Morgunblaðið - 07.01.2008, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 6. TBL. 96. ÁRG. MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
Óperuperlur >> 29
Komdu í Óperuna
Leikhúsin í landinu
ERTU LIFANDI?
Á SPÍTALA FYRSTU ÁRIN OG EKKI HUG-
AÐ LÍF. BÖRNIN URÐU SAMT SJÖ >> 14
FRÉTTASKÝRING
Eftir Skapta Hallgrímsson
og Kristján Jónsson
NIÐURSTÖÐUR nýrrar rannsókn-
ar vísindamanna við Duke-háskóla í
Bandaríkjunum benda til þess að
þótt almennt hafi orðið hlýnun á yf-
irborði sjávar á Norður-Atlantshafi
á árunum 1950 til 2000 sé ekki um að
ræða einhlíta þróun. Svæðið á milli
45. breiddarbaugs norður að heim-
skautsbaug kólnaði á þessum tíma
en svæði sunnar í N-Atlantshafinu
hitnuðu og vísindamenn telja áhrif
vinds á hitastig hafsins meiri en þau
sem hlýnun jarðar hefur.
Skýrt er frá rannsókninni í
Science Express, vefriti vísinda-
tímaritsins Science. Þór Jakobsson
veðurfræðingur segir niðurstöðurn-
ar mjög áhugaverðar fyrir Íslend-
inga.
Vísindamennirnir rannsökuðu
gögn sem safnað hefur verið saman
frá miðri síðustu öld af virtum stofn-
unum vestan hafs og austan, stór-
merkileg gögn að sögn Þórs. Þeir
segja að mun á hitastigi sjávar á
svæðunum tveimur, norðan og sunn-
an við 45. breiddarbaug, megi að
miklu leyti skýra með áhrifum
reglulegra, náttúrulegra vind-
sveiflna en til er sérstök vísitala;
Norðaustursveiflan (NAO), um þann
þrýstingsmun sem er milli svæða í
grennd við Ísland og í grennd við
Azoreyjar hins vegar og hvernig sá
þrýstingur sveiflast til og frá. Azo-
reyjar liggja nálægt 45. breiddar-
baug. „Vindarnir hafa geysileg áhrif
á hafið undir þeim,“ segir Susan Lo-
zier, prófessor í haffræðilegri eðlis-
fræði við Nicholas-deild umhverfis-
og jarðvísinda við Duke-háskólann
en hún stýrði rannsókninni.
Í greininni í Science Express er
vitnað í aðrar rannsóknir þar sem
sagt er að loftslagshlýnun af manna
völdum hafi áhrif á hlýnun hafsins að
undanförnu. En Lozier og aðstoð-
armenn hennar segja að gögnin sem
þau hafi rannsakað styðji ekki þær
tilgátur varðandi Norður-Atlants-
hafið. „Þetta eru forvitnilegar nið-
urstöður,“ sagði Þór Jakobsson í
samtali við Morgunblaðið. Hann
segir ekki verið að spyrna fótum við
öllu hlýnunartalinu en hins vegar
bent á að náttúrulegar sveiflur í loft-
hjúpi séu áhrifameiri þegar til kast-
anna kemur en hlýnunin, þegar leit-
að er ástæðna fyrir breytingum á
hitastigi sjávar.
Nærtækt dæmi um áðurnefndar
sveiflur er hve veðrið hefur verið
óvenjulegt við Ísland í vetur. Lægðir
hafi verið mun fleiri en í meðalári,
þær myndast tiltölulega langt suður
í höfum, geysast hingað norður eftir
og afleiðingin er t.d. það mikla
hvassviðri sem valdið hefur vand-
ræðum með flug til og frá Keflavík.
Þór Jakobsson telur að Íslending-
ar þurfi að rannsaka þetta atriði
sjálfir: „Stjórnvöld þyrftu að stór-
efla veðurfræðirannsóknir við Há-
skólann eða Veðurstofuna og sér-
staklega þá séríslensk verkefni; ekki
að eyða allt of mikilli orku í það há-
pólitíska verkefni sem hlýnunin er.“
Mikil áhrif vinds á hitastig sjávar
Vindsveiflur sagðar hafa meiri áhrif en hlýnun jarðar á sjávarhita „Stórefla þarf veðurfarsrannsóknir“
Morgunblaðið/RAX
Þrýstingur Vindur hefur meiri áhrif en hlýnun jarðar á hitastig hafsins.
