Morgunblaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 23 ent henni kum, út- el á okkur mmtileg. ur- ur síns. rfitt að k tekur ndist ona og du eiga ns. Hún til að aber fer um Gold- ein- ði enga r réttinn það sem Faber & Faber settu upp. Það verð hefði bara verið fyrir Hollywood. En Judy Curver áttaði sig strax á því að ég var í svipaðri stöðu og pabbi hennar – hann skrif- aði bækur, ég skrifa tónlist, og fólk verður ekki efnað af því. Hún sá til þess að ég fengi réttinn til að gera þetta fyrir skynsamlegt verð, sem ég réð við.“ Frá upphafi var gert ráð fyrir því að uppfærsla óperunnar yrði samstarfsverkefni Sveins Lúðvíks, Caput, Skálholtshátíðar og Euro- pean Chamber Opera Company. Sveinn Lúðvík segir að þátttaka óperukompanísins í verkefninu hafi vaxið rétthafanum Faber & Faber í augum, og þeir hafi talið að þar með kæmu meiri peningar í spilið. Svo hefði þó ekki orðið, en til að koma málum á hreint hafi það dregið sig út úr samstarfinu. Þeir Darren, listrænn stjórnandi þess, og Robert hafi þó haldið áfram sem einstaklingar. Íslenska óperan verður með Nú hefur Íslenska óperan skorist í leikinn og tekur þátt í samstarfinu með því að skaffa aðstöðu til æf- inga og ekki síst að útvega söngv- ara. „Þetta er í rauninni aðferðin við að búa til óperu í dag. Að sitja heima og skrifa og koma svo með hana í bunka í leikhúsið og segja „gjöriði svo vel!“ gengur bara ekki. Mitt trix var að fá allt þetta fólk með mér og byrja svo. Með þennan góða mannskap er miklu auðveld- ara að líta í öll horn, spyrja hvað sé mögulegt og fá svör. Það er gott að hafa frá upphafi aðgang að mönn- um með mikla þekkingu og prakt- íska reynslu.“ En stuðningurinn liggur víðar. Breska sendiráðið hyggst bjóða erfingjum Goldings að koma til Ís- lands þegar óperan verður frum- sýnd og kveðst Sveinn Lúðvík þakklátur fyrir það. En óvæntasti glaðningurinn kom úr óvæntustu áttinni. „Ja, það var lítið fyrirtæki hér sem ákvað að styrkja okkur. Þetta kom okkur mjög á óvart en þeir styrktu komu Bretanna hing- að núna í þessa vinnu með mér. Ég þekki ekki þetta fólk, en fyr- irtækið, sem heitir Dalfoss, hafði áhuga á að styrkja eitthvað menn- ingarlegt og valdi þetta verkefni.“ Eins og lífið á Mars Sveinn Lúðvík er ekki þekktur að smíði söngtónlistar, en hljóðfæra- tónlist hans hefur vakið þeim mun meiri eftirtekt. Það verður því tals- verður spenningur að heyra óp- erutónlist eftir hann og spurning hvernig hún muni verða. „Að útskýra það núna er eins og að útskýra það hvernig það væri að vera á Mars,“ segir Sveinn Lúðvík og hlær. „Bókin er dökk og sagan gerist í stórri dómkirkju – gömlum biskupsstól. Þetta er karlasamfélag og flestar raddirnar verða dökkar, bassar og bass-barítónar. Það verður bara einn tenór. Það verður einn mezzósópran og svo sópr- anrödd sem ekki mun sjást. Kar- akterinn sem sést með röddinni er dansari. Litirnir í tónlistinni verða því dökkir; dökkt með litbrigðum.“ Sveinn Lúðvík segist þegar hafa „læðst“ inn á þá braut að velta fyrir sér hvaða söngvarar passi í hlut- verkin, máta það í huganum. „En það er hættulegt að nefna nöfn og ég ætla ekki að gera það að svo stöddu. En ég viðurkenni þó að ég er að læðast að fólki með því að hlusta á það þegar tækifæri gefast. Þegar ég er viss mun ég örugglega banka í bakið á því. Mér finnst gott að hafa þetta persónulegt, það ger- ir samvinnuna innilegri.“ Vonandi fer hún á flakk Sveinn Lúðvík segist ekki vita hvað taki við eftir frumuppfærslu verks- ins. Konunglega óperan í Covent Garden hefur þó sýnt nýju óp- erunni áhuga. „Þá langar að koma hingað og skoða þegar óperan verður frumsýnd. Það eru reyndar fleiri sem fylgjast með okkur og leikhús í Noregi hefur sýnt því áhuga að setja verkið upp. Það eru því allar líkur á því að óperan fari á eitthvert flakk, og það þætti mér gaman.“ ferðin við peru í dag eftir William Golding sem verður frumsýnd sumarið 2009 ð ég nn ður rétt- ..“ ein- að ráð- r, fjór- gu Morgunblaðið/Frikki tisti og Sveinn Lúðvík Björnsson tónskáld vinna nú að því að semja óperu eftir sögunni The Spire eftir William Golding. Ársins 2007 verður minnstfyrir lánakreppuna.Hvað olli, hver berábyrgð? Traust er skert, hvernig má styrkja það á ný? ,,Bankastarfsemi er einkennileg at- vinnugrein. Hún er svo háð trausti að minnstu grunsemdir geta sópað burt rekstrarárangri heils árs, rétt eins og árs- uppskera fellur stund- um á einni hélunótt,“ sagði L. Holland á ársfundi Englands- banka árið 1866. Þetta gildir enn. Margir ótt- ast harða lendingu í samtengdum hag- kerfum heimsins. Bankar um víða ver- öld draga nú útlán saman svo eiginfjár- hlutfall og traust hald- ist. Einmitt þetta veldur vanda: Þeir ýkja hagsveiflur, ekki síður á niðurleið en uppleið. Gerðu seðlabankar mistök … Voru það seðla- bankar sem gerðu mistök? Ameríka, Bretland og meg- inland Evrópu eru með böggum hildar. Alan Greenspan virðist í fljótu bragði sekur. Stutt er þó síðan hann var eftirlæti frjálshyggjumanna. Hann hélt vöxtum lengi lágum til að nýta framleiðslutækin sem best. En hann sinnti ekki ofmati á fast- eigna- og hlutabréfamörkuðum. Þær sápukúlur eru bein afleiðing langvarandi lágra vaxta. Hann vildi ekkert gera nema þær spryngju. Þetta er umdeilanlegt en virða ber skoðanir hans. Þær byggjast á víðtækri reynslu sem margir deila með honum og kall- aði einhliða á að halda verðbólgu í skefjum um allan heim. … eða voru það bankar? Tilgangslítið er að gera ein- staklinga að blórabögglum, en kannski bera bankar ábyrgðina? Þegar allt er á uppleið er það nánast eins og sjálfsvíg fyrir banka í samkeppni að sitja hjá. Bankastjórar eru hvattir áfram með fljótteknum bónusum og kaupréttum, sem eru hafðir svo háir að hugsun þeirra snúist eink- um um þá. Þegar lægðin kemur loks hafa stjórnendurnir hirt gróðann og láta sér framhaldið í léttu rúmi liggja. Þetta er gömul uppskrift að skaðlegri lánaþenslu, eignatilfærslum og útlánatöpum sem koma síðar í ljós. Bankar bera mikla ábyrgð á lánakrísu sinni, en þeir gera það þó ekki einir. Gamlar áherslur … Þróun efnahagslífsins ræður áherslum í hagstjórn. Fleira skiptir þó máli en að halda verð- bólgu lítilli og hagvexti uppi, s.s. velferð eða farsæld. En sé litið til baka er þessi áhersla skiljanleg. Flestir hafa eins og Greenspan lif- að tímana tvenna og muna verð- bólgu, óvissu og atvinnuleysi. Hvorki þorri fólks né ráðamenn hafa þó sára eigin reynslu af hrynjandi mörkuðum vegna