Morgunblaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Til sölu smáhundur! Bronco er 6 mánaða chihuahua hundur. Hann er skapgóður, smár og gerir allar sínar þarfir úti eða á bleyjulak, hann selst vegna ofnæmis á 150 þús. með búri, dóti og mat. Hann er með ættbók frá Íshundum. Uppl. gefur Þóra í síma 695 1228. Til sölu fallegir Dvergschnauzer hvolpar, hreinræktaðir og ættbókarfærðir. Uppl í s 8623632/ 8963533. www.dvergschnauzer.is Gullfallegir dvergschnauzer hvolpar. Erum með hreinræktað got, undan spennandi samsetningu, eig- um pipar&salt og svart/silfur rakka til sölu. Afhendast í kringum 20. jan. Ættbók frá HRFI. www.svart- skeggs.com og 846-8171 Heilsa REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI STREITU- OG KVÍÐALOSUN. Notuð er m.a. dáleiðsla og EFT (Emotional Freedom Techniques). Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT, sími 694-5494, www.EFTiceland.com. Lr- kúrinn er tær snilld Léttist um 22 kg á 6 mán. Þú kemst í jafnvægi, sefur betur, aukin orka og grennist í leiðinni. www.dietkur.is/Dóra 869-2024 Atvinnuhúsnæði Til leigu nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Rvík. Securitas- öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð samnýting. Uppl. í síma 896 9629. Til leigu í Hafnarfirði. Atvinnuhúsnæði við Lónsbraut, 75 m² + 25 m² milliloft. Innkeyrsluhurð, 3ja fasa rafmagn, góð kaffiaðstaða og salerni. Nýlegt hús. Sími 864 4589. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Leirkrúsin - Láttu drauminn rætast!!! Skráning er hafin á okkar fjölbreyttu og skapandi námskeið á vorönn. Velkomin á Opið verkstæði alla virka daga. Uppl.: www.leir.is og s. 564 0607 / 661 2179. Til sölu Útsala - útsala - útsala Slóvak Kristall, Dalvegi 16 b, 201 Kópavogi, s. 544 4331. Póstkassar hjá plexiform.is S. 555 3344. Póstkassasmstæður sem eru til á lager, 20% afsláttur, 2 til 8 hólfa kassar. Efni: tré, plast og stál. Standar fyrir fartölvur, nafnspjöld, blöð og skiltamerkingar. Viðskipti Notaðu skynsemina og skoðaðu möguleikann Viltu vera með í að byggja upp öflugt fyrirtæki með peningum sem þú ert hvort sem er að nota til að byggja fyrirtæki annarra? Skoðaðu þá http://www.Netis.is Þjónusta Raflagnir og dyrasímaþjónusta Setjum upp dyrasímakerfi og gerum við eldri kerfi Nýlagnir og endurnýjun raflagna. Gerum verðtilboð Rafneisti sími 896 6025 lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., símar 567 1130 og 893 6270. Ýmislegt Mjög gott snið í nýjum lit, fæst í D,DD,E,F,FF,G,GG,H skálum á kr. 4.990. BARA flottur í C,D,DD,E,F skálum á kr. 3.990. Góður í D,DD,E,F,FF,G,GG skálum á kr. 3.990. Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán-fös 10-18, lau 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2006, 4 wd. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sigurður Jónasson Toyota Rav4 ‘06. 822 4166. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 . 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06. 696 0042/566 6442. ✝ Þóra Jenný Pét-ursdóttir fædd- ist í Hrossholti í Eyjahreppi í Hnappadalssýslu 28. október 1912. Hún lést á Land- spítalanum mið- vikudaginn 26. des- ember 2007. Foreldrar hennar voru Pétur Þor- móðsson, bóndi í Hrossholti, f. 9.9. 1863 í Hörgsholti í Miklaholtshreppi, d. 28.4. 1946, og Sigurrós Mark- úsdóttir, f. 12.8. 1871 í Hauka- tungu í Kolbeinsstaðahreppi, d. 29.3. 