Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2008, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2008, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Biðlund án tafar! Eftir Gunnar Hersvein gunnars@hi.is ! Er biðlund lofsverð dyggð í eirðarlausum heimi? Bið er oft flokkuð með ókostum sem ráð þarf að finna til að eyða. Skipu- lag í vestrænum borgum snýst um greiðari samgöngur og hraðari þjónustu. Tæknin snýst um að þurrka út biðina og að fullnægja óskum fólks umsvifalaust. Tími biðarinnar styttist því sífellt. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Uppeldi barna felst oft í því að kenna þeim dugn- að í harðri samkeppni: grípa gæsina með- an hún gefst því sitjandi kráka er sögð svelta. Markmið Vesturlanda snýst um hraða samhliða hinni víðkunnu framþró- un. Biðstöðum er eytt og biðstofum fækk- að. Biðsalir eru einungis í flugstöðvum: bið eftir næsta flugi. Þrátt fyrir það er biðlund ennþá dyggð. Bið er hvorki góð né vond, því tími hennar er háður aðstæðum. Bið eftir brúðkaupsdegi er full væntinga, bið eftir einkunn úr prófi er kvíðablandin. Bið eft- ir lausn úr fangelsi er af allt öðrum toga: hún felst í eftirsjá og væntingum eftir þátttöku í lífinu utan veggja en innan veggja er biðin lífið sjálft. Bið á biðlista eftir aðgerð á sjúkrahúsi er ekki góð. Biðlund er kostur, hvort sem biðin er kvíðvænleg eða full væntinga. Hún er þolgæði einstaklings gagnvart hindr- unum, áskorunum, töfum og framvindu. Allt hefur sinn tíma, sumir hlutir gerast of seint, aðrir of hægt, enn aðrir of fljótt eða hratt ... en það þarf iðulega biðlund til að meta aðstæður, tíma og viðbrögð. Biðlund er takmörk sett. Mörk hennar virðast þó hafa færst til með tímanum, jafnvel horfið. Biðin er á undanhaldi. Fáir bíða eftir skrifuðu bréfi í viku eða ganga á milli byggðarlaga. Stafræn og rafræn samskipti þurrka út biðina, þar er allt umsvifalaust: núna! „Oftast rénar reiðin í biðum,“ segir málshátturinn og hefur reynst vel. Bið er rúm til að íhuga, endurmeta, sefa reiði og kanna þolgæði. Allt þarf sinn tíma, jafn- vel reiðin – en hefur biðin eitthvert rúm? Er gert ráð fyrir henni á færibandi fram- tíðar? Biðlund bjargar, því hún felur í sér ró- semd hjartans. Óþreyjan kvelur, því hún býr ekki yfir aga. Hinn óþreyjufulli getur ekki safnað til mögru áranna, heldur tek- ur hann lán til framtíðar. Hann hefur ekki þolinmæði til að kanna kring- umstæður, heldur veður af stað. Sá sem býr ekki yfir biðlund missir tök á sjálfum sér, hann keppist við að ná þeim markmiðum sem aðrir setja honum og gefur sér ekki rúm til að finna sína eigin stefnu. Sá sem býr ekki yfir biðlund skýst á milli staða en veit ekki hvert ferð- inni er heitið. Hann tapar sjálfum sér á hlaupum og finnur sig að lokum á heilsu- hæli í meðferð við streitu. Biðlund er eftirsóknarverð og dýrmæt en hún er fáséð. Biðlund er lærður mann- kostur, en hvernig og hvar má nema hana í hraðasamfélginu? Hver umbunar fyrir biðlund? Sá sem býr yfir biðlund bíður ekki með hendur í skauti heldur starfar án strits. Hann gefur sér tíma og leggur fram hugmyndir og verk sín. Hinn óþreyjufulli stekkur umhugsunarlaust af stað en úthaldið er lítið. Hinn þrautgóði getur unnið árum saman að markmiðum sínum. Barn er oft án biðlundar. Dyggðin lær- ist með menntun og reynslu og hún kem- ur með aldrinum. Hún segir fólki að taka eitt skref í einu og feta sig áfram stíginn hægt og sígandi. „Engan asa,“ segir hún og burt með ys og þys. Biðlund er and- hverf hraðaviðskiptum samtímans. Hún myndi ekki kosta öllu til að eiga mögu- leika á meiru. Biðlund er ekki nútíma- dyggð eða dyggð hnattvæðingar! Þrátt fyrir það er hún eftirsóknarverð í eirðarlausum heimi. Eftir Kristján B. Jónasson kbjonasson@gmail.com Þ að er segin saga að detti mað- ur út úr íslensku fréttahring- ekjunni í þó ekki sé nema fá- eina daga líður manni eins og útskrifuðum úr afvötnun þeg- ar maður snýr aftur til sam- félagsins. Maður er núllstilltur. Megnið af því sem sagt er frá í íslenskum fjölmiðlum virðist fullkomlega tilgangslaust smotterí. Svo óendanlega ómerkilegt þegar það er borið saman við hinar raunverulegu stóru sögur samtímans hvort sem það er deil- urnar fyrir botni Miðjarðarhafs, sú gríð- arlega kúgun og yfirgangur sem þjóðir allt- of margra landa verða að þola af sínum ráðandi stéttum, skortur á kolvetnum, prótíni, hráefnum og orku í heiminum og þar fram eftir götunum. En þegar búið er að sigta frá stórfréttir um úðara í miðbænum eða árekstra á Húsa- vík auk frásagna af örlögum dýranna í Hús- dýragarðinum sést að við erum öll perlur á hinu mikla talnabandi. Flestar íslenskar fréttir eru bergmál, spegilmyndir eða brot af stórum alþjóðlegum straumum sem koma öllum jarðarbúum við. Undanfarið hafa nokkur slík mál verið í deiglunni og það á mjög ólíkum forsendum. Listahátíð var sett í Reykjavík í síðustu viku. Áherslan á myndlist þetta árið setur íslenska menningu í alþjóðlegt samhengi, alþjóðlegra kannski en margir ímynduðu sér og dregur um leið línu á milli þeirrar myndlistar sem á erindi í samræðu við er- lenda samtímalist og þeirrar sem er ann- aðhvort maklega eða ómaklega utan hrings- ins. Íslenskir fjölmiðlar hafa ekki enn fundið taktinn til að segja frá þessu. Enn er umfjöllun um listviðburði í íslenskum fjöl- miðlum oftast byggð á hetjusögum á borð við þær sem við sögðum eitt sinn af Erró en segjum nú af Ólafi Elíassyni. Hins vegar byggist umfjöllunin á því að spyrja sig hvort íslenskir listamenn hafi öðlast við- urkenningu annarra. Fyrir hinn almenna fjölmiðlaviðtakanda er niðurstaðan að þrátt fyrir gríðarlegt andlegt atgervi þjóðarinnar og mikinn sköpunarkraft sé ekki hægt að leggja mat á þessar stærðir nema með al- þjóðlegum samanburði. Þannig er það auð- vitað í eðli sínu. Ekkert öðlast vægi sitt í heiminum nema í samanburði, en und- irliggjandi er þó stöðugt hárfínn varnartónn sem segir að list geti ekki haft gildi í sjálfu sér. Hið alþjóðlega er hér notað sem skálkaskjól fyrir að vantreysta erindi list- arinnar til mannfólksins. Er aðeins hægt að njóta listar vegna þess að aðrir hafa sagt okkur að hún sé góð? Hins vegar er ákvörðun sjávarútvegs- ráðherra um að gefa út hrefnuveiðikvóta al- þjóðleg frétt. Hvað sem líður öllum rökum um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar og yf- irráð hennar yfir fiskimiðum sínum sem og hvort nóg sé til af hrefnu í hafinu eða ekki er þessi ákvörðun á skjön við stöðu mála í alþjóðlegri umræðu um dýravernd. Nú stendur yfir í Bonn í Þýskalandi 9. ráð- stefna Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og þar vilja menn setja háleit markmið um að draga úr fjölda þeirra teg- unda sem deyja út hvert ár. Sigmar