Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2008, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2008, Qupperneq 6
Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Þeir James Gray og JoaquinPhoenix virðast kunna því vel að vinna saman, en aðeins ári eftir að þeir gerðu We Own the Night þá leikstýrir Gray Phoenix í Two Lo- vers, sem fjallar um ungan mann sem flytur aftur heim til foreldra sinna þegar slitn- ar upp úr sam- bandinu sem hann var í – en foreldrarnir eru miklir gyðingar, gamlir innflytj- endur sem hafa ekki enn aðlagast Bandarísku sam- félagi almennilega. Síðan fellur Phoenix fyrir tveim stúlkum sam- tímis, önnur er hugguleg og traust gyðingastúlka, hin er vandræða- gemsi, leikin af Gwyneth Paltrow, sem er haldin eiturlyfjafíkn, heldur við eldri mann (Elias Koteas) og sendir iðulega samviskuspurningar með sms-skilaboðum. Sumsé algjört sjarmatröll. Þá skiptir móðirin, leik- in af sjálfri Isabellu Rosselini, sér vitaskuld eins mikið af syninum og hans ástarsamböndum og mögulegt er. Þessi mynd virðist ætla að koma Gray almennilega á kortið loksins, hingað til hefur hann þótt gam- aldags leikstjóri á vissan hátt, mitt á milli óháða geirans og Hollywood, og hefur ekki fundið sér almennilega sinn stað í kvikmyndaheiminum, en velgengi á hinum ýmsu kvik- myndahátíðum bendir til að það gæti verið að breytast.    Far í friði Jamil er tvímælalaustumtalaðasta myndin í Dan- mörku um þessar mundir. Þetta er frumraun leikstjórans Omars Shar- gawi og þykir sýna samfélag araba í Danmörku í öðru ljósi en áður hef- ur sést. Myndin, sem kallast ýmist Gå med fred, Ja- mil eða Ma Sa- lama Jamil í Dan- mörku, fjallar um ævaforna (a.m.k. 1400) blóðhefnd á milli sjíta- og súnnímúslíma, átök sem rata alla leið til Skandinav- íu. Mitt í þessu stendur að- alpersónan Jamil (Dar Salim) á krossgötum, hann þarf að velja hvort hann velur ofbeldið eða frið- inn, en móðir hans var myrt í Líb- anon þegar hann var barn og hann fær tækifæri til hefnda í Kaup- mannahöfn mörgum árum síðar. Myndin gerist öll á 12 tímum, þar sem eldfimt samband ungra araba við aðra Dani sem og eigin fortíð og forfeður mun vera í forgrunni.    Drungalegasta jólamyndin íBandaríkjunum næstu jól verður líkast til The Spirit, eiginleg frumraun teiknisögumeistarans Frank Millers í leikstjórastólnum (hann var titlaður meðleikstjóri Ro- bert Rodriguez að Sin City). Sag- an fjallar um lát- inn lögreglumann sem rís aftur frá dauðum sem tit- ilpersóna mynd- arinnar, andi sem berst við myrkra- öfl sem stefna að því að leggja gervalla borgina í eyði, en um er að ræða Central City, stað- leysuborg Millers. Vitaskuld er fjöldi fagurra og flá- ráðra kvenna sem reyna að tæla draugsa auk allra illmennanna sem reyna að koma honum fyrir katt- arnef að nýju. Það er lítt þekktur leikari, Gabriel Macht, sem fer með aðalhlutverkið en Samuel L. Jack- son leikur aðalskúrkinn, Octopus. Konurnar sem standa í eldlínunni á milli þeirra eru svo leiknar af Scar- lett Johansson, Evu Mendes, Jaime King og Paz Vega. KVIKMYNDIR Joaquin Phoenix Samuel L. Jackson Dar Salim Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com H efurðu dansað við djöfulinn í fölu tunglskini?“ heyrðumst við gjarnan segja þar sem við fífluðumst í leðurblökuleikjum og gláptum á Batman (1989) og síðar meir Batman Returns (1992) aftur og aftur. Síðan tók myndaserían að þynnast fullhratt, annars vegar með Batman Forever (1995), sem var þó ekki alslæm, og síð- ar meir með hryllingnum Batman og Robin (1997), en átta ár liðu frá því klúðri þar til Christopher Nolan blés nýju lífi í geirann með Batman Begins (2005) og dró heimsmynd Bobs Kanes aftur niður í dimmuna þar sem Batman líður alltaf best. Nú bíða aðdáendur spenntir eftir framhaldinu, The Dark Knight (2008), sem leikstjórinn Nolan vill ekki kalla ofur- hetjumynd heldur hreinræktaða glæpafantasíu. Það er enn rúmur mánuður í að myndin verði heimsfrumsýnd og mig langar að staldra aðeins við hlutverk Jókersins, meginandstæðings myrka riddarans. Hann hefur ekki sést á hvíta tjaldinu síðan Nicholson túlkaði hann eftirminnilega fyrir tæpum tuttugu árum (að frátöldu hlutverki Marks Hamills í ágætum