Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.2008, Blaðsíða 2
Eftir Sigtrygg Magnason
naiv@internet.is
H
efðbundnir fjölmiðlar segja
okkur frá spunatilburðum
pólitíkusa 20 árum síðar
eins og kom berlega í ljós í
ágætum þáttum Ingólfs
Bjarna Sigfússonar um
leiðtogafundinn í Reykjavík fyrir ekki svo
löngu. Þar lýstu menn því hvernig spunnið
var í kringum aðalatriðið þannig að fjöl-
miðlar sáu bara einhver leiktjöld sem engu
máli skiptu. Pólitíkusar og hagsmunaaðilar
líta enda á fréttastofur sem tæki til að
koma sínum boðskap á framfæri og skiptir
þá engu hvort hann er réttur eða ekki. Í
krafti hlutleysiskröfunnar eiga þeir að fá
tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum
inn í fréttirnar.
Gott dæmi um hvernig stjórnmálamenn
líta á þennan leikvöll er pirringur stjórn-
arliða út í fréttastofu Stöðvar 2 fyrir að
minna á kosningaloforð um afnám eft-
irlaunafrumvarpsins. Þeir telja það ekki
hlutverk fréttastofunnar að minna á kosn-
ingaloforð; fréttastofur eiga að segja fréttir,
segja þeir og halda áfram að pirrast.
Fréttaumhverfið er að breytast og það
breytist hratt. Það fyrirkomulag að hafa
einn stóran fréttatíma á dag, eina útgáfu á
dag er ekki í takt við þann hraða sem ríkir
samfélögum nútímans. Það var mikil bylting
þegar maður heyrði slagorðið sem Sky-
sjónvarpsstöðin notaði fyrir mörgum árum:
„On the hour, every hour“. Eftir að netið
hóf innreið sína í tölvur og síma allra lands-
manna er slagorðið hálfgerður brandari.
Það er í fréttatímanum sem baráttan um
samtímann er háð. Það er í fréttatímunum
sem Björn Lomborg og félagar í efasemd-
arkirkjunni koma sínum áróðri á framfæri.
Það er vegna hlutleysiskröfunnar að stór
hluti samfélagsins kemst upp með að trúa
því – í trássi við nánast alla málsmetandi
vísindamenn í heiminum – að gróðurhúsa-
áhrifin séu kenning en ekki staðreynd.
Lögreglan hefur leikið stórt hlutverk í
fjölmiðlum síðustu misserin.
Löggan hefur lengi verið miðlæg í um-
ræðunni um miðbæinn. Í miðbænum hefur
fólk safnast saman til að drekka og reykja
og skemmta sér.
Síðasta árið hefur fólk þurft að draga
veigarnar með sér út fyrir dyrastaf kráanna
til að híma reykjandi á gangstéttarbrúnum.
Þetta ýtti, eins og við munum, undir þvag-
lát á almannafæri, nokkuð sem hafði lengi
flokkast undir skort á mannasiðum og virð-
ingu frekar en lögbrot.
Það hefur í nokkur ár ríkt almenn
frústrasjón varðandi skipulagsmál í mið-
borg Reykjavíkur. Sú frústrasjón sprakk
endanlega út í móðursýki þegar lögreglan
fór á vettvang til að kæra menn fyrir að
pissa á almannafæri. Lögregluyfirvöld hafa
boðað stefnu sem rímar við stefnu Guilianis
sem á sínum tíma sem borgarstjóri New
York breytti borginni með áherslu sinni á
„hið góða líf“. Engin miskunn var sýnd við
smákrimmana. Ungt fólk var hirt fyrir
minnstu brot og látið taka ábyrgð á fyrstu
brotum sínum. Þannig breytti Rudolph
Guiliani borginni. En hvernig skyldi hafa
farið fyrir blessuðum tilraunadýrunum,
unga fólkinu sem var skellt í fangelsi eða
látið borga háar sektir fyrir fyrstu brotin?
