Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.2008, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Guy Ritchie var einn vinsælastileikstjóri Breta eftir aðeins tvær myndir, Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Snatch. En þeg- ar hann og söngkonan Madonna rugluðu saman reytum sínum virtist það eitthvað laska ferilinn, sér- staklega þar sem sambandið leiddi til hinnar arfaslöku Swept Away – með frúnni í aðal- hlutverki. Hann hélt aftur á fornar krimmaslóðir með The Revol- ver með takmörk- uðum árangri en næsta tilraun hans til þess að endurheimta forna frægð er RocknRolla og þykir líkleg til að boða betri tíð. Hugmyndin að myndinni segir Ritc- hie spretta upp úr því hversu mikið Lundúnaborg hafi breyst síðustu tvo áratugi, peningarnir hafi flætt inn og flest sé orðið alltof dýrt fyrir hinn venjulega Breta. Hann ýjar að því að ein helsta ástæðan sé innrás rússnesku mafí- unnar og þar- lendra oligarcha (olíubaróna), og hvort sem það er satt eða bara samsæriskenning Breta sem er illa við rússneska fótboltaveldið Chelsea þá er rússneska mafían alltaf góður efniviður í krimma. Lítið er þó enn vitað um plottið sjálft en það eru þau Gerard Butler, Tom Wilkinson, Thandie Newton, Jeremy Piven og Bond-stúlkan væntanlega Gemma Arterton sem fara með helstu hlut- verk. Í kjölfar RocknRolla mun Ritchie hins vegar snúa sér að því að kvik- mynda teiknisöguhetjur. Fyrst er það Sgt. Rock, um nánast ofur- mannlega (og skáldaða) hetju úr seinni heims- styrjöldinni sem ásamt herdeild sinni, East Comp- any, barðist í nán- ast öllum helstu bardögum styrj- aldarinnar. Síðan mun Ritchie kvikmynda teiknisögu sem hann sjálfur skapaði, The Gamekeeper, og fjallar um skoskan húsvörð og veiðimann í Hálöndunum sem þarf að fara í framandlegt um- hverfi stórborgarinnar til þess að hafa uppi á morðingja sonar síns.    The Gamekeeper er hluti afteiknisöguseríunni Director’s Cut, þar sem þekktir leikstjórar fá tækifæri til þess að reyna sig í sköp- un teiknisagna og ásamt Ritchie hafa þeir Edward Burns, John Woo og Shekar Kapur þegar spreytt sig og talað er um að Terry Gilliam sé næstur. Þá skapaði Jonathan Mo- stow-teiknisöguna The Megas fyrir seríuna, sem því miður fjallar ekki um líf og tónlist meistarans sam- nefnda, og hyggur nú þegar á kvik- myndagerð sögunnar. Þetta er nokkurskonar hvað-ef sagnfræði þar sem Washington og aðrir landsfeður Bandaríkjanna velja konungsveldi fram yfir lýðveldi – og Megasarnir eru hinn ameríski aðall. Svo má lengi velta fyrir sér hver tengsl þeirra eru við söngvaskáldið góða.    Virgin-fyrirtækið, sem gefur útseríuna, gefur Hollywood– leikurum einnig tækifæri á að skapa teiknisögur og þegar hafa þeir Nicol- as Cage og Wolverine sjálfur, Hugh Jackman, svarað kallinu – og þegar er rætt um að saga Jackman, Now- here Man, rati á hvíta tjaldið áður en yfir lýkur, en hún fjallar um framtíð, ekki svo fjarlæga, þar sem menn hafa fórnað öllu sem heitir einkalíf í skiptum fyrir meint öryggi. KVIKMYNDIR Guy Ritchie Thandie Newton Gerard Butler Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Gott gengi dægurlaga frá Austur–Evrópu í Eurovision–söngvakeppninnihefur vart farið framhjá þeim er áhorfðu. Það er vandasamt að lesa í þá velgengni, og varla segir þessi keppni mikið um stöðu dægurtónlistar í þessum löndum (ekki fremur en hérlendis). Pólitískt séð er kosningin auðvitað hin undarlegasta, því ekki er nóg með að dekstrað sé við grannþjóðirnar (líkt og við þekkjum auðvitað sjálf á Norðurlöndunum) held- ur er gamla herraþjóðin Rússland hafin til skýjanna – skriðdrekarnir löngu gleymdir. Og varla er þessi sigur heldur til merkis um lífseigni rússneskrar menningar enda söng fagurgalinn Dima Bilan á ensku rétt eins og helstu keppi- nautar hans frá Úkraínu og Grikklandi. Hví þessi upprifjun á Eurovision–söngvakeppninni í hefðbundnu kvikmyndaspjalli Lesbókarinnar? Jú, það mætti nefnilega halda því fram að kvik- myndagerð í austurhluta álfunnar sé á full- komnlega öndverðum meiði við þá yfirborðs- glansmynd er líta mátti í Belgrað um síðustu helgi. Undarlegt nokk höfðu kvikmyndagerð- armenn í kommúnistaríkjunum þrátt fyrir að búa við pólitíska ritskoðun um margt miklu meira frelsi en starfsbræður þeirra á Vest- urlöndum í listsköpun sinni enda ekki bundnir markaðslögmálunum með sama hætti. Þau voru ófá ríkin í Austur–Evrópu sem voru leiðandi í kvikmyndagerð og áttu sín gullaldarár á tímum járntjaldsins og mætti hér tína til Pólland, Júgó- slavíu, Ungverjaland og Tékkóslóvakíu – og meira að segja í Sovétríkjunum gerðu leikstjórar sem Andrei Tarkovskí kvikmyndir sem aldrei hefðu fengist fjármagnaðar í landi frelsisins. Það óttuðust því margir kvikmyndaunnendur um framgang kvikmyndalistarinnar í Austur– Evrópu þegar gömlu Sovétríkin liðuðust í sundur og kommúnistar misstu tangarhald sitt á austur hluta álfunnar. Enda kom það á daginn að í sum- um ríkjum, jafnvel þar sem umskiptin voru frið- samleg líkt og í Búlgaríu, lagðist innlend kvik- myndaframleiðsla því sem næst af og kvikmyndahúsum fækkaði stórum, en Holly- wood–myndir lögðu undir sig tjöld þeirra sem eftir tórðu. Og fyrstu árin voru hasarmyndir með áherslu á vafasamt stórborgarlíf áberandi í kvikmyndagerð austan járntjaldsins, líkt og frelsið fælist í því að apa eftir formúlum Holly- wood. En á undanförnum árum – eigum við að segja á nýrri öld – hefur kvikmyndagerð í mörg- um fyrrverandi kommúnistaríkjunum (eða brot- um þeirra) tekið að blómstrað. Þótt erfitt sé að alhæfa má a.m.k. segja að hún fjarlægi sig ekki síður vestrinu en gamla austrinu. Hún glímir oft við sársaukafulla fortíð en uppgjörið einkennist af fagurfræðilegri spennu, krafti og dýnamík. Og hún getur verið miskunnarlaus með eindæmum, sbr. rúmensku myndina 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar (2007, Cristian Mungiu) sem sigraði á Cannes í fyrra. Hvert kvikmyndatímaritið á fæt- ur öðru hefur nýverið hampað þessari endur- lífgun og er nýjasta dæmið um það forsíðugrein júni–heftis breska kvikmyndatímaritsins Sight & Sound sem nefnist “Cinema of the New Europe.“ Það “nýja“ í stað “austur“ er auðvitað til marks um breytta pólitíska stöðu álfunnar sem og fjölmörg ný ríki hennar (þótt sumum kunni heitið að bera of mikinn keim af áróðri Bandaríkjanna í aðdraganda Írakstríðsins þar sem þeir stilltu upp nýrri Evrópu gagnvart þeirri gömlu), en kristallar einnig nýjabrum þeirrar kvikmyndagerðar sem um er fjallað í greininni. Ekki skyldu þó afskrifuð tengslin við fortíðina enda hafa nýlega verið frumsýndar kvikmyndir eftir gullaldarleikstjórana Andrzej Wajda, Jirí Menzel og Miklós Jancsó, og kannski má líta á leikstjóra sem Bela Tarr sem nokkurs konar brú á milli þeirra og ungu leikstjóranna sem hafa farið svo mikinn á undanförnum árum. Þónokkur fjöldi af myndum þeirra hefur verið sýndir á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík og mætti nefna hér sérstaklega alla þrjá vinningshafa verðlauna hátíðarinnar “Upp- götvun ársins“ frá því að þau voru fyrst veitt ár- ið 2005: Dauði Hr. Lazarescu (2005, Cristi Puiu, Rúmenía), Grbavica (2006, Jasmila Zbanic, Bosn- ía–Herzegovína) og Ferð Isku (2007, Csaba Bol- lók, Ungverjaland). Í þessum kvikmyndum birt- ist fullkomin andhverfa glansmyndar þeirrar nýju Evrópu er bar fyrir augum í Eurovision– keppninni nú um síðustu helgi. SJÓNARHORN » Í þessum kvikmyndum birtist fullkomin andhverfa glans- myndar þeirrar nýju Evrópu er bar fyrir augum í Euro- vision–keppninni nú um síðustu helgi. Kvikmyndagerð Evrópu hinnar nýju Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is Í talska kvikmyndin Bróðir minn er einkabarn (Mio fratello e figlio unico) hefur vakið talsverða athygli á kvik- myndhátíðum og í listabíóum en hún leitast við að varpa ljósi á pólitískan umbrotatíma á Ítalíu á sjöunda og átt- unda áratug síðustu aldar í gegnum litríka fjöl- skyldusögu. Myndin var tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í fyrra, en í henni gefur að líta hugleiðingu um fjölskyldulíf, ítalska þjóð- arsál og átakamikla fortíð í leikandi og ljóðrænni framsetningu leikstjórans Daniele Luchetti. Myndarinnar var beðið með nokkurri eft- irvæntingu þegar hún var sýnd á Cannes í fyrra, en hún fylgir að mörgu leyti í kjölfar kvikmynd- arinnar Rjómi æskunnar (La Meglio gioventù) sem varð eitt af umtalaðri verkum kvik- myndahátíðarinnar í Cannes árið 2003, og vann þar Un Certain Regard-verðlaunin. Rjómi æsk- unnar er skrifuð af sömu handritshöfundum og standa að Bróðir minn er einkabarn, þeim Sandro Petraglia og Stefano Rulli, en fyrr- nefnda kvikmyndin er um sex klukkutíma löng, djúptæk umfjöllun um hugmyndafræðileg og persónuleg umbrot í lífi ítalskra bræðra sem spannar tímabilið frá árinu 1963 fram til sam- tímans. Hið persónulega og hið pólitíska Bróðir minn er einkabarn er að mörgu leyti til- brigði við Rjóma æskunnar, en þar koma fyrir áþekk frásagnarminni. Sögð er saga tveggja bræðra úr verkamannafjölskyldu í borginni Lat- ina, þeirra Manrico (Luca Zingaretti) og Accio Benassi (Elio Germano), sem lenda á öndverðum meiði í pólitískri afstöðu. Manrico er meðlimur í hreyfingu róttækra kommúnista á meðan Accio hneigist til fasima og lendir í slagtogi með flokki ungra fasískra hægrimanna sem horfa með söknuði aftur til reglu- og agastjórnar Mussol- inis. Bræðurnir eru engu að síður nánir og tengjast þeir ekki síst í gegnum ást á sömu kon- unni, yfirstéttarstúlkunni Francescu sem hefur gengið í raðir ungliðahreyfingar kommúnista og er yfir sig ástfangin af eldhuganum og fríðleiks- piltinum Manrico. Systir þeirra bræðra, Vio- letta, er einnig í ungliðahreyfingunni, og má e.t.v. segja að daður Accios við fasisma sé nokk- urs konar uppreisn yngsta barnsins í fjölskyld- unni gagnvart ofurvaldi eldri systkina. Þannig gera eldri systkinin allt hvað þau geta til þess að tuska litla bróður til og berja vitleysuna út úr honum, en hann herðist aðeins fyrir vikið. Accio er raunar aðalsögupersóna mynd- arinnar, en samfélagslegum átakapólum sög- unnar er miðlað í gegnum þroska- og uppvaxt- arsögu hans. Þannig má segja að aðstandendur myndarinnar forðist markvisst að framsetja pólitísk umfjöllunarefni myndarinnar á beinan hátt, hinu pólitíska er þess í stað miðlað í gegn- um hið persónulega. Atriði á borð við það sem sýnir Accio grúfa sig yfir alúðlega útbúna máls- verði í eldhúsi móður sinnar meðan uppreisnir ’68 kynslóðarinnar fylla fréttatímana í sjónvarpinu, er dæmi um þessa nálgun. Accio má að mörgu leyti líkja við Stein Elliða í Vefaranum mikla frá Kasmír. Hann er leitandi gáfnaljós sem týnir sér í og strandar á hverju trúar- og hugmyndakerfinu á fætur öðru. Sem unglingur sýnir Accio klassískum fræðum óheyrilegan áhuga, áður en hann ákveður að ganga í klaustur, bróður sínum Manrico til mik- illar fyrirlitningar. Það tímabil tekur þó skjótt enda þegar erfðasyndin reynist óviðráðanleg og það eru kynni Accio af sannfæringarmanninum Mario sem koma honum í kynni við fasismann. Rótlaus heimur Áhugi Accio á klassískri fagurfræði er e.t.v. rót- in að daðri hans við fasískt trúboð, og þá ekki síst undirliggjandi þrá eftir því að flýja óreiðu fjölskylduheimilisins. Fjölskyldan býr við þröngan kost í þriggja herbergja íbúð í húsi þar sem sprungnir veggirnir eru að hruni komnir, en Benassi-fjölskyldunni er gert að búa áfram í nið- urníddu húsinu, vegna spillingar húsnæðisyf- irvalda sem neita að afhenda þegnum sínum lykla að nýjum verkamannabústöðum sem þeir eiga rétt á, til þess eins að geta krafið fólkið um reglulegar mútugreiðslur. Accio les sér til um neo-klassíska byggingarlist fasista og kann skyndilega að meta Latina, borgina sem hann býr í, en hún var byggð upp snemma á fjórða áratugnum á tímum fasistastjórnarinnar. Kvik- myndin fer með áhorfandann í sjónrænt ferða- lag um byggingararfleifð fasismans í Latina, í atriði sem tjáir jafnframt þrá Accios eftir rök- legri festu og húsum sem ekki eru að liðast í sundur, þrá eftir röklegri umgjörð í rótlausum heimi. Manrico reynist hins vegar sá af bræðrunum tveimur sem verður ósveigjanlegur í hug- myndafræðilegu afstöðu sinni, því eftir því sem Accio þroskast snýr hann baki við ofbeldi og yf- irvaldsdýrkun félaga sinna í fasistaklíkunni. Manrico gengur hins vegar sífellt lengra í þeirri sannfæringu sinni að tilgangurinn helgi meðalið og brátt tekur hann að feta vafasamar brautir sem yngri bróðirinn horfir á gagnrýnum augum. Óvænt bylting gegn kerfinu sem á sér stað undir lok myndarinnar er síðan áhugaverður hápunkt- ur þeirrar spurningar sem liggur eins og rauður þráður í gegnum myndina, þ.e. hver sé rétta að- ferðin til þess að umbylta kerfisbundnu órétt- læti. Auk þess að varpa ljósi á umrótatíma í ítölsku samfélagi og þá óuppgerðu fortíð sem fasista- tímabilið og síðari heimsstyrjöldin skildu eftir sig má segja að Bróðir minn er einkabarn vísi ekki síður til samtímans. Spillt stjórnvöld, stjórn- og samfélagskerfi sem er á mörkum þess að virka, og óuppgerð fortíð eru vandamál sem blasa við Ítölum í dag. Þar kallast myndin enn og aftur á við Rjóma æskunnar sem leitast við að draga upp samfellu milli eftirstríðskynslóð- arinnar á Ítalíu og samtímans. En þó svo að gagnrýnendur séu tregir til þess að líkja Bróðir minn er einkabarn saman við hina lofuðu Rjómi æskunnar þykja myndirnar báðar dæmi um kraftinn sem einkennir ítalska kvikmyndagerð um þessar mundir. Hús að hruni komið Í ítölsku kvikmyndinni Bróðir minn er einkabarn gefur að líta hugleiðingu um fjölskyldulíf, ítalska þjóðarsál og átakamikla fortíð í leikandi og ljóðrænni framsetningu. Bræðurnir Manrico er í hreyfingu róttækra kommúnista á meðan Accio hneigist til fasima.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.