Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2008, Side 5
út af borðinu. Sá sem „afhjúpaði“ Swift tiltók að
hann tæki ekki einungis upp aðferð Faulkners
heldur stílbrigði, þar sem væri til dæmis að
finna kafla sem væri einungis ein setning.
Þegar ég las um þessar deilur fóru bjöllur í
mínu höfði samstundis að hringja. Ég gerði mér
grein fyrir að margradda aðferðin sameinar að
mörgu leyti kosti fyrstu og þriðju persónu frá-
sagnar. Ég notaði svo þessa aðferð fyrst í Óvina-
fagnaði, lét persónur skiptast á að segja söguna.
Og til að enginn velktist í vafa um að ég væri að
stela aðferðinni frá Graham Swift og William
Faulkner þá stældi ég líka kaflann sem er ein
setning. Þessi frægi kafli í As I lay Dying eftir
Faulkner hljóðar svo: My Mother is a Fish. Hjá
Graham Swift er það: Old Buggers. Fyrst ég var
á annað borð að stela frá Faulkner vildi ég fara
eins nálægt honum og ég gæti; taka ofan fyrir
karlinum. Svo að setningin í mínum kafla varð:
Bróðir minn er skítseiði. Mér fannst þetta and-
skoti gott hjá mér en ég held að enginn nema ég
hafi skilið þessa tilvísun.“
Hliðstæðurnar Skarphéðinn og Spade
Af hverju er töffarinn þér svo hugleikinn sem
söguefni?
„Hinn svokallaði töffari er manngerð sem
auðvelt er að hafa áhuga á. Hún var mjög
ríkjandi í þeim menningarheimi sem ég ólst upp
í, til dæmis í Íslendingasögunum og kúreka-
myndum. Ég las Njálu fyrst sem krakki, las
hana svo mjög nákvæmlega um tvítugt og lá
einnig í Grettis sögu. Um svipað leyti stúderaði
ég Möltufálkann eftir Dashiell Hammett sem
Humphrey Bogart gerði ódauðlegan á hvíta
tjaldinu. Ég horfði líka mikið á kúrekamyndir,
John Ford-vestra eins og Stagecoach og The Se-
archers og spagettívestra Sergio Leone með
Clint Eastwood og hef alltaf haldið mikið upp á
epíska snilldarverkið The Good, The Bad and
The Ugly. Og mér fannst vera einhver einkenni-
legur samhljómur milli þessara ólíku verka, Ís-
lendingasagnanna og ameríska töffaraheimsins.
Þegar Þetta eru asnar Guðjón kom út 1981
bjó ég úti í Danmörku. Tekið var viðtal við mig í
Þjóðviljann og yfirskrift þess var: Bogart hefði
átt að leika Skarphéðin. Þjóðlegu sósíalistunum
á Þjóðviljanum brá og ég frétti að ýmsum þætti
það að tala um gullaldarverk okkar í sömu andrá
og ameríska fjöldamenningu hreint guðlast. Ég
hélt því líka fram að Clint Eastwood myndi
brillera í Grettishlutverkinu. Löngu seinna rann
upp fyrir mér að þessar tengingar eru engin til-
viljun. Samfélagið sem fóstrar vestrahetjurnar
og hetjur Íslendingasagna er mjög svipað.
Landnemasamfélag án miðstýringar. Friðrik
Þór sagði mér seinna að John Ford hefði verið
mikill aðdáandi Íslendingasagna og svo þegar
ég las ævisögu Dashiell Hammett sem skrifaði
Möltufálkann þá komst ég að því að Hammett
hafði sömuleiðis legið yfir Íslendingasögum.
Það er ekki út í bláinn að halda því fram að
Skarphéðinn og Sam Spade séu á einhvern hátt
hliðstæður. Þegar þeir eru spurðir hranalega þá
nota þeir báðir nákvæmlega sömu tækni við að
svara. Þetta er forvitnileg stúdía. Já, ég hef allt-
af haft áhuga á töffurum.“
Er töffari í næstu skáldsögu þinni?
„Nei, ég held ekki.“
Um hvað er hún?
„Hún gerist á 13. öld eins og Óvinafagnaður
en Þórður kakali er horfinn af sjónarsviðinu.
Samkvæmt eldgömlu plani er núna að koma út
bók númer tvö í 13. aldar trílógíu. Bókin heitir
Ofsi. Annað hef ég svosem ekki að segja um þá
bók að svo stöddu.“
Óendanlega heillandi öld
Ert þú eins og margir rithöfundar sem vilja
ekki tala um bækurnar sem þeir eru að skrifa
áður en þær koma út?
„Einmitt.“
Af hverju er það?
„Mér hefur lærst að ef maður gerir það þá er
maður að skemma fyrir sér. Stundum hef ég
sagt einhverjum frá því sem ég er að gera. Svo
hitti ég viðkomandi og hann hefur verið að velta
málinu fyrir sér og segir: Heyrðu, væri ekki
sniðugt að … Þá er ég hættur að vera almátt-
ugur í eigin söguheimi. Það eru engar lista-
mannskenjar sem valda því að ég vil ekki tala
um bækur sem ég er ekki búinn að skrifa. Þetta
er bara praktískt mál. Þegar aðrir fara að ræða
hugmyndir sem ég gæti nýtt mér þá deyja þær
fyrir mér. Meðan ég er að skrifa verkið verð ég
að hrærast einn með mínum hugmyndum. En
svo fæ ég góða yfirlesara á lokasprettinum sem
yfirleitt fylla mig innblæstri og góðum hug-
myndum, en það er allt annað mál.“
Þú sækir söguefni þitt gjarnan til liðins tíma.
Af hverju sækirðu svo mjög á söguslóðir for-
tíðar?
„Ef ég veit af merkilegri sögu um spennandi
fólk þá langar mig að reyna að segja hana, á
hvaða öld sem sagan kann að hafa gerst. Og ég
hef verið mjög upptekinn af þrettándu öldinni,
mér finnst hún óendanlega heillandi. Hún minn-
ir um sumt á tuttugustu öldina, það var allt
fremur stórt í sniðum og gróska í samfélaginu;
það var síðar sem allt staðnaði hér og koðnaði
niður. En á þrettándu öldinni virðast Íslend-
ingar hafa upplifað sig sem heimsmenn og
fannst þeir vera færir í flestan sjó. Þetta var
okkar renesanstími, því að rétt eins og á renes-
anstímanum á Ítalíu sem rann upp svona hundr-
að árum síðar, þá hreinlega blómstraði allt
fræða- og menningarlíf hér á landi, á sama tíma
og geisaði illvíg borgarastyrjöld. Þetta er auð-
vitað fáránlega þverstæðukennt, en mér koma í
hug orð sem eru látin falla í Þriðja manninum
eftir Graham Green. Þar er hann einmitt að tala
um þau blóðugu átök sem voru á renesansöld-
inni ítölsku, um leið og þar var skapaður grund-
völllurinn undir alla evrópska nútímamenningu.
„En sjáðu svo Sviss,“ segir sami maður hjá Gra-
ham Green; „þar hefur ríkt friður og velsæld í
eitt þúsund ár, og ekkert komið út úr því nema
kúkú-klukkan.““
» „Þegar fyrstu bækurnar mínar komu út var ég spurður hvað
ég væri að fara og ég sagði: Mér fannst þetta skemmtileg
saga og langaði til að segja hana. Og þá hugsuðu held ég margir
að það væri nú létt verk og löðurmannlegt. Ég aðhyllist enn
bernskulærdóm minn, að góð saga hafi gildi í sjálfu sér án þess
að sé meðfram verið að kenna til dæmis umferðarreglurnar.“
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 5
Loftræsting. Ljóð, 1979.
Þetta eru asnar Guðjón. Skáldsaga, 1981.
Þar sem djöflaeyjan rís. Skáldsaga, 1983.
Gulleyjan. Skáldsaga, 1985.
Söngur villiandarinnar og fleiri sögur. Smá-
sögur, 1987.
Fyrirheitna landið. Skáldsaga, 1989.
Heimskra manna ráð. Skáldsaga, 1992.
Didda dojojong og Dúi dúgnaskítur. Barna-
bók, 1993.
Kvikasilfur. Skáldsaga, 1994.
Sagan af Gretti sterka. Endursögn fyrir börn,
1995.
Þættir af einkennilegum mönnum. Smásögur,
1996.
Norðurljós. Skáldsaga, 1998.
Litla systir og dvergarnir sjö. Barnabók,
1999.
Óvinafagnaður. Skáldsaga, 2001.
KK - Þangað sem vindurinn blæs. Ævisaga,
2002.
Stormur. Skáldsaga, 2003.
Hvar frómur flækist. Ferðasögur, 2004.
Jónsbók - Saga Jóns Ólafssonar athafna-
manns. Ævisaga, 2005.
Úti að aka. Ferðasaga, ásamt Ólafi Gunn-
arssyni, 2006.
Endurfundir. Smásögur 2007.
Sviðsverk og kvikmyndir
Skytturnar. Kvikmyndahandrit ásamt Frið-
riki Þór Friðrikssyni, frumsýnd 1987.
Íslenska mafían. Leikrit, ásamt Kjartani
Ragnarssyni, frumsýnt 1995.
Djöflaeyjan. Kvikmyndhandrit, frumsýnd,
1996.
Nanna systir. Leikrit, ásamt Kjartani Ragn-
arssyni, frumsýnt 1996.
Fálkar. Kvikmyndahandrit, ásamt Friðriki
Þór Friðrikssyni, frumsýnd 2002.
Morgunblaðið/Kristinn
Bækur eftir Einar Kárason