Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2008, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Ásgeir H Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
George Clooney lætur sér ekkinægja að telja kindur fyrir
svefninn, nú ætlar hann líka að stara á
þær nógu lengi til þess að drepa þær
með augnaráðinu
einu saman.
Næsta mynd
Clooney er nefni-
lega The Men
Who Stare at
Goats, byggð á
giska óvenjulegri
deild bandaríska
hersins sem á átt-
unda og níunda
áratug síðustu aldar rannsakaði ýmis
yfirskilvitleg fyrirbæri – og höfðu
meðal annars rannsóknarstofu þar
sem hermenn reyndu í 25 ár að drepa
geitur með augnaráðinu einu saman.
Það mun hafa tekist einu sinni, þótt
óvíst sé að augnaráðinu hafi verið um
að kenna. Þessari óvenjulegu sögu er
svo leikstýrt af Grant Heslov, einum
helsta samstarfsmanni Clooney í
gegnum tíðina sem hefur bæði fram-
leitt myndir Clooney og skrifað með
honum handrit.
Fyrir fáeinum árum voru fáirspenntir fyrir næstu mynd
Tommy Lee Jones, enda virtist þessi
ágæti leikari hafa
verið dæmdur til
þess að öskra sig
hásan það sem
eftir væri ferils-
ins. En þá birtist
frumraun hans
sem kvikmynda-
leikstjóra (hann
hafði áður leik-
stýrt einni sjón-
varpsmynd), Three Burials of Mel-
quiades Esteda, og það var ekki nóg
með að þessi sérlega óvenjulega saga
um vináttu tveggja karlmanna sann-
aði hversu fær leikstjóri Jones væri,
hún gaf honum líka tækifæri til þess
að minna okkur á hversu magnaður
leikari hann er. Þessi nýi, eldri og ró-
legri Jones birtist okkur síðan aftur í
ágætis hlutverkum í No Country for
Old Men og In the Valley of Elah en
nú hefur karl aftur sest í leik-
stjórasætið og verður forvitnilegt að
sjá hvort hann nær að endurskapa
sjálfan sig á jafn magnaðan hátt og
með greftrununum þremur. Myndin
sem um ræðir er Island in the
Stream, byggð á samnefndri bók Er-
nest Hemingway sem kom út að hon-
um látnum. Sagan fjallar um Thomas
Hudson, einrænan málara sem lifir af
seinni heimstyrjöldina, þar sem hann
þjónar í bandaríska sjóhernum, og líf
hans seinna meir á Bahamaeyjum þar
sem fjölskylduharmleikir elta hann
uppi á meðan ástarlífið er sífellt til
vandræða. Það er vissulega sumt
þarna sem svipar nokkuð til síðustu
æviára Hemingway sjálfs, en eins
virðast þeir Jones um margt hafa
svipaða áru gamaldags karlmennsku
og lífsgilda. Nú þegar hefur Jones
fengið þá Morgan Freeman og John
Goodman með sér í leikhópinn og í
hann mun væntanlega bætast fljót-
lega.
Þýski leikstjórinn Werner Herzoghefur vissulega fengið ýmsar
galnar hugdettur – nógu margar
raunar til þess að jafnvel þekktari fyr-
ir brjálæðisköstin
en bíómyndirnar –
en hans næsta
mynd, endurgerð
Bad Lieutenant,
virðist frekar vera
vond hugmynd en
galin. Fyrir það
fyrsta er myndin
ekki nema sextán
ára gömul og leik-
stýrt af Abel Ferrera, einum fárra
leikstjóra Bandaríkjanna sem virðast
álíka galnir og Herzog, og því óvíst
hverju sá þýski væri líklegur til að
bæta við. Það er Nicolas Cage sem
tekur við aðalhlutverkinu af Harvey
Keitel – og æstir aðdáendur Cage eru
vafalaust spenntir að vita hvort við
fáum að sjá hann í jafn innilegum at-
höfnum og Keitel í frumgerðinni.
