Morgunblaðið - 07.01.2008, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
UNGLINGSÁRIN eru mik-
ilvægur tími, einhver mikilvægasti
tími í lífi hvers og eins. Á þeim ár-
um mótum við framtíðina, mennt-
um okkur, eignumst vini og prufum
nýja hluti. Unglingsárin eru fá, þau
má skilgreina sem sjö, frá þrettán
ára til tvítugs. Þessi ár eru því
ákaflega dýrmæt og mikilvægt að
njóta þeirra og geta
minnst þeirra síðar á
ævinni með stolti og
gleði. Á þessum árum
þroskast einstaklingar
hratt, fá meiri ábyrgð,
aukið sjálfstæði og
fleiri tækifæri. Ung-
lingar nú á tímum
hafa mun fleiri tæki-
færi til náms, fé-
lagsstarfs, ungmenna-
skipta og ferðalaga en
kynslóðir fyrri ára.
Það er vandalaust að
skipuleggja þessi sjö
ár með margskonar heilbrigðu
starfi án þess að ná að gera brot af
öllu því sem í boði er. Því er mik-
ilvægt að þeir sem eldri eru styðji
unglinga í að sjá leiðirnar sem í
boði eru og finna þær sem líkleg-
astar eru til að þess unglingurinn
njóti sem sín best, sem unglingur
og síðar sem fullorðinn.
Eitt af því sem er í boði fyrir
unglinga er félagsstarfið Flott án
fíknar. Flott án fíknar er for-
varnaverkefni sem tekur til þriggja
þátta: tóbaksvarna, áfengisvarna og
varna gegn ólöglegum vímuefnum.
Verkefninu er ætlað að stuðla að
því að unglingar virði landslög og
byrji ekki að nota tóbak og áfengi
undir lögaldri. Með því draga ein-
staklingar verulega úr þeirri
áhættu að verða fíklar síðar á æv-
inni. Markmiðið er að styðja þann
hóp unglinga sem er í góðum mál-
um og gera hann stærri og sterkari
í ákvörðun sinni um heilbrigt líf.
Ungmennafélag Íslands sem
stýrir verkefninu býður öllum ung-
lingum á grunnskólaaldri að stofna
klúbba á sínu svæði, gera samning
við foreldra sína og klúbbstjóra um
að virða landslög um neyslu tóbaks
og áfengis og njóta þess í stað
skemmtunar á heilbrigðan hátt. All-
ir sem áhuga hafa geta stofnað
klúbb og hægt er að leita til þjón-
ustumiðstöðvar UMFÍ í síma 568-
2929 og á heimasíðu verkefnisins
www.flottanfiknar.is um nánari
upplýsingar. Klúbbstjórum og þeim
sem hafa áhuga á að starfa við
klúbbana er boðið á námskeið til að
taka að sér klúbbstjórn. Unglingar
á framhaldsskólaaldri eru sér-
staklega velkomnir til starfa hjá
klúbbunum og verður
skemmtiferð og nám-
skeið fyrir þá helgina
18.-20 janúar að Laug-
um í Dalasýslu. Helg-
arferðin er opin öllum
áhugasömum ungling-
um á aldrinum 16-20
ára sem hvorki nota
tóbak né áfengi. Með
námskeiðinu er bæði
ætlunin að styrkja
sjálfsmynd þátttak-
enda og gefa þeim
tækifæri til að finna
sig í hópi sem stendur
saman en samstaðan skiptir ung-
linga miklu máli. Það er líka góð
reynsla að starfa sem leiðtogi því
sú reynsla er metin að verðleikum.
Frá því fyrsti Flott án fíknar
klúbburinn var stofnaður í tilrauna-
skyni í Lindaskóla í Kópavogi árið
2002 hefur starfið sýnt að flestir
unglingar vilja vera án tóbaks og
vímuefna en finnst gott að njóta
stuðningsins sem þeir fá í fé-
lagsskapnum. Í öllum skólum og fé-
lagsmiðstöðvum þar sem stofnaðir
hafa verið klúbbar eru flestir ung-
lingar á staðnum virkir þátttak-
endur og nú er búið að stofna 16
klúbba víðs vegar um landið. Það er
því ljóst að tilraunin er orðin að
veruleika og unglingar kunna að
meta þann stuðning sem þeir fá
með félagsstarfinu. Því er ástæða
til að efla og þróa starfið enn frek-
ar og verður því fylgt eftir með
rannsóknum.
