Morgunblaðið - 07.01.2008, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2008 9
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Útsalan er hafin
40-70%
afsláttur
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Stórútsala
Allar vörur
í versluninni á útsölu
Útsalan er hafin
Stærðir 38-60
30-50% afsláttur af útsöluvörum
www.belladonna.is
Skeifan 11d • 108 Reykjavík • 517 6460
Í HNOTSKURN
» Ragnar segir hið nýja stofnfé munu nýt-ast til styrkingar á eiginfjárgrunni spari-
sjóðsins sem gerir honum kleift að taka þátt í
stærri lána- og fjárfestingarverkefnum, m.a.
til eflingar dótturfélags hans á Englandi.
» Á morgun verður á ný opnað fyrir við-skipti með stofnfé í Byr eftir útgáfu nýs
stofnfjár upp á 23,7 milljarða króna og er
stofnfé sjóðsins nú komið í 30 milljarða kr.
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
EKKI kæmi á óvart að fjórir til fimm sparisjóðir
yrðu eftir í landinu innan 12-18 mánaða m.v. þá
þróun sem átt hefur sér stað á síðasta ári. Þetta er
mat Ragnars Z. Guðjónssonar, sparisjóðsstjóra
Byrs. „Sparisjóðum hefur fækkað umtalsvert á
síðasta árinu og á sú þróun eftir að halda áfram.
Sparisjóður Kópavogs og Sparisjóður Norðlend-
inga samþykktu báðir að sameinast Byr sparisjóði
og Sparisjóður Vestfirðinga og Sparisjóður Húna-
þings og Stranda samþykktu að sameinast Spari-
sjóðnum í Keflavík. Sparisjóður Skagafjarðar hef-
ur jafnframt samþykkt að sameinast Sparisjóði
Siglufjarðar. Nú í upphafi nýs árs stefnir í að
starfandi sjálfstæðir sparisjóðir verði 12 og hefur
þeim fækkað um 10 á fjórum árum,“ segir hann.
Ragnar segir að sú breyting hafi orðið á að nú
sameinast sparisjóðir á viðskiptalegum forsend-
um, en áður fyrr voru það sparisjóðir í vandræðum
sem sameinuðust öðrum. Fyrsti stóri samruni
sparisjóða á viðskiptalegum forsendum var þegar
SPV og SPH sameinuðust í Byr sparisjóður, en
það var í desember 2006. Síðan má segja að hrina
sameininga sparisjóða hafi farið af stað.
23,7 milljarða útgáfa stofnfjár
„Það umhverfi sem fjármálafyrirtækjum er
skapað á stóran þátt í því að sparisjóðir sameinast.
Það er orðið umfangsmeira en áður og þar af leið-
andi kostnaðarsamara að reka fjármálastofnun.
Eftirlitsþátturinn er orðinn ríkari og nauðsynlegt
að hafa sérfræðinga í flestum stöðum. Litlar fjár-
málastofnanir eiga erfitt með að uppfylla slíkt.“
Á morgun verður á ný opnað fyrir viðskipti með
stofnfé í Byr eftir útgáfu nýs stofnfjár í sjóðnum.
Útgáfan nemur 23,7 milljörðum króna og er
stofnfé sjóðsins nú komið í 30 milljarða króna. Út-
gáfan er sú stærsta sinnar tegundar í sögu ís-
lensku sparisjóðanna. Mikill áhugi hefur verið á
útgáfunni og seldist allt stofnféð í forkaupsrétt-
arútboði, þ.e. allt seldist til aðila sem fyrir áttu
stofnfé. Þessi áhugi er athyglisverður í ljósi
ástandsins á fjármálamörkuðum heimsins, en að
sögn Ragnars er áhugi stofnfjáreigenda þeirra
þriggja sjóða sem sameinast hafa í Byr (SPV,
SPH og SPK) er tilkominn vegna þess að þeir hafa
mikla trú á þeirri verðmætasköpun innan hans
auk þess sem fjárhagslegur styrkur Byrs er mikill
og er sjóðurinn vel í stakk búinn að takast á við
verkefni sem framundan eru í stækkun og eflingu
hans. „Styrkur Byrs felst í vel dreifðu eignasafni,
góðri lausafjárstöðu og góðri og traustri fjár-
mögnun. Þrátt fyrir ástandið á fjármálamörkuð-
um verður síðasta ár metár hvað afkomu Byrs
varðar,“ segir hann og bætir við að það sé önnur
ástæða fyrir þátttökunni. „Vegna stærðar útgáf-
unnar er hlutur stofnfjáreigenda að þynnast mikið
ef þeir taka ekki þátt.“
Nýlega var Spron breytt í hlutafélag og segir
Ragnar að nú sé að hefjast skoðun á því hvort
hlutafélagaformið henti Byr betur en sparisjóða-
formið. „Það eru kostir og ókostir við hlutafélaga-
væðingu en að teknu tilliti til alls sýnist mér hluta-
félagaformið henta betur,“ segir Ragnar og segir
að niðurstaða ætti að fást á þessu ári. Hann bendir
á að ekki sé nauðsynlegt að skrá sjóðinn í kauphöll
um leið. Betra sé að bíða eftir hentugum markaðs-
aðstæðum.