KVIKMYNDIR
George Clooney
Tommy Lee Jones
Nicolas Cage
Eftir Björn Þór Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
Hvað er Íslandsmynd? Samkvæmt ÍrisiEllenberger er Íslandsmynd kvik-mynd sem hefur að markmiði aðfjalla um Ísland og sérkenni þjóð-
arinnar. Nú kynni einhver að halda að ekki væri
um auðugan garð að gresja þegar að kvikmynd-
um um Ísland kemur en sú er aldeilis ekki raun-
in eins og sést í nýútkominni bók Írisar um efn-
ið. Bókin nefnist Íslandskvikmyndir 1916–1966:
Ímyndir, sjálfsmynd og vald og er gefin út af
Háskólaútgáfunni. Bókin er byggð á meist-
araprófsritgerð Írisar í sagnfræði sem hún
skrifaði undir leiðsögn Eggerts Þórs Bernharðs-
sonar.
Eins og titillinn gefur til kynna er fjallað um
hálfrar aldar tímabil og miðast upphafsárið við
elstu Íslandsmynd sem varðveitt er í Kvik-
myndasafni Íslands, mynd sem nefnist Scenes
from Iceland, en síðara ártalið tekur mið af
stofnun Ríkissjónvarpsins þar sem þá verða
ákveðin þáttaskil í framleiðslu á Íslandstengdu
efni.
Sú tegund mynda sem hér er tekin til umfjöll-
unar á sér langa og ríka sögu og tengist fram-
komu kvikmyndamiðilsins nánum böndum. Þótt
frásagnarkvikmyndir séu ríkjandi kvikmynda-
form samtímans voru það raunveruleikamyndir
(e. „actualities“) eða það sem við í dag myndum
kannski freistast til að kenna við heimild-
armyndir eða jafnvel fréttaskot, sem riðið var á
vaðið með af frumkvöðlum tækninnar á síðustu
árum nítjándu aldar. Þar voru landslagsmyndir
vinsælar, sömuleiðis myndir sem sýndu fjar-
lægar slóðir eða sögufræg kennileiti, og fjallað
hefur verið um fyrstu ár kvikmyndalistarinnar í
samhengi við það sem kalla mætti „staðlaus
ferðalög“ eða „óhlutbundið sjónmál“. Upp-
tökutæknin gaf áhorfendum kost á ferðalagi í
tíma og rúmi, milli landa og heimsálfa, hún
skapaði áður ómöguleg sjónarhorn á veru-
leikann, og upp á allt þetta var boðið fyrir fimm-
eyring og án þess að lengra þyrfti að fara en út
í næsta bíó.
Íslandsmyndirnar sem Íris fjallar um tengjast
þessari hugsun, einkum þær elstu, en eins og
bent er á í inngangskafla bókarinnar voru er-
lendir kvikmyndagerðarmenn komnir til Íslands
strax árið 1901 til að festa á filmu svipmyndir
frá þessu fjarlæga og framandi landi, áhorf-
endum úti í heimi til skemmtunar og upp-
fræðslu.
Eins og áður segir nær rannsókn Írisar yfir
fimmtíu ára tímabil og sjónum er beint að um
60 myndum. Þessum myndum skiptir Íris í
nokkra aðskilda flokka. Má þar nefna leiðang-
ursmyndir, en þar eru jafnan á ferðinni útlend-
ingar og upplifun þeirra af því að ferðast um Ís-
land er meginviðfangsefnið. Annar flokkur er
kenndur við hefðbundnar fræðslu- og kynning-
armyndir en þær voru gjarnan notaðar til að
myndskreyta fyrirlestra. Eftir komu talsins
verður aðferðafræðin sem notast er við í þessum
flokki leiðandi við gerð heimildarmynda. Þriðja
tegundin sem Íris lýsir er auglýsinga- og sölu-
myndir, verk sem eru fjármögnuð af aðilum sem
hafa beinna hagsmuna að gæta og móta boð-
skapinn í samræmi við það. Nefnir Íris sem
dæmi myndefni frá árinu 1939 sem framleitt var
af Sambandi íslenskra samvinnufélaga og sýnir
framleiðsluferli þeirra vara sem félagið vildi
auglýsa. Hér vill einnig bera á landkynningu
enda ímyndasmíð lykilatriði í allri sölumennsku.
Að lokum eru pólitískar áróðursmyndir til-
greindar og þykir mér áhugavert að heyra að
nokkrar slíkar hafi varðveist. En Íris bendir á
að oftast sé ekki um beina tegundaflokkun að
ræða, margar myndir beri einkenni fleiri en
einnar tegundar.
Hér er ekki á ferðinni ritdómur en við fyrstu
sýn virðist heilmikill fengur að þessari bók og
gott til þess að vita að þeim fræðimönnum sem
sinna rannsóknum á íslenskri kvikmyndasögu og
-menningu fari fjölgandi.
Ímyndarsmíð Íslandskvikmynda
SJÓNARHORN » Sú tegund mynda sem hér er
tekin til umfjöllunar á sér
langa og ríka sögu og tengist
framkomu kvikmyndamiðilsins
nánum böndum.
Eftir Björn Þór Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
D
eath Note er nýleg japönsk kvik-
mynd sem notið hefur mikilla vin-
sælda í heimalandinu og er einnig
að vekja athygli á alþjóðlegum
vettvangi. Henni má lýsa sem
hryllingsglæpasögu sem einnig
minnir á bandarísku sjónvarpsþáttaröðina Heroes
og kvikmyndina Donnie Darko eftir Richard Kelly.
Þá vísar verkið sterklega í japanska hefð hryllings-
mynda og ævintýrakenndra teiknisagna, og á bók-
staflega rætur að rekja í síðarnefnda listflokkinn
því Death Note er byggð á samnefndri “manga“–
teiknimyndasögu eftir Tsugumi Ohba og Takeshi
Obata. Áður hafa sjónvarpsteiknimyndir verið
gerðar eftir upphaflegu myndasögunum en leiknu
kvikmyndinni leikstýrir Shusuke Kaneko.
Á sínum tíma reyndust japanskar hryllings-
myndir sannkallaður hvalreki fyrir vestræna
áhugamenn um hryllingsformið því á ferðinni voru
myndir sem notuðust við annars konar frásagn-
araðferðir og fagurfræði en við áttum að venjast.
Bandarísk–breskir staðlar í hryllingsmyndum
voru reyndar orðnir dálítið þreyttir þegar líða tók
á tíunda áratuginn og þreytan birtist m.a. í póst-
módernískum hermimyndum, endurgerðum og
grínútgáfum. Þegar farið var að paródera grín-
útgáfurnar var fokið í flest skjól. Sá tilvistarlegi
óhugnaður og örlagahyggja sem einkenndu jap-
önsku myndirnar, auk þeirrar alvöru sem umlék
þær, voru sannarlega ferskur andblær í þessu
samhengi. Við fyrstu sýn virðist Death Note eiga
margt sammerkt með öðrum afurðum þessa geira
og er hún markaðssett sem slík. Þegar á hólminn
er komið reynast auglýsingaskilaboðin þó nokkuð
misvísandi. Hér er í raun á ferðinni mynd um leik
kattarins að músinni, að því viðbættu að leikurinn
fer fram eftir yfirnáttúrulegum reglum og aldrei er
alveg öruggt hver er í hlutverki kattarins.
Mögnuð skrifblokk
Light er ungur lögfræðinemi sem fyrir tilviljun
finnur innbundna skrifblokk á götu úti. Skrif-
blokkin er merkt orðunum Death Note (rituðu með
gotnesku letri) og eitthvað við þessa tilteknu skrif-
stofuvöru fangar athygli Light því hann ákveður
að taka blokkina með sér heim. Þetta reynist ör-
lagarík ákvörðun því skrifblokkinni fylgja mikil
völd. Ef nöfn einstaklinga eru skrifuð á síður henn-
ar deyja þeir. Á því er engin undantekning. Light
kemst meira að segja að því að hægt er að fjar-
stýra fólki fram að dauðastundinni með því að
skrifa nákvæma lýsingu á því hvernig það eiga að
kveðja þennan heim. Ýmis konar reglur aðrar
móta kosti og kraft skrifblokkarinnar en þær eru
kynntar til leiks jafnt og þétt í framvindu mynd-
arinnar í sérstökum upplýsingainnskotum.
Light er tiltölulega snöggur að komast að leynd-
ardómum bókarinnar, strax fyrsta kvöldið hripar
hann niður mannsnafn og kemst að því daginn eftir
að sá hinn sami hafði látist um nóttina. Þetta vekur
grunsemdir og hann ákveður að gera tilraunir sem
fljótlega renna stoðum undir grun hans um mátt
hins ritaða orðs í skrifblokkinni.
Galli fylgir þó gjöf Njarðar. Með bókinni kemur
eins konar demónskur fylgihnöttur, risavaxinn
skratti sem líkist samblöndu af þungarokkara og
leðurblöku og aðeins handhafi skrifblokkarinnar
getur séð. Skrattinn er fóðraður á eplum og fylgir
Light hvert fótmál. Sambandið milli þeirra félaga
er vel leyst af hendi og einn af skemmtilegri þráð-
um myndarinnar. Djöfsi leynir nefnilega á sér og
reynist heilmikil persóna þegar allt kemur til alls.
Andstæðingurinn
Lögfræðineminn Light notar dauðablokkina af
miklum krafti og tekur að útrýma glæpamönnum
um allan heim. Hann fylgist með fréttum í sjón-
varpi og þegar honum sýnist einhver grun-
samlegur hafa verið gómaður hripar hann niður
nafn viðkomandi. Plága dauðsfalla ríður því yfir al-
þjóðleg glæpasamtök sem og siðleysingja um allan
heim. Löggæslustofnanir sýna málinu vitanlega
áhuga, ekki er talið að um náttúrlegar orsakir sé að
ræða en sömuleiðis skilur enginn hvað í ósköp-
unum sé að gerast.
Þannig orsakast það að dularfull fígúra sem
gengur undir nafninu L er fengin til að stýra al-
þjóðlegri rannsókn. Þetta er goðsagnakenndur
löggæslumaður sem ávallt starfar einsamall. Eng-
inn veit hvernig L lítur út, en hann hefur leitt
fjöldann allan af málum til farsælla lykta, málum
sem talin voru óleysanleg. L stýrir rannsókn jap-
önsku lögreglumannanna og bandarísku alríkislög-
reglunnar en gerir það úr fjarlægð og með hjálp
aldraðs bryta síns sem mætir á fundi lögreglu-
mannanna með fartölvu. L tjáir sig bara í gegnum
Skype, og notar þá ekki vefmyndavél. En L reynist
stafi sínu vaxinn, hann er fljótur að draga mik-
ilvægar ályktanir. Hann njörvar niður staðsetn-
ingu morðingjans með djarfri gildru sem Light
fellur fyrir, þá skoðar L tímasetningar hinnar fjöl-
þjóðlegu morðöldu og kemst að því að engin morð
eru framin á ákveðnum tímum á virkum dögum.
Þegar tímarnir eru settir upp myndrænt líkist
uppsetningin stundatöflu í skóla. Þannig kemst
löggan að því að illmennið sem þeir leita er nem-
andi, sem er náttúrlega rétt því eins og áður segir
er Light að stúdera lögfræði. Hann er með öðrum
orðum samviskusamur og glósar aldrei í vitlausa
stílabók. En siðferðilegur áttaviti Light tekur þó
að bregðast þegar rannsóknarmenn komast á
sporið, þá tekur hann að myrða lögreglufólk án
nokkurra efasemda um eigið ágæti. Valdið hefur
því spillt Light og hann reynist andhetja mynd-
arinnar. Hinn óséði L gæti hins vegar verið hin
sanna hetja verksins.
Mikil hvörf eiga sér stað þegar í ljós kemur hver
L í raun er, og hefur þá Light eignast sinn höf-
uðandstæðing. Myndin tekur stefnumið sitt frá
unglingamenningu samtímans, tölvuleikjum og of-
urhetjuhugsjónir eru ríkjandi en samblandan er
nokkuð skemmtileg. Myndin gerir sitt besta til að
skapa goðsagnaheim umhverfis skrifblokkina og
söguþráðurinn verður ansi flókinn þegar fram í
sækir. Ákveðin hugmyndaauðgi einkennir þó alla
framvinduna og heimurinn sem er skapaður er eft-
irtektarverður. Þá er myndin upphafið á kvik-
myndaröð, framhaldsmynd hefur þegar verið
frumsýnd í Japan. En fyrstu Death Note–
myndinni lýkur þegar Light og L hittast í fyrsta
sinn.
Dauðarefsing
Ungur lögfræðinemi öðlast yfirnáttúruleg völd
og byrjar að útrýma glæpalýð samtímans í ný-
legri japanskri hryllingsglæpamynd sem á ensku
nefnist Death Note. Myndin hefur vakið athygli
og er upphaf nýrrar myndaraðar þar sem dul-
arfullur rannsóknarlögreglumaður reynir að
hafa hendur í hári lögfræðinemans skæða.
Death Note „Hér er í raun á ferðinni mynd um leik kattarins að músinni, að því viðbættu að leikurinn
fer fram eftir yfirnáttúrulegum reglum og aldrei er alveg öruggt hver er í hlutverki kattarins.“