Unglingar sem starfa með klúbb-
um Flott án fíknar hittast reglulega
og gera ýmislegt skemmtilegt sam-
an. Í sumar var öllum klúbb-
félögum sem mættu á Unglinga-
landsmót UMFÍ á Höfn í
Hornafirði boðið í skemmtisiglingu
sem mikil ánægja var með. Áfram
verða félagar Flott án fíknar sér-
staklega velkomnir á Unglinga-
landsmót og gerðar ráðstafanir til
þess að þeir geti komið saman og
átt góða stund og kynnst félögum
frá öðrum klúbbum.
Eitt af því mikilvæga til að njóta
unglingsáranna er að fresta fullorð-
inshlutunum þar til eftir tvítugt.
Fresta húsnæðiskaupum, fresta
barneignum, geyma tóbak og áfengi
þar til lög segja til um. Sá sem
frestar þessu hefur meiri möguleika
á að njóta unglingsáranna. Ung-
lingur sem ekki reykir eða drekkur
áfengi nýtur meira trausts hjá for-
eldrum, kennurum og öðrum sem
koma að hans starfi. Það er mjög
einfalt að skapa sér þetta traust,
bara að ákveða að virða áfengis- og
tóbakslögin og njóta þessara sjö
ára á sérstakan hátt. Sá unglingur
sem velur að gefa sér þennan
stimpil mun ávallt vera stoltur,
hann getur bara grætt og það að-
eins með einni ákvörðun, að bíða.
Áfengis- og tóbakslögin eru ekki
sett að ástæðulausu heldur liggja
að baki miklar rannsóknir um áhrif
þessara efna á ungt fólk og nauð-
syn þess að geyma notkun þeirra
þar til lögaldri er náð ætli fólk sér
á annað borð að nota þessi efni.
Rannsóknir sýna líka að því seinna
sem einstaklingur byrjar að nota
áfengi og er án tóbaks því minni
líkur eru á að viðkomandi komi til
með að misnota þessi efni og nota
ólögleg vímuefni. Ágóðinn af því að
virða lögin er því mikill, bæði fyrir
einstaklinginn sjálfan og sam-
félagið.
Stöndum saman, virðum áfengis-
og tóbakslögin og leyfum börnum
að vera börn og unglingum að vera
unglingar.
Flott án fíknar
Guðrún Snorradóttir skrifar
um nýja unglingaklúbba » Stöndum saman,virðum áfengis- og
tóbakslögin og leyfum
börnum að vera börn og
unglingum að vera ung-
lingar.
Guðrún Snorradóttir
Höfundur er landsfulltrúi UMFÍ
og áhugamanneskja um heilbrigðan
lífsstíl.
HINN 5. janúar sl. skrifar Gunn-
ar H. Ársælsson grein í Mbl. undir
fyrirsögninni „Springur í Kosovo?“
Þar fer hann nokkrum orðum um
ástandið í Kosovo,
sem er hérað í Serbíu,
þar sem mikill meiri-
hluti núverandi íbúa
er albanskur.
Fyrir nokkrum ár-
um skrifaði umræddur
Gunnar, þá við nám í
Svíþjóð, grein um
þessi mál og fannst
mér ég knúinn til að
svara henni, þar sem
mér þóttu túlkanir
hans mjög frjálslegar
með tilliti til þess sem
rétt var. Ekki virðist
mér sem Gunnar hafi mikið lært
síðan þótt hann sé kominn með
gráðu í stjórnmálafræði.
Hann talar um að Serbar „álíti
sig“ eiga Kosovo og gerir hálfpart-
inn grín að sögulegum áhrifum or-
ustunnar á Kosovopolje 1389. Ég
vil spyrja Gunnar hvað hann hafi
fyrir sér í því að gefa í skyn að
landsréttarlega tilheyri Kosovo
ekki Serbíu? Kosovohérað er í hug-
um Serba eitthvað svipað og Þing-
vellir eru í hugum þjóðrækinna Ís-
lendinga. Gunnar segir að það sé
eins og rífa eigi hjartað úr Serbum
með því að tala um að Kosovo verði
aðskilið frá Serbíu. Ég held að
hann hitti naglann á höfuðið með
þessu orðalagi þó það sé reyndar
ekki meining hans. Hvernig mynd-
um við líta á það ef innflytjendur
frá einhverju landi hrúguðust sam-
an í Þingvallasveit og vildu síðan
eigna sér hana með kröfu um sjálf-
stæði? Væri það ekki
eins og rífa ætti hjart-
að úr okkur?
Gunnar tekur fram
að Serbar hafi verið
forréttindastétt í Kos-
ovo! Það er nú svo að
þeir sem eiga landið
teljast nú oftast fram-
an af rétthærri en þeir
sem flytjast inn þó að
áframhaldið verði oft
þannig að flest verði
smám saman yfirtekið
af þeim sem koma.
