Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.2008, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.2008, Blaðsíða 4
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is B ara að við fáum borgað!“ hrópar Sammi, oftast kenndur við Jagúar, að Jónsa, söngvara og gítar- leikara Sigur Rósar. „Það skiptir engu hvort við komumst út eða ekki. I’m only in it for the money,“ segir hann og hlær. Jónsi tekur undir spaugið og samþykkir kankvíslega allt það sem Sammi hefur að segja. Það er slegið á létta strengi á öðrum degi æf- inga fyrir komandi túr sem hefst nú eftir helgina. Á mánudaginn flýgur Sigur Rós út, ásamt samstarfssveit sinni amiinu, blásturs- sveitinni Brassgati í bala sem er leidd af áður- nefndum Samma og fjölda aðstoðarmanna. Fyrstu tónleikarnir verða í Mexíkó á fimmtu- daginn en sveitin er þéttbókuð út sumarið á tónleikahátíðir um heim allan. „Við vorum reyndar að spá í að kalla okkur The Dirty Brasstards á tímabili,“ segir Sammi við blaðamann. Sammi, eða Samúel J. Sam- úelsson, hefur unnið lengi með Sigur Rós og tók meðal annars þátt í Ágætis byrjun, plötunni sem kom út árið 1999 og setti allt á annan end- ann hér á landi. Svipað „æði“ rann á útlendar þjóðir ári síðar og platan rann út - fyrst og síð- ast vegna þess að tónlistin var einfaldlega svo stórkostleg. Enginn átti minnsta möguleika á því að spá fyrir um þetta ótrúlega gengi en Ás- mundur Jónsson framkvæmdastjóri Smekk- leysu, sem var útgefandi að þeirri plötu, var að vonast til að ná að selja 1.500 eintök. Seld ein- tök í dag eru vel yfir 500.000. Furður Sigur Rós leigði sér húsnæði í miðbæ Reykja- víkur undir æfingarnar, allstórt, og blaðamaður hefur eiginlega sjaldan séð annað eins af græj- um samankomnum á einum stað. Gítarar, bass- ar og hljómborð fylla sviðið og þar verður bók- staflega ekki þverfótað fyrir bjögunargræjum, gítarfetlum og snúrum, snúrum, snúrum. Þær liggja út um allan sal reyndar ásamt boxum, kössum og mögnurum. Blásturs- og strengja- hljóðfæri fylla svo upp í það litla rými sem eftir er. Út um allan sal, baksviðs, frammi á gangi og í hinum ýmsu herbergjum eru menn, nærfellt allir útlenskir, að vinna. Þöglir. Kjöltutölvur eru víða og við borð í anddyri húsins eru tveir Bretar uppteknir við að pikka inn á tölvur, sam- fara því sem þeir snæða samlokur. Tíminn er naumur og Helgi Hrafn Jónsson, einn básúnu- leikaranna, tjáir mér að gærdagurinn hafi að mestu farið í að setja upp græjur og stilla. Þetta er ólíkt því sem áður var og maður get- ur ekki annað en stoppað við og furðað sig á því hversu mikið fyrirtæki þetta er orðið. Í blábyrj- un ferilsins fóru Sigur Rósarliðar einhverju sinni til Danmerkur, einir síns liðs, og spiluðu á bryggju fyrir fuglana og fiskana því engir voru áhorfendurnir. Í dag er allur heimurinn undir og tónleikahaldarar keppast við að bóka sveit- ina á hátíðir. Að ýmsu þarf að huga fyrir ferðalag um heiminn og þegar blaðamaður rekur inn nefið um kaffileytið er Jónsi sá eini úr sveitinni sem er á staðnum. Allir hinir eru uppi í bandaríska sendiráðinu að redda sér vegabréfsáritunum. „Þú afsakar Arnar,“ segir Kjartan hljóm- borðsleikari þegar hann kemur úr þeim erind- um. „Svona er þetta, nú færðu stressið og pirr- inginn sem fylgir svona æfingum beint í æð! Er það ekki það sem þú ert að slægjast eftir?“ Stressi og óðagoti var þó naumt skammtað þennan dag. Þvert á móti virtist allt vera kirfi- lega á hreinu, vanir menn í hverju horni, stein- þegjandi skrúfandi einhverjar skrúfur, snúandi einhverjum tökkum og dragandi sleða upp og niður. Skipið tilbúið … förum Já, fólk á eftir að verða hissa „Ef satt skal segja er ekki hægt að líkja þessu lagi, „Gobbledigook“, við neitt það sem Sigur Rós hefur gert áður.“ Þekktasta hljómsveit Íslandssögunnar og sú söluhæsta, Sigur Rós, henti í nýja breiðskífu á örskotstund miðað við venjuna á þeim bæn- um. Platan kemur út 23. júní næstkomandi og á eftir að koma fólki í opna skjöldu ef að lík- um lætur. Vegferð Sigur Rósar í gegnum ár- in, sem fær menn stundum til að klóra sér í hausnum, verður enda rakin til hinnar ein- földustu lífsspeki: Að standa með sér og fylgja hugsjónum, umbúða- og málamiðl- unarlaust. Lesbók leit inn á æfingu hjá sveit- inni vegna bráðkomandi tónleikaferðalags um heiminn, fylgdist með framvindunni og ræddi við Georg Holm bassaleikara. » „En hérna … það var ýmislegt látið flakka, nokkuð sem við hefðum ekki gert hérna áður fyrr. Þannig að þetta er spurning um ákveðið „attitude“, það er ákveðinn blær yfir plötunni sem gerir hana meira upplífg- andi en áður hefur verið. Lögin eru hraðari og meiri há- vaði í gangi.“Gítarrokk Nýja platan er gítarrokk, og oftar er skipt um grip en nokkru sinni áður! 4 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.