Þegar stjórnmálamenn byrja að tala mikið
um gildismat og „hið góða líf“ er hræsnin
alltaf nærri.
Með „zero-tolerance“-bænina á vörunum
hafa lögregluyfirvöld farið um miðbæinn og
sektað fólk fyrir þvaglát, hamast í vörubíl-
stjórum og farið fram á að fá rafbyssur til
að berjast við bófa og ræningja.
Rafbyssurnar segir lögreglan vera nauð-
synlegt varnartæki fyrir löggur þessa lands
en í sama orðinu eru þær algjörlega hættu-
lausar. Það er auðvitað vandamál þegar lög-
reglumenn eru orðnir hræddir á götunum.
Ef þeir upplifa sig vanmáttuga gagnvart
viðfangsefninu. Og eins og við vitum úr
dýralífsmyndum þá er hrætt dýr hættu-
legra en önnur dýr af því það gerir hvað
sem er til að halda lífi, dýrið er í aðstæðum
þar sem það sem hefur engu að tapa og allt
að vinna.
Unglingur í Fossvoginum var sem betur
fer með símann sinn úti í 10-11 um daginn.
Með símanum sínum og Youtube.com náði
hann að afhjúpa ótrúlegt ofbeldi lögreglu-
manns gegn unglingi sem hann taldi hafa
stolið úr búðinni. Með orðin „Guiliani, þú
sem ert á himnum … Zero-tolerance“ réðst
hann að unglingnum á ameríska vísu. Án
myndbandsins úr símanum á Youtube.com
væri þessi unglingur í vondum málum. Frá-
sagnir og vitnisburður unglinga mega sín
nefnilega lítils gegn velydduðum frétta-
tilkynningum lögreglunnar sem streyma inn
á fréttastofurnar.
Myndbandið er gott dæmi um hvernig
hinar raunverulegu fréttir eru að færast
beint yfir á netið, á Youtube.com og hin
fjölmörgu blogg, sem veita oft meiri innsýn
í atburði líðandi stundar en samansafn allra
fréttatímanna.
Í framtíðinni er það netið sem verður
mikilvægasti þáttur í miðlun sannleika og
sjónarmiða. Og framtíðin er byrjuð. Að lok-
um langar mig að rifja upp orð úr þeirri
stórgóðu mynd V for Vendetta eftir þá
Wachowski-bræður: Fólkið ætti ekki að ótt-
ast yfirvöld. Yfirvöld ættu að óttast fólkið.
Netið mun gjöra yður frjálsa
» Án myndbandsins úr sím-
anum á Youtube.com væri
þessi unglingur í vondum
málum. Frásagnir og vitn-
isburður unglinga mega sín
nefnilega lítils gegn velydd-
uðum fréttatilkynningum
lögreglunnar sem streyma
inn á fréttastofurnar.
FJÖLMIÐLAR
Raunverulegar fréttir „Myndbandið er gott dæmi um hvernig hinar raunverulegu fréttir eru að færast beint yfir á netið, á Youtube.com og hin
fjölmörgu blogg, sem veita oft meiri innsýn í atburði líðandi stundar en samansafn allra fréttatímanna.“
2 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur
sith@mbl.is
!
Það er fallegt, en stundum
furðulegt, að finna snertipunkt
með fólki sem maður hélt að
maður ætti ekkert sameiginlegt
með. Allir verða fyrir þessu, að
villast inn í misjafna markhópa,
eins og það heitir, sem út á við
virðast einsleitir en eru það alls
ekki. Að flokka fólk eftir hegðun og
áhugasviðum er m.a. viðfangsefni fé-
lagsfræðinga og auglýsenda og áreið-
anlega oft til gagns. En ekki endilega
alltaf.
Ég horfi gjarnan á fótbolta, en finnst
ég oft mis-lagt (e. displaced) stak í því
mengi. Mig skortir svo margt sem erki-
týpa fótboltabullunnar hefur. Ég er ekki
karlmaður. Mér finnst bjór vondur. Ég
hef lítinn áhuga á bílum. Ég hef illan bif-
ur á skyndibita. Ég kaupi ekki liðstrefla.
