-
mæli. Fram að því höfðu Litháar lítt verið
í íslenskum fréttum og ég fékk því að
kynnast þeim með hreint borð. Ég veit
ekki hvort fólk á förnum vegi er enn í
þeirri aðstöðu að geta myndað sér sjálf-
stæða skoðun á Litháum, ef það hefur ekk-
ert við að miða nema íslenskar fréttir.
Hafa þær verið of neikvæðar? Hefur verið
tilefni til? Hefði alltaf, stundum eða aldrei
átt að þegja um þjóðernið? Hafa jákvæðu
fréttirnar á móti ekkert að segja? Eru
Litháar meira til vandræða erlendis en
heima hjá sér? Er til eitt svar við öllum
þessum spurningum? Nei. Best væri að fé-
lagsfræðiþing og flugmiði til viðkomandi
lands fylgdu átómatískt hverri frétt en það
væri kannski soldið dýrt.
Maður
stelur síma
Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs-
ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins