Morgunblaðið - 11.02.2008, Page 1
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Á MILLI Reyðarfjarðar og Egilsstaða eru tæp-
ir 34 km og liggur leiðin að mestu um Fagradal,
hæst í 350 metrum y.s.m. Veturinn hefur verið
heldur þungur á þessum slóðum og dalurinn því
stundum torfarinn vegna fannfergis og illviðra.
Að öllu jöfnu er Fagradal haldið opnum milli kl.
07 og 23 yfir veturinn. Á milli 350 og 500 bílar
hafa farið um dalinn á sólarhring undanfarið.
Sveitarstjórnarmenn á Fljótsdalshéraði og
víðar hafa ítrekað kallað eftir bættri vetrarþjón-
ustu Vegagerðarinnar á leiðinni þar sem umferð
um Fagradal er mikil og fólk sækir þjónustu og
vinnu af Héraði á firði og öfugt. Til dæmis vinna
um 100 manns af Héraðinu í álveri Alcoa Fjarða-
áls. Fyrirtækið lagði mikið upp úr því á und-
irbúningstíma verksmiðjunnar að samgöngur
yrðu færðar til viðunandi horfs til að skapa
stærra og tryggara atvinnusvæði.
Vegir að álverinu klárir kl. sjö
„Verstar fyrir okkur eru ferðirnar fjórar um
Fagradal sem tengjast vaktaskiptum í álverinu,“
segir Guðmundur Bjarnason, verkefnisstjóri hjá
Alcoa Fjarðaáli. „Þegar færð er slæm geta
lokast af algerir lykilstarfsmenn, en mest bitnar
þetta á vaktaskiptum og hefur gerst nokkrum
sinnum í vetur. Ef við komum ekki fólkinu á milli
þarf að boða menn út á aukavaktir úr nágrenni
álversins og koma fólki í gistingu.“
Alcoa Fjarðaál hefur að sögn Guðmundar átt
góð samskipti við Vegagerðina og óskað eftir að
vegir að álverinu væru klárir kl. 7 á morgnana í
síðasta lagi. Það hafi gengið í flestum tilfellum og
Vegagerðin hafi staðið sig mjög þokkalega í að
láta ryðja, salt- og sandbera eftir þörfum.
Orri Harðarson snjóruðningstækjastjóri er
einn þeirra sem ryðja Fagradalinn. „Þessi vegur
á að vera opinn allan sólarhringinn. Sé snjór
mikill er mun auðveldara að vinna alla nóttina en
að byrja í morgunsárið þegar allt er komið á kaf
og kannski bílar inni í sköflunum. Menn verða að
átta sig á að þessi vegur er óhemjufjölfarinn.
Þarna eiga að vera moksturstæki allan sólar-
hringinn,“ segir Orri. Fagridalur á eftir að verða
farartálmi að einhverju marki uns Stór-Aust-
fjarðagöng verða byggð.
Fagridalur
er farartálmi
Í HNOTSKURN
» 3. október Tilkynnt um sam-runa REI og Geysir Green
Energy.
» 11. október MeirihlutiFramsóknar og Sjálf-
stæðisflokks springur og
Framsókn myndar nýjan
með Samfylkingu, VG og
F-lista.
» 1. nóvember Samruna REIog GGE hafnað í borgarráði
að tillögu stýrihóps.
» 21. janúar Meirihlutinnspringur aftur og F-listi og
Sjálfstæðisflokkur mynda
nýjan.
» 7. febrúar Stýrihópurinnskilar af sér lokaskýrslu um
REI-málið.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins í
gærkvöldi var talið líklegt að Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson myndi halda áfram sem borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, en því er ósvarað hvort hann
tekur við sem borgarstjóri.
Almennt eru menn sammála um að staðan sé
mjög alvarleg. Víst er að forystumenn flokksins
hafa fundið þungann í málinu, að sjálfstæðismenn
um allt land hafa áhyggjur af stöðunni og þrýst-
ingur hefur farið vaxandi á að Vilhjálmi verði fund-
in útleið úr því öngstræti sem hann hafi ratað í. Geir
H. Haarde, formaður flokksins, talaði við Vilhjálm
um helgina.