teiknimyndum) og fá- ir myndu treysta sér í að feta í fótspor hans. Þegar ég frétti fyrst af því að Heath Ledger myndi taka persónuna að sér var mér ekki skemmt – ég játa það alveg. Svo sá ég fyrstu stillurnar af honum í fullum skrúða. Geðveikin og andfélagsbrjálæðið sem skein úr afskræmdu andliti leikarans unga og fríða heillaði mig um- svifalaust. Þegar hljóðið bættist við og ég heyrði rödd Ledgers urra í auglýsingum fyrir myndina varð ég sannfærður um að rétt hafði verið valið í hlutverk sjúkasta brandarakarls allra tíma. Jókerinn virðist vera orðinn reglu- lega ógnvekjandi. Því er ekki að neita að þrátt fyrir allt sem gerði leik Nicholsons dásamlegan þá var hann einum of ýktur og hress til að hræða mann raunverulega. Í atriði sem er lík- lega það ljótasta í fyrstu myndinni steikir Jó- kerinn lifandi mann með rafstuðara sem hann felur í lófa sér, en þrátt fyrir allt brennda hold- ið og reykinn er erfitt að taka atriðið alvarlega og brosið aldrei langt undan. Ledger hrósaði og leit upp til frammistöðu Nicholsons og sagðist meðvitað hafa farið í allt aðra átt til að forðast eftiröpun. Nicholson sjálfur hefur játað í viðtali að hafa verið hund- fúll að ekkert hafi verið talað við sig. Ég hef vissulega ekki séð frammistöðu Ledgers nema í mýflugumynd, en ef eitthvað er að marka þau brot sem gerð hafa verið opinber mun persóna Jókersins taka á sig mikla andlitslyftingu. Að- spurður sagðist Ledger hafa steypt sér ofan í allt sem viðkemur Jókernum á meðan á und- irbúningi fyrir hlutverkið stóð. Enn fremur lok- aði hann sig afsíðis á hóteli í góðan mánuð til að finna innri geðsjúklinginn í sér. Nolan gaf leikaranum fullt frelsi til að ganga eins langt með persónuna og hann gat hugsað sér og út- koman verður væntanlega mjög spennandi. Nýi Jókerinn á lítið skylt við litríka veröld Tims Burtons eða absúrd grínleika gömlu sjón- varpsþáttanna, þar sem Cesar Romero fór með hlutverk Jókersins á móti Adam West. Hann á í raun ættir að rekja til upphafs myndasagn- anna um Batman, snemma á fimmta áratugn- um. Persónan var að hluta til byggð á útliti þýska leikarans Conrads Veidts í kvikmyndinni The Man Who Laughs (1928) og birtist í allra fyrsta Batman-blaðinu. Hann átti aðeins að koma fram í örfá skipti, en þótti nægilega lík- legur til vinsælda og var því haldið inni. Í þess- um fyrstu myndasögum er Jókerinn hreinrækt- aður raðmorðingi og reglulega skuggalegur með sitt sjúklega grínandi fés. Talið er að hann hafi myrt á þriðja tug manns á þessum fyrstu árum, en með tilkomu hertra ritskoðunarlaga í myndasögugerð á sjötta og sjöunda áratugnum umbreyttist persóna Jókersins og úr varð létt- ari brandaraútgáfa af geðsjúklingnum, sem síð- an færðist yfir á litla skjáinn og stóra tjaldið. Hinn upprunalegi Jóker er brjálæðingur sem drepur fólk af minnsta tilefni. Sú ímynd hefur ávallt verið til staðar í myndasögunum í gegn- um áratugina, þrátt fyrir að fjölmargir hugsi enn um Jókerinn sem ýktan og kexruglaðan brandarakarl. Úr hinum þremur þekktu andlitum Jókersins má lesa þróun persónunnar frá ritskoðun fyrri tíma og aftur til upprunans í árdaga Gotham– borgar. Leikur Romeros í sjónvarpsþáttunum er táknmynd hins léttúðuga og yfirborðslega grínara. Túlkun Nicholsons og Burtons gekk milliveginn, þar sem karakterinn var enn með annan fótinn í glensi og gríni og raunveruleg ógn því óumflýjanlega föst í öðru sæti. Nú, með tilkomu Nolans og Ledgers, mun erkifjandi Batmans birtast í allri sinni tæru og morðóðu dýrð enn á ný. Og ef einhverjum þykir það í raun skuggalegt að ímynda sér átta ára krakka að herma eftir Jack Nicholson, þá er það ekk- ert miðað við börnin sem munu komast í Led- ger-ham eftir frumsýninguna í júlí. Meinfyndinn raðmorðingi Þegar við vorum smástrákar gat frændi minn leikið Jókerinn miklu betur en ég. Hann gat lyft augabrúnunum hátt upp á enni og með smáand- litsmálningu, skartandi fjólubláum pimpa-hatti, komst hann í karakter morðóða trúðsins á nóinu. Það er óneitanlega mjög fyndið að ímynda sér átta ára polla að herma eftir Jack Nicholson, en slík voru áhrif fyrstu Batman-myndar Tims Bur- tons á okkur félagana. Heath Ledger Jókerinn hefur ekki sést á hvíta tjaldinu síðan Nicholson túlkaði hann eftirminnilega fyrir tæpum tuttugu árum. Í túlkun Ledgers birtist erkifjandi Batmans í allri sinni morðóðu dýrð. að ræða, verk sem ekki er ætlað að kitla Matrix– hasartaugar heldur umturna í okkur heilanum. Samband Wachowski-bræðra við myndasögu- hefðina er eftirtektarvert. Frægð tvímenning- anna byggist á því að plægja akur Grants Morr- isons og sögu hans af The Invisibles, en eins og allir vita er allt sem er gott í The Matrix stolið úr þeirri sögu. En miðað við niðurrif þeirra á mikilfenglegustu myndasögu allra tíma, V for Vendetta eftir Alan Moore, má e.t.v. þakka fyrir að það er bara dótarí eins og Speed Racer sem lendir í klónum á þeim að þessu sinni. En ekki er öll von úti. Gömul kempa, tæpast ofurhetja en seig þó, snýr aftur. Hér er að sjálf- sögðu átt við Indiana Jones. Fjórða myndin stendur fullkomlega undir væntingum, popp- kornið var fundið upp fyrir myndir eins og þessa. Indiana Jones-serían hefur alltaf byggst á paróderingum og ákveðnum húmor fyrir eigin vitleysisgangi. Myndirnar eru póstmódernískar á einlægan og ómótstæðilegan hátt eins og sést í upphafsatriði nýju myndarinnar þegar Indy er varpað inn í lævi blandið andrúmsloft at- ómbombumynda sjötta áratugarins. Upphafnar áhyggjur tímabilsins, bæði hvað varðar tækni og sovéska kolkrabbann, hvíla á eilítið lotnum herð- um en ég held að það sé engin spurning að þarna er á ferðinni sumarmyndin í ár. Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Iron Man. The Incredible Hulk. Speed Ra-cer. Hancock. Hellboy II. The DarkKnight. Við okkur blasir ofurhetjusumar.Skikkjuklæddar og stökkbreyttar ofur- hetjur taka yfir kvikmyndahúsin í krafti yf- irnáttúrlegrar líkamsbyggingar og/eða ómann- legrar tækniþekkingar, og Ísland er engin undantekning. Atlagan hófst með Iron Man þar sem Robert Downey Jr. fór með hlutverk vopna- framleiðandans Tonys Starks, glaumgosa sem vaknar upp við vondan draum þegar hann upp- götvar að vopnin sem hann finnur upp, fram- leiðir og selur eru notuð til að drepa fólk. Í ferð til Afganistans sér Tony með eigin augum að arabar hafa komið höndum yfir Stark-vopn, en eins og allir vita eru vopnaðir arabar afar hættu- legir, og bregður hann því á það ráð að umbreyt- ast í Brotajárnshrúguna, ofurhetju sem í krafti tíu tonna stálbúnings reynist ósigrandi. Til að ganga úr skugga um að vopnin sem Bandaríkin framleiða falli ekki í óvinahendur fórnar Stark einkalífinu og klæðist sínum fáránlega vél- mennabúningi. Óhætt er að segja að Brotajárns- hrúgan sé fyrsta ofurhetjan sem er bókstaflega í þjónustu Bush forseta. Þá hafa Wachowsky-bræður ákveðið að skríða úr skel sinni með því að kvikmynda gamla jap- anska teiknimyndasögu um Speed Racer. Til að koma þessum mikilvæga sagnabálki á hvíta tjaldið þurftu bræðurnir að sögn óhemjulega fjármuni, og samanlagða tækniþekkingu kvik- myndaiðnaðarins. Um afraksturinn hafði fremsti kvikmynda- gagnrýnandi Bandaríkjanna, Anthony Lane hjá New Yorker, þetta að segja: „Í tilefni af þessari mynd ætti kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna að hugsa sinn gang og taka aftur í notkun sitt gamla skilgreiningartákn, hið rómverska X.“ Ekki vegna þess að Speed Racer sé klúr eða klámfengin. Anthony Lane er þvert á móti að leggja til að myndin verði bönnuð fullorðnum og að áhorfendum eldri en tíu ára verði meinaður aðgangur. Að mati Lanes er Speed Racer eink- um beint að fjögurra ára gömlum börnum, áhorf- endahópi sem er mjög upptekinn af litaskynjun en skiptir sér minna af öðrum frásagnarþáttum. Fullorðnum stafar nánast hætta af myndinni. „Maður er nokkuð viss um að með viku hvíld muni augun ná fullum bata,“ segir Lane. Speed Racer má með öðrum orðum sjá sem of- urdýra útgáfu af Latabæ. Ekki voru allir sammála þessu áliti. Sumir ummælendur hafa neitað að skilgreina myndina sem Hollywood-hasarmynd og vilja fremur tengja Speed Racer við lita- og formtilraunir framúrstefnunnar á fyrri hluta aldarinnar. Hér gæti í raun verið um eins konar abstraktmálverk Bönnuð fullorðnum SJÓNARHORN » Speed Racer má með öðrum orðum sjá sem ofurdýra útgáfu af Latabæ. 6 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.