1957. Systkini Þóru Jennýjar voru: 1) Anna, f. 1895, d. 1957, 2) Þor- björg, f. 1898, d. 1964, 3) Óskar, f. 1900, d. 1976, 4) María Þor- gerður, f. 1903, d. 1997, 5) Ólaf- ur, f. 1908, d. 1987, 6) Hólm- fríður, f. 1910, d. 2006, og 7) Guðrún Karítas, f. 1918, d. 1970. Hinn 29. maí 1937 giftist Þóra Jenný Ágústi Ei- ríkssyni afgreiðslu- manni, f. 19.8. 1909 í Árbæ í Holta- hreppi, Rangárvall- arsýslu. Hann lést í Reykjavík 22.4. 1992. Hófu þau bú- skap sinn í Reykja- vík. Dóttir þeirra er Ólína Ágústs- dóttir, f. 31.1. 1940, gift Gunnari H. Stefánssyni, f. 18.2. 1940. Þeirra börn eru: 1) Þóra Jenný Gunnarsdóttir, f. 21.1. 1966, og 2) Stefán Sveinn Gunnarsson, f. 7.9. 1975, kvænt- ur Írisi Arnbjörnsdóttur, f. 24.8. 1971. Barn þeirra er Hekla Ól- ína, f. 14.11. 2007. Útför Þóru Jennýjar verður gerð frá Grensáskirkju 7. janúar 2008 klukkan 15. Tíminn kallar, komið er að því að kveðja kæra konu, Þóru Jenný Pét- ursdóttur. Hennar verður sárt sakn- að og það er gott að sakna mikið, það segir svo margt um hve sterk sam- vera við hana var. Ekki vildi ég sakna hennar minna. Jenný eins og hún var oftast köll- uð fluttist frá Hrossholti til Reykja- víkur tvítug að aldri og vann hin ýmsu störf. Hún kynntist manni sín- um Ágústi og bjuggu þau í farsælu og ástríku hjónabandi. Eignuðust þau eina dóttur og tvö barnabörn og nú nýlega átti hún því láni að fagna að verða langamma. Samvera fjöl- skyldunnar var náin, mikið var ferðast innanlands og utan og fylgst vel með öllu og öllum sem voru í kring af umhyggju og hlýju. Þrátt fyrir margra ára veikindi hélt hún fullri reisn fram í andlátið og bar ald- urinn einstaklega vel bæði andlega og líkamlega. Margs er að minnast og þær minningar geymum við fjölskyldan með okkur. Hún stóð fyrir mörg þau sterku gildi sem kynslóð hennar lærði harðri hendi. Þessi gildi var hún í verki og sterk fyrirmynd sem skilur mikið eftir. Að gera gott úr litlu, fagurfræði, æðruleysi, hrein- skilni, kærleikur, umhyggja, sterk og hlý nærvera, og umfram allt að leggjast til hvílu í sátt og friði við menn. Nú er það okkar komandi kynslóðar að sýna að slíkar gjafir og fyrirmyndir uppvaxtar gleymist ekki. Ég vitna í herra Sigurbjörn Ein- arsson biskup þegar hann spyr: Hvað á maður til hinstu farar? Mað- ur á það eitt sem safnast hefur í sjóð hjartans. Trúin skipaði stóran sess í lífi Jennýjar. Eins og margt fólk af hennar kynslóð átti hún mikið í minnissjóði sínum af bænaversum, ritningarorðum og sálmum og þegar leið að ferðalokum og þrekið fór að þverra þá voru það bænavers bernskunnar sem lýstu eins og hlýr og stilltur logi inni í fylgsnum slokknandi vitundar. Þitt líf er því mitt, og lifi og dey fyrir málefni þitt, á undan þú gengur, á eftir ég fer, og allt mun ég sigra að lokum með þér. Minn dýrðlegi Jesús, ég dásama þig, í dýrð leið þú mig. (Friðrik Friðriksson.) Með innilegu þakklæti fyrir sam- veru okkar elsku amma. Þóra Jenný Gunnarsdóttir. Annan í jólum fékk ég þær fréttir að amma væri dáin. Það er erfitt að segja hvernig manni líður við slíkar fréttir. Að vissu leyti var þetta léttir þar sem hún var orðin svo þreytt á hnignandi heilsu síðustu daga, og auðvitað reynir maður að hugga sig við það að henni líði nú mun betur. En á móti kemur þessi eigingirni manns að vilja hafa hana ömmu hjá sér alla daga ársins. Hún hefur alltaf verið svo mikill og stór hluti af mínu lífi, allt frá því að ég eyddi nær öllum dögum hjá henni og afa í