Það er ekki REI-skýrsla stýrihópsins um málefni
REI, sem veldur mestu um erfiðleika Vilhjálms,
enda niðurstaðan í samræmi við málflutning sjálf-
stæðismanna undanfarna mánuði.
Ástæðan er yfirlýsing Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar
í Kastljósi um að hafa leitað álits borgarlögmanns
fyrirfram á því hvort hann hefði umboð til að sam-
þykkja samruna REI og GGE. Hann bar það síðar til
baka og sagðist hafa leitað til fyrrverandi borgarlög-
manns.
„Hann er ekkert að fara að segja af sér sem borg-
arfulltrúi þó að hann hafi talað ónákvæmt í Kast-
ljósinu,“ sagði einn úr forystu flokksins. „Svo er
hitt hvort þetta sé uppsafnað og hann rúinn trausti
– það má ræða það. En menn þurfa að vera sann-
gjarnir og hafa eitthvað efnislegt í þessu.“
Sumir eru á því að Vilhjálmur eigi að hætta strax,
óbreytt ástand skaði flokkinn, og orðaði einn það
svo: „Öllum er nóg boðið.“ En það er líka hópur inn-
an flokksins sem vill fara að öllu með gát, tryggja
að Vilhjálmur haldi virðingu og „láta ekki fjölmiðla
ráða því hvort Vilhjálmur segi af sér“. Þeir telja að
staðan versni varla úr þessu, nema afdrifaríkar
ákvarðanir verði teknar í óðagoti.
Bakland Vilhjálms hefur löngum verið traust í
kjarna flokksins, en fjarað hefur undan honum í at-
burðarásinni síðustu daga. Má segja að stuðningur
við hann sé mun minni nú en eftir að meirihluta-
samstarfið við Framsókn sprakk í fyrrahaust. En
svo virðist sem engan bilbug á Vilhjálmi sé að finna,
hann sé fastur fyrir og það sé „stuð á karlinum“.
„Öllum er nóg boðið“
Stuðningur sjálfstæðismanna við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson mun minni en
eftir að meirihlutasamstarfið við Framsókn sprakk Áfram borgarfulltrúi
STOFNAÐ 1913 41. TBL. 96. ÁRG. MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
Mr. Skallagr msson >> 33
Komdu leikhœs
Leikhœsin landinu
OFGNÓTT AF ÖLLU
HVERNIG ER HÆGT AÐ FORÐA FJÁRMÁLA-
SKÚTU AFKVÆMANNA FRÁ STRANDI? >> 17
DÍLASKARFUR einn komst í feitt í Elliðaánum á
laugardagsmorgun þegar hann veiddi stóran
urriða. Við tók æsispennandi viðureign þar sem
fiskur og fugl tókust á upp á líf og dauða. | 4
Ljósmynd/Óskar Andri
Barist upp á líf og dauða
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
BRESKI tónlistarmaðurinn Eric
Clapton heldur tónleika ásamt
hljómsveit sinni í
Egilshöllinni hinn
8. ágúst næstkom-
andi. Tónleikarn-
ir eru liður í Evr-
óputónleikaferð
Claptons sem
hefst í sumar og
kemur í kjölfarið
á útgáfu safnplöt-
unnar Complete
Clapton, og mun hann því flytja öll
sín vinsælustu lög á tónleikunum.
„Clapton nýtur náttúrlega ómældr-
ar virðingar sem tónlistarmaður,
og ekki síst sem gítarleikari,“ segir
Kári Sturluson sem stendur að tón-
leikunum ásamt Grími Atlasyni.
Alls verða um 10.000 miðar í boði
á tónleikana, og verður fyr-
irkomulag forsölu kynnt í næstu
viku. | 33
Clapton
með tónleika
á Íslandi
Eric Clapton