Gabr- iel, umhverfisráðherra Þjóðverja, minntist sérstaklega á fiskveiðar við upphaf ráð- stefnunnar og sagði þar berum orðum að taka yrði til hendinni, enda eru rán- yrkjuþjóðir nú með ryksuguskip að störfum á fiskimiðum við Afríku og í Suður-Íshafi og allir vita um ástand fiskistofna í Norðursjó eða á Miklabanka. Íslenskir fjölmiðlar hafa nálgast eilífðarmálið um hrefnuna sem ut- anríkispólitískt ímyndarmál eftir að Kristín A. Árnadóttir, stjórnandi framboðs Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir að veiðarnar væru ekki heppilegar til að styrkja stöðu landsins í utanrík- ispólitísku tilliti. Að því leyti var slegið takttilbrigði við þetta gamla stef sem nú er búið að hljóma í nærri aldarfjórðung. En hins vegar er eðlilegt að maður spyrji sig og þá fjölmiðlana líka: Af hverju hrefnu- veiðar? Helst sýnist sem ákvörðunin um þær sé pólitískt útspil sem sé ætlað að skapa vígstöðu sem Ísland geti notað við samninga framtíðarinnar um takmarkanir á veiðum með botnvörpu, algerri friðun nytja- stofna og aukinnar alþjóðlegrar stjórnunar á fiskveiðimálum. Á þessu sviði virðist vera uppi mjög þröng hráefnisbarátta þar sem lögð er natni við stækan átakakúltúr. Fjöl- miðlar munu á næstu vikum birta eina yf- irlýsinguna á fætur annarri frá ýmsum rík- isstjórnum og félagasamtökum um hrefnuveiðarnar og þeim mun verða svarað fullum hálsi. En á meðan spyr maður sig. Af hverju þarf listin alþjóðlega viðurkenningu til að öðlast gildi en stefnan í málefnum sjáv- arspendýra ekki? Hrefnuveiðimálið opinber- ar að innan íslenskrar umræðu og stjórn- mála eru uppi viðhorf gagnvart nýtingu náttúruauðlinda sem byggjast á hug- myndafræði yfirráða, átaka og ýtrustu hagsmunabaráttu í trássi við sátt heimsins. Sögulega séð dugaði þessi hugsun Íslandi vel í þorskastríðunum. En öfugt við mörg önnur nýfrjáls lönd eftirstríðsáranna eru Íslendingar nú betur í stakk búnir til að tala við heiminn á fjölbreyttari forsendum en þeim einum að þeim beri réttur til að nýta náttúruna sama hvað aðrir segi. Við höfum á undanförnum mánuðum orðið vitni að skipbroti alþjóðlega fjármálakerfisins. Fjárhagskreppan helst í hendur við þá gild- iskreppu sem opinberast þegar öllum verð- ur allt í einu ljóst að þar innaborðs ber eng- inn ábyrgð á samfélögum og örlögum fólks. Það tókst næstum því að knésetja íslenskt bankakerfi og setja íslenskt efnahagslíf á hliðina í því skyni að græða á því. Það skýr- ir kannski þörfina á að sýna umheiminum fulla hörku en stóra spurningin ekki aðeins í fjármálalífinu, heldur á flestum öðrum sviðum, er nú hvernig hægt er að bera al- þjóðlega ábyrgð. Þrátt fyrir að stundum virðist sem árekstur á Húsavík komi engum við utan eyjarinnar eru viðfangsefni okkar öll alþjóðleg. Fyrir vikið verður ábyrgðin á gerðum okkar líka að vera það og sýn okk- ar að ná lengra en sem nemur brúninni á okkar eigin súpuskál. Samtal við heiminn Morgunblaðið/Alfons Sama hvað aðrir segja „En öfugt við mörg önnur nýfrjáls lönd eftirstríðsáranna eru Íslend- ingar nú betur í stakk búnir til að tala við heiminn á fjölbreyttari forsendum en þeim einum að þeim beri réttur til að nýta náttúruna sama hvað aðrir segi.“ FJÖLMIÐLAR » Af hverju þarf listin alþjóðlega viðurkenn- ingu til að öðlast gildi en stefnan í málefnum sjáv- arspendýra ekki? Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.