Okkur Íslendingum
gæti verið hollt að hafa það í huga
að þannig fer iðulega. Gunnar má
líka hafa það í huga að Tító var
ekki Serbi heldur Króati og stjórn-
arstefna hans miðaðist aldrei við að
hygla Serbum heldur þvert á móti.
Að negla Serba eitthvað sér-
staklega við Tító og hans aðfarir er
því alrangt.
Gamla lumman um glæpi Serba,
svo sem þjóðernishreinsanir o.fl.
gengur ekki lengur. Nú vita allir
sem virkilega skoða málin að allir
stríðsaðilar frömdu slíka glæpi og
fáránlegt er að kenna einum um
allt. Eftir að Albanar í héraðinu
voru bakkaðir upp af utanaðkom-
andi hervaldi snerist dæmið þar við
og ofsóknir hófust gegn Serbum.
Gunnar viðurkennir meira að segja
að 75% þeirra hafi verið hraktir á
brott. Sú „þjóðernishreinsun“ átti
sér jafnvel stað undir hinum ut-
anaðkomandi yfirráðum, svo ekki
sé minnst á eyðileggingu merkra
bygginga í héraðinu sem margar
hverjar voru á friðlýstri minjaskrá
SÞ.
Erlend afskipti af Kosovo-
deilunni, eins og þau urðu, hafa
ekki orðið til að auðvelda lausn
hennar. Það virðist líka gleymast
að víðsvegar um Evrópu eru þjóða-
brot í meirihluta í einstökum hér-
uðum fjölmargra landa. Ef Albön-
um leyfist að leggja Kosovo undir
sig með þessum hætti eru það
skilaboð til allra þessara þjóðabrota
að rísa upp og krefjast sjálfstæðis.
Ef viðurkennt verður að yf-
irtökuréttur innflytjenda skapist
við meirihluta í einu héraði eða svo
mun ekki bara Kosovo, heldur öll
Evrópa geta sprungið!
Springur í Evrópu?
Rúnar Kristjánsson er lítt
hrifinn af skrifum Gunnars H.
Ársælssonar um Kosovo
»Kosovohérað er íhugum Serba eitt-
hvað svipað og Þingvell-
ir eru í hugum þjóðræk-
inna Íslendinga.
Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður
og býr á Skagaströnd.
Í UMRÆÐUM um skólamál
bregður oft fyrir hugtakinu skóla-
stefna. Virðist þá merking þess
ýmist óljós og svífandi ellegar
skýrt mörkuð, sérhæfð og jafnvel
til hliðar við uppeldis- og skóla-
mál.
Hvað er eiginlega
skólastefna? Er
stefna í skólamálum
viðhorf eða skoðun á
því hver séu innstu
rök uppeldis- og
fræðslumála? Er
skólastefna spurn-
ingin um það með
hvaða ráðum og að-
ferðum megi sem
best ala börn og
fræða í sátt við hin
innstu rök? Er skóla-
stefna spurningin um
fjármögnun og for-
gangsröðun verkefna
þegar kemur að
byggingum og bún-
aði? Eða er skóla-
stefna spurningin um
menntun og kjaramál
kennara?
Í umræðum um
skólastefnu er gjarn-
an fjallað um einhver
ofangreindra atriða
og jafnvel á þann
hátt að menn telja
sig vera sammála um
einhver tiltekin fram-
kvæmdaatriði, leiðir, þó svo þá
greini á um hugmyndafræðilegar
forsendur og tilgang, markmiðin.
Skólastefna okkar var skýrt
mörkuð við setningu laga nr. 63/
1974 um grunnskóla. „Hvert stefn-
ir grunnskólafrumvarpið?“ nefnist
grein sem Andri Ísaksson, deild-
arstjóri skólarannsóknadeildar,
skrifaði í Menntamál, 3. hefti 1971.
Þar segir höfundur frumvarpið
hafa þann þríþætta samfélagslega
og uppeldislega megintilgang, að
1) jafna aðstöðu
þeirra til menntunar, sem búa;
a) á mismunandi stöðum
b) við misjafnan efnahag
c) og ólíka hæfileika
2) bæta kennsluna
gera hana fjölbreytta og laga
hana að einstaklingseðlinu
3) auka skólamenntunina
með lengingu skólaársins og
betri nýtingu þess til kennslu, svo
og með því að lengja skólaskyld-
una um eitt ár upp á við.
Þessi síðasttaldi megintilgangur
tengist hinum fyrsta, því að hann
miðar m.a. að því að jafna aðstöðu
til framhaldsnáms.
Hér er stefnumörkun í stuttu
máli sú að auka beri magn og
gæði kennslu og tryggja jafnrétti
til náms. Í þessari stefnumörkun
leynist nokkur spenna þar sem
fyrsta grein verður helst skilin á
þann veg að tryggja beri öllum
sama aðgengi að sömu menntun
og allir hlíti þá sömu kröfum um
aðlögun að stöðluðu námsefni.