Safamýr- inni á yngri árum. Það var stór stund fyrir þessa litlu samhentu fjölskyldu þegar amma fékk langömmubarnið sitt í hend- urnar, og geislaði af henni gleðin við það. Það er mikill missir að henni ömmu en efst í huga mínum er þakk- læti. Þakklæti fyrir að fá að njóta sam- veru með jafnyndislegri manneskju, þakklæti fyrir allar sögurnar og þakklæti fyrir alla þessa jákvæðu leiðbeiningar fyrir lífið sem hún veitti manni. Það er okkar verkefni að hampa þessari jákvæðni og þessari hlýju áfram. Hvíl í friði elsku amma. Stefán. Reykjavík eftirstríðsáranna var ekki blíður vettvangur því unga fólki sem streymdi úr sveitunum í leit að betri afkomutækifærum fyrir sig og sína. Þannig þótti það mikil heppni þegar foreldrar okkar fengu leigt eitt loftherbergi og eldhús á Hverf- isgötunni. Leigusalarnir á neðri hæðinni voru Jenný og Ágúst, ekki mikið eldri og efni þar litlu meiri en hjá aðkomufólkinu. Nýbúum þeirra tíma. Barnalánið á efri hæðinni varð meira en efnin og í þessu litla leigu- húsnæði voru börnin orðin fjögur á örskömmum tíma. Leigusalar nú- tímans hefðu eflaust á einhverju stigi losað sig við þessa ofurfrjósömu leigjendur en Jenný og Ágúst höfðu alltaf nægt hjartarúm. Þar sem afar og ömmur barnaskarans voru í óra- fjarlægð úti á landi gengu leigusal- arnir hetjulega í þau hlutverk og átti sá uppátækjasamasti í barnahópn- um sérstakan heiðurssess á heimili þeirra. Löngu eftir að fólkið í risinu hafði komið sér upp eigin húsnæði og flutt í burtu var hann í lengri og skemmri tíma í fóstri hjá leigusöl- unum umhyggjusömu. Þetta fellur eflaust ekki vel að viðskiptamódelum nútímans og þætti arfavitlaus fjár- festing en þarna mynduðust tengsl og vinátta sem entist ævina á enda. Á tíræðisaldri fylgdist Jenný ennþá vikulega með líðan ungu kon- unnar af efri hæðinni, sem komin er á níræðisaldur. Börnin, sem fljótlega höfðu breyst úr fjórum í sex og síðan fjölfaldast í marga tugi, áttu líka stað í hjarta hennar. Hjarta sem leyfði svo miklu stærra rúm en hinn upp- runalegi leigusamningur hafði kveð- ið á um. Það er ekki nógsamlega hægt að þakka fyrir þau forréttindi að fá að kynnast slíku fólki á lífsleiðinni. Fjölskyldan Teigagerði 1. Ég man að þegar ég kynntist Stebba var hann alltaf að tala um ömmu sína og hvað hann ætti ynd- islega ömmu. Ég sá strax að það var mjög sérstakt samband á milli þeirra. Þegar ég hitti hana í fyrsta skipti skildi ég hvað hann átti við. Ég hef aldrei hitt jafn jákvæða og lífs- glaða konu og hana Jenný. Það var alveg sama hvað gekk á, hún sá alltaf jákvæðu hliðina á hlutunun og það var ekki til neikvæði í hennar orða- forða. Eins var hún svo þakklát fyrir allt sem maður gerði, sama hversu lítið það var. Við kannski kíktum til hennar í 10 mínútur og hún þakkaði okkur kærlega fyrir að gefa okkur tíma til að koma við hjá henni. Ég gleymi líka aldrei þegar hún fékk hjartaáfall og var að þakka hjúkrunarfólkinu fyrir að annast hana, þó hún væri sárþjáð af kvölum. Elsku Jenný, mig langar að þakka þér fyrir þann tíma sem við höfðum saman. Þú varst svo harðákveðin í að lifa það að hitta fyrsta langömmu- barnið þitt og ég er óendanlega þakklát fyrir að þú hafir náð því. Við eigum fallega mynd af ykkur Heklu saman sem verður geymd á góðum stað. Ég veit að þér líður vel núna og litla fjölskyldan hugsar til þín á hverjum degi. Íris. Þóra Jenný Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.