Samþjöppun heldur áfram
Sparisjóðsstjóri Byrs segir ákvörðun um hlutafélagavæðingu líklega tekna á árinu
Samþjöppun Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðs-
stjóri Byrs, telur að sparisjóðum fækki enn frekar.
Morgunblaðið/RAX
ÞETTA HELST ...
● HÁTT í 100% hluthafa Stork NV
samþykktu sölu Stork Food Sys-
tems til Marel á hluthafafundi sem
fór fram sl. föstudag. Þessi sam-
þykkt er ekki bindandi þar sem kaup
Marel á Stork Food Systems voru
háð þremur fyrirvörum eins og greint
var frá þegar samkomulagið var
kynnt í lok nóvember. Í Vegvísi
Landsbankans segir að niðurstaða
fundarins auki þó mjög líkur á að yf-
irtökutilboð London Acquisition N.V.
(Candover) í aðra hluta Stork gangi
eftir. Þá sé aðeins eftir að fá sam-
þykki samkeppnisyfirvalda og álit
starfsmannaráðs Stork. Þangað til
verði Marel og Stork Food Systems
hvort um sig rekið sjálfstætt.
Hluthafar Stork sam-
þykktu sölu til Marel
● ENN bætir
bandaríski seðla-
bankinn við fjár-
magni til að rétta
við lausa-
fjárstöðu bank-
anna þar í landi.
Áður hafði verið
tilkynnt að 40
milljarðar dollara
yrðu til reiðu í jan-
úar en sú fjárhæð
hefur verið hækkuð í 60 milljarða
dollara. Bankarnir eru í frétt á vef
BBC enn sagðir í mikilli fjárþörf og
seðlabankinn hyggst halda innspýt-
ingu sinni áfram. Þá er beðið með
nokkurri eftirvæntingu eftir ræðu fjár-
málaráðherra Bandaríkjanna, Henry
Paulson, í dag þar sem hann mun
ræða stöðuna á fjármálamarkaðnum
bandaríska. Enn er titringur á þeim
markaði, sem lýsti sér vel í töluverðri
lækkun hlutabréfa á Wall Street á
föstudag. Í dag kemur í ljóst hvort
seðlabankinn og Paulson nái að
blása nýju lífi í fjárfesta.
Seðlabankinn banda-
ríski dælir meiru inn
Henry Paulson
fjármálaráðherra.
● HOLLENSKI bankinn Rabobank
gaf á föstudag úr krónubréf að and-
virði um 30 milljarðar króna. Í Hálf-
fimmfréttum Kaupþings kom fram að
bréfin kæmu líklegast í stað eldri
bréfa sem eru á gjalddaga 28. jan-
úar næstkomandi. Á þeim degi falla
45 milljarða krónubréf á gjalddaga
sem bankinn gaf út. Segir greining
Kaupþings að tilkynning Rabobank
glæði vonir innlendra og erlendra að-
ila um að vænta megi frekari útgáfu
krónubréfa á næstunni. Rúmir 80
milljarðar króna eru á gjalddaga í
janúar og febrúar og ef ekki kemur til
frekari útgáfu krónubréfa má ætla að
krónan gefi eitthvað eftir í kjölfarið,
að mati greiningar Kaupþings.
30 milljarða krónu-
bréf hjá Rabobank
● SIGRÚN Eva Ár-
mannsdóttir,
söngkona með
meiru, hefur verið
ráðin fram-
kvæmdastjóri
hugbúnaðarfyr-
irtækisins Eskils í
stað Sigrúnar
Guðjónsdóttur.
Eskill er hluti af
samstæðu Teym-
is. Sigrún Eva hefur verið for-
stöðumaður fjármálalausnadeildar
HugarAx ehf. (áður Hugur) síðast-
liðin þrjú ár. Þar áður starfaði hún
sem verkefnastjóri hjá Hug hf. og
einnig á hugbúnaðarsviði EJS. Sig-
rún Eva starfaði við kennslu við tölv-
unarfræðideild Háskólans í Reykja-
vík í nokkur ár og kenndi þar fög í
tengslum við viðmótshönnun og not-
endamiðaða hugbúnaðargerð. Hún
er með MSc gráðu frá tölvunarfræði-
skor Heriot-Watt-háskólans í Ed-
inborg í Skotlandi og stundar nú
MBA-nám við HR. Þá muna margir ef-
laust eftir henni er hún söng fyrir
hönd Íslands í Evróvisjón árið 1992
ásamt Sigríði Beinteinsdóttur.
Sigrún Eva til Eskils
Sigrún Eva
Ármannsdóttir
ÁRLEGUR skattadagur Deloitte
fer fram á miðvikudag á Grand
Hótel Reykjavík og er skráning í
fullum gangi. Skattadagurinn er
haldinn í samstarfi við Samtök at-
vinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands
og Viðskiptablað Morgunblaðsins.
Árni M. Mathiesen fjár-
málaráðherra setur fundinn en
meðal frummælenda er Richard
Teather, skattasérfræðingur og
kennari við háskólann í Bournemo-
uth. Í tilkynningu segir að hann
muni fjalla um skattasamkeppni á
milli landa, hún feli í sér að einstök
lönd reyni að laða til sín fjármagn
og starfsfólk með því að bjóða fram
lága skatta. Teather segir skatta-
samkeppni vera öllum í hag, sér-
staklega þeim löndum sem nýti sér
kosti alþjóðlegrar verkaskiptingar
og frjálsra viðskipta. Skatta-
samkeppni haldi jafnframt í skefj-
um viðleitni stjórnmálamanna til að
hækka skatta. Með því auki hún
hagsæld og auðveldi fjárfestingar.
Á skattadeginum munu sérfræð-
ingar Deloitte einnig fjalla um áhrif
breytinga á skattalögum 2007, um
skatta- og lagalega stöðu erlends
starfsfólks á Íslandi og um áhrif tví-
sköttunar í virðisaukaskatti og
hvað beri að hafa í huga til að koma
í veg fyrir hana. Dagskrá fundarins
hefst kl. 8.15 að morgni og stendur
til kl.10. Þátttökugjald er 2.500 kr.
Skráning á skattadag
Deloitte í fullum gangi
BANDARÍSKA örgjörvafyrirtækið
Intel hefur hætt við þátttöku í verk-
efninu „One laptop per child“
(OLPC), eða fartölva á barn.
Er þetta talsvert bakslag fyrir
framgang verkefnisins, en mark-
miðið með því er að framleiða ódýr-
ar fartölvur til barna í þróunarríkj-
um. Intel hugðist leggja fram
fjármagn og tæknilega sérfræði-
þekkingu.
Ósættanlegur ágreiningur varð til
að rjúfa samstarfið að sögn Chuck
Mulloy, talsmanns Intel. Deilur
hafa þó staðið frá því áður en Intel
gekk til liðs við verkefnið í júlí síð-
astliðnum. Intel hyggst hins vegar
vinna áfram að Classmate PC, sinni
eigin útfærslu á ódýrri fartölvu
handa börnum í sömu sporum.
Hækka þurfti verðið
„OLPC fór fram á að Intel hætti
stuðningi við sambærileg verkefni,
þeirra á meðal Classmate PC, og
einblína aðeins á OLPC,“ segir
Mulloy í samtali við CNN. „Við gát-
um hins vegar ekki fallist á það.“
Nicholas Negroponte, kom far-
tölvuverkefninu á legg árið 2005.
Tölvurnar áttu upphaflega að kosta
100 dollara en hækka þurfti verðið
upp í 188 dollara. Á þeim er Linux
stýrikerfi og flaga frá keppinauti
Intel, AMD.
Mulloy fullyrðir þó að aðkoma
keppinautarins eigi engan þátt í
ákvörðun Intel að hætta við.
Börnin fá ekki
flögur frá Intel
Reuters
Tölvur Prufueintak í verkefninu
afhent í Þýskalandi fyrir jól.