Í annan stað má það helst skilja
af annarri grein að svo skuli
námsframboð vera fjölbreytilegt
að hæfi sem best „einstaklings-
eðli“ hvers og eins.
Hér erum við komin að hinu sí-
gilda skilgreiningarvandamáli
jafnaðar; er það jöfnuður og jafn-
rétti að allir hlíti sömu kröfum eða
er það jöfnuður og jafnrétti að
hverjum séu búnar aðstæður og
kröfur sem honum best henta? Og
er þá hægt að tala um ein-
staklingseðli?
Er að finna í lögum
einhver ákvæði um
það hvort og þá
hvernig kennsla skuli
löguð að einstaklings-
eðlinu? Í mark-
miðsgrein grunn-
skólalaga 1974 og allar
götur síðan, er að
finna eftirfarandi fyr-
irmæli:
Grunnskólinn skal
leitast við að haga
störfum sínum í sem
fyllstu samræmi við
eðli og þarfir nemenda
og stuðla að alhliða
þroska, heilbrigði og
menntun hvers og
eins.
Hér virðist átt við
mismunandi eðli og
þarfir hvers og eins
nemanda – með öðrum
orðum einstaklings-
eðli.
Við tölum um mann-
legt eðli, en er hægt
að tala um þjóðareðli,
ættareðli eða ein-
staklingseðli? Gæti
verið við það átt að mannlegt eðli
einhverra einstaklinga væri frá-
brugðið mannlegu eðli annarra, að
mannlegt eðli sumra gæti þá jafn-
vel verið stórmannlegt en annarra
lítilmannlegt?
Ég ætla að draga upp aðra
mynd af kjarna þess sem hér er
að framan sagt.
Skólinn, sem við flytjum inn frá
öðrum þjóðum, er samfélagslegt
verkfæri, hannaður til þess að út-
breiða lestrarkunnáttu, sameina
þjóðarbrot og gæta barna. Sú
samfélagsmynd sem skóp verkfær-
ið var órafjarri íslenskum veru-
leika og því vandséð að þess væri
hér þörf.
Ég ætla að orða það svo að ís-
lenskt skyldunám sé grundvallað á
misskilningi. Við stofnum til skóla
að erlendri fyrirmynd, með verk-
færi til þess ætluð að vinna verk
eða leysa vanda sem ekki var til á
Íslandi.
Skyldunámi er ætlað að annast
grunnmenntun þegnanna.
Grunnmenntun opnar aðgengi
að uppruna og menningu, fortíð og
sögu. Grunnmenntun er þannig í
raun hluti af uppeldi til sjálfs-
bjargar, aðildar og virkni í sam-
félaginu. Uppeldisleg menntun og
mótun fyrir lífið. Þetta hlutverk
rækti íslenskt samfélag um aldir –
án barnaskóla.
Hvert varð þá hlutverk íslenska
skyldunámsins? Ég tel, að íslenski
skólinn hafi, í samræmi við það
sem að framan er sagt, að ein-
hverju leyti annast eins konar
framhaldsmenntun. Viðfangsefni
skólans hafi nokkuð mótast af tíð-
aranda; atvinnuþróun, verkmenn-
ingu og auknum tengslum og sam-
skiptum við aðrar þjóðir.
Þá má vera að einhverjir spyrji
og hvað með það, þó svo væri
skiptir það þá einhverju máli?
Já, það skiptir verulegu máli.
Ég held að þar geti verið meg-
inskýringin á því að íslenska
skólakerfið hefur aldrei við-
urkennt eðlismun á grunnmenntun
og framhaldsmenntun.
Ég tel vera eðlismun á grunn-
menntun og framhaldsmenntun.
Ég held því líka fram að nauðsyn-
legt sé að viðurkenna og virða
þann eðlismun við skipan og þróun
beggja skólastiga til þess að geta
náð sem bestum árangri í skóla-
kerfinu öllu.
Skólastefna
Sturla Kristjánsson skrifar um
skólasýn
Sturla Kristjánsson
» Við stofnumtil skóla að
erlendri fyrir-
mynd, með
verkfæri til þess
ætluð að vinna
verk eða leysa
vanda sem ekki
var til á Íslandi.
Höfundur er sál- og uppeldis-
fræðingur og Davis-ráðgjafi.
Sjá www.les.is.
MÁ Hamlet þá ekki segja
nálykt á sviðinu; eitthvað þykir
mér rotið í ríki Guðjóns Ped-
ersen.
Elísabet Jökulsdóttir
Gagnrýn-
andi segir
nálykt í
salnum
Höfundur er rithöfundur.