ÞRETTÁNDI dagur jóla var í gær og voru þau og síðasti jólasveinninn
kvödd með brennum og álfagleði. Drengurinn, sem kúrir hér við öxl föður
síns í Gufunesi, virtist þó hafa áhuga á öðru en ljósadýrðinni á himni.
Morgunblaðið/Kristinn
Ljósadýrð í Gufunesi
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
ÓLAFUR F.
Magnússon, borg-
arfulltrúi F-listans
og forseti borgar-
stjórnar, vill
vernda nítjándu
aldar götumynd
Laugavegar og
leggst gegn því að
húsin á Laugavegi
4 og 6 verði rifin
eða flutt annað.
Segist hann hafa beitt sér af þunga
fyrir þessu máli innan meirihlutans
og vonast til að hægt verði að bjarga
húsunum.
Ólafur F. Magnússon rifjar það
upp að hann hafi í byrjun árs 2005
vakið umræður um friðun húsa við
neðanverðan Laugaveg með fyrir-
spurn í borgarráði og síðan með til-
lögum í borgarstjórn. Vonast hann
til þess að umræðan hafi orðið til að
breyta almenningsálitinu. Hann
segir að húsin við Laugaveg 2 til 6
séu frá 19. öld og myndi einstaka
húsaröð sem beri að varðveita.
Fellur ekki að götumyndinni
Leggur hann á það áherslu að
húsin verði varðveitt í sem uppruna-
legastri mynd og á sínum uppruna-
lega stað og gert til góða frá því sem
nú er. Þessi menningarsaga megi
ekki glatast og því leggist hann
gegn því að húsin við Laugaveg 4 og
6 verði rifin eða flutt annað. Telur
hann að þriggja hæða hótelbygging-
ar í þeirra stað, eins og eigandi
húsanna hefur fengið leyfi til að
byggja, falli ekki að þessari götu-
mynd.
„Eftir að ég kom aftur til starfa í
borgarstjórn fyrir um mánuði hef ég
beitt mér af þunga innan meirihlut-
ans í þessu máli. Ég hef lagt mikla
áherslu á að reynt verði að bjarga
þessum húsum og geri mér enn von-
ir um að það takist,“ segir Ólafur.
F-listinn lagði áherslu á verndun
götumyndarinnar fyrir síðustu
sveitarstjórnarkosningar. Ólafur
segist hafa unnið að málinu án þess
að vera með á vörum hótanir um slit
á meirihluta, þegar hann er spurður
að því hvort hann gerði málið að úr-
slitaatriði.
Málið er í mikilli gerjun þessa
dagana og á viðkvæmu stigi, að sögn
Ólafs. Hann kvaðst í gær ekki geta
svarað því hvort teknar yrðu upp
viðræður við núverandi eigendur
húsanna nr. 4 og 6 við Laugaveg um
kaup Reykjavíkurborgar á þeim eða
hvað hann væri tilbúinn að leggja
mikla fjármuni í þau. „Ég kom um-
ræðunni um verndun gamallar götu-
myndar Laugavegarins á flot á sín-
um tíma og hyggst fylgja því eftir.“
Beitir sér innan
borgarmeirihlutans
Í HNOTSKURN
»Eigendur húsanna á Lauga-vegi 4 til 6 hafa lengi haft öll
tilskilin leyfi til að rífa húsin en
þar hyggjast þeir koma upp hóteli.
»Þegar að niðurrifi húsannakom nú fyrir helgina beitti
borgarstjóri sér fyrir sam-
komulagi um að því yrði frestað
um hálfan mánuð. Tímann hyggst
borgin nota til að flytja þau af lóð-
inni og gera upp á öðrum stað.
Morgunblaðið/Frikki
Frestur Hefja átti niðurrif við Laugaveg fyrir helgi en því var frestað.
Ólafur F. Magnússon á móti flutningi húsanna af Laugavegi
Ólafur F.
Magnússon