of- mats eigna. Slíkt er ekki nógu al- gengt til að svo sé, sem betur fer. En núna er það sérstakt að hluta- bréf og fasteignir eru ofmetnar um víða veröld, á sama tíma. Það hefur ekki gerst síðan fyrir kreppuna miklu. Fólk sem varð fyrir ,,auðsáhrifum“ þegar sápu- kúlurnar blésu út mun nú á næstu misserum fá að sjá hina hliðina á þeim sama peningi. Hættan er mikil og vandmetin, vegna sam- tengdra markaða. … og nýjar Fari svo illa að lánakreppunni fylgi djúp lægð hljóta stjórnvöld að íhuga hvort hagstjórnin hafi þjónað nógu vel. Niðurstaðan verður að svo hafi verið áður, en ekki lengur. Víða um lönd spratt mark- miðið um stöðugt verðlag af viðvar- andi og óstöðugri verðbólgu. Stefnan var rétt á þeim tíma. En kostn- aðarlækkanir vegna hnattvæðingar og ódýr innflutningur frá Asíu, ekki síst Kína, ollu því líklega að Greenspan las ekki rétt á spilin. Vöxtum var haldið of lágum of lengi. Afleiðingin varð lánaþensla og ofmat eigna. Afskiptaleysi í hagstjórn hefur verið í tísku á Vest- urlöndum, en hag- sveiflur eru þó óæskilegar. Þær leiða til atvinnu- leysis, vannýtingar og tefja fram- farir. Verðbólga dregur úr verð- skyni og leiðir til sóunar. Á hinn bóginn virðast menn hafa álitið of- mat tiltölulega meinlaust, nema auðvitað þeim sem sitja með eign- irnar þegar verðið fellur. Hið rétta er þó að þessar sápukúlur valda miklum skaða. Hann felst í eignatilfærslum. Nú eiga þúsundir íslenskra fjölskyldna ofmetnar íbúðir og skulda meira en nokkru sinni. Sama gildir um hlutabréfa- kaup. Lífeyrissjóðir almennings eiga mikið af ofmetnum hlutabréf- um og bankar eru með dulinn vanda í veðlánum sínum. Víða um lönd er ástandið svipað. Fé- lagslegar afleiðingar þessa verða miklar og langvarandi. Sumir seinheppnir munu ekki ná að rétta úr kútnum. Aðrir munu þurfa að breyta stærstu áformum sínum. Vitað er að hjónaskilnaðir tengjast helst fjárhagserfiðleikum. Mistökin geta skipt sköpum um sjálfa hamingjuna. Á sama tíma og fjöldi vonsvikinna og eignalít- illa vex sjáum við auðinn safnast á fárra hendur. Tilfærslan kemur ekki til tekjuskatts á framtali við- takenda og ekki til frádráttar hjá þeim sem láta eignir af hendi. Ársins 2007 verður minnst fyrir lánakreppuna. Árið 2008 munu bónusar og kaupréttir bankastjór- anna sæta gagnrýni, því í sam- drætti er ekki unnt að gera sér mat úr slíku með vexti. Einu raunhæfu leiðirnar eru uppsagnir og vaxta- og verðhækkanir. Þegar öll kurl eru svo komin til grafar munum við sjá kaflaskipti í hag- stjórn. Bönkum verða sniðnar þrengri almennar reglur en áður í lánastarfsemi sinni. Hagstjórn verður stunduð á meðan horft er með öðru auganu á þróun eigna- verðs. Hún mun taka mið af far- sæld í mannlífinu öllu en ekki að- eins hluta þess, viðskiptalífinu. Tíska afskiptaleysis í hagstjórn mun líða undir lok. Lánakreppan kallar á nýja hagstjórn Ársins 2007 verður minnst fyrir lánakreppuna, segir Ragnar Önundarson Ragnar Önundarson » Bönkumverða sniðn- ar þrengri al- mennar reglur en áður í lána- starfsemi sinni. Hagstjórn verð- ur stunduð á meðan horft er með öðru aug- anu á þróun eignaverðs. Höfundur er viðskiptafræðingur, bankamaður og fjármálaráðgjafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.