Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2008, Page 9
öðrum við, þar á meðal Erró. Það var á
þessari sýningu sem menn gátu séð í fyrsta
skipti samvinnuverk, Arroyo, Aillaud og Re-
calcati, Vivre et laisser mourir ou la fin
tragique de Marcel Duchamp ( Að lifa og
deyja eða hörmuleg endalok Marcels Duc-
hamp), verk sem er samsett úr átta mál-
verkum og sýnir hvernig málararnir þrír
ráða Marcel Duchamp af dögum með því að
spyrja hann spjörunum úr, gefa honum
kinnhest og hrinda honum síðan nöktum
niður stiga. Síðan eru popplistamennirnir
Rauschenberg, Oldenbourg, Warhol og nýju
realistarnir, Arman, Raysse og Restany
látnir fylgja honum til grafar í kistu sveip-
aðri bandaríska fánanum, eins og gert var
við þá sem létust í Víetnamstríðinu og lík-
mennirnir eru allir klæddir upp eins og
hershöfðingjar. Inn á milli frásagnarinnar,
sem er sett fram eins og myndasaga, eru
málaðar eftirmyndir af þekktustu verkum
Duchamps og á sýningunni lýstu þremenn-
ingarnir því yfir að „það væri betra að vinna
án þess að undirrita heldur en að undirrita
án þess að vinna“ og skírskotuðu þar með í
ready-made Duchamps. Þessi myndasyrpa
olli gríðarlega miklu uppnámi, eins og við
mátti búast og söfnuðu listamenn undir-
skriftum til að mótmæla verkinu. Jafnvel
nánustu vinir málaranna úr frásagnarfíg-
úrasjóninni gagnrýndu þá fyrir uppátækið
og súrrealistarnir fyrirgáfu þeim aldrei, því
Duchamp var ennþá lifandi þegar verkið var
málað og kom sjálfur á sýninguna. Sú kyn-
slóð sem var í þann mund að uppgötva og
meðtaka list Duchamps gat ekki skilið þessa
harkalegu aðför, sem þeim fannst engan
veginn réttlætanleg.
.
Teiknimyndir, útúrdúrar,
spennusögur og pólitík
Sýningarstjórarnir völdu 100 verk eftir
u.þ.b. 20 listamenn sem þeir telja vera að-
alkjarna frásagnarfígúrasjónarinnar og er
sýningunni skipt niður eftir þemum og
hvert þema aðskilið með því að mála vegg-
ina og skilrúmin í mismunandi litum. Þetta
er frekar óvenjuleg uppsetning og ekki víst
að allir sætti sig við að sjá verkin sín á app-
elsínugulum, eldrauðum, grænum eða bláum
veggjum. En þó er eins og þessir sterku lit-
ir veggjanna undirstriki ferskleika málverk-
anna sem gætu þess vegna hafa verið máluð
í gær. Það kemur skýrt fram í fyrstu sölum
sýningarinnar að þessir listamenn, sem eru
allir karlkyns, byrjuðu snemma að tjá
hversdagsleg fyrirbæri með því að nýta sér
fyrirmyndir úr fjölmiðlum, auglýsingum,
spennusögum, plakötum, kvikmyndum,
teiknimyndum, póstkortum og alls konar
hluti neyslusamfélagsins, sem þeir gagn-
rýndu líka hver á sinn hátt. Einnig sóttu
þeir efnivið í listasöguna sjálfa og veigruðu
sér ekki við ertandi samsetningar sem sjok-
keruðu og hristu upp í hefðbundnum hugs-
unarhætti. Til að koma þessu nýja mynd-
máli og merkingu til skila leituðu þeir uppi
nýjar aðferðir svo sem notkun myndvarpa,
klippimyndatækni og notuðu flestir akrýl í
staðinn fyrir olíuliti, sem gerði þeim kleift
að mála hraðar. Þannig hvarf efnisáferðin,
flöturinn varð sléttur, litakontrastarnir
sterkari og verkin fengu kaldari ásýnd, sem
skapaði líka ákveðna fjarlægð á milli verks-
ins og áhorfandans. Þessir listamenn komu
úr mismunandi umhverfi vegna þess að þeir
voru flestir aðfluttir og höfðu ólíkan listræn-
an bakgrunn. Sumir komu úr sjálfsprottnu
myndmáli súrrealismans, aðrir úr þjóð-
félagsraunsæi og enn aðrir höfðu farið í
gegnum expressjónisma og abstrakt til-
raunir.
En það sem einkennir þennan hóp öðru
fremur er hversu þjóðfélagslega meðvitaðir
þeir eru og gæti það verið ein af ástæðunum
fyrir því að þeir fengu ekki fyrr þá við-
urkenningu sem þeir áttu skilið. Þeir horfa
ekki bara raunsæjum augum á tilveruna,
heldur taka þeir líka pólitíska afstöðu til
heimsviðburða og eru flestir sannfærðir um
að listin hefur pólitískt gildi og listamenn-
irnir raunverulega ábyrgð. Þeir urðu fyrir
sterkum áhrifum af Maí ’68. og sumir tóku
virkan þátt í að teikna veggspjöld á vinnu-
stofu Listaakademíunnar og hefur eitt af
veggspjöldum Rancillac, með portrettmynd
af Daniel Cohn-Bendit, orðið að eins konar
táknmynd í Frakklandi fyrir tíðaranda þess-
ara andófstíma.
Þessir listamenn gerðu sér allir fullkomna
grein fyrir því að byltingin fer ekki ein-
göngu fram í innihaldi verkanna heldur líka
í formgerðinni og pensilskriftinni og þess
vegna eiga þessi verk jafnmikið erindi til
okkar í dag. Verkin eru oft hvöss og
ábyrgðarfull, en líka skondin og uppfinn-
ingasöm og það þarf t.d. engin orð til að út-
skýra boðskapinn í verki Errós þar sem
hryðjuverkamaður krýpur með sprengju
inni á gólfi í hvítþvegnu vestrænu baðher-
bergi. Það kemur ekki á óvart að verk þess-
ara listamanna, sem ollu uppþoti í listalífi
Parísar á sjöunda áratugnum og gera enn,
skyldu vekja áhuga hjá menntamönnum og
hugsuðum eins og Gilles Deleuze, Alain Jo-
uffroy , Jacques Derrida, Pierre Bourdieu,
Michel Foucault og Jean-François Lyotard.
Erró og frásagnarfígúrasjónin
Þó að Erró hafi ekki tekið þátt í Mytholo-
gies qutidiennes er hann einn af þeim fyrstu
sem komu með gagnrýnið sjónarhorn og
frásagnarfígúrasjón inn í málverkið þegar
hann gerði verk eins og Snúning-byltinga-
hreyfill (1961) eða Gírskipting kynslóðanna
(1961-62) enda er verk eftir hann í fyrsta
salnum Upphafið og síðan í öllum sölum
nema þemasalnum Spennusögur. Það kemur
líka skýrt fram í sýningarskránni hve fram-
lag Errós er mikilvægt strax í upphafi, en
sýningarskráin er mjög vel unnin og örugg-
lega besta heimild sem nú er fáanleg um
sögu frásagnarfígúrasjónarinnar. Erró, sem
hét þá Ferró, tók m.a. þátt í sýningunni
Anti-Proces sem vinir hans, Alain Jouffroy
og Jean-Jacques Lebel skipulögðu 1960-61 í
París, Feneyjum og Mílanó og var einn af
fáum listamönnum hópsins sem fóru til New
York. Hann dvaldi þar sex mánuði, kynntist
öllum helstu popplistamönnunum og safnaði
m.a. efni í verkið Foodscape sem er eitt af
hans þekktustu og bestu verkum, en er því
miður ekki á sýningunni. Það má endalaust
deila um valið á verkunum, en fyrir þá sem
þekkja feril Errós, hafa lesið nýútkomna
bók Danielle Kvaran Erró í tímaröð eða
Erró Margfalt líf eftir Aðalstein Ingólfsson,
er ekki ólíklegt að þeir muni sakna nokk-
urra lykilverka. Erró, sem heldur nú upp á
50 ára búsetuafmæli sitt í París, er einn af
merkilegustu og vinsælustu listmönnum frá-
sagnarfígúrasjónarinnar og sá sem hefur
aldrei lent inni í skugganum. Honum hefur
tekist með þrautseigju, ofurmannlegum af-
köstum og stöðugri endurnýjun innan eigin
stíls eða myndveraldar að halda ferli sínum
í stigvaxandi þróun upp á við. Með einka-
sýningunni Myndir aldarinnar, sem var
haldin í Jeu de Paume í París um aldamótin
2000, staðfestist sú opinbera viðurkenning
sem var þegar til staðar og með sýningunni
í Grand Palais styrkist hún enn þessi mikla
og réttláta virðing.
Það biðu margir eftir sýningu um Frá-
sagnarfígúrasjónina með mikilli eftirvænt-
ingu og áður en hún var opnuð opinberlega
voru listtímarit og dagblöð búin að birta
langar greinar og viðtöl við listamennina og
hefur ekkert lát orðið þar á. Frásagnarfíg-
úrasjónin hefur nú loksins fengið uppreisn
æru í hinni alþjóðlegu listasögu og var auð-
séð á listaverkamessunni Art Paris sem var
haldin 3.-7. apríl að galleríeigendur höfðu
sett sig í startholurnar með því að stilla upp
verkum eftir þá félaga í fjöldamörgum gall-
eríum. Gallerí Louis Carré var t.d. með one-
man show á 63 verkum eftir Erró sem
runnu öll út á örskömmum tíma.
garmenn
Aillaud, Arroyo og Recalcati Að lifa og
deyja eða hörmuleg endalok Marcel Duc-
hamp, 1965, 8 málverka myndasyrpa,
162x114cm og 162x130cm Höfundur er listfræðingur í París.
Erró Innviðir Ameríku no 9 , 1968,
130x162cm
Í HNOTSKURN
»Sýningin í Grand Palais í París stend-ur frá 16. apríl-13. júlí og fer síðan til
ĺIVAM í Valencia á Spáni þar sem hún
verður opin frá 19. september-11. janúar
2009.
»Listamenn sem eiga verk á sýningunnieru: Valerio Adami, Gilles Aillaud,
Henri Cueco, Equipo Cronica, Erró,
Övind Fahlström, Gérard Fromanger,
Peter Klasen, Jacques Monory, Bernard
Rancillac, Antonio Recalcati, Peter Saul,
Peter Stämpli, Hervé Télémaque, Jan
Voss, Coopérative des Malassis.
» Inn á milli frásagn-
arinnar, sem er sett fram
eins og myndasaga, eru mál-
aðar eftirmyndir af þekkt-
ustu verkum Duchamps og á
sýningunni lýstu þremenn-
ingarnir því yfir að „það væri
betra að vinna án þess að
undirrita heldur en að und-
irrita án þess að vinna“ og
skírskotuðu þar með í ready-
made Duchamps. Þessi
myndasyrpa olli gríðarlega
miklu uppnámi, eins og við
mátti búast og söfnuðu lista-
menn undirskriftum til að
mótmæla verkinu.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2008 9