Ég á ekki leikjatölvu. Og hálfnaktir kven-
líkamar gera lítið fyrir mig. Samt
skemmti ég mér jafn hraustlega og hver
annar yfir boltanum, öskra á leikmenn,
spái í innáskiptingar og fylgi mínum
mönnum fram í rauðan dauðann. Eitt lið
á Íslandi, eitt í enska boltanum, eitt á
Spáni, eitt á heimsvísu. Og maður svíkur
ekki sína menn.
Framangreind erkitýpa bullunnar er
ekki minn tilbúningur. Hún er það sem
lesa má út úr auglýsingum á leikvöngum
og í sjónvarpi í kringum útsendingar, alla
jafna, að ógleymdum kostunaraðilum.
Þegar leikir í Meistaradeild Evrópu hóf-
ust til dæmis í vetur, blöstu við tvö skilti
hvorum megin miðlínu: Heineken og Pla-
yStation. Ég nota hvorugt. Ég þarf hvor-
ugt. Snillingar hafa hins vegar reiknað út
að markhópar bjórframleiðenda og tölvu-
leikjahöfunda skarist svo rækilega við
áhorfendur knattspyrnuleikja að það
borgi sig að eyða fé í að bakka upp stór-
mót, gegn viðrun vörumerkjanna. Gott
og vel. Mér er svo sem sama.
En ó-líkindin eru ekki síðri á persónu-
legu plani. Á sportbar á Spáni um daginn
brenndist í vitund mína orðbragð manna
sem voru breskir og ölvaðir undir leik
Chelsea og Liverpool í undanúrslitum
Meistaradeildarinnar. Eftir að annar
kom af klósettinu hrópaði hinn, orðrétt:
“You missed a f***ing penalty, man,
f***ing Ballack fell and they f***ing sco-
red. You know Lampard’s mum just
died? And now he f***ing scored a
f***ing goal! Ég bið lesendur að afsaka
orðbragðið. Ég stóð innan um sveitta
kallana og horfði á leikinn því ég var ekki
með rás heima hjá mér sem sýndi hann.
En þegar formælingarnar, hrópin og
búkhljóðin náðu hámarki hlaut ég samt
að hugsa: Þetta eru ekki mínir menn.
Svipað henti þegar ég skoðaði brot úr
úrslitaleik sömu keppni á kvikmynd.is.
Þar kommenteraði einhver að nafni Tóti
á leiklýsinguna, stafrétt: „fkn rússi að
öskra sjitt hvað þetta er ógeðslegt tungu-
mál“. Afsaka aftur orðbragð.
Mér finnst óþægilegt til þess að vita að
ég deili áhugamáli með þessum Tóta, því
ég get ekki séð að ég deili með honum
neinu öðru; lífsskoðunum, sam-
skiptavenjum, smekk. Ég vil ekki vera
spyrt við bullur, síst af öllu þær sem iðka
rasisma eða hroka, og spyr mig þess
vegna hvort markaðsdeildir bjórfyr-
irtækja og bílaframleiðenda byggi
kannski herferðir sínar á gamalli mýtu.
Getur verið að gera þurfi nýjar rann-
sóknir á því hverjir fylgist með fótbolta,
nú þegar útbreiðsla hans hefur aukist og
teygst um allar jarðir? Þarf ekki að fara
að taka fleiri menningarsvæði með í
reikninginn, kyngervi, aldur? Ætlar Ár-
vakur ekkert að fara að kosta efstu deild-
ina eða Neon-klúbbur Bjarts að auglýsa í
hálfleik? Hvar eru Samtökin ’78? Vero
Moda? Tate Modern? One Little Indian?
Hver segir að maður geti ekki verið
grænmetisæta eða ráðherra eða heim-
spekingur og haldið með Man. Utd?
Mínir
